Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 varð aðeins vart rofs á ristilvegg í 3 tilfellum (0,15%), en blæðing átti sér stað hjá um 20 af 800 sjúklingum (2,5%) eftir töku sepa, en aðeins 5 (0,6%) þörfnuðust blóðgjafar. Aðrar leitaraðferðir hafa ekki að fullu sannað gildi sitt við grein- ingu slímhúðaræxla og eru vissu- lega enn á tilraunastigi. Ónæmis- rannsóknir (immunochemical) við mælingar á blóðrauða í saur hafa verið reyndar í því skyni að fækka röngum jákvæðum og röngum nei- kvæðum niðurstöðum. Miklar von- ir eru bundnar við þessa rann- sóknaraðferð, sem er þó enn á til- raunastigi." — Hvernig verður staðið að vænt- anlegri krabbameinsleit í melt- ingarfærum? „Við munum í fyrstu rannsókn leita að blóði í saur. Æxli í melt- ingarfærum, hvort heldur þau eru góð- eða illkynja, hafa tilhneig- ingu til að blæða. Þú sérð það sjálfur, að sepi, sem skagar út í meltingarganginn, hlýtur að verða fyrir mikilli ertingu. Særindi á yf- irborði sepans geta leitt til blæð- ingar, en blóðið blandast saurn- um. Ef illkynja breytingar hafa þegar átt sér stað í sepanum, þá eru meiri líkur á, að það blæði úr honum. Hins vegar er rétt að taka það fram, að blæðingin þarf ekki að vera stöðug. Þá getur blóð í saur einnig verið allsendis hættu- laust eins og frá gyllinæð. Blóð í saur er þó ávallt varúðarmerki og ber að rannsaka orsök blæðingar og ganga úr skuggS um, að ekki sé um að ræða góð- eða illkynja æxli. Oft hafa sjúklingar kvartað undan blóði í saur og ekki verið nægjan- lega rannsakaðir en komið seinna þjáðir af krabbameini." — Hvaða rannsóknaraðferð er beitt til að finna blóð í saur? „Sú rannsóknaraðferð, sem við þekkjum best, nefnist hemoccult. Ýmsar rannsóknir hafa sannað gildi þessarar rannsóknaraðferð- ar, en hinar eldri (s.s. benzidin, hematest, standard guaiac test) hafa ekki þótt hentugar í hópleit að krabbameini eða góðkynja slímhúðaræxlum í ristli og enda- þarmi vegna hárrar tíðni rangra, jákvæðra (þ.e. rannsóknin sýnir blóð í saur, en sjúklingurinn hefur ekki góð- eða illkynja æxli í ristli eða endaþarmi) niðurstaðna (30—60% skoðaðs heildarfjölda fólks). Eins og ég gat um áðan, blæðir af og til frá flestum æxlum í meltingarvegi og þess vegna hef- ur verið lögð á það áhersla að hanna nákvæmari rannsóknarað- ferðir til greiningar á blóði í saur. Möguleikinn á greiningu sjúk- dóma í ristli og endaþarmi hjá einkennalausum sjúklingum hefur gjörbreyst með framleiðslu hemoccult-prófsins, þó það sé vissulega ekki eins nákvæmt og við vildum. Þjóðverjar t.d. hafa mikla reynslu af þessari rann- sóknaraðferð (hemoccult)." — A hverju byggir hemoccult- prófið? „Hemoccult-prófið byggir á svokallaðri guaiac-svörun (guaiac reaction), en það þýðir, að pappír er vættur með svonefndri guaiac resín-lausn. Saursýni er síðan lát- ið á pappírinn og sérstökum legi (stabilized hydrogen-peroxide denatured alcohol) dreypt á það. Blóðrauðinn (hemoglobin) hefur eins áhrif og það sem nefnt er per- oxíðasi (peroxidase), sem með efnabreytingum við löginn leiðir til oxunar (ildingar) á guaiac- efninu og blár litur myndast — sýnið er jákvætt fyrir blóði í saur. Ef blár litur myndast ekki, er sýn- ið neikvætt (ekkert blóð til stað- ar). Hemoccult-prófið er afar hent- ugt í notkun. Því fylgja engar aukaverkanir auk þess, sem rann- sóknaraðferðin er einföld og ódýr, en krefst þó góðrar samvinnu við þann, sem rannsakaður er, enda munum við undirbúa okkar úrtak fyrir forrannsóknina með leið- beiningabréfi auk þess, sem leið- beiningar fylgja prófinu. Hemoccult-prófið er byggt upp á þann hátt, að spjöld með pappír vættum guaiac resín-lausn eru send til þess, sem leita á hjá. Pappírinn er í tveimur reitum