Morgunblaðið - 05.08.1983, Page 25

Morgunblaðið - 05.08.1983, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 25 átta danska þingmenn í árlegri ferð þeirra um grænlenzkar byggðir. Hverrar þjóðar? Fulltrúar danska hersins segja að hægt sé að útiloka að þarna hafi verið á ferðinni kafbátur frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins, og flest bendir til þess að hér hafi verið á ferðinni sovézkur kafbát- ur. Þá er um þá möguleika að ræða að hér hafi verið á ferðinni strandkafbátur af Tango-gerð, eða kjarnorkuknúinn úthafskafbátur af Victor-III eða Charlie-gerð. Victor-bátarnir eru engin smá- skip, 6.000 smálestir af stærð, búnir tundurskeytum og kjarn- orkueldflaugum, og tveimur kjarnorkuknúnum vélum, sem framleiða 30.000 hestöfl og knýja bátinn áfram á 30 sjómílna hraða. Þá er báturinn búinn rafeinda- tækjum til að hlusta fjarskipti, og er talið hugsanlegt að hann hafi verið í slíkum erindum við Græn- land. Báturinn er með 90 manna áhöfn og getur kafað niður á 400 metra dýpi og haldið kyrru fyrir á hafsbotni í margar vikur. Charlie-bátarnir eru örlítið minni. Hvert er erindið? Fyrst og fremst er spurt í hvaða erindum sovézkur kafbátur eða kafbátar voru að gera við Græn- land. Reyndar eru þetta ekki fyrstu ferðir óþekktra kafbáta inn á grænlenzka firði, því vitað er að æfð hefur verið landganga oftar en einu sinni úr kafbátum, líkleg- ast sovézkum, inni á grænlenzkum fjörðum á síðasta áratug, þar sem bæði hefur sézt til mannaferða af þessu tagi og óyggjandi spor eftir þær fundist. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um ferðir kafbátanna nú. Ein er sú að Rússar séu að leita að felustöðum meðfram Grænlandsströndum, hvaðan þeir gætu athafnað sig í ófriði á Norður-Atlantshafi. Þar væru þeir vel settir með tilliti til sigl- ingaleiða er binda myndu Evrópu og Norður-Ameríku saman á ófriðartímum. Þaðan gætu þeir gert úthlaup án nokkurrar hættu á að eftir þeim yrði tekið í tæka tíð. Þá yrðu Rússar komnir býsna nálægt Bandaríkjunum og gætu auðveldlega gert eldflaugaárásir á þau frá grænlenzkum fjörðum. Kjarnorkuflaugar kafbátanna geta auðveldlega dregið á skot- mörk hvar sem er í Bandaríkjun- um, Kanada, eða Evrópu. Varnir Dana miðast ekki við leit eða bardaga við kafbáta í Grænlandi. Auðvelt að feiast Fróðir menn segja að auðvelt sé sovézkum kafbátum að felast við strendur Grænlands, þar sem eng- in dýptarkort eru til af grunnsævi þar eða fjörðunum fjölmörgu. Hins vegar er það stór spurning hvers vegna kafbáturinn fór ekki um með meiri leynd. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta má ætla að skipherra hafi beinlínist ætlast til að sjómenn tækju eftir sjónpíp- unni og á stundum var siglt með turninn ofansjávar, t.d. í nágrenni rækjubátsins Elias Kleist, en talið er að þá hafi þeir verið að láta vita að þeir væru farnir frá Diskó-flóa. Ein kenningin er sú að Rússar hafi ætlast til að eftir bátnum yrði tekið, þeir hafi verið að sýna Vest- urveldunum mátt sinn, að þeim verði ekki haldið auðveldlega í skefjum. Rússar séu montnir yfir því hversu langt þeir komist á kafbátum sínum. Fjölmörg tilvik í norskri og sænskri lögsögu hafi fært þeim sönnur fyrir því að margfalt örðugara sé að leita uppi kafbáta og granda þeim en