Morgunblaðið - 07.08.1983, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.08.1983, Qupperneq 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 6. bekkur A, 1928—1929. Aftasta röð frá vinstri: Valgeir Skagfjörð, Gunnar Thoroddsen, Finnur Guðmundsson, Jón M. Guðjónsson, Ragnar Hjörleifs- son og Ástvaldur Eydal. Miðröð frá vinstri: Sveinn Kaaber, Liv Ellingsen, Jón Á. Gissurarson, Oddur Ólafsson og Erling G. Tulinius. Fremsta röð frá vinstri: Guðmundur Kjartansson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Auður Auðuns, Jón Gíslason og Ólafur Briem. Þorleifur H. Bjarnason var rektor Mennta- skólans er Auður var í sjötta bekk og sést hér með stúdentsefnum sínum. Auður flytur framboðsreðu fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1946, en auk hennar er Bjarni Sigurðsson þá- verandi skrifstofustjóri Sjálfstæðis- flokksins með á myndinni. Dómþing á ísafirði 1935 f skiptaréttarmáli. Auður var þar setudómari, fyrsti fslenski kvendómarinn. Talið frá vinstri: Ólafur Pálsson, Óskar Borg, Ólafur Ólafsson, Torfi Hjartarson bæjarfógeti, Sigurður Þorkelsson og Sigurjón Jónsson. Auður nýorðin stúdent 1929. Auður lögfræðikandidat 1935. Árið 1929, útskrifuðust rimm stúlkur frá Menntaskólanum. Hér eru þær um 35 árum síðar. Frá vinstri: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Auður, Liv Ellingsen, Elín Jóhannesdóttir og Else M. Nielsen. þing, en aðrir, sérstaklega 6. bekk- ingar, sem eygðu stúdentshúfuna, völdu þeim hin háðuglegustu heiti. Fóru umræður fram að tilhlutan Framtíðarinnar, en bæði þáver- andi forseti hennar, Jóhann Möll- er, og inspector scholae, Haraldur Bjarnason, töldu húfurnar gagn- legar. Andstæðingar skólahúf- anna gáfu út skopblaðið Gallus og Pottlok Gallusar undir forystu Bjarna Guðmundssonar. Hlutu húfurnar þar hina háðuglegustu umfjöllun. f febrúar 1927 voru húfurnar þó samþykktar á skóla- fundi og skyldu vera með gráan flauelskoll og glansskyggni. Varð húfumálið mjög til að lífga upp á félagslífið. f Gallusi getur m.a. að líta svohljóðandi háðgrein undir fyrirsögninni „Yfirlýsing": „Vjer yfirgnæfandi meirihluti húfu- málanefndar lýsum hér með yfir því, að vjer erum reiðubúnir til þess að láta lífið fyrir hugsjón vora, ef þörf krefur. Fari svo að húfufrumvarp vort verði skorið niður fyrir oss, þá höfum vjer svarið þess dýran eið, að skera hvern annan niður, og komi þá blóð vort yfir yður og börn yðar, borin og óborin. Því vjer viljum miklu heldur vera höfuðlausir en húfulausir." Félagslífið í Menntaskólanum í Reykjavík í skólatíð Auðar Auð- uns sagði hún hafa einkennst af tómlæti stúlknanna í skólanum. „Það var varla til, að við stúlkurn- ar tækjum þátt í málfundum og þykir mér það hafa verið okkur til lítils sóma, en þetta var einungis dáðleysi í okkur sjálfum og sætt- um við gagnrýni sumra skóla- piltanna fyrir að taka ekki til máls á fundum," bætti hún við. En stúlkurnar tóku hins vegar þátt í dansleikjum og bekkjarskemmt- unum af fullum áhuga. r Arið 1929 brautskráðist Auður frá Menntaskólanum, þá nýl- ega 18 ára að aldri. Hún sneri til foreldrahúsa og dvaldist þar fram yfir áramótin 1929—1930, er hún hélt á ný til Reykjavíkur og settist í lagadeild Háskóla íslands, fyrst íslenskra kvenna. Háskólinn var þá til húsa á neðri hæð Alþingis, þar sem nú eru veitingastofur og þingflokksherbergi. Eg spurði Auði, hvort henni hefði ekki reynst erfitt að setjast í lagadeild og nema fag, sem karlmenn hefðu setið einir að um langan aldur. „Það tóku mér allir afskaplega vel og ég sætti aldrei neinu aðkasti vegna tiltækis míns. Þvert á móti. Hins vegar voru þeir nokkrir, sem töldu laganámið vera þurrt og leiðinlegt og skildu ekki í áhuga mínum. En það var heldur ekki um svo margt að velja í Háskólan- um á þeim tíma: guðfræði, læknis- fræði, lögfræði og norrænudeild. En ég hefi aldrei séð eftir að velja laganámið." Auður var daglegur gestur á þingpöllum Alþingis, enda faðir hennar þingmaður meðan hún var í lagadeild. Hún kynntist m.a. Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi, vini föður hennar og skrifstofustjóra Alþingis. Þau áttu sama afmæl- isdag og var 25 ára aldursmunur. Jón var mikill bókmenntaunnandi og þýddi fyrstur íslendinga verk eftir Knut Hamsun. Jón frá Kald- aðarnesi hélt upp á afmæli sitt í íbúð, sem hann hafði á þessum ár- um í rishæð Alþingishússins, Hlaðbúð, sem svo var nefnd. Þar komu margir þekktir menn, s.s. þingmenn og embættismenn. Hann bauð Auði iðulega að koma til afmælisins vegna sameiginlegs fæðingardags þeirra. Þar komst hún í kynni við forystumenn á sviði þjóðmála og þótti henni sér mikill sómi sýndur, er henni var boðið í afmæli Jóns frá Kaldað- arnesi. „Ég held að hann hafi ver- ið einhver allra skemmtilegasti maður, sem ég hefi kynnst í líf- inu,“ sagði Auður. Auður Auðuns lauk fyrst ís- lenskra kvenna embættisprófi í lögfræði árið 1935. Hún var um alllangan tíma eini kvenlögfræð- ingur landsins, en það breyttist með breyttum viðhorfum og nú er svo komið, að talsvert margar konur leggja stund á lögfræði (57 kvenlögfræðingar við árslok 1980). Að loknu embættisprófi frá laga- deild, sneri Auður aftur til foreldrahúsa á ísafirði og hóf lögfræðistörf. „Ég minnist þess, að það var ekki mjög blómlegt starf þá,“ sagði Auður Auðuns I samtali okkar. „Það var lögfræð- ingur á ísafirði áður en ég kom og fólkið hefur trúlega treyst honum betur en mér til að fara með mál fyrir sig. Það var þó ekki vegna þess, að ég væri kvenlögfræðingur. Ástæðan var öllu heldur sú, að þegar fólk átti kost á reyndari lögfræðingi, þá var það ekki að leita til þess, sem var nýútskrifað- ur.“ En á ísafirði varð Auður fyrsti kvendómari landsins, er hún var kvödd sem setudómari í máli, þar sem bæjarfógetinn, Torfi Hjartarson, þurfti að víkja úr sæti. Aísafirði giftist Auður Her- manni Jónssyni, hæstarétt- arlögmanni og fulltrúa tollstjóra, 11. ágúst 1936 og fluttist til Reykjavíkur, þar sem þau hjónin stofnuðu heimili sitt. Fyrstu árin sinnti Auður einkum heimilinu og uppeldi barna sinna, sem urðu fjögur: Jón kvikmyndagerðarmað- ur, fæddur 1939, Éinar skipaverk- fræðingur, fæddur 1942, Margrét fornleifafræðingur, fædd 1949 og Árni kennari við Verzlunarskóla (slands, fæddur 1954. Auður hafði smávegis heimavinnu fyrstu árin eftir komuna til Reykjavíkur, en hóf lögfræðistörf að nýju árið 1940, er hún varð lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar, en því starfi gegndi hún fram til árs 1960. „Það má kannski segja, að það sé það besta af minni lagamenntun að segja, að ég gat orðið kynsystrum mínum að liði,“ sagði Auður um starf sitt hjá Mæðrastyrksnefnd. „Ég veit ekki hvort þú vilt skrifa það. Ég hef a.m.k. oft verið skömmuð fyrir að nota þetta orð yfir konur. En hvað um það. Ég kom til starfa að beiðni Laufeyjar Valdimarsdóttur, dóttur Valdi- mars Ásmundssonar og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Við urðum miklar vinkonur, enda þótt póli- tískar skoðanir okkar væru æði ólíkar. Ég hitti móður hennar stundum á þessum árum vegna þess að húsakynni Mæðrastyrks- nefndar voru í sama húsi og þær mæðgur bjuggu í, Þingholtsstræti 18. En það er helst frá því að segja, að Bríet var þá orðin gömul kona og ellin hafði sett sín mörk á hana og hún var farin að heilsu og sálarkröftum." En Auður beitti einnig lögfræði- þekkingu sinni að öðrum verkefn- um en beinum lögfræðistörfum. Auk þess sem hún hefur unnið á vettvangi stjórnmálanna, hefur hún setið í ýmsum nefndum að undirbúningi ýmis konar löggjaf- ar. Auður var skipuð 1945 í stjórn- arskrárnefnd og 1946 í endurskoð- unarnefnd framfærslulaga. 