Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.08.1983, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983 + JÓN JÓNSSON, Basjarsksrjum, lést í Sjúkrahúsinu í Keflavík 2. ágúst. Halldóra Thorlacius, Sigurður Bjarnason, Jóna Bjarnadóttir. t Móðir okkar, ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR, lóst á heimili sínu í New York 1. ágúst. Útförin hefur fariö fram. Fyrir hönd aöstandenda, Valur Fannar, Heiöar Marteinsson. + Faöir okkar, GUNNAR EGILSON, verslunarmaöur, lést í Borgarspítalanum 3. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Snorri Egilson, Elfn Egilson, Brynhildur Egilson. + Faöir okkar, GUÐJÓN GÍSLASON, Fálkagötu 12, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, 5. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á liknarstofnanir. Börn hins látna. + Útför eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur. KRISTEYJAR HALLBJÖRNSDÓTTUR frá Súgandafiröi, fer fram frá Suöureyrarkirkju, laugardaginn 6. júlí kl. 14.00. Sturla Jónsson. Eva Sturludóttir, Sigrún Sturludóttir, Kristín Sturludóttir, Jón Sturluson, Eövarö Sturluson, Guöni Jónsson, Þórhallur Halldórsson, Guöbjörn Björnsson, Sigurbjörg Björnsdóttir, Arnbjörg Bjarnardóttir. 1 Faöir okkar og tengdafaöir, h NIKULÁS ODDGEIRSSON, andaöist 4. ágúst sl. Grétar Geir Nikulásson, Sjöfn B. Kristinsdóttir, Siguröur Þ. Nikulásson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sonja S. Níkulásdóttir, Pétur Guómundsson. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HALLDÓRS ÓSKARSSONAR, Nónvöröu 3, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 16.00. Þórdfs Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ELSU R. SIGURÐARDÓTTUR, Engjavegi 21, isafiröi. Innilegar þakkir til hjúkrunarfólks í Sjúkrahúsi isafjaröar fyrir frá- bæra hjúkrun og aöhlynningu, sérstakar þakkir færum viö Jennýju Jónsdóttur, hjúkrunarkonu, fyrir einstaklega fórnfúst starf. Kristján J. Kristjánsson, Karen R. Kristjánsdóttir, Guörún K. Kristjánsdóttir, Björk Krístjánsdóttir, Ásta D. Kriatjánsdóttir, Trausti A. Kristjánsson og barnabörn. Haraldur Benediktsson, Hafsteinn Ingólfsson, Gunnar Lárusson, Sverrir Kristjánason, Guðjón Gíslason - Minningarorð Fæddur 15. júní 1902 Dáinn 24. júlí 1983 Með Guðjóni Gíslasyni er geng- inn einn hinna mörgu „kyrrlátu í landinu", sem með löngum vinnu- degi hafa skilað ungu kynslóðinni íslandi nútímans. Hann var fæddur á Höfða í Dýr- afirði, sonur Gísla Sighvatssonar, bónda þar, og konu hans, Jónu Elí- asdóttur. Hann var elstur níu systkina, sem öll lifa bróður sinn. En þau eru auk Guðjóns Jóhann Guðbjartur, sem lengi bjó á Höfða, en nú á Þingeyri, Jóna Eli- asína í Reykjavík, Sighvatur í Vík í Mýrdal, Guðrún í Reykjavík, Guðmundur á Höfða, Hallgrímur á Þingeyri, Margrét í Reykjavík og Þórarinn í Reykjavík. Fleirbýli var á Höfða og þar bjó í sambýli við Gísla son sinn Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, þjóð- kunnur fræðimaður, og Ragnhild- ur Brynjólfsdóttir, kona hans. Dvaldist Guðjón löngum hjá afa sínum og ömmu á uppvaxtarárum sínum. Nam hann margt hjá þeim og kunni að segja frá mörgu af þeim merku hjónum. Skólaganga varð ekki löng, því að snemma var farið á vertíð eða skömmu eftir fermingu. Réri Guð- jón bæði frá útræði í Dýrafirði og Arnarfirði. Til fermingar naut Guðjón góðs undirbúnings sókn- arprestsins, séra Sigtryggs Guð- laugssonar, á Núpi, brautryðjanda kristins lýðskólastarfs á íslandi og mikils áhugamanns um ung- mennafélagsstarf. Guðjón hafði yndi af tónlist og lék nokkuð á hljóðfæri, en fékk ekki tækifæri til að rækta hæfileika sína á því sviði. Hann var sjálfmenntaður í dönsku og ensku, en bæði málin gat hann lesið sér að gagni, þá var hann áhugamaður um íslenzka sögu og þjóðhætti. Hann var mjög drátthagur og skrautritaði gjarn- an á bækur sem hann gaf. Guðjón var til sjós á þilskipum og togurum fram yfir 1935, er hann fór í land af tillitssemi við fjölskyldu sína, en þá var hann bú- inn að lenda oft í erfiðum veðrum og háska, m.a. var hann á togara, sem var hætt kominn í Halaveðr- inu mikla. Á þessum árum sá hann á bak beztu vinum sinum og félögum löngu fyrir aldur fram, þ.