Morgunblaðið - 07.08.1983, Page 31

Morgunblaðið - 07.08.1983, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1983 79 Candice Bergen leikur banda- ríska ljósmyndarann Margaret Bourke-White, sem fylgdi Gandhi lengi, — og Martin Sheen leikur blaðamanninn Walker, sem fyrst hitti Gandhi í Suður-Áfríku, en fór síðan til Indlands og skrifaði mikið um baráttu leiðtogans. Þó hlutverk hans sé lítið, telur Martin það sitt besta og mikilvægasta á ferli sínum (frægur fyrir leik sin í Apocalypse Now). „Gandhi er þekktur um heim allan. Saga hans er ekki gömul, og fólk mun tengja sögu hans við alla þá sem börðust fyrir frelsi, án ofbeldis, spillingar og sjálfs- elsku. Gandhi er einn af mikil- vægustu mönnum sögunnar og þessi mynd er mikilvæg." Martin Richard Attenborough. Tuttugu ára gamall draumur hans hefur ræst. arins jafnhátt á loft og „Chariots of Fire“ sem sigraði heiminn árið áður. Myndin kostaðu um 20 milljón dali í framleiðslu, eins og áður sagði, en í Bandaríkjunum ein- um (stærsti markaðurinn) eru þegar 52 milljónir dala komnar í kassann, og Embassy-sjónvarps- stöðin bandaríska hefur keypt sjónvarpsréttinn fyrir 20 milljón dali. Richard Attenborough hafði engar áhyggjur af kostnaðinum. Markmið hans var að gera vand- aða mynd um manninn mikla, og það sem gerðist á fyrsta degi kvikmyndunarinnar lýsir senni- lega best mikilvægi myndarinn- ar. Gandhi í hungurverkfalli. gaf laun sín til indverska fólks- ins. IV Myndin GANDHI var frum- sýnd um síðustu áramót og hefur farið sigurför um heiminn. Hún hefur unnið til flestra þeirra verðlauna sem veitt eru, hlaut meðal annars mörg helstu ósk- arsverðlaunin í apríl; besta mynd ársins 1982, besti leik- stjóri, besti karlleikari og besta handrit. Einnig fyrir bestu kvikmyndatöku, bestu klippingu og bestu búninga. Það er mál manna að kvik- myndin um GANDHI haldi merki breska kvikmyndaiðnað- Ben Kingsley sté út úr bifreið í Gandhi-búningnum. Aldraður bóndi stóð næst honum, snerti fætur Bens og sýndi honum virð- ingu sína. Ben fór hjá sér og var hrærður, en minnti bóndann á að hann væri aðeins að leika Gandhi. „Vitum við það vel,“ sagði bóndinn, „en við endurlif- um hann gegnum þig.“ HJÓ Foreldrarnir verða forviða þegar dularfullt afl dreg- ur dótturina að sjónvarpskassanum. Róbbi, litli maðurinn í fjölskyldunni, lendir í heldur óskemmtilegu ævintýri þegar tré ryðst inn í herbergi hans og dregur út í myrkrið. leika stórt hlutverk í myndinni. Þetta virta fyrirtæki varð að hanna yfir hundrað flókin tæknibrelluatriði (sést kannski á einhverjum myndanna hér til hliðar). Leiksviðinu, það er að segja efri og neðri hæð hússins sem fjölskyldan býr í, varð ekki komið fyrir í færri en þremur sérstökum kvikmyndaverum. Hræðsla barnsins Allir hafa einhverntíma á ævinni upplifað hræðsluna sem POLTERGEIST fjallar um, þó kannski ekki á jafn magnaðan hátt. Börn eru sérstaklega næm fyrir óútskýranlegum ímyndun- um, hræðslu, vonbrigðum, ótta og myrkrinu. Þeir sem hafa lesið bók Dr. Arthurs Janov, „The Feeling Child“, verða ekki samir og áður. Það eru foreldrarnir sem móta börnin, í flestum tilvikum án þess að gera sér fulla grein fyrir hversu mótunin er áhrifamikil. Dr. Arthur Janov heldur því fram (kannski ekki splunkuný kenning) að líkamleg sem andleg mótun hefjist þegar í móður- kviði — að óttinn blundi í barn- inu ómeðvitað. En POLTERGEIST fer ekki djúpt í slíkar hugleiðingar og fellur heldur ekki í sömu gryfju og svo margar aðrar myndir, hér er það ekki blóð og óhugnanleg morð sem skýtur fólki skelk í bringu, heldur sálarruglingur og hið tvíeggja vopn ímyndunarafl- ið. „Það er alltaf gaman að heyra viðbrögð fólks í formyrkvuðu kvikmyndahúsi," segir Tobe Hooper. „Fólk öskrar oft upp yfir sig, en ég nýt þess líka að heyra fólk skellihlæja." Þess má geta hér í lokin að POLTERGEIST var með vinsæl- ustu myndum ársins 1982 í Bandaríkjunum, raunar hvar- vetna sem hún hefur verið sýnd (í Bandaríkjunum einum komu um 80 milljón dalir í kassann) og ekki er að efa að myndin njóti mikilla vinsælda hérlendis. Nýjustu fréttir af þeim köpp- um herma að Tobe hafi lent í vandræðum með næstu mynd sína. Hann ákvað að gera fram- hald af ttiynd George Romeros „Night of the Living Dead“, i samvinnu við þá sem eiga höf- undarréttinn. Eitthvað fór það fyrir hjartað á sumu fólki, en Tobe hafði það af og mun mynd- in heita einfaldlega „Tobe Hoop- er’s Return of the Living Dead“. Steven Spielberg þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku. Um þess- ar mundir er hann önnum kaf- inn við að kvikmynda framhald- ið af „Ráninu á týndu örkinni" sem heitir „Indiana Jones and the Temple of Doorn". HJÓ Útsala — Útsala Metravara — hanskar — hálsklútar. Efni í allan fatn- að. Sparið, saumið sjálf. Útsalan hefst mánudag 8. ágúst. Aðalstræti 9. Little Woods Haust- og vetrarlistinn kominn. Krisco sími 45915, pósthólf 7008, 107 Reykjavík. Hirslur eru til margra hluta nauðsynlegar og hjá okkur eru til hirslur í hvert einasta herbergi í húsinu þínu. Veggskápar í einingum og samstæðum í stofur með geymslurými fyrir dúka, matarstell, hnífapör, uppáhalds- glösin þín og verðmætustu bækurnar undir gleri, og margar hillur sem þú getur sett á styttur, skálar og fleiri hluti sem þú vilt hafa fyrir augunum hvern dag vegna þess að þeir eru þér kærir. Skápar í sjónvarpsherbergið, útvarps- videó- og plötuspilaraskápar, plötuskápar og raunar skápar fyrir hverskonar tæki og „græjur” sem þú átt. Bókaskápar sem allsstaðar eru til prýði. Skápar í herbergi barnanna, unglinganna og í herbergi húsbóndans og húsfreyjunnar. Allt þetta fæst hjá okkur í ótal stæröum, gerðum og viðartegundum á hagstæðu verði með góðum greiðslukjörum. Gefðu þér góðan tíma HDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.