Morgunblaðið - 05.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1983
29
Vilhjálmur Eyjólfs-
son — Minningarorð
Vilhjálmur Eyjólfsson fæddist í
Borgum í Hornafirði hinn 4. nóv-
ember 1902. Hann var eistur 6
systkina.
Traustir skaftfellskir stofnar
stóðu að Vilhjálmi. Foreldrar
hans, Eyjólfur Bjarnason, bóndi í
Borgum í Hornafirði, var ráðs-
maður hjá Þorgrími lækni Þórð-
arsyni, er bjó þar góðu búi. Mun
Þorgrímur hafa talið vel takast til
um val á dyggum ráðsmanni þar
sem Eyjólfur skipaði fyrir verk-
um. Hafði Þorgrímur mikið álit á
Eyjólfi. Þótti hann völundur og af-
bragð annarra manna. Þórdís,
kona Eyjólfs, var glæsileg kona og
góð, hvers manns hugljúfi.
Við brottför læknishjónanna,
Þorgríms og konu hans, Jóhönnu
Andreu Lúdvigsdóttur, tók Eyjólf-
ur við jörðinni og stundaði þar
búskap um nokkurt skeið. Horna-
fjörður mun talinn með fegurstu
sveitum landsins. Rómuð er þar
fjallasýn og fagurt útsýni. Land-
kostir góðir. En margs annars
þarf búið við og svo fór að þrátt
fyrir ötult starf Eyjólfs og Þórdís-
ar að búsýslu að þau brugðu búi og
fluttust til Reykjavíkur með börn
sín ung. Er suður kom stundaði
Eyjólfur verkamannavinnu.
Snemma þótti ljóst að Vilhjálm-
ur væri góðum gáfum gæddur,
námfús og næmur. Jafnljóst var
það í byrjun aldar, að þótt umsvif
ykjust með heimastjórn og aukn-
um útvegi, að fátækt meinaði
mörgum efnismanni aðgang að
menntabrunni. Vilhjálmi tókst þó
að afla sér fróðleiks og þekkingar
með lestri góðra bóka og um-
gengni og umræðu í hópi góðra fé-
laga og jafnaldra. Var hann ætíð
talinn meðal jafningja í þeim
flokki. Meðal félaga er hann eign-
aðist á æsku- og unglingsárum
voru þeir frændur Emil Thorodd-
sen, tónskáld og Indriði Waage,
leikstjóri. Með þeim tókst ævilöng
vinátta. Vinir Vilhjálms frá æsku-
árum voru hljóðlátir menn og
smekkvísir. Listfengi var þeim í
blóð borin.
Árið 1920, þá er Vilhjálmur var
18 ára, hélt hann til Danmerkur.
Þar réðist hann til Kobelmanns,
er hafði köku- og konfektgerð í
Östergade í Kaupmannahöfn. Við
þá iðn starfaði Vilhjálmur til árs-
ins 1923 og aflaði sér þar starfs-
réttinda og lauk þar prófi með
góðum vitnisburði. Jafnframt
starfi að iðn sinni las Vilhjálmur
bókmenntir. Kaus hann jafnan
bækur góðskálda og vandaði val
sitt. Það kom honum og starfsfé-
lögum að notum síðar á ævinni, er
það féll í hlut Vilhjálms að hafa
umsjón með bókasafni á fjöl-
mennu vistheimili.
Er heim kom starfaði Vilhjálm-
ur um skeið í gosdrykkjaverk-
smiðjunni Sanitas. Frændi Ind-
riða Waage, Sigurður, fram-
kvæmdastjóri verksmiðjunnar,
var góðvinur Vilhjálms og þekkti
fjölhæfni hans, góða greind og
trúmennsku í verki. Að liðnum
nokkrum árum hvarf Vilhjálmur
frá starfi í Sanitas og réðst þá í
fjölmennan flokk vaskra manna er
reisti Sogsvirkjun, hið mikla
mannvirki við Ljósafoss. Þar, sem
annars staðar, naut Vilhjálmur
vinsælda í samfélagi starfsmanna,
fáskiptinn en tillögugóður, óáreit-
inn en hjálpfús, hljóðlátur en
glaðvær og gamansamur.
Til Keflavíkur fluttist Vilhjálm-
ur og réðst til starfa í Þorsteins-
búð, hjá Þorgrími bróður sínum er
veitti verslun þeirri forstöðu.
Keflvíkingar og aðrir er í þá versl-
un komu minnast enn í dag við-
móts Vilhjálms og undraverðrar
leikni í afgreiðslu. Á árum her-
náms og fjölmennrar hersetu var
oft þröng á þingi í Þorsteinsbúð.
Þúsundir framandi andlita, mál-
lýskur fjarlægra heimshluta, vél-
argnýr og váleg tíðindi, ekkert
raskaði afgreiðsluró Vilhjálms.