al- mennt var talið, jafnvel við að- stæður þar sem athafnasvigrúm bátanna sé óverulegt. -ágás. (Byggt i frásögnum danskra blaða.) D/sko 0EM ^ GODHAVKl JAKDB&HAVN CHRISTIANSH^B EGEDESMIWDE^j SAAQAKOlt/T- Þannig hugsar teiknari sér atvikið þegar kafbáturinn skaut upp turnin- um í aðeins 25 metra færi frá sýslumanninum í Akúnaaq á vestur- strönd Grænlands. Hér kom kafbáturinn upp, aðeins örfáa metra frá kænu sýslumannsins í Ak- únaaq. Tegning: Erling Nederland að ræðan vekti andmæli og um- ræður og mér gæfist þá tilefni til að skýra mál mitt betur. En það hefur ekki orðið fyrr en nú, og fagna ég því, þó að seint sé. Öllu er snúið öfugt þó Einar Pálsson hefur það eftir mér að reglan um frelsi háskóla standi ofar þeim boðum sem ríkis- valdið setji háskólakennurum um trúnað og hlýðni. „Hvað þýðir þetta?“ spyr svo Einar. „Það þýðir, að Gunnar Karlsson telur sig eiga skyldur við annað markmið og æðra en það sem hugsjón Háskóla íslands segir fyrir um.“ Hér er hlutunum heldur betur snúið við. Ég var einmitt að segja að æðstu skyldur háskólakennara væru við hugsjón háskóla. Og til að sýna fram á að þessi hefði verið hug- sjón Háskóla íslands frá upphafi vitnaði ég orðrétt í ræðu Björns M. ólsen háskólarektors sem hann hélt þegar hann setti Háskólann í fyrsta sinn, 17. júní 1911: „í þessu sambandi get ég ekki bundist þess að drepa á afstöðu háskólanna við landstjórnina eða stjórnvöldin í hverju landi fyrir sig. Reynslan hefur sýnt að full- komið rannsóknarfrelsi og fullkom- ið kennslufrelsi er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að starf háskóla geti biessast.“ Ég get fullvissað ykkur um að Björn M. Ólsen setti þessa frelsiskröfu ekki fram til þess að „gera víghreiður sovét- skipulags úr deildum háskólans". Hvers vegna ætlar Einar Pálsson mér þá slíkar hvatir með ná- kvæmlega sömu stefnu? Sögunni er ekki lokið Jú, Einar tilfærir ummæli mín: „... hlutverk okkar (háskóla- manna) er að leita að nýjum leið- um til breytinga og ryðja þeim braut. Hvert þjóðfélag þarf á að halda slíkum breytingaöflum, og góður háskóli er eitt þeirra. Hlut- verk hans er ekki að auka magn þess sem fyrir er, hvort sem það er þekking, tækni eða framleiðsla, heldur að breyta eiginleikum þess þjóðfélags sem hann starfar í.“ Á þessi orð brestur Einar baga- lega skilning, því þegar hann heyrir talað um að breyta eigin- leikum þjóðfélags eins og okkar, dettur honum ekkert annað í hug en Pólland og Afganistan, sovét- skipulag og Síbería. Hann virðist ganga út frá því að mannkyns- sögunni sé í raun og veru lokið, framþróun mannsins sem félags- veru sé á enda. Þeir sem láti í ljós óánægju með þá þjóðfélagsgerð sem þeir búa við, hljóti að vilja eitthvað sem eigi sér stað annars staðar í heiminum nú, framtíðin geti ekki búið yfir neinu nýju. Ef þið viljið ekki auðvaldið, hljótið þið að vilja sovétskipulagið. Þessi dapurlega lífsskoðun er algerlega andstæð viðhorfi rann- sóknarmannsins. Sá sem helgar sig rannsóknum, hlýtur að eiga sér trú á að heimurinn búi yfir möguleikum sem menn hafi ekki enn uppgötvað og nýtt. Öll sönn rannsókn er leit að slíkum mögu- leikum. Þó að Einar Pálsson hafi lokið prófi frá Háskóla Islands, er eins og honum hafi mistekist að skilja og tileinka sér þetta nauð- synlega