Morgunblaðið - 05.08.1983, Side 18

Morgunblaðið - 05.08.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ; FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 75 ára afmæli Gufudalskirkju Miðhúsum, Keykhólasveit, 3. ágúst. NÆSTKOMANDI sunniidag veröur minnst 75 ára afmælis Gufudals- kirkju í Barðastrandarprófastsdæmi og samkvæmt upplýsingum sem fengnar eru frá sóknarprestinum á Reykhólum, Valdimar Hreiöarssyni, er kirkjan timburkirkja og teiknuð af Rögnvaidi Ólafssyni. Trésmíðameistari var Jón Þ. Ólafsson, ísafirði. Kirkjusmíðinni var lokið á árinu 1908 og var kirkjan vígð af séra Jóni Þorvaldssyni, Stað á Reykjanesi, 3. sunnudag í aðventu 13. desember sama ár. Séra Jón var þá þjónandi prestur í Gufudaí. í Gufudal er kirkjan helguð gofri og vorri frú og heilögum krossi ög er fyrst getið am prest þar um aldamótin 1200. í Gufudal sat prestur fram til 1905, en þá hvarf séra Goðmundur Guðmundsson frá starfi og fluttist til ísafjarðar. Árið 1907 var Gufudalsprestakall sameinað Staðarprestakalli og síðar Reykhólaprestakalli og hef- ur verið þjónað af prestum þaðan. Miklar umbætur standa fyrir dyrum á kirkjunni í Gufudal. Þarf að endurnýja viði í turni og skipta um járn á þaki. Þessar fram- kvæmdir eru kostnaðarsamar fá- mennum söfnuði og verður erfitt að standa undir þeim. En það hef- ur verið metnaðarmál safnaðar Gufudalskirkju að varðveita kirkjuna í sinni upprunalegu mynd og hefur safnaðarfólk oft á tíðum innt af hendi fórnfúst starf og lagt fram fé af litlum efnum. Eins og áður var sagt verður 75 ára afmælisins minnst með guðs- þjónustu í kirkjunni næstkomandi sunnudag, 7. ágúst. Auk óknar- prestsins verður prófasturinn í Barðastrandarprófastsdæmi, Þór- artnn Þór á Patreksfirði, viðstadd- ur athöfnina. Séra Þórarinn þjón- aði lengi Gufudalskirkju þegar hann var prestur á Reykhólum. Síðustu 30 árin hefur ólína Kr. Jónsdóttir leikið oftar á orgelið í Gufudalskirkju en nokkur annar. Stundum fer þó messa þar fram án nokkurs undirleiks. I Gufudal búa heiðurshjónin Kristjana Jónsdóttir og Kristinn Berg- sveinsson og veita þau jafnan kirkjugestum veitingar af mikilli rausn sem og öðrum er þangað eiga leið. —Sveinn Samband íslenskra námsmanna erlendis: Mótmæla skerd- ingu námslána Mbl. hefur borist fréttatilkynning frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, SÍNE, varðandi áætlanir um að veita Lánasjóði námsmanna ekki nema hluta þess fjár sem sjóð- inn vantar. SfNE ályktaði eftirfarandi á fundi sínum 3. ágúst sl.: „Þau tíðindi hafa borist úr fjár- og menntamálaráðuneytum að bregðast eigi við fjárhagsvanda Lánasjóðs námsmanna með því að veita honum aðeins um þrjá fjórðu af því sem sjóðinn vantar til að standa við skuldbindingar sínar við námsmenn fram að áramótum. Talað er um að veita 130—140 milljónir af þeim 182 milljónum sem sjóðinn skortir. Þetta mundi þýða að meðalnámsmaður fengi aðeins um 78% af þeim fram- færslukostnaði sem Lánasjóður- inn áætlar. Miðað við núverandi verðlag fengi einstaklingur á fs- landi 8.787 kr. á mánuði í lán í stað 10.702 kr. íslenskir námsmenn erlendis mótmæla harðlega þessum ráð- stöfunum. Námsmenn eru þegar í hópi þeirra sem hafa minnstar ráðstöfunartekjur og þessi kjara- skerðing mundi gera fjölda manna ókleift að stunda nám. Við minn- um á að námslánin eru verðtryggð lán eftir lánskjaravísitölu og eng- inn styrkur. Vafasamt er að kjaraskerðing af því tagi sem ráðherrarnir vilja standist fyrir dómstólum og námsmenn munu láta reyna á rétt sinn þar. Við hvetjum alla til að styðja okkur í baráttu okkar fyrir mannsæmandi námslánum og jafnrétti til náms.