Fimum höndum vó hann upp
varning, lagði saman talnadálka
og bjó um sendingar. Minnugur,
fróður og síkátur afgreiddi hann
hvort heldur var heilar skipshafn-
ir útilegubáta með kost sinn og
klæði eða húsmæður með tvinna-
kefli og stumpasirs. Og ekki var
stóra-taflan honum til ama. Verk-
þekking hans og verslunarfræði
var á vísum stað.
í Keflavík kvæntist Vilhjálmur
Jóhönnu Einarsdóttur, Þorgríms-
sonar forstjóra Lithoprents. Börn
eignuðust þau fjögur og lifa þrjú
þeirra: Þórólfur Jóhann, Emil
Vilhjálmur sem heitir nafni Emils
Thoroddsen, og Sigfríður Margrét.
Eru þau öll hin mannvænlegustu.
Vilhjálmur fluttist til Reykja-
víkur þá er hann hætti störfum í
Þorsteinsbúð. Vann m.a. við af-
greiðslustörf í Söluturninum.
Ungir menn er þangað komu
muna enn snerpu Vilhjálms og
snarræði við afgreiðslu óþolin-
móðra ungmenna, lipurð hans og
létta lund.
í Sandgerði réðst Vilhjálmur til
starfa sem matsveinn á vegum út-
gerðar þar. Mörg hin síðari ár
dvaldist Vilhjálmur á ýmsum
vistheimilum sunnanlands. Þótt
hann mæddu mein margskonar
kvartaði hann aldrei, gekk með
karlmennsku að hverju verki og
vann sem heill væri. Var þá jafn-
an sem fyrr, að hvert verk var
unnið af kostgæfni. í Gunnars-
holti, þar sem hann dvaldist lang-
Svava Helgadótt-
ir - Minningarorð
Minning:
Jónína Jónsdóttir
Kudsk frá Blönduósi
Fædd 29. júní 1901.
Dáin 28. maí 1983.
Mér barst fregnin á öldum
ljósvakans, fregnin sem ég gat bú-
ist við þá og þegar, en samt er
maður aldrei viðbúinn er slík frétt
berst.
Svava Helgadóttir var látin eft-
ir langa sjúkralegu.
Svava var af borgfirskum
bændaættum, dóttir sæmdarhjón-
anna Guðrúnar Þórðardóttur og
Helga Jónssonar sem bjuggu á
jörðinni Þursstöðum en þar ólst
Svava upp í fögru umhverfi ásamt
5 systkinum sínum.
Svava giftist Jóhanni Árnasyni,
bankafulltrúa frá Hóli í Bolungar-
vík, en Jóhann var föðurbróðir
minn. Þau Svava og Jóhann
bjuggu alla tíð í Reykjavík og er
ég 16 ára fór suður með sjó á mína
fyrstu vertíð, kynntist ég fyrst
húsfreyjunni á Sólvallagötu 4.
Tóku þau hjónin vel á móti mér og
hugsuðu vel um mig. Því var það,
er ég síðar kom suður til náms i
Stýrimannaskólanum, að ekki var
um annað að ræða en ég byggi hjá
þeim Svövu og Jóhanni meðan á
skólagöngu minni stæði.
Svava var húsmóðir góð og mik-
il hannyrðakona, sem heimili
hennar bar gott vitni um. Síðar
byggðu þau Svava og Jóhann sér
íbúð i húsinu við Neshaga 13 hér í
borg og bjuggu þar alla tíð. Var
heimili þeirra mér og minni fjöl-
skyldu alltaf opið, enda gestrisni
mikil og hjónin samhent svo eftir
var tekið. Þá verð ég að minnast á
hin árlegu jólaboð þeirra hjóna, en
þar var tekið á móti vinum af slík-
um höfðingsskap að seint gleym-
ist.
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið en tóku til fósturs frænku
Svövu, stúlku sem skírð var Svava
Jóhanna og reyndust henni með
eindæmum vel.
Bæði komust þau Svava og Jó-
hann á níræðisaldur, en mann
sinn missti Svava fyrir 6 árum og
var þá sem henni fyndist sínu
dvölum, var hann mikils metinn
og ráðhollur, hvort sem var við
vörslu bókasafns, matseld í eld-
húsi eða verkstjórn og leiðsögn við
gerð netasteina.
Á dögum sérfræði og einhæfni
er fátítt að hitta menn á borð við
Vilhjálm. Honum var það leikur
einn að ganga að nær hverju verki,
á hvaða almennum vinnustað sem
var. Flest þeirra gat hann leyst af
hendi sem sérfræðingur væri.
Hann stóð jafnfætis bestu kon-
fekt- og kökugerðarmönnum. Svo
rómuð var matargerð hans, að
börn jafnt sem fullorðnir biðu
þess með tilhlökkun að hann bæri
fram veitingar er hann tilreiddi.