á m. Böðvari Jónssyni, mági sín- um, sem giftur var Jónu, systur hans. Um 1930 kvæntist Guðjón Guð- rúnu Þorsteinsdóttur frá Geithell- um, en hún lézt fyrir rúmum tveimur árum. Var hún honum mikill harmdauði. Þau eignuðust fimm börn, en fjögur komust upp og lifa foreldra sína. Þau eru: Erla Gróa, ritari, gift undirrituðum, þeirra börn eru Jóna, aðstoðarsálfræðingur, Guð- rún, hjúkrunarfræðingur BS, Búi, myndlistarnemi, Guðjón, lækna- nemi, og Erlendur, menntaskóla- nemi. Jóna, húsmóðir, áður gift Gústafi Jóhannessyni, banka- starfsmenni og organista, þeirra börn eru Guðjón, bankagjaldkeri, Jóhanna, kennari, Anna Rún, verzlunarskólanemi. Björg Lilja, húsmóðir, áður gift Sigurbirni Guðmyndssyni verkfræðingi, þeirra börn eru Guðrún, ljósmóð- ir, Guðmundur Þórir, flugmaður, og Kristín Hildur, verkfræðinemi. Aðalsteinn, netagerðarmaður, kvæntur Halldóru Valdimarsdótt- ur, húsmóður, þeirra börn eru Valdimar, nemi, Erna og Steindór á barnsaldri. Barnabarnabörnin eru nú fjögur. Kreppuárin voru mörgum dag- launamanninum erfið, stundum gat eiginkonan fengið vinnu, er eiginmaðurinn fékk ekki. Þá lifðu þeir við öryggisleysi leigjandans og þurftu oft að flytja. Þetta var hlutskipti þeirra Guðjóns og Guð- rúnar, en heimili þeirra var ætíð opið ættingjum og vinum er leið þeirra lá til Reykjavíkur. Engum vildi Guðjón skulda og m.a. þess Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Hjartanlegar þakklr fyrlr auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓNS EINARSSONAR, bifreiöarstjóra. Magnea G. Ágústsdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Vilhjálmur Jóhannesson, Magnea Jónsdóttir, Einar Aöalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför MARfU JÓNSDÓTTUR frá Besaastöðum. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki, læknum og hjúkrunarfólki í Sjúkrahúsinu Egilsstööum. Magnús Einarsson, Guólaug Guttormsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Guðríóur Arney Magnúsdóttir, Droplaug Nanna Magnúsdóttir. vegna eignuðust þau ekki eigið húsnæði fyrr en eftir stríð, er þau byggðu í samvinnu við Lilju dótt- ur sína og tengdason. Guðjón stundaði alla algenga daglauna- vinnu, en síðar vann hann ; bygg- ingavinnu, m.a. við byggingu Þjóð- leikhússins, einnig mikið hjá byggingafélaginu Stoð. Síðari starfsár sín tók hann að sér að leggja járn í hús allt til þess, er hann hætti vegna veikinda árið 1974. Guðjón þótti traustur og samvizkusamur starfsmaður og var vellátinn af samstarfs- mönnum og sambýlisfólki. Á fyrstu hjúskaparárum sínum urðu þau Guðjón og Guðrún fyrir trúarlegri vakningu og mótaði það líf þeirra beggja æ síðan. Fyrir þeim var Jesús Kristur lifandi frelsari og vinur, og þau voru minnug orðanna um að vera ekki aðeins heyrendur Guðs orðs held- ur líka gjörendur. Þau studdu af alhug kristilegt starf. Komið var saman í heimahúsum um Guðs orð, beðið og lofsungið. Á heimili þeirra áttu margir farandpredik- arar, sem nú eru horfnir, athvarf. Mörg ár vann Guðjón að sunnu- dagaskólastarfi, fyrst hér í Reykjavík, en síðar stóð hann í nokkur ár ásamt elztu dóttur sinni fyrir eina sunnudagaskólanum fyrir börn í Keflavík. Var þá farið á milli í áætlunarbíl. Um nokkurt skeið var Guðjón stærsti kaupandi að sunnudagaskólaefni í landinu. Einnig réðst Guðjón í að gefa út söngbók fyrir sunnudagaskóla, sem hann notaði við þetta starf. Þá eru ótaldar Biblíur og Nýja testamenti, sem hann gaf. Síðari ár meðan starfsorkan var óskert gekk hann á Elliheimilið Grund og las úr Biblíunni fyrir þá, sem vildu, og bað með þeim. Þegar barnabörnin komu áttu þau athvarf hjá afa og ömmu, þar fundu þau ríkulega kærleika og fyrirbæn. Guðjón og Guðrúnu var gott heim að sækja. Umræðuefnið var einkum hugðarefni Guðjóns, kristilega starfið, margvísleg lífsreynsla og lífshættir fyrr og nú. Með Guðjóni er genginn einn af mörgum framtakssömum leik- mönnum evangelísk-lúterskrar kirkju á íslandi, sem gjörði alvöru úr almennum prestsdómi kristins manns, er birtist bæði í persónu- legri tileinkun fagnaðarerindisins og í samvizkusemi í starfi sem og í virkri þátttöku í að flytja fagnað- arerindið næstu kynslóð. Guðjón hélt sterkt fram barnaskírninni jafnframt því sem hann var sannfærður um gildi náðargáf- anna til uppbyggingar safnaðar- ins. Hann átti gott samband við menn af ólíkum kirkjudeildum, en fór ekki dult með sannfæringu sína. Fyrirbænir hans fylgja börnum og barnabörnum svo og barna- barnabörnum. Síðustu orð hans voru þessi: „Ég bið að heilsa þeim, Drottinn blessi þau öll.“ Við vit- um, að gæfa hinna ungu byggir m.a. á fyrirbænum afa og ömmu. Guðjón þráði að lokum að fá að ganga á fund frelsara síns og drottins. Veri hann nú honum fal- inn með þakklæti fyrir kærleika og vinsemd, sem hann sýndi und- irrituðum og fjölskyldu hans frá fyrstu tíð og allt til hins síðasta. Blessuð sé minning hans. Kristján Búason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.