rannsóknarviðhorf. Rannsóknir eru tæki háskóla í skilningsleysi sínu á eðli rann- sókna hamrar Einar Pálsson á því að ég vilji ekki að háskólamenn stundi vísindastörf. Hann gerir mér upp orð: „Við krefjumst þess að vera látin í friði, meðan við vinnum að því „að brjóta auð- valdskerfið niður" — ekki meðan við vinnum að vísindalegum rann- sóknum." Og síðar segir hann að slíkir menn eins og ég lýsi því yfir „að hlutverk háskóla sé EKKI að auka magn þekkingar — þ.e. EKKI að stunda vísindastörf...“ Hér sést Einari í fyrsta lagi yfir að þekkingarsöfnun er í sjálfri sér engin vísindi, þótt hún sé oft nauðsynleg forsenda og undirbún- ingur vísindalegra niðurstaðna. Þeir sem vinna við að safna efni í Símaskrána auka þekkingu alveg gífurlega og vinna hið gagnlegasta verk, en þeir stunda ekki vísinda- starf og mundu ekki fá doktors- nafnbót fyrir rit sitt við neinn há- skóla. I öðru lagi hefur Einar ekki tekið eftir því, sem kemur þó glöggt fram hjá mér, að ég ætlast auðvitað til að háskólar þrói þjóð- félag sitt áfram með vísindum. Rannsóknir eru tæki þeirra. Því sagði ég um háskóla í lokaorðum ræðu minnar: „... með frjálsri hugsun og fordómalausri sann- leiksleit hlýtur hann að stuðla að því að brjóta auðvaldskerfið niður og reisa eitthvað betra á rústum þess.“ Þetta, að frjáls hugsun og for- dómalaus sannleiksleit eru einu baráttutæki háskóla, skiptir miklu máli í umræðunni um frelsi þeirra. Það er einmitt þess vegna sem lýðræðislega kjörin stjórn- völd geta leyft sér að veita háskól- um rannsóknarfrelsi og kennslu- frelsi. Alkunnugt er, að frjáls- hyggjumenn hafa löngum velt fyrir sér nauðsynlegum takmörk- um frelsisins, og það hefur al- mennt verið viðurkennt að ekki mætti veita mönnum frelsi til að hefta frelsi annarra. Því geta lýð- ræðisleg stjórnvöld ekki þolað, að her eða lögregla hafi nema mjög takmarkað athafnafrelsi. Um há- skóla gegnir allt öðru máli vegna þess að þeir hafa engin tæki til að beita valdi eða ofbeldi. Það er hverfandi lítil hætta á að frelsi háskóla til rannsókna og kennslu geti heft frelsi nokkurs annars. Þess vegna hafa stjórnvöld ailra ríkja þar sem mest er stundað út í persónufrelsi (þótt með misjöfn- um árangri sé) komist að sömu niðurstöðu og Björn M. ólsen, að það fari best á að háskólarnir ráði sér sjálfir. Það er auðvitað alger fjarstæða að háskóli gæti heft tjáningarfrelsi nokkurs manns, jafnvel þótt hann vildi, auk þess sem vandséð er hvers vegna há- skólastarfsmenn ættu yfirleitt að finna hjá sér hvöt til slíks. En hvers vegna frelsi? Nú kynni einhver að spyrja hvers vegna lýðræðislega kjörin stjórnvöld eigi að virða frelsi há- skóla. Hvers vegna eiga þau ekki að hafa stjórn á því að háskóla- menn rannsaki það sem vert er að rannsaka og kenni það sem rétt er að kenna? Við því er aðeins eitt svar: Til starfa í háskólum er leit- ast við að ráða hæfustu sérfræð- inga sem kostur er á hverju sinni. Þangað eiga ekki að veljast aðrir en þeir sem hafa sýnt sig í hæfni og vilja, mér liggur við að segja ólæknandi áráttu, til rannsókna og fordómalausrar sannleiksleit- ar. Og þá geta engir aðrir en há- skólamenn verið dómbærari en þeir á það hvað sé vert að rann- saka og rétt að kenna. Auðvitað geta orðið mistök í há- skólum eins og