“ Strengjasveitin ásamt stjórnanda sveitarinnar, Mark Reed. Strengjasveit Tónlistarskólans: Tekur þátt í alþjóð- legri listahátíð STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík mun halda tónleika á Kjarvalsstöðum mánudagskvöldið 8. ágúst kl. 20.30. Strengjasveitin er senn á förum til Aberdeen í Skotlandi, ásamt stjórnanda sínum, Mark Reedman, til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna. Listahátíð þessi hefur verið starfrækt um árabil á hinum ýmsu stöðum í Evrópu, en er nú haldin þriðja árið í röð í Aber- deen og mun öðlast sinn fasta sess þar í framtíðinni. Um 20 sveitir ungra listamanna frá jafnmörgum löndum taka þátt í hátíðinni og var það einn af dómendum keppninnar í Belgrad sl. haust sem kom íslensku sveit- inni á framfæri. Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja sveit- ina til utanfararinnar, auk ým- issa fyrirtækja og einstaklinga. Sveitin mun halda ferna tón- leika með mismunandi efnisvali og mun m.a. leika í hinum þekkta sal, Music Hall. Efnisskrá tónleikanna á Kjar- valsstöðum verður þessi: Chahony eftir Purcell, Fiðlukonsert í a-moll eftir J.S. Bach, Holberg svíta eftir Grieg, Trauermusik eftir Hindermith og svíta nr. 3 eftir Respighi. Einleikarar verða Auður Haf- steinsdóttir, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, lágfiðlu- leikari. Stjórnandi verður Mark Reed. Þetta verða síðustu tón- leikar Strengjasveitarinnar um óákveðinn tíma. Friðarganga 83: Tveir íslenskir þátttakendur FRIÐARGANGA ’83 verður farin dagana 11.— 26. ágúst nk., en þá verður gengið frá N'ew York til Washington. 150 þáttakendur mynda kjarna göngun- nar, en þar af eru 100 frá Norðurlöndunum og 50 frá Bandaríkjunum. Tveir þátttakendanna eru íslenskir, þær Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður, og María Jóhanna Lárusdóttir. í fréttatilkynningu frá Samtök- um um Kvennalista segir að þetta sé í þriðja sinn sem norrænar kon- ur ganga til að mótmæla kjarn- orkuvopnum, en í fyrra var gengið frá Stokkhólmi um Helsinki og Moskvu til Minsk í Rússlandi, og árið áður var gengið frá Kaup- mannahöfn til Parísar. Nú er ætl- unin að ganga frá New York til Washington, eða um 500 km vega- lengd. í fréttatilkynningunni segir einnig að Friðarganga ’83 beri fram mótmæli gegn kjarnorku- vopnum í austri og vestri, gegn kjarnorkuvopnum um allan heim, gegn staðsetningu nýrra kjarn- orkuvopna í Evrópu. Krafist sé stöðvunar á tilraunum, fram- leiðslu og dreifingu allra gerða kjarnorkuvopna og lýst yfir stuðn- ingi við kjarnorkuvopnalaus svæði. Þess sé einnig krafist, að því gífurlega fjármagni sem nú renni til vopnasmíða verði varið til að tryggja fæðu og atvinnu. Mánudaginn 8. ágúst tekur aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna í New York á móti fulltrúum Friðar- göngu ’83, á skrifstofu sinni. Síðan halda þátttakendur göngunnar áleiðis til Washington, og lýkur henni 26. ágúst. Þann 27. ágúst verður haldinn útifundur í Wash- ington undir yfirskriftinni: „At- vinna — Friður — Frelsi". Fréttir úr Jónshúsi Jónshúsi, 30. júlí. HINN 28. júlí nutu íslendingar í Höfn góórar gestakomu í Jónshúsi. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og Hjálmar Ólafsson formaöur Norræna félagsins á íslandi voru hér á ferð og höfóu boó- að komu sína með nokkrum fyrirvara, en færri vissu þó af en skyldi, vegna þess hve erfitt er að auglýsa samkomur með löndum á sumrin, er Þórhildur kemur ekki út. Flutti Hjálmar ávarp um norrænt samstarf í upphafi samkomunnar og kynnti síðan þá dagskrá, sem flutt yrði. Lásu þau Herdís úr íslands- klukku Halldórs Laxness ásamt með Rúnari Guðbrandssyni leiklistar- nema. Milli atriða röktu þau sögu- þráðinn við óskipta athygli sam- komugesta. Loks settist Guðmundur Eiríksson frá Selfossi við hljóðfærið og lék lög við nokkur ljóð Halldórs Laxness, en Hjálmar og Herdís stýrðu söngnum og sungu dúett í lokin. Listafólkinu var klappað lof í lófa og þökkuð koman í Jónshús. _______________G.L.