á hverju spjaldi. Algengast er, að Langt og stutt ristilspeglunartæki. Þau geta verið allt að 2 metrar, en endaþarmsspeglunartæki 25—69 sm. ALGENGUSTU KRABBAMEIN Stöðluð tíðni, miðað við 100.000 Slfmhúðaræxli í meltingarvegi. þrjú spjöld séu send til viðkom- andi einstaklinga, eitt fyrir hvern dag (sjá mynd). Einstaklingurinn verður síðan beðinn um að taka tvö saursýni og setja þau í báða reiti fyrsta spjaldsins og loka því síðan. Hann fer eins að næstu tvo daga. Þá tekur hann öll spjöldin og setur í sérstakt umslag og sendir til rannsóknarstofu. Ég get bætt því við, að þýskur vísinda- maður á fyrrnefndri ráðstefnu í Boston sagðist hafa fundið fleiri góð- og illkynja æxli í ristli og endaþarmi, ef sjúklingar hans voru beðnir um að þreyta hemoc- cult-prófið í sex daga. Astæðan er einfaldlega hin óreglulega blæðing æxla í meltingarvegi og auknar líkur á því, að æxli blæði einhvern tíma á sex dögum en þremur. Þetta kostar þó meiri fyrirhöfn fyrir þann, sem þreytir prófið, en það er hins vegar von manna, að finna megi fleiri æxli, sé rann- sóknin framkvæmd á þennan hátt. Aðrir eru að prófa nákvæmni að- ferðarinnar, ef gefin eru lyf sam- tímis, sem auka á tilhneigingu til blæðingar. Nákvæmni eykst einn- ig, sé neytt trefjaríkrar fæðu með- an á sýnitöku stendur. Æskilegt er, að þeir, sem gangast undir hemoccult-prófið, neyti ekki hrás kjöts, C-vítamíns eða annarra lyfja, sem ert gætu slímhúð maga og valdið jákvæðri saurprufu." — Hversu nákvæmt er hemoc- cult-prófið? „Jákvæð svörun fyrir blóði i saur hefur verið á bilinu 1—3,5% í þeim rannsóknum, þar sem hem- occult-prófinu hefur verið beitt. Rangar en jákvæðar niðurstöður hafa aðeins reynst um 0,5—2,1% af heildinni, sem rannsökuð hefur verið. Forspárgildi (predictive value) fyrir góð- og illkynja æxli hefur verið um 44—50%, sem er Slímhúðaræxli brennd burt. Til hægri er æxlið i stilk, en vinstra megin er það upp við þarmavegginn og þarf þá að brenna það burt f hlutum. Vír er þræddur niður speglunartækið og brennir hann fyrir æðar um leið og hann brennir burt æxlið sjálft. Aðgerðin er sársaukalaus. góðkynja slímhúðaræxla (adeno- matous polyps), auk illkynja æxla, sem eru staðbundin (útbreiðslu- stig A og B). Þetta er e.t.v. ekki alveg svona einfalt, því hægt er að missa af bæði góðkynja slímhúð- aræxlum (helst ef þau eru lítil) og illkynja æxlum (allt að 20%), háð staðsetningu þeirra (hægra megin í ristli). Neikvæð niðurstaða prófsins (ekki blóð) er því ekki al- gjör trygging fyrir því, að æxli (góðkynja/ illkynja) sé ekki fyrir hendi. Það er líka rétt að nefna það, að próf fyrir blóði í saur eru fremur ónákvæm til leitar að góð- kynja slímhúðaræxlum, nema þau séu orðin stór og illkynja breyt- ingar hafi átt sér stað.“ — Hefur krabbameinsleit í melt- ingarfærum hjá einkennalausum einstaklingum gefið góða raun er- lendis? „Ég get vitnað í tvær erlendar Bandaríkjunum. Þar voru gerðar 47 þúsund skoðanir á 26 þúsund einkennalausum einstaklingum og fannst krabbamein hjá 58 sjúkl- ingum, er allt var skurðtækt. Þeim var síðan fylgt eftir í 15 ár, en 88% lifðu í 5 ár á eftir. Til sam- anburðar má nefna, að um 40% sjúklinga hafa 5 ára líftíma, er einkenni gefa tilefni til rannsókn- ar og illkynja æxli eru greind. Síðari rannsóknin var gerð á vegum Minnesota háskóla. Þar voru gerðar 85 þúsund enda- þarmsspeglanir á 18 þúsund ein- staklingum á 25 árum. Allir góð- kynja slímhúðarsepar voru fjar- lægðir jafnóðum og þeir fundust. Þessum sjúklingum var fylgt eftir og fundust aðeins 11 krabbamein meðal þeirra, eða um 15% þeirra æxla, er búast hefði mátt við, mið- að við nýgengi (incidence) sjúk- dómsins á tilteknu svæði." — Hvernig hugsiö þið