Morgunblaðið - 07.08.1983, Síða 12

Morgunblaðið - 07.08.1983, Síða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 ™ TRYGGINGAR Rangur tími til að vera sjúkur eða aldraður Velferðin og það öryggi, sem tryggingarnar hafa veitt almenningi í ríku löndunum svokölluðu, eiga nú undir högg að sækja vegna stórauk- ins kostnaður við heilbrigðisþjónust- una, vaxandi atvinnuleysis og vegna þess, að aldrað fólk er nú tiltölulega miklu fleira en áður. Tilkoma almannatrygginganna er eitt af mestu framfarasporun- um, sem stigin hafa verið eftir síð- asta stríð, og Francis Blanchard, framkvæmdastjóri Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO), > hefur skorað á ríkisstjórnirnar að standa vörð um þetta mikilvæga hagsmunamál. —KVENNAGULL Það er draumur að dansa við • • • „JAPAN er eins og paradís," sagði Larry Alston, þrítugur, bandarískur hermaður, nokkru áður en hann var rekinn þaðan og fluttur í böndum um borð í banda- ríska flugvél. Þá átti Larry, sem er blökkumaður, ekki við hagnaðinn af eiturlyfjasölunni (hann smygl- aði til Japan eiturlyfjum fyrir 15 millj. ísl. kr. og seldi á diskótek- um í Tókýó), heldur við alla ást- arsigrana, sem hann vann hjá jap- anska kvenfólkinu. Larry og félagar hans fimm, sem einnig voru burtu reknir með honum, voru aldrei hátt skrifaðir hjá kvenfólkinu heima fyrir og þess vegna kom þeim það á óvart hve auðveldlega þeir unnu ástir japönsku stúlknanna. „Ég trúði þessu ekki sjálfur," sagði Larry við öfundsjúkan lög- reglumann, sem yfirheyrði hann. Vasabók, sem fannst í fórum Larrys, hafði inni að halda nöfn og símanúmer um 30 stúlkna, aðallega stúdenta og skrifstofu- stúlkna eitthvað innan við þrí- tugt, og er að sjá sem þær hafi litið á vinskapinn við Larry og vini hans sem stutt en skemmti- legt ástarævintýri áður en þær fyndu sér lífsförunaut í japönsk- um fyrirmyndarpilti. „Það er orðið að nokkurs kon- ar tísku meðal frjálslyndra, jap- anskra kvenna að eiga sér út- lenskan vin. Þessar konur borga jafnvel fyrir þá á veitingahúsum og börunum," sagði í dagblaðinu Yomiuri Shimbun. í eina tíð var það venjan hjá bandarískum hermönnum, að halda japönsku ástkonurnar sínar mjög ríkulega. Það var Verölcfl Það athyglisverðasta við þá kreppu, sem nú ríkir í velferðar- málunum, er útgjaldasprengingin, sem orðið hefur í heilbrigðisþjón- ustunni. Það kom fram í könnun, sem ILO stóð fyrir, að á árunum 1960—77 fimmfaldaðist kostnað- urinn við hana í löndum eins og t.d. Ástralíu, Bretlandi, Kanada, eftir stríð, þegar Japanir voru á fjórum fótum eftir ósigurinn og dollarinn var dollar, en nú er það algengt, að stúlkurnar borgi sjálfar húsaleiguna fyrir amer- ísku ástmennina að því er segir í vikublaðinu Asahi. Ekki er víst, að þessi lukku- lega tíð, sem Larry og aðrir landar hans hafa fengið að lifa, standi öllu lengur. Það aðdrátt- arafl, sem japanska konan hefur Iengi haft á vestræna karlmenn, tælandi, blíð og eftirlát, á nú í harðri samkeppni við annað, sem fyrir flesta er enn eftir- sóknarverðara: atvinnu og pen- inga í miðri heimskreppunni. 