Ásg. Söfnuðu um 250 þúsundum til viðbyggingar sjúkrahússins Stykkishólmi, 4. ágúst. EINS og áður hefur komið fram í frétt- um er nú verið að reisa byggingu við sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Verður viðbygging þessi 6—7 hæðir og verður þar m.a. heilsugæslustöð. Senn verður byggingin komin und- ir þak. Starfsfólk sjúkrahússins hef- ur að undanförnu staðið að söfnun fyrir hina nýju álmu sjúkrahússins, en hún hófst með því að hver starfs- maður gaf átta vinnustundir til byggingarinnar. Þá var farið 1 fyrir- tæki og til einstaklinga og voru und- irtektir ágætar. Alls söfnuðust um 250 þúsund krónur og óska starfsfólk og for- stöðukona sjúkrahússins að koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa fyrir góðan stuðning. ^rnj Látinn laus úr gæslu- varðhaldi MAÐURINN sem rak fasteignasölu og úrskurðaður var í gæsluvarðhald til 3. ágúst um miðjan síðasta mánuð fyrir fjársvik o.fl. var látinn laus á laugar- daginn var. Að sögn Þóris Oddssonar, vara- rannsóknarlögreglustjóra ríkisins, eru meginlínur málsins skýrar og þótti ekki þörf á að halda manninum lengur. Alls mun maðurinn hafa komist yfir með ólöglegum hætti fé að upphæð eitthvað á aðra milljón króna. Þórir sagði að maðurinn hefði verið samvinnuþýður og lagt sig fram um að upplýsa málið. Hvítu yrðlingarnir farnir til Noregs Noröurlandamótið í skák: Daninn Curt Hansen sigraði NORÐURLANDAMÓTINU í skák, sem fram fór í Esbjerg í Danmörku dagana 19.—30. júlí sl„ lauk með sigri Danans Curt Hensen í úrvalsflokknum. Hlaut Hansen 8'/2 vinning af 11 mögulegum. í öðru sæti varð Wetberg frá Svíþjóð með 8 vinninga og í þriðja sæti Schnider, einnig frá Svíþjóð, með 7'/2 vinn- ing. Guðmundur Sigurjónsson hafnaði í fjórða sæti með 6'/2 vinning. Auk Guðmundar keppti Dan Hans- son fyrir ísland i úrvalsflokknum, en hann fékk 3 vinninga og hafnaði í ellefta sæti. í fimmta til sjöunda sæti með 6 vinninga urðu Tiller frá Noregi, Agdestein frá Noregi og Ung- verjinn Forintos. Oli Jakobsen frá Danmörku varð í áttunda sæti með b'h vinning, Finninn Westerin- en í níunda með 4'k, Raasde frá Finnlandi í tíunda með 4 og lestina rak Færeyingurinn Ziska með 'h. vinning. í meistaraflokknum urðu jafnir og efstir Daninn Höi og Svíinn Johansen með 7 vinninga, en meðal ^irra sem voru í fimmta til sjöunda sæti var lendingur, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin átta ár, Arnþór Sævar Einarsson, með 6‘k vinning. Erfiðlega gekk að afla upplýsinga um úrslitin í opna flokknum, en nokkrir íslendingar kepptu í þeim flokki. Keppendur á Norðurlandamótinu voru alls 300, 12 í úrvalsflokki, 74 í meistaraflokki og 214 í opnum flokki. Ellefu íslendingar tóku þátt í mót- inu. „ÞEIR eru við hestaheilsu. Norski bóndinn hringdi í mig þegar hann var kominn með þá heim til sín og líst honum bara vel á þá,“ sagði Jón Ragnar Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda, í samtali við Mbl. Snemma á mánudagsmorgun fóru hvítu tófuyrðlingarnir sem SÍL hefur verið að safna saman hér á landi uppí pantanir, sem borist höfðu frá loðdýraræktendum ( Danmörku og Noregi, en þeir hyggjast rækta þá til framleiðslu á sjaldgæfu litaafbrigði eins og sagt hefur verið frá í Mbl. Jón sagði að aðeins hefði verið hægt að ná 18 hvítum yrðlingum, en einnig hefðu verið sendir 6 mórauðir með, þannig að 24 yrðl- ingar urðu samferða með Flug- leiðavélinni til Oslóar á mánudag, en þangað fóru þeir allir að þessu sinni. Jón sagði að norski bóndinn sem fékk yrðlingana væri strax farinn að óska eftir að sitja fyrir með yrðlinga á næsta ári og sagði Jón að fyrirhugað væri að halda þessu áfram og vonandi með betri árangri. Skálholtskirkja: Guðsþjónusta á sunnudag GUÐSÞJÓNUSTA verður í Skál holtskirkju sunnudaginn 7. ágúst klukkan 17. Þar veröur sérstaklega minnst Gyðinga og kristniboðs með- al þeirra. Flutt verður frásagan „Konan við brunnirin” og mun Auð- ur Bjarnadóttir ballettdansari sjá um þaö ásamt fleirum. Tónleikar verða einnig í kirkj- unni klukkan 15 þar sem Helga Ingólfsdóttir og Michael Shelton leika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.