Morgunblaðið - 07.08.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.08.1983, Qupperneq 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 Auður í hópi foreldra og systkina sinna. Fremri röó frá vinstri: Jón Auðunn Jónsson alþingismaður, Auður og frú Margrét. Aftari röð frá vinstri: Sigriður, Árni og Jón. Stund railli stríða. Á myndinni eru þær fjórar konur sem sátu á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í maí 1974. Myndin er tekin í Kringlunni í þinginu. Frá vinstri: Auður, Hildur Einarsdóttir, Geirþrúður Bernhöft og Ragnhildur Helgadóttir. í fyrra var haldið kveðjuhóf er Gunnlaugur Pétursson borgarritari lét af störfum, en hann var ráðinn til starfsins árið 1956 og skipaður ári síðar. Myndin var tekin af Gunnlaugi ( hópi þeirra borgarstjóra, sem hann hefur starfað með. Talið frá vinstri: Gunnar Thoroddsen, Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Gunnlaugur, Birgir ísleifur Gunnarsson, Egill Skúli Ingibergsson og Davíð Oddsson. Auður Auðuns að heimili sínu á Ægisfðunni, en þaðan er útsýni út á opið hafið með afbrigðum fallegt. um ásamt Sigríði Björnsdóttur konu sinni og Benedikt Vilmund- arsyni dóttursyni sínum. Þetta var hörmulegt áfall fyrir þjóðina, sem nú missti leiðtoga sinn og mikilhæfasta forystumann. Jó- hann Hafstein tók við starfi for- sætisráðherra, en 10. október var ráðuneyti hans myndað. Sú eina breyting var gerð á verkefnaskipt- ingu ráðherra frá ráðuneyti Bjarna, að ég tók við dóms- og kirkjumálum af Jóhanni Hafstein, sem gegndi áfram embætti iðnað- ar- og orkumálaráðherra. Eins og venja er, var ákvörðun um þetta tekin af þingflokki okkar og var einróma samþykkt. Það er margt, sem kemur inn á borð hjá ráðherra, sem ekki kem- ur fyrir þingið. Það urðu líka viðbrigði, að ég var komin í fast og krefjandi starf, auk þingstarfa og borgarstjórnar. Meðal frumvarpa, sem ég lagði fyrir þingið á mínum ráðherra- ferli var frumvarp til nýrra laga um stofnun og slit hjúskapar, sem sifjalaganefnd hafði samið, mikill bálkur með afar ítarlegri greinar- gerð. Það var endanlega samþykkt 1972. Eldri lög voru frá 1921, orðin meira en hálfrar aldar gömul, svo að kominn var tími til rækilegrar endurskoðunar. Annað var það frá minni ráðherratíð, sem ég hlaut misjafnar þakkir fyrir, en það voru reglur, sem bönnuðu lög- fræðingum í ýmsum ríkisstofnun- um og í ráðuneytunum og við dóm- araembættin að stunda lögfræði- störf önnur en í þágu sinnar stofn- unar eða embættis. Mér kemur þá til hugar annað mál, þó ekki frá ráðherratíð minni, en fyrir afstöðu mína í því máli hlaut ég misjafnar þakkir. Þetta var frumvarp um að veita Kvennaskólanum í Reykjavík heimild til að brautskrá stúdenta, þ.e. hann yrði gerður að mennta- skóla fyrir stúlkur. Þetta varð töluvert hitamál og nokkuð við- kvæmt mál fyrir mig. Ég var eina konan í minni þingdeild og okkur Guðrúnu Helgadóttur, skólastjóra Kvennaskólans, var vel til vina. Ég lagðist gegn frumvarpinu, sem ég taldi andstætt kröfunni um menntunarjafnrétti, sem væri ein meginuppistaðan í jafnréttisbar- áttu kvenna, en samskólar, þ.e. fyrir bæði kynin, væru trygging þess, að því yrði náð. Mig hálf- minnir, að allir flokkar hafi klofn- að um málið og andstaðan dugði til þess, að það náði ekki fram að ganga.