1 Tókýó úir nú og grúir af út- lendingum á flótta undan at- vinnuleysinu heima fyrir og í von um vinnu í þjónustuiðnaðin- um japanska, sem hefur verið í miklum uppgangi. Áhugi Jap- ana á enskunni lokkar líka margan manninn, sem er mæl- andi á þá tungu, og auk þess er Japönum þannig farið, að þeim finnst ekkert varið í eggjandi undirfatnað, skoskt viskí eða annað tískutildur nema hvítur maður kynni það. Þá þykir þeim heldur ekki ónýtt að hafa Vest- urlandabúa í hlutverki þjónsins eða frammistöðustúlkunnar. — PETER MCGILL Frakklandi og Bandaríkjunum. Aðalástæðurnar eru taldar vera betri og dýrari tækjakostur á sjúkrahúsunum, mikil aukning í læknastéttinni, bætt launakjör starfsfólksins, auknar kröfur og þær miklu byrðar, sem Elli kerl- ing leggur þessum þjóðum á herð- ■ Æ. PAÐ VAR NU VERRA Heilsu- spillandi „heilsu- lindir,, ar, en í fyrsta sinn í sögunni er fólk yfir sextugt orðið fleira í Bandaríkjunum en fólk undir tví- tugu. Eftirlaunaaldurinn hefur lengi farið lækkandi og er búist við, að sú þróun haldi áfram á þeim tæpu tveimur áratugum, sem eftir lifa aldarinnar — aldar ellinnar, sem sumir vilja kalla svo. Samtímis því eykst hins vegar skattheimtan og byrðarnar á vinnandi fólki. Ekki bætir svo úr skák samdrátt- urinn í efnahagslífinu og atvinnu- leysið, en á næsta ári er búist við að 34 milljónir manna muni verða án atvinnu í ríku löndunum. Atvinnuleysið hefur gífurleg út- gjöld í för með sér fyrir trygg- ingakerfið. Þegar atvinnuleysið í Bandaríkjunum eykst um 1% verða tryggingasjóðirnir tveimur milljörðum dollara fátækari og 1 Frakklandi 80-földuðust atvinnu- leysisbæturnar frá 1970—82. Tryggingakerfið væri víðast hvar hrunið til grunna í þessum lönd- um ef ekki hefði komið til gífur- legur fjáraustur frá ríkisvaldinu, en að margra dómi er verðbólgu- þróun síðustu ára ekki síst honum að kenna. íhaldssamir hugmyndafræðing- ar kenna nú, að best sé að láta einkafyritæki annast trygging- arnar, en ILO, alþjóðavinnu- málastofnunin, segir, að það muni hafa þær afleiðingar, að „þeir, sem hafa af minnstu að má, fátækasta fólkið, muni verða útilokað frá því öryggi, sem tryggingarnar veita." — THOMAS LAND ÞEIR, sem ætla að leita sér lækn- inga í frönskum heilsulindum, skulu vera því viðbúnir, að áhrifin verði þveröfug við það, sem að var stefnt. í síðustu skýrslu Que Chois- ir?, frönsku neytendasamtakanna, segir nefnilega, að einn af hverjum fimm þessara staða sé þrælmeng- aður og stórhættulegur heilsu manna. Frönsku neytendasamtökin krefjast þess, að mengunarstöð- unum verði tafarlaust lokað og saka jafnframt heilbrigðisráðu- neytið og yfirvöld á viðkomandi stöðum um að hafa vitað af menguninni í mörg ár án þess að hafa gert nokkuð í málinu. Sagt er, að fimmtán heilsulindir, frá Elsass til Miðjarðarhafs, séu mengaðar af hættulegum örver- um og jafnvel saur og að sums staðar sé vatnið ekki aðeins óhæft til drykkjar, heldur svo eitrað, að hættulegt sé að baða sig úr því. Enn sem komið er hefur franska heilbrigðisráðu- neytið engar athugasemdir gert við þessar fullyrðingar neyt- endasamtakanna. Frönsku heilsulindirnar gefa sig út fyrir að lækna flest mann- anna mein, allt frá gigt til astma. Franska tryggingakerfið tekur oft þátt í kostnaðinum við þessar „lækningar", sem laða til sín fólk úr öllum heimshornum og eru mikilvæg tekjulind fyrir ýmsar fámennar byggðir í Frakklandi. REFSINGAR Fer böðullinn senn að bretta upp