Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 12
Af skipulagsmálum og þjóðlífi
Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri Garðabæjar Mbl./Emilia
Hvað heitir landið milli Kópavogs
og Hafnarfjarðar? Garðahreppur,
Garðakaupstaður, (iarðabær eða
Garðar? Setjið X við rétt svar. Rétt
svar var Garðahreppur, en hreppur-
inn öðlaðist kaupstaðarréttindi 1976,
og heitir því Garðakaupstaður. Mik-
ið var reynt til þess að fá fólk til að
nota nafnið Garðar, en bæjarstjórn-
in og íbúar bæjarins vilja, og nota
einungis nafnið Garðabær. Flókið?
Garðabær, svo við höldum okkur við
þekkasta nafnið á svæðinu, er vax-
andi bær með fjölgandi íbúum.
Garðabær hefur ætíð verið það sem
nefna má „svefnbæ", þ.e. íbúarnir
sækja vinnu sína meira eða minna
út fyrir bæjarmörk, og reiknað er
með því að svo verði áfram í nánustu
framtíð.
Byggð hefur verið á landsvæði
Garðabæjar allt frá landnámstíð.
Getur Landnáma tveggja land-
námsjarða á svæðinu: Vífilsstaða,
þar sem Vífill, leysingi Ingólfs
Arnarssonar bjó, og Skúlastaða,
þar sem Ásbjörn Özurarson bjó.
Hafa verið leiddar að því líkur að
nafn síðarnefnda bæjarins hafi
síðar breyst í Garða. Þegar hin
forna hreppaskipting var tekin
upp, hét allur hreppurinn Álfta-
neshreppur, en var skipt árið 1878,
í Garðahrepp og Bessastaðahrepp.
Bæjarmörkum Garðabæjar hefur
nokkrum sinnum verið breytt,
m.a. þegar Hafnarfjörður var
gerður að sjálfstæðu sveitarfélagi
og fékk kaupstaðarréttindi árið
1908.
Garðabær nær yfir stórt flæmi
lands og t.d. er stór hluti Heið-
merkur innan bæjarmarkanna.
svo og hluti Alftaness. Skilin milli
Hafnarfjarðar og Garðabæjar
hafa ekki alltaf verið svo glögg,
enda sveitarfélögin búin að skipt-
ast oft á landspildum. Árið 1910
var íbúatala Garðabæjar 264 en
íbúar eru nú um 5.500. Aldurs-
skipting Garðbæinga er nokkuð
önnur en almennt gerist, þar sem
bærinn byggðist að mestu upp á
nokkrum árum og er því meðalald-
ur íbúanna nokkru lægri en al-
mennt gerist. Því er ljóst, að finna
verður húsnæði fyrir það fólk sem
búa vill áfram í Garðabæ, og hef-
ur bæjarstjórnin hug á að gera
húsbyggingar fyrir ungt fólk
mögulegar á viðráðanlegan hátt.
Unnið er að aðalskipulagi Garða-
bæjar, og öðlast það gildi á þessu
ári og varir til ársins 2004. Ýmis
ný hverfi eru í deiglunni og m.a.
hefur verið skipulágður miðbær á
mótum Vífilsstaðarvegar og Bæj-
arbrautar.
Blm. Mbl. átti fyrir stuttu viðtal
við Jón Gauta Jónsson, bæjar-
stjóra Garðabæjar, og sagði hann
að miðbærinn myndi byggjast upp
á svonefndu Hofsstaðalandi og
væru þegar hafnar framkvæmdir
við byggingu hluta miðbæjarins.
Bensínstöð Shell, á mótum áður-
nefndra gatna, var fyrsta bygg-
ingin sem reis í miðbænum, en
bráðlega mun rísa fjöldi húsa í
viðbót, s.s. 1.600 fermetra verslun-
arhús, sem Kaupgarður í Kópa-
vogi byggir, blómverslun sem
verður samtengd veitingahúsi, og
röð húsa undir smáverslanir.
Göngugata og torg verður í kjarna
verslananna. Bankastarfsemi
verður í einni nýbyggingunni enn.
Félagsmiðstöð og jafnvel aðsetur
bæjarskrifstofa verða í annarri
byggingu. Auk verslana í miðbæn-
um, verða einnig reist íbúðarhús,
og má þá helst nefna 9 hæða blokk
sem byrjað er að byggja. Þá verða
fleiri smærri blokkir byggðar í
miðbænum og í einni þeirra verð-
ur 1. hæðin tileinkuð verslunar-
rekstri og 2. hæð skrifstofum, en
hinar hæðirnar verða lagðar undir
íbúðir.
Jón Gauti sagði að stærð íbúð-
anna í 9 hæða blokkinni, yrði mið-
uð við að skapa hæfilega stórt
húspláss fyrir fólk sem vill flytja
úr stórum einbýlishúsum, í eitt-
hvað minna. Meðalstærð þeirra
yrði á milli 90—120 fermetrar.
Það má því segja að kynslóða-
skipti séu framundan í Garðabæ:
unga fólkið byggir smátt, mið-
aldra flytur í einbýlishús og eldra
flytur í minni íbúðir.
í miðbænum er þegar búið að
reisa leikskóla og safnaðarheimili,
og ekki er ráðgert að byggja meira
undir félagsstarfsemi á þessu
svæði, fyrir utan félagsmiðstöð-
ina, sem áður er minnst á. Al-
menningsgarður tilheyrir fram-
tíðaráformum bæjarstjórnar, og
verður honum fundinn staður {
hlíð, í þeim hluta miðbæjarins
sem ekki hefur verið skipulagður
til hlítar ennþá.
Garðabær, „hinn sofandi bær“,
mun því fljótlega öðlast hjarta,
sem mörgum finnst vera grund-
vallaratriði fyrir bæjarmenningu
og —lífi.