1955 var hún skipuð í endurskoðunar- nefnd almannatryggingalaga. Síð- an 1%1 hefur hún átt sæti í sifja- laganefnd. „Sifjalaganefndin starfar í samráði við aðrar sifja- laganefndir á Norðurlöndunum og er reynt að samræma löggjöf í þessum efnum. Það gengur nú ekki alveg snurðulaust eins og viðbúið er. Þó er okkar löggjöf af- ar lík þeim lögum, sem Danir hafa sett um sifjarétt. í íslensku nefnd- inni sitja nú auk mín Ármann Snævarr hæstaréttardómari, sem er formaður, og Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari hefur verið ritari okkar. Sifjalaganefndin undirbjó frumvörp til laga um stofnun og slit hjúskapar, barna- lög og ættleiðingarlög, sem öll hafa verið lögfest. Þá hefur nefnd- in samið frumvarp til nýrra laga um réttindi og skyldur hjóna, sem hefur verið til umsagnar hjá ýms- um aðilum, en ekki enn verið lagt fyrir Alþingi. Núgildandi lög eru frá 1923 með nokkrum áorðnum breytingum. Nefndin hefur lítil- lega haft til athugunar hugsanleg- ar reglur um réttaráhrif óvígðrar sambúðar, en í þeim efnum hafa a.m.k. ekki enn, mér vitanlega, verið lögfestar reglur á Norður- löndum." Ibæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík, sem fram fóru 27. janúar 1946, var meirihluti Sjálfstæðisflokksins í mikilli hættu. Upplausn í kjölfar heims- styrjaldarinnar síðari, mikil verð- bólga, gerðardómslög og bandalag Sovétríkjanna og bandamanna vesturveldanna hafði búið vinstri öflum þjóðfélagsins undir forystu Sameiningarflokks alþýðu — Sósí- alistaflokksins betri jarðveg til fylgisaukningar en nokkru sinni áður. Þá sat Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðis-, Sósíalista- og Al- þýðuflokks undir forsæti ólafs Thors, en hún var skipuð í október 1944. í bæjarstjórnarkosningun- um snerust sjálfstæðismenn til sóknar gegn vinstri öflunum undir forystu Bjarna Benediktssonar þáverandi borgarstjóra. Þá var tekið upp prófkjör við val fram- bjóðenda á bæjarstjórnarlista flokksins. Auður Auðuns var valin ásamt fleiru góðu fólki í framboð og tók hún við þriðja sæti bæjar- stjórnarlistans af frú Guðrúnu Jónasson, sem hafði þá setið sem bæjarfulltrúi flokksins í 18 ár. Menn væntu sér strax mikils af Auði Auðuns og var litið á hana sem frambjóðanda jafnt kvenna sem karla, enda þótt játað væri, að hún þætti sérstaklega prýða listann. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 11.833 atkvæði og átta menn kjörna og hélt því meirihluta sínum. Af þeim átta fulltrúum flokksins, sem þá tóku sæti í bæj- arstjórn, voru fimm nýliðar. f þriðja sæti var fyrsti kvenlög- fræðingur landsins, Auður Auð- uns, Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir í fjórða sæti, Hallgrím- ur Benediktsson stórkaupmpður í sjötta sæti, Friðrik ólafsson skólastjóri í því sjöunda og Jó- hann Hafstein, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, í áttunda sæti. „Ég man, að í þessum fyrstu bæjarstjórnarkosningum mínum varð ég svo fræg að komast á grínmynd í Þjóðviljanum. Þar var birt mynd af okkur Jóhanni Haf- stein á hlaupahjóli. Ég knúði hjól- ið áfram, en eitthvað tókst Jó- hanni Hafstein illa að halda sér á hjólinu og var ég þá látin segja: „ðsköp ertu dettinn, Jói minn.“ Hann var í baráttusætinu og þótti ekki öruggt, að hann næði kjöri." Auk hinna fimm nýliða á bæjar- stjórnarlistanum, skipaði Bjarni Benediktsson borgarstjóri fyrsta sæti og hélt áfram starfi sínu. Guðmundur Ásbjörnsson kaup- maður var í öðru sæti og gegndi starfi forseta bæjarstjórnar. Þá var Gunnar Thoroddsen prófessor í fimmta sæti listans. „Ég flutti mína fyrstu ræðu á opinberri samkomu kvennadaginn 19. júní heima á ísafirði. Mig minnir að það hafi verið sumarið sem ég varð stúdent. Til þessa var ég fengin af konum heima, sem á þeim árum héldu þennan dag há- tíðlegan í minningu þess, að þann dag árið 1915 fengu íslenskar kon- ur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Ég man hve skelkuð ég var, er ég stóð í fyrsta sinn fyrir framan þennan fjölda fólks, sem var samankominn til að halda daginn hátíðlegan. Og þá hefði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.