ermarnar? Bandarfkjamenn eru orðnir lang- þreyttir á glæpafaraldrinum í land- inu, morðunum og ránunum, og eru í hefndarhug. Samþykkt hæstaréttar fyrr í þessum mánuði, sem gerir það vafningaminna fyrir yfirvöldin að færa dauðadæmda fanga til aftök- unnar, hefur því fallið í góðan jarð- veg hjá almenningi, sem vill harðari dóma og tafarlausa fullnægingu þeirra. Andstæðingum dauðarefsingar óar hins vegar við útlitinu, tíu af- tökum á síðari helmingi þessa árs og einni á viku hverriað jafnaði á næsta ári. Fyrrnefndur dómur hæstarétt- ar var kveðinn upp í málinu gegn Thomas Barefoot, Texasbúa, sem fyrir fimm árum myrti lögreglu- mann, og auðveldar hann öðrum dómstólum að binda endahnútinn á mál gegn dauðadæmdum mönnum, sem oft hefur tekist að forðast fund með böðlinum 1 ára- tug eða lengur með eilífum áfrýj- unum og öðrum lagakrókum. Frönsku neytendasamtökin hafa líka kannað ástandið á baðströndunum og þar er það öllu skárra. Lítil mengun er á Cote d’Azur, vinsælasta bað- staðnum, og sömu sögu er að segja um strandlengjurnar við Miðjarðarhafið, á Ermarsunds- ströndinni er öðru vísi um að lit- ast þótt yfirvöld í þeim sveitum segist hafa hreinsað mikið til síðan neytendasamtökin könn- uðu málið. Franskt sumarleyfisfólk, sem kemst varla úr landi lengur vegna gjaldeyristakmarkana, flykkist nú á baðstrendurnar sem aldrei fyrr. Dagblaðið Le Matin, málgagn Sósíalistaflokksins, hefur þess vegna tekið upp á því að gefa baðströndunum einkunnir og skýtur þar mjög í tvö horn, eink- um hvað varðar strendurnar við Ermarsund og í Austur-Nor- mandy. Á óvart kemur því, að Bretagne-skagi, þar sem fólk hefur barist harðri baráttu við olíumengunina, kemur út með pálmann í höndunum og þrjár eða fjórar stjörnur fyrir flesta baðstaðina. — ROBIN SMYTH Ákvörðun hæstaréttar gerir líka dómurunum það alveg ljóst, að nú verða þeir að láta hendur standa fram úr ermum við að koma dæmdum morðingjum ( gálgann, annars verði lögin brátt marklaus með öllu. Málið gegn Barefoot gefur góða hugmynd um hve hratt hlutirnir muni ganga fyrir sig eftir að niðurstaða er fengin í fyrstu áfrýjun dauðadæmds manns. 17. janúar sl. var lögfræðingum Bare- foots tilkynnt, að áfrýjunin yrði tekin fyrir tveimur dögum síðar, þann 19., og daginn eftir, 20. janú- ar, var dómurinn kveðinn upp og aftakan ákveðin þann 25. sama mánaðar. Þessi gangur, sögðu dómarar hæstaréttar, er „þolan- legur". Aftöku Barefoots var raun- ar frestað um hríð en búist er við, að hann verði tekinn af lífi nú á næstunni með banvænni sprautu. Það hefur lengi þótt flókið mál og snúið að fullnægja dauðadóm- um í Bandaríkjunum og segja and- Stóllinn: 1200 á biðlista. stæðingar dauðarefsingarinnar, að það sé oft undir hælinn lagt hvort af aftökunni verður, nema þegar í hlut eiga fátæklingar og svertingjar í Suðurríkjunum. Af þeim 1200 mönnum, sem nú bíða dauða síns í bandarískum fangels- um, eru þeir líka langflestir í þeim landshluta. í Bandaríkjunum er dauðarefsingu raunar aðeins beitt i 37 ríkjum af 50. í Bandaríkjunum eru kveðnir upp fimm dauðadómar í hverri viku og þess vegna mun verða stórfjölgun í dauðadeildunum á næstunni jafnvel þótt farið verði að taka einn mann af lífi vikulega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.