Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 . . . i/erdur sýnd á næstunni. . . Ef þú, lesandi góður, ferð sjald- an í bíó, skaltu ekki fyrir nokkurn mun missa af GANDHI, sem Stjörnubíó frumsýnir innan skamms. Það má vel vera að fáir undir tvítugsaldri kannist við nafn- ið, engu að síður en Gandhi einn frægasti og mesti dýrkaði maður og þjóðarleiðtogi þessarar aldar. Hugsjón hans og lífsstarf var bar- átta fyrir friði og réttlæti í föður- landi hans, Indlandi. I. Það var fyrir átján árum að breski leikstjórinn Richard Att- enborough fékk hugmyndina að gera mynd um líf þessa merka manns. Maður að nafni Motilal Kothari lánaði Richard bók eftir Louis nokkurn Fischer, en það var ævisaga Gandhis. Richard segir að sú bók hafi breytt lífi sínu. En það reyndist ekki heigl- um hent að kvikmynda ævi Gandhis á þeim árum. Engir sýndu verkinu áhuga, þ.a.l. voru engir til að leggja peninga í það, en strax var ljóst að það yrði mjög fjárfrekt. Loks þegar skriður komst á málið töldu margir Richard vera orðinn brjálaðan. Stóru kvik- myndafyrirtækin vildu ekki koma nálægt þessari „geggjuðu" framleiðslu, en Indverska kvik- myndastofnunin fjármagnaði einn þriðja og Goldcrest Pro- duction tvo þriðju. Endanlegur kostnaður er um 19 milljón dalir. Myndir var öll tekin í Ind- landi. Fyrsta atriði myndarinn- ar er jarðarför Gandhis og söfn- uðust saman 300.000 manns til að taka þátt í því. Síðan er klippt aftur til síðasta áratugar nítj- ándu aldar þegar hinn ungi Mo- handas K. Gandhi er að nema lögfræði. í æsku upplifði hann hræðilega reynslu þegar hvíti maðurinn fór með hina inn- fæddu eins og dýr. Gandhi berst með samlöndum sínum fyrir frelsi, undan oki breska heims- veldisins, allt þar til hann fellur fyrir kúlu ofstækismanns árið 1948, þá orðinn háaldraður mað- ur. Baráttan einkenndist af óvirkri andstöðu, sama aðferð og Martin Luther King notaði í bar- áttu svertingja fyrir réttlæti í Bandaríkjunum, áratugum síð- ar. Gandhi lifði þó til að sjá draum sinn rætast. Árið 1947 hlaut Indland sjálfstæði, en ekki án mikilla fórna. II. Richard Attenborough segir að hann hefði getað gert mynd- ina mun fyrr, en þá hefði hann þurft að slá af kröfum sínum, meðal annars þurft að láta kvikmyndastjörnu leika Gandhi. En hann segir það hafa verið vel þess virði að bíða í tvo áratugi eftir Ben Kingsley. Richard sá Ben fyrst leika árið 1970 (Ben hefur aðallega leikið á sviði — GANDHI er önnur kvik- myndin hans) en það var ekki fyrr en Richard sá Ben leika Ben Kingsley í hlutverki Gandhis. Hamlet að hann tók Ben alvar- lega til greina. Áður höfðu John Hurt og Anthony Hopkins komið til greina, sem og Dustin Hoff- man, en Richard leitaði að leik- ara sem gæti bæði verið trúlegur Gandhi fyrir vestræna áhorf- endur og indverska. Richard segir: „Ben er ekki að- eins frábær, metnaðargjarn leik- ari, heldur hefur hann svo margt í sér, að hann var eini leikarinn sem gat leikið Gandhi.“ Ben Kingsley lagði mikið á sig til að líkjast manninum mikla. Losaði sig við mörg kíló, og þeg- ar þessi ungi leikari er kominn í sjalið og dhoti og sandalana (al- eign Gandhis) líkist hann þjóð- arleiðtoganum lýgilega. Hæð þeirra er mjög svipuð, sem og beinabyggingin. Ben átti í erfið- leikum með að sitja í yoga-stell- ingunni vegna meiðsla í mjöðm- um, en til að yfirstíga þá örðug- leika æfði hann yoga þrjá tíma á dag í nokkra mánuði. Pandit Nehru lagði blessun sína yfir kvikmyndunina þegar árið 1963, er Richard gekk á fund hans. Nehru sagði: „Hvað sem þú gerir, hvernig sem þú kvikmynd- ar Gandhi, ekki dýrka hann sem Guð. Hann var of mikill maður." Slík virðing gaf Gandhi nafnið Mahamata. Sálin mikla. III. Margt frægt fólk kemur fram í myndinni, s.s. Ian Charleson (lék í Chariots of Fire), Trever How- ard, Sir John Gielgud, John Mills og Edward Fox. Nýja bíó sýnir bráðlega hina frægu spennumynd Spielbergs og Hoopers IJJur andi í I)isney-Iandi. Getur það staðist? POLTERGEIST verður bráðlega sýnd í Nýja bíó. Mynd- in, sem meistari