“ Auður Auðuns er fyrsta konan, sem gegnt hefur ráðherra- störfum, og var hlutur hennar sem ráðherra og þingmaður engu síðri en á vettvangi borgarmála. Nú sit- ur hins vegar kona aftur á ráð- herrastóli. Ragnhildur Helgadótt- ir gegnir embætti menntamála- ráðherra í ráðuneyti Steingríms Hermannssonar. Það er eftirtekt- arvert, að báðir kvenráðherrar ís- lands skuli koma úr röðum þing- manna Sjálfstæðisflokksins, enda þótt margar vinstri stjórnir hafi setið við völd frá því, að ráðuneyti Jóhanns Hafsteins fór frá 1971 og fyrsti kvenráðherrann lét af emb- ætti. Slíkt er þó engin furða, þar sem flokkurinn hefur jafnan verið óhræddur við að fela kvenfólki ábyrgðarmikil störf. Það er því ætíð jafn broslegt, er Sjálfstæðis- flokkurinn er sakaður um aftur- haldssemi af andstæðingum sín- um, svo illa sem þeim gengur að aðlagast nútímanum. „Það er nú mest í nösunum á þeim, hvað and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins telja sig hampa konum," sagði frú Auður. Þegar ég spurði frú Auði, hvaða mál henni væru minnisstæðust frá ferli sínum í borgarstjórn, nefndi hún hitaveitu borgarinnar, gatna- gerð og húsnæðisvandann, sem þau mál, er stærst hafi verið og brýnast að leysa þann tíma, er hún sat í borgarstjórn. Hún nefndi enn fremur landhelgismál- ið af þingmálum. „En mér er einn- ig minnisstæð sú stefnubreyting sem varð við myndun Viðreisnar- stjórnarinnar og hvernig frjáls- ræði var aukið. Viðreisnartíminn var ákaflega lærdómsríkur og þá sérstaklega upphafið og aðdrag- andinn fyrir mig persónulega, því að þá er ég að hefja störf á Al- þingi. Ég starfaði bæði með Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni, þótt ég hafi reyndar starfað leng- ur með Bjarna. Þeir voru einstak- ir, svo ólíkir sem þeir voru. Ég get sagt þér, að svar Jóns á Reynistað, er Magnús Jónsson frá Mel spurði hann hvers vegna Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki klofnað við myndun Nýsköpunarstjórnarinn- ar 1944, gat gilt fyrir okkur öll. Jón, sem hafði verið hatrammur andstæðingur stjórnarmyndunar- innar, svaraði nefnilega á þá lund, að maður gerði það fyrir ólaf Thors, sem maður gerði ekki fyrir nokkurn annan. Ég kynntist auðvitað Bjarna Benediktssyni og frú Sigríði Björnsdóttur og hitti þau oft. Ég hafði eðlilega mikið samband við Bjarna og kynni mín af þeim hjón- um eru mér mikils virði. Ég mat Bjarna mikils. Hann var fádæma traustur. Mér fannst hann vera eins og klettur, sem alltaf væri hægt að byggja á. Hann gat verið hrjúfur, en ég mat hann það mik- ils, að ég man nú ekki einu sinni eftir því, þótt hann kunni að hafa veitt mér ádrepur. Bjarni hafði frábært minni og vitnaði í umræð- ur án þess að hafa minnisblöð. Ég sá hann reyndar aldrei nota slíkt. Hann hafði allt á hraðbergi, sem er stórkostlegur ávinningur fyrir stjórnmálamann. Ólafur Thors og Bjarni voru ólíkir persónuleikar. Ólafur var léttur og e.t.v. aðgengi- legri. En þrátt fyrir það ætti ég erfitt með að gera upp á milli þeirra. Ég held að þeir hafi líka af öllum verið viðurkenndir afburða- menn í þinginu. Ólafur Thors glansaði mikið á því, hve hnyttinn hann var í svörum og spaugsamur. Það var t.d. einhvern tíma, að Ólafur var að þæfa eitthvert málið og þá grípa menn oft til þess að lesa upp prentað mál. ólafur hóf að lesa upp úr ræðum Magnúsar Jónssonar prófessors í Þingtíðind- um. Magnús var lengi dósent við Háskólann. Ólafur les langar ræð- ur úr ræðustólnum niðri í þingi, sem gátu með góðum vilja snert málið, sem þæfa átti. Svo þurfti Ólafur náttúrulega að bæta við einhverju frá eigin brjósti og missti þráðinn í ræðu Magnúsar dósents og endar með því, að Ólaf- ur spyr sjálfan sig upphátt: „Æ, hvar var ég nú staddur í dósa?" Þetta þótti sumum miður þing- legt. Mér hefur líka oft komið það í, hug, hve Bjarni gat verið neyðar- legur í svörum. Þegar þingsálykt- unartillaga um lausn fiskveiðideil- unnar við Breta var lögð fyrir þingið 1961 urðu eins og menn muna harðar deilur um málið. Fylgdi henni ítarleg greinargerð. Þar hafði þó orðið meinleg prent- villa fyrir ríkisstjórnina. Halldór Ásgrímsson, einn af þingmönnum Framsóknarflokksins og stjórnar- andstæðingur, sagði í umræðum um tillöguna, að jafnvel prent- villupúkinn væri á móti ríkis- stjórninni. Þá kallaði Bjarni frammí: „Já, það eru allir púkar á móti okkur!1!" g víst er, að Auði