annars staðar þar sem vandasamar ákvarðanir eru teknar. Hjá sumum kann rann- sóknaráráttan að dofna þegar þeir eru sestir í kennarastólana. Éin- stöku menn staðna kannski i ófrjórri þekkingarsöfnun eða úr- eltum hugmyndum um eðli og hlutverk fræðigreinar sinnar. Sumir fyllast ofurvandvirkni og koma því engum rannsóknum frá sér. Allt eru þetta þekktir kvillar í háskólum. En ég þekki líka þó- nokkra háskólakennara sem vinna mikla, ómælda, óborgaða og litt þakkaða eða virta yfirvinnu við að koma frá sér rannsóknum í fræði- grein sinni. Þegar við metum hættuna á þvi að háskólamenn misnoti frelsi sitt, verðum við líka að taka með í reikninginn hvernig tekst til þeg- ar yfirvöld fara að segja vísinda- mönnum fyrir verkum og ákveða fyrir þá hvaða rannsóknir séu réttar og þarfar. Frumkvöðlar náttúruvísinda, menn eins og Galileo Galilei stríddu við það að yfirmenn kirkju og ríkis töldu rannsóknir þeirra á náttúrunni óþarfar af því að sannleikurinn um heiminn væri opinberaður í Guðs orði og þekkingar bæri helst að leita í ritum klassískra heim- spekinga. Frá þeirrar tíðar sjón- armiði var það fullkomlega ófræðilegt að rýna í stjörnur til að komast að því hvernig stjörnur gengju. Um það las maður í bók- um. Við getum líka tekið dæmi af manni sem er talsvert til umræðu þessi misserin vegna afmælis. Ég þykist vita að kaþólskum yfirvöld- um Þjóðverja hafi þótt nákvæmar rannsóknir Marteins Lúthers á Biblíunni næsta óþarfar og gróf- lega óvísindalegar. Nú veit ég vel að núverandi stjórnvöld Vesturlanda mundu aldrei meina stjörnufræðingum að rannsaka stjörnur eða guðfræðin- gum að draga ályktanir af orðum Biblíunnar. Þau mundu hefta þekkingarleitina á einhvern allt annan hátt. Engu að síður mundu þau hefta hana við núgildandi hugmyndir um hvað séu réttar vísindalegar aðferðir og niður- stöður. Þar með væru þau viss með að stöðva leitina að nýjum aðferðum til þekkingar- og skiln- ingsleitar. Ef einhver þykist vera hafinn yfir skammsýni af þessu tagi, stafar það ekki af öðru en óvenjumikilli sjálfsblekkingu. Stjórnvöld sem vilja kallast frjálslynd, geta ekki gert neitt annað en veita háskólamönnum starfsaðstöðu og láta þá svo um að velja sér rannsóknarefni og rann- sóknaraðferðir. Frjálslyndi þeirra verður ekki metið eftir því hve vel þau umbera rannsóknarmenn sem styðja og hylla núverandi stjórn- kerfi. Á það reynir fyrst þegar há- skólamenn gera sig líklega til að komast að niðurstöðum sem koma sér illa fyrir valdhafa. Frelsinu munum við halda Það er dálítið undarlegt hlut- verk fyrir mig sem hef meira verið orðaður við sósíalisma en frjáls- hyggj u að þurfa að standa uppi sem málsvari gamallar frjáls- hyggjukenningar. Ég geri það samt með glöðu geði og af heilum hug, því að ég sætti mig ekki við að missa neitt af því persónufrelsi og þeirri mannhelgi sem borgara- legt þróunarstig mannsins hefur fært okkur. Frjáls hugsun og for- dómalaus sannleiksleit mun vissu- lega eiga þátt í að brjóta auð- valdskerfið niður. Ég sný ekki til baka með það. En það sem rís á rústum þess á að taka í arf virð- ingu fyrir frelsi manna til að hugsa og tjá sig. Aldrei skulum við sætta okkur við annað. Gunnar Karlsson er forseti heim- spekideildar Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.