Steven Spielberg samdi og skrifaði hand- ritið að, framleiddi og er sagður hafa leikstýrt að miklu leyti, en samt er hrollvekjumeistarinn Tobe Hooper titlað- ur leikstjóri. Steven Spielberg hefur verið kallaður hinn nýi Walt Disney og það ekki að ástæðulausu. Það er ekki bara að hann detti ofan á frumlegar og snjallar hugmyndir, heldur hefur hann einstakt auga fyrir hinu almenna og einfalda í lífinu og hnoöar úr því mergjaðar myndir. En Poltergeist er annars konar Disney-land. „Spenna í öllu framandlegu“ Tobe Hooper, leikstjóri, segist svo frá: „Menn eru forvitnir fyrir öllu óvenjulegu og framandlegu og það er einmitt hið óvenjulega sem gefur listamanninum mögu- leika á að sleppa fram af sér beislinu. Myndir — og okkar mynd er mjög gott dæmi — láta fólk upplifa eitthvað stórbrotið og framandlegt, án þess að leggja það sjálft í hættu." Hann heldur áfram: „POLTERGEIST er best lýst sem mögnuðum rússíbana. Hún þýtur með þig upp og niður. Hún hræðir, já hún fer langt með að hræða úr fólki líftóruna, en samt nær hún til áhorfandans á hug- ljúfan hátt. Fólk skemmtir sér mjög vel. I myndinni er, vel að merkja, engin morð og ekkert blóð. Aðeins spenna." Ferill Tobe Hoopers einkenn- ist af hryllingsmyndum og áður en POLTERGEIST-hugmyndin fæddist var hann þekktastur fyrir „The Texas Chainsaw Massacre" og hefur verið talinn með færustu mönnum á því sviði. „Texasblóðbaðið" hefur fengið svokallaðan „cult“- stimpil, og þykir mikið afrek, og mörg kvikmyndasöfn leitast eft- ir að hafa þá mynd á sínum lista. Önnur mynd eftir Tobe Hooper, „The Funhouse", var sýnd hér síðastliðinn vetur. Þegar Steven Spielberg var á höttunum eftir manni til að leikstýra POLTERGEIST kom Tobe Hooper strax upp í hugann. Spielberg hafði séð „Blóðbaðið í Texas“ og líkaði myndin. Hann hringdi í Tobe, bauð honum í kaffi og kökur og þeir ræddu handritið sem Spielberg var að leggja síðustu hönd á. Sjónvarpí gömlum kirkjugarði Lítum aðeins á söguna að baki POLTERGEIST. Steve og Diane Freeling (leik- in af tiltölulega óþekktum leik- urum, Craig T. Nelson og Jobeth Williams) eru ung hjón. Þau eiga heimili í úthverfi og eiga þrjú börn, Dönu, Róbba og önnu (Dominique Dunne, Oliver Rob- ins, Heather O’Rourke). Lífið gengur sinn vanagang þar til börnin taka upp á þeim óskunda að sjá skrattann í hverju horni. Róbbi litli heldur að tréð fyrir utan gluggann sinn sé skrímsli. Hann er hræddur við stóreygðu dúkkuna sína og vind og storma sem lemja gluggann. óþarfa áhyggjur — bara venjulegar áhyggjur barnsins? Jú mikil ósköp — þar til tréð góða fer að sækjast eftir lífi Róbba og stór- eygða dúkkan með vonda svipinn vaknar til lífsins og ræðst á gesti og gangandi. Hjónin taka eftir að Anna Iitla er komin í undarlegt sam- band við, eða er á valdi yfirnátt- úrulegra afla, illra anda, sér- staklega í nálægð sjónvarpsins, sem fer að leika óhugnanlegt hlutverk í lífi fjölskyldunnar. Líður ekki á löngu þar til þessi framandlegu öfl hrifsa önnu til sín og er þá vissara að ná strax í hlaupaskóna og/eða fara með bænirnar. Steven Spielberg hefur lagt á það þunga áherslu að með hug- myndinni eða kvikmyndinni sjálfri sé hann alls ekki að gera grín að fólki sem býr í úthverf- um eða þeim sem gleyma sér fyrir framan sjónvarpskassann, daginn út og daginn inn. Sjálfur segist hann vera kominn af fólki eins og myndin greinir frá og sjálfur er hann óseðjandi sjón- varpsglápari. Annað mál er að reisa hús ofan á gömlum kirkjugarði en gleyma stund og stað fyrir fram- an sjónvarpskassann. POLTERGEIST er gerð í sam- vinnu þriggja frægra aðila. Spielberg skrifaði handritið, eins og áður sagði, og hann skipulagði einnig kvikmyndatök- una áður en hann réð Tobe Hooper sér til aðstoðar. En það var fyrirtæki George Lucas, heilans á bak við Stjörnustríðs- flokkinn, „Industrial Light and Magic“ sem hannaði hin fjöl- mörgu tæknibrelluatriði sem Diane (Jobeth Williams) verður fyrir árás yfírnáttúrulegra afla, poltergeist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.