ykkur, að forrannsóknin fari fram? „Ef við byrjum á byrjuninni, þá yrði í upphafi valinn ákveðinn fjöldi karla (a.m.k. til að byrja með) á aldursskeiðinu 50—75 ára. Hagkvæmninnar vegna yrðu þeir væntanlega af höfuðborgarsvæð- inu. Þessir sjúklingar munu fá heimsend hemoccult-próf, eða samsvarandi próf, og upplýsingar um það, hvernig eigi að safna saursýnum. Þegar þeir hafa lokið prófinu munu þeir senda það til leitarstöðvar Krabbameinsfélags- ins til rannsóknar. Þeir sjúklingar sem eru neikvæðir munu gangast undir hemoccult-prófið að nýju að ári liðnu. Þeir sem hins vegar reynast jákvæðir, verða boðaðir til frekari rannsóknar. Þeir verða endaþarmsspeglaðir með sveigj- anlegu speglunartæki og síðan verður tekin ristilmynd og/eða gerð ristilspeglun. Ef ekkert kem- ur út úr því, þá þreyta þeir annað hemoccult-próf eftir 2—4 vikur. Reynist það aftur vera jákvætt, munu sjúklingarnir þarfnast rannsóknar á efri meltingarvegi (vélinda, maga og skeifugörn) og er þá æskilegust speglun. Reynist þeir hins vegar neikvæðir, þá fara þeir í annað hemoccult-próf að ári liðnu. Búast má við, að einhverjir sjúklingar hafi verið í ristilrann- sókn (endaþarmsspeglun og/eða ristilmyndatöku). Leitað yrði þeirra upplýsinga og reynist þær gerðar innan 3—6 mánaða, mundu sjúklingarnir ekki verða látnir gangast t.d. undir ristilmynd aft- ur. Ef þær rannsóknir standast settar kröfur, mundi sjúklingur- inn gangast undir annað hemoc- cult-próf að liðnum 2—4 vikum eins og ég sagði áðan.“ — Hvað tekur við að forrann- sókninni lokinni? „Farið verður yfir niðurstöður hennar og unnið úr væntanlegum upplýsingum og það metið, hvort eitthvað hefur áunnist. Þá munum við kanna hvaða erfiðleikar hafa komið upp í framkvæmd rann- sóknarinnar. Niðurstöður yrðu síðan birtar og skýrt frá þeim ályktunum, sem Krabbameinsfé- lagið mun draga af þeim.“ — Hefurðu einhverjar ráðlegg- ingar til fólks varöandi fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn krabbameini í ristli og endaþarmi? „Ég mundi ráðleggja fólki að fara í saurpróf fyrir blóði á 1—2ja ára fresti eftir að það er orðið 50—55 ára. Einnig ætti það senni- lega að fara í endaþarmsspeglun á 3—5 ára fresti. Þetta er lágmarks- skoðun á þeim, sem eru einkenna- lausir. Rétt er að geta þess hér, að læknar eru ekki sammála um kosti þessara leitaraðferða og hve oft á að skoða, en þessar ráðlegg- ingar byggja á þeim bestu upplýs- ingum, sem við höfum aðgang að nú sem stendur. Ég er sannfærður um, að á þennan hátt muni okkur takast að greina nokkurn fjölda góðkynja slímhúðaræxla og stað- bundin, illkynja æxli. Okkur hefur vissulega vanhagað um meginstefnu í þessum efnum og einnig ráðleggingar til lækna um það, hvernig eigi að fræða og ekki síður hvað eigi að ráðleggja. — Ég trúi því, að hér sé heilla- vænlegra að skjóta aðeins yfir markið, meðan við vitum ekki bet- ur varðandi eftirlit. Fyrrgreind lágmarksskoðun gæti farið fram á heilsugæslustöðvum landsins, þar sem starfslið og aðstaða leyfir. í framtíðinni yrðu slíkar skoðanir aðeins þáttur krabbameinsleitar eins og reyndar lög gera ráð fyrir." — Er víst um árangur af for- rannsókninni í ristli og endaþarmi? „Það er öruggt, að með for- rannsókninni, sem við höfum nú fjallað ítarlega um, kemur reynsla og vonandi nóg af upplýsingum, sem mögulegt yrði að nýta, þegar ákvörðun verður tekin um það, hvort víðtæk leit sé æskileg á veg- um Krabbameinsfélags íslands og þá með hvaða hætti hún ætti að vera. Það er augljóst, að forrann- sóknin mun vekja athygli fólks og lækna almennt á góðum mögu- leika á að greina þetta krabba- mein á byrjunarstigi, sé rétt að far'ð-u - ing. joh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.