Hversdagslegur málsverður varð
að hátíðarrétti og börnin tengdu
nafn hans við marga þá rétti er
hann matbjó í eldhúsi sinu og
þeim þótti mest til koma.
Vinna og starf, athöfnin frjóa,
var Vilhjálmi eigi böl né byrði.
Miklu fremur uppspretta ánægju
og lífsfyllingar. Vel unnið verk,
hreint borð við lok hvers dags var
einkenni á starfsferli hans.
Að liðnum löngum vinnuvökum
var stundum leitað hvíldar í lauf-
sælum lundi Ómars Khayam, með
brauðhleif hans og ljóðakver, en
þess er lýtur leiðsögn tjaldarans
um eyðimörkina, þylur ferhendur
hans og lætur hvílast um stund í
gróðurvin hans, kann að bíða vetr-
arlangur aftann Jóhanns Sigur-
jónssonar og næturhiminn. Ein-
stigið er liggur á bjargbrún er
vandratað.
„Undur var lífið endur,
ör lund og hyggja snör,
spor létt og heilar hendur.“
sagði Sigurður Einarsson í ljóði
sínu. Þau orð gat Vilhjálmur gert
að sínum á fyrri árum.
Nú mundi hann hafa tekið undir
með Erni Arnarsyni um hvíldina
eftir vegferð stranga.
Pétur Pétursson
starfi lokið er Jóhann var fallinn
frá, en nú hefur líf þessarar góðu
konu færst á annað tilverustig þar
sem ástvinurinn hefur tekið á
móti henni.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka Svövu samfylgdina
og veit að hún hefur tekið gleði
sína aftur við góða endurfundi.
Anný mín. Við hjónin vottum
þér samúð okkar og vonum að þér
gangi vel á lífsbrautinni.
GJ.M.
Fædd 16. jánúar 1907
Dáin 6. júní 1983
Jónína Jónsdóttir (Nanna
Kudsk) lést fyrir skömmu í Kaup-
mannahöfn eftir langvarandi
veikindi. Hér verður fyrst og
fremst minnst stúlkunnar vinkonu
minnar, sem ég sá fyrst fyrir
ævalöngu
Það var í einum stóra salnum í
Landakotsspítalanum gamla,
þessu nú horfna stóra timburhúsi,
fyrsta spítalanum sem stóð undir
nafni hér á íslandi. Sjúklingar á
stofunni voru fjöldamargir, einir
ellefu í fremri hlutanum og annar
hópur í glersalnum framan við.
Heldur var lítið um útsýnið fyrir
þá sem lágu í miðjum sal. Þess
betur var tekið eftir öllu sem fyrir
augu bar, smáu og stóru. Ekki leið
á löngu, þar til ég hvíldi oft hug-
ann við að horfa á unga stúlku
sem sat upp f rúmi sínu, ögn til
hliðar hinum megin við ganginn.
Hún var á að giska um tvítugt,
jarphærð, föl í andliti, með óvenju
stór og fögur augu með löngum
brám sem vörpuðu dálitlum
skugga á kinnarnar, þegar hún
grúfði sig yfir verk sitt. Andlits-
fallið var fremur óvanalegt hér á
norðurslóðum, ávalt með fremur
langt og fagurformað nef, eins og
algengara er í suðrænni löndum.
Þó var það einkum svipurinn, sem
yfir þessu andliti hvíldi, sem gerði
það svo einstakt og ógleymanlegt.
Þetta var það sem sagt hefur verið
eiga heima í helgimyndum, heil-
ags manns yfirbragð.
Þessi stúlka var Nanna Kudsk.
Hún lá þá í brjósthimnubólgu en á
nokkrum batavegi. Sér til dægra-
styttingar hafði hún fengið garn
hjá systur Tadeu og heklaði nú öll-
um stundum. Einn daginn kom
inn í stofuna lágvaxinn maður í
búningi kaþólskra presta. Hann
var nefndur síra Boots. Hann
mælti nokkur orð við stúlkuna,
fékk henni bók og kvaddi svo með
virktum. Nú fór ég að verða forvit-
in og spurði Nönnu um þessa óvana-
legu heimsókn. Hún svaraði blátt
áfram: „Ég ætla að gerast kaþólsk
og presturinn lánar mér bækur.“
Aldrei hafði ég kynnst kaþólskri
manneskju fyrr og úr þessu töluð-
um við um kaþólsku og lútersku,
tilgang lífsins og ráðsályktun
Guðs, stundum langt fram á nótt.
Það var mesta furða að enginn
hinna sjúklinganna skyldi kvarta.
