Morgunblaðið - 05.08.1983, Síða 23

Morgunblaðið - 05.08.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 23 Hotel Montechoro. Frá fiskmarkaönum í Portimao. um flest hafi Algarve verið nánast einangrað unz Hinrik kom til sög- unnar. Og ekki síður frá Portúgal sjálfu. Á þessum tímum þá Al- garve öll sín áhrif frá Norður- Áfríku. Hinrik gerði merkilegt átak til að rjúfa þessa einangrun, en Algarve varð lengi enn landið fyrir handan. Það var aðskilið frá hinum hluta landsins af Caldeirao og Monique-fjöllum og frá Spáni með Guadina-fljóti. íbúar Algarve urðu að treysta á sjálfa sig og þar þróuðust sérstakir siðir og hefðir, sem ekki þekktust annars staðar. Hér er átt við klæðaburð, almenn- ar lífsvenjur og hvaðeina. Og þess- ir siðir eru margir enn í fullu gildi í Algarve og hvergi annars staðar í landinu. Þó svo að öllum tálmunum hafi verið rutt úr vegi fyrir löngu og hraðbrautir liggi frá Algarve til allra átta, eru Algarve-búar metn- aðarfullir og vilja halda sínum sérkennum, þó að ferðamenn hafi gert sér æ tíðförulla þangað og portúgalskir borgarbúar leiti þangað í leyfum sínum. Hávaða- samir túristar sem tala í umburð- arlyndum og lífsþreyttum tón um sjarma þessa frumstæða mann- lífs. Og taka svo náttúrlega mynd- ir af konunum með svörtu hattana og hestunum með fjaðraskúfana. Algarvebúar eru ekki uppnæmir fyrir þessu. En þeir gera sér mætavel grein fyrir því að koma ferðamanna bætir efnahag þeirra og portúgölsk kurteisi er þeim í blóð borin. Því taka þeir gestum af höfðingsskap og vinsemd. Ganga að sínum verkum og eru ekki upp- næmir íyrir smámunum, en eru manna skjótastir til að liðsinna ferðamönnum hvað þeir mega. íslandsmótið í hestaíþróttum haldið að Faxaborg um helgina Núverandi íslandsmeistari í tölti er Olil Amble og vann hún til þess titiis á hestinum Fleyg frá Kirkjubæ, en hún veröur meöal keppenda á Faxaborg um helgina. Ljósm. VK Næstkomandi helgi veröur haldiö íslandsmót í hestaíþróttum hið sjötta í röðinni. Veröur mótið haldið aö þessu sinni aö Faxaborg félags- svæöi hestamannafélagsins Faxa í Borgarfiröi. Að venju verður keppt í öllum greinum hestaíþrótta og hefst mótið klukkan tíu á laugardag og áætlað að því ljúki á sjöunda tím- anum á sunnudagskvöld. Á laug- ardagskvöld verður kvöldvaka og einhverskonar hrossaverslun og mun hluti af ágóðanum renna í ferðasjóð landsliðsins sem fer á Evrópumótið seinna í þessum mánuði. Á sunnudg um ellefuleyt- ið verða sýndir nokkrir afkvæma- hópar undan kunnum stóðhestum go á hádegi verður mótið sett að undangenginni hópreið. Einnig verður keppt í 150 og 250 metra skeiði en þessar keppnisgreinar tilheyra ekki hestaíþróttum og eru þar af leiðandi aukagreinar. Búast má við skemmtilegri keppni því til leiks eru skráðir margir af fremstu reiðmönnum landsins. En dagskrá mótsins verður sem hér segir: Laugardagur 6. ágúst: Kl. 10.00 Fjórgangur. kl. 12.30 Fimmgangur. Kl. 13.00 Hlýónikeppni unglinga. Kl. 15.00 Tölt Kl. 17.30 Fimmgangur unglinga. Kl. 18.00 Hlýónikeppni B. Kl. 18.00 Fjórgangur unglinga 12 ára og yngri. Kl. 18.30 Tölt unglinga 13 til 15 ára. Kl. 19.15 Tölt unglinga 12 ára og yngri. Kl. 19.45 Skeió 150 metrar. Kl. 20.15 Skeió 250 metrar. Kl. 21.00 Kvöldvaka og hrossaverslun til styrkt- ar landslióinu í EM ’83. Sunnudagur 7. ágúst: Kl. 09.00 Fjórgangur unglinga 13 til 15 ára. Kl. 10.30 Hindrunarstökk. Kl. 11.00 Sýning afkvæmahópa. Kl. 12.00 Hópreió, mótssetning. Kl. 12.15 Fjórgangur unglinga 12 ár og yngri úrslit. Kl. 12.40 Fjórgangur ungiinga 13 til 15 ára úrslit Kl. 13.05 Tölt unglinga 12 ára og yngri úrslit. Kl. 13.30 Hindrunarstökk úrslit. Kl. 13.55 Fjórgangur úrslit. Kl. 14.20 Tölt unglinga 13 til 15 ára úrslit. Kl. 14.45 Tölt úrslit. Kl. 15.10 Fimmgangur unglinga úrslit. Kl. 15.35 Fimmtangur úrslit. Kl. 16.00 (>æóingaskeió. Kl. 17.00 Skeió 150 metrar. Kl. 17.30 Skeió 250 metrar. Kl. 18.00 Verólaunaafhending. Vorum að fá örfáa MAZDA 323 sendibíla, árgerð 1983, á sérlega hagstæðu verði, vel ekki lengur að leyna því. Viðkvæmi þeirra er: „Hvers vegna skyldum við gera það?“ Pronk sagði, að lífsnauðsynlegt væri fyrir framtíð heimsins að koma á nýrri fjárhagsskipan, sem þjóðir heimsins virtu. Kirkjan hefði þar- miklu hlutverki og mikl- um skyldum að gegna, að gera mönnum ljóst hversu málið væri brýnt. — Að deila brauði, starfa hver með öðrum og hinum óbornu er hin kristna krafa. Sú krafa skipti e.t.v. ekki sköpum um tilveru mannkyns áður fyrr. Nú gerir hún það, sagði Pronk. Fulltrúi þriðja heimsins í þessari umræðu benti á fleiri fleti. — Það er ekki nóg að senda okkur mat, sagði Ntoni Nzinga frá Angóla. — Það þarf að efla mann- lega reisn þar sem hún hefur þurrkast út, bæði meðal þeirra ríku sem hinna fátæku. Reisn eignast þeir sem taka á sig ábyrgð á öðrum og sýna fulla samstöðu með þeim fátæku, svo að þeir geti losnað úr örbirgð sinni einnig með fullri reisn. Kenndi Jesús okkur þetta ekki? Brauð hafði verið lykilorð í um- ræðunni og I lok hennar voru bornar fram körfur með brauði, sem hinir ortodoxu bræður bless- uðu og deildu síðan út til fund- armanna, sem tákn um einingu þeirra til hinna góðu verka. Þetta er tilvalinn bíll fyrir iðnaðarmenn, sölumenn, viðgerðar og þjónustumenn og alla aðra, sem þurfa lipran og þægilegan bíl, sem er sterkur og ber ótrúlega mikið. Verð aðeins Kr. 197.000 gengisskr. 21.7.83. Tryggid ykkur bíl strax á þessu ótrúlega verði. mazoa BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.