Auðuns svipar um margt til þessara miklu foringja Sjálfstæðisflokks- ins. „Auður Auðuns er hreinskilin og hreinskiptin og vísar allri tvö- feldni og tvínóni á bug með ein- arðri háttvísi," segir Geir Hall- grímsson í afmælisgrein sinni um þá konu, sem varð fyrsti kven- lögfræðingur okkar, fyrsti kven- forseti bæjarstjórnar, fyrsti kven- borgarstjórinn og fyrsti kvenráð- herrann. „Auður hefur alla tíð verið mikil kvenréttindakona," segir Ragn- hildur Helgadóttir í formála fyrir Auðarbók Auðuns, sem Lands- samband sjálfstæðiskvenna og Hvöt gáfu út í tilefni sjötugsaf- mælis Auðar 1981. „Mestum árangri hefur húri náð á því sviði með þeim sporum, er hún sjálf steig með miklum sóma inn á nýj- ar brautir og efldi þannig kjark og þrótt með öðrum konum." Ég spurði Auði Auðuns hverja skoðun hún hefði á kvennabaráttu nútímans. Hún svaraði mér og sagði: „Ég get tekið undir það, að konur verði að koma sér áfram innan flokkanna. Ég tel núverandi ástand konum sjálfum að kenna. Auðvitað geta konur látið meira að sér kveða innan flokkanna og úti í þjóðfélaginu yfirleitt. Hins vegar verð ég að segja það, að eftir því sem ég eldist og umræður um jafnrétti harðna, verður mér æ oftar hugsað til barnanna. Hvern- ig er hægt að koma því við, að foreldri geti sinnt börnunum hvort um sig? Það verður að finna grundvöll, sem slík verkaskipting á að byggja á. Við núverandi að- stæður verður ekki hjá því komist, að börn séu að talsverðu leyti alin upp á stofnunum. Þetta á ekki að vera stefnan. Það þarf að finna annan grundvöll verkaskiptingar karla og kvenna, svo hjá þessu verði komist. Ástæða þess, að ég nefndi að konur eiga að koma sér áfram inn- an flokkanna er sú, að í pólitískum kosningum er kosið í pólitískar stöður. Svonefnt þverpólitískt kvennaframboð leysir ekki vanda kvenna. í pólitík verða menn að taka afstöðu til hinna ólíkustu málefna, ekki bara til mála sem sérstaklega varða konur. Um sér- framboð, kvennaframboð, sem fram kynnu að koma innan stjórn- málaflokkanna gegnir öðru máli. Þar væri um að ræða hóp með sömu pólitíska afstöðu. Hins veg- ar tel ég eðlilegt að t.d. innan stéttarfélaganna tækju saman höndum konur með ólíkar stjórn- málaskoðanir til þess að vinna að framgangi hagsmunamála sinna innan samtakanna og hnekkja því karlaveldi, sem þar viðgengst. Hugsaðu þér t.d. allan þann fjölda kvenna, sem starfar hjá því opin- bera og lætur karla ráðskast með kjaramál sín. Þar, eins og í póli- tfkinni, eru konurnar almennt of hlédrægar. Ella væri því launa- jafnrétti, sem við höfum á papp- írnum, ekki jafn ábótavant í fram- kvæmd og reyndin er.“ Áður en samtali okkar Auðar Auðuns lauk, spurði ég hana hvaða augum hún liti íslensk stjórnmál eins og þau eru nú. „Ég er ekki í þeirra hópi, sem telja að allt hafi verið í betra horfi á Alþingi fyrr á árum. Samheldni innan stjórnmálaflokkanna er þó greinilega síðri en oftast hefur áð- ur verið og það leiðir að sjálfsögðu ekki til góðs fyrir heildina. f stjórnmálaflokki og ekki síst í stórum flokki eins og Sjálfstæðis- flokknum, er ekki við því að búast, að allir hafi sömu skoðun á öllum málum. En flokkur, sem vill telj- ast ábyrgur, þarf að samræma svo sjónarmiðin á þeim sviðum, sem verulegu máli skipta, að hann geti komið fram sem samstæð heild. Stundum er þingmönnum og öðr- um, sem skera sig úr heildinni, hælt fyrir sjálfstæði í skoðunum og frjálslyndi, en fyrir kemur, að afstaða slíkra ber leiðindakeim af framapoti og hégómagirni. óein- ing innan Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hefur líka, eins og sumir hafa spáð, haft áhrif langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna og ég held, að aðrir stjórnmálaflokk- ar landsins hafi ekki enn bitið úr nálinni með það.“ — ing. joh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.