Nanna komst nokkru seinna á
fætur og gekk þá til prestsins í
kvertíma. Hún lánaði mér bækur
sínar og óx vinátta okkar ekki
minna við það. Við höfðum sem sé
uppgötvað nýjan heim, ríki Heil-
agrar kirkju, hina fornu trú, sem
tekin var af lýði af forfeðrum vor-
um árið þúsund og hinn mikli
biskup Jón Arason hafði látið
fyrir höfuð sitt, um leið og ís-
lenskt sjálfstæði féll í hendur þess
vonda kóngs, Kristjáns þriðja.
Á þessum árum lá kaþólsk
hugsun í loftinu hér á landi. Þó
Kiljan hefði gengið ýmsar slóðir,
þá voru og eru rit hans aðgengi-
legri kaþólskum mönnum en öðr-
um. Stefán frá Hvítadal var okkur
skáld hjartans. Þegar litið vartil
Norðurlanda þá drottnaði í Noregi
Sigrid Undset en í Danmörku var
Jóhannes Jörgensen Evrópufræg-
ur fyrir helgramannasögur sínar.
Nú skildum við til fulls ágæti
Þorláks helga og sífelldar Róm-
arreisur fornra höfðingja,
Brennu-Flosa, Sturlunga, Auðar
konu Gísla Súrssonar, að
ógleymdri Guðríði Þorbjarnar-
dóttur sem til Vínlands fór.
Hvílíkir dagar. Heimurinn varð
hjáleigan, höfuðbólið draumsins
ríki. Samt furðaði mig töluvert
þegar Nanna sagði einu sinni: „Nú
sigli ég í vor til þess að ganga í
klaustur." Og það gerði hún. Hún
var nokkur ár í klaustri, tilskilinn
reynslutíma og taldi sig hafa köll-
un til að gerast hjúkrunarnunna.
En bíðum nú við. Klausturheitin
þrjú eru fátækt, skírlífi og hlýðni.
Prótestantar halda flestir að af
þessu þrennu sé skírlífið erfiðast.
En þeir, sem best þekkja þar til,
vita að hið langerfiðasta klaust-
urheit er hlýðnin. Og þarna var
vinkona mín komin með hið fagra
nafn, systir Angela. Því miður sá
ég hana aldrei í nunnubúningnum
en spurði kunnugan. „Blessuð
vertu, hún leit alveg eins út og
Greta Garbo í nunnubúningi," var
svarað. (Greta Garbo þótti þá feg-
ursta kona síns tíma.) Þó að
Nanna hefði góða menntun að
þeirrar tíðar hætti og væri svo
hög að fáar konur voru henni jafn
hagar, þá ákváðu yfirboðarar
hennar einróma að hún skyldi
verða barnakennari. Nanna hafði
talið víst að Guð hofði kallað hana
til hins helga hjúkrunarstarfs.
Þar um varð henni ekki þokað.
Klausturhlýðnin varð það sker
sem hennar hásiglda vonarfley
steytti á. Hún yfirgaf klaustrið !
friði og vinsemd. Um það leyti átti
hún í miklu sálarstríði, en komst
loks að þeirri niðurstöðu að Guð
ætlaði henni veg venjulegs fólks.
Enda eru í hans augum allir vegir
jafngóðir, aðeins séu þeir gengnir
með kærleiksríku hugarfari.
Klaustrið útvegaði Nönnu sæmi-
lega atvinnu, svo að hún stæði
ekki ein á berum bökkum í fram-
andi landi. Um tíma bjó hún í Ála-
borg, nálægt vinkonu sinni, systur
Adelgunde sem þar var príorinna
og reyndist Nönnu sannur vinur,
meðan hún var að átta sig á hin-
um breyttu högum sínum.
Árin liðu og Nanna reyndist alls
staðar jafn heilsteypt og skapföst
og eðlisfar hennar benti til. Hún
var einstaklega vinvönd og vin-
föst, gleymdi aldrei neinum vini.
Löngu seinna giftist hún Jens
Kudsk og varð hjónaband þeirra
friðsamt meðan hans naut við, en
hann missti heilsuna í mörg ár.
Börn áttu þau ekki. Nönnu var
einstaklega vel gefið allt sem að
hússtjórn laut og matarveislur
hennar voru víðfrægar.
Þrátt fyrir áfallalitla ævi eftir
að klausturvistinni lauk, gat hún
aldrei gleymt ást æsku sinnar,
klausturlífinu. Hún dó með bless-
un Heilagrar kirkju á banabeði
sínu og bað þess að duft líkamans
fengi að hvíla í skauti fósturjarð-
arinnar við hlið foreldra hennar á
Blönduósi.
Og þegar Nanna Kudsk er nú
komin i ljósið eilífa, þá treystum
við því, að hún geti tekið undir
með sálmaskáldinu:
„Og rætur minar eru á meðal ráð-
vandra og í arfleifð Guðs. Og ég á
heima í söfnuðum heilagra. Deo Grati-
as. Lof sé Drottni.
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Hafnarfirði.