Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
20
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
SIPRI boðar til
ráðstefnu um
Palme-skýrsluna
ALPJÓÐLEGA friðarrannsóknastofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, efnir til
ráðstefnu í Stokkhólmi nú um þessa helgi ura skýrslu Palme-nefndarinn-
ar svokölluðu um sameiginlegt öryggi eða Common Security, eins og
skýrslan heitir á ensku, en hún hefur verið fáanleg sem pappírskilja í
bókaverslunum hér á landi. Skýrslan kom út í maí 1982. Ráðstefnu
SIPRI sækja stjórnmálamenn, hernaðarfræðingar, vísindamenn, há-
skólakennarar og blaðamenn frá vestri og austri auk fulltrúa frá ríkjum
þriðja heimsins. Ráðstefnan er haldin með fjárhagslegum stuðningi
sænsku ríkisstjórnarinnar og er tilgangur hennar að ræða einstaka þætti
í fyrrgreindri skýrslu sem kennd er við Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar.
SIPRI (Stockholm Interna-
tional Peace Research Insti-
tute) er sjálfstæð alþjóðleg
stofnun sem vinnur að rann-
sóknum á stríði og friði með sér-
stöku tilliti til afvopnunar og
takmörkunar vígbúnaðar. Stofn-
uninni var komið á fót 1966 til að
minnast þess að þá höfðu Svíar
búið við frið í landi sínu samfellt
í 150 ár. Stofnunin er fjármögn-
uð af sænska þinginu en stjórn
hennar og starfslið er alþjóðlegt.
Núverandi forstjóri SIPRI er
Frank Blackaby frá Bretlandi.
Ekki eru allir á einu máli um
ágæti stofnunarinnar. Töluvert
var um hana rætt fyrir nokkrum
mánuðum vegna máls Owen
Wilkes frá Nýja Sjálandi, sem
starfaði hjá SIPRI en var hand-
tekinn af sænskum yfirvöldum
fyrir óeðlilega upplýsingaöflun í
nágrenni við sænsk varnar-
mannvirki. Þá kom SIPRI við
sögu í umræðum hér á landi á
árinu 1980 um kjarnorkuvopn og
ísland, þar sem Frank Barnaby,
fyrrverandi forstjóri stofnunar-
innar, hafði gagnrýnislaust tekið
það upp eftir Center for Defence
Information í Washington að á
Islandi kynnu að vera kjarn-
orkuvopn. Eins og lesendur
muna lyktaði umræðunum með
því að þeim staðhæfingum var
hnekkt.
SIPRI er kunnust fyrir árbæk-
ur sínar um vígbúnað og afvopn-
un. Þar er að finna miklar upp-
lýsingar um þróun vígbúnað-
armála og þá ekki síst að því er
varðar kjarnorkuvopn. Njóta
árbækunnar verulegs álits um
heim allan sem upplýsingarit
um þá þætti alþjóðamála sem
erfiðast er að fá staðgóðar heim-
ildir um, eins og til dæmis
vopnasölu. Fjórtan árbækur
hafa verið gefnar út, hin síðasta
nú í sumarbyrjun. Þetta eru
mikil rit og er árbókin 1983 til
dæmis 730 blaðsíður að lengd.
Palme-nefndin hóf störf í Vín-
arborg í september 1980. Þá var
Olof Palme leiðtogi sænsku
stjórnarandstöðunnar. Skipulag
á störfum nefndarinnar var að
verulegu leyti sniðið eftir
starfsháttum Brandt-nefndar-
innar (kennd við Willy Brandt,
fyrrum kanslara Vestur-Þýska-
lands,) sem á sínum tíma fjallaði
um samskipti norðurs og suðurs
eða þróaðra ríkja og vanþróaðra.
í nefndinni voru 17 menn og
komu þeir fram sem einstakl-
ingar en ekki fulltrúar einstakra
skoðanahópa eða ríkja. Þegar
litið er á fulltrúana frá Vestur-
Evrópuríkjunum er ljóst að
nefndin hefur yfirbragð sósíal-
demókrata enda runnin undan
rifjum Alþjóðasambands þeirra.
Kjarninn í tillögum nefndar-
innar er, að í stað þess viðhorfs
að öryggið sé best tryggt með
hótun um gagnkvæma gjöreyð-
ingu (gagnvirkri fælingu) eigi að
hefja sameiginlegt átak í þágu
gagnkvæms öryggis: „Við erum
sannfærðir um það,“ segir í
nefndarálitinu, „að enginn geti
sigrað í kjarnorkustríði og að
hugmyndin um að heyja tak-
markað kjarnorkustríð sé
hættuleg. Á kjarnorkuöld geta
ríki ekki tryggt öryggi sitt með
vígbúnaöarkapphlaupi. Þau
verða að vinna saman að því
marki að takmarka, skera niður
og að lokum leggja niður vopn.
Olof Palme, forsætisráðherra Sví-
þjóðar.
Auk þess verða þau að móta
reglur til að leysa úr deilum með
friðsamlegum hætti og leggja sig
fram um að haga sér á þann veg,
að sameiginlegt öryggi sé tryggt
með samvinnu."
Þessi grundvallarskoðun verð-
ur ef að líkum lætur helsta um-
ræðuefnið á ráðstefnunni í
Stokkhólmi en þar verður einnig
tekin afstaða til einstakra þátta
í tillögum nefndarinnar um leið-
ir að því markmiði sem hún set-
ur. Ein þessara tillagna er að
samið verði um brottflutning
skammdrægra kjarnorkuvopna
eða kjarnorkuvopna sem nota
má á vígvellinum af svæði sem
nær 150 km í austur annars veg-
ar og vestur hins vegar frá
landamærum austurs og vesturs
í Mið-Evrópu. Telur nefndin að
með því að gera þannig 300 km
breitt belti í Mið-Evrópu að
kjarnorkuvopnalausu svæði
megi skerpa skilin á milli notk-
unar venjulegra vopna og kjarn-
orkuvopna. í athugasemd frá
Giorgi Arbatov, Sovétmanninum
í nefndinni, við þessa hugmynd
kemur fram að hann dregur í efa
að þessi tilhögun hafi mikið
gildi, þar sem auðvelt yrði að
flytja kjarnahleðslur inn á hið
„friðaða" svæði. Er þessi athuga-
semd íhugunarverð í ljósi um-
ræðna um kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndunum, en
löngum hefur verið látið í það
skína að Sovétmenn teldu það
hina ákjósanlegustu tilhögun og
hafa þeir hampað henni mikið.
I desember 1982 ritaði sænska
ríkisstjórnin undir forsæti Olof
Palme ríkisstjórnum 28 landa
bréf, þar sem tillögu Palme-
nefndarinnar um 300 km beltið í
Mið-Evrópu var formlega hreyft.
Sé ekki fast að orði kveðið má
segja að undirtektirnar undir
bréfið hafi verið blendnar.
Ráðstefnan í Stokkhólmi um
helgina er ekki haldin til að taka
neinar ákvarðanir heldur í því
skyni að kynna álit Palme-
nefndarinnar og fá fram viðhorf
ráðstefnugesta á þeim tiilögum
sem þar er hreyft. Ef marka má
Pan öworld Aifair*.
COMMON
SECURITY
A na**AM.MKHH{llt.SVi:M VMI.M
'I hf oítli*1 Iri .•
í’otnnii^sion »*:i •
<.nd.S-cu?.'» E ' " »
«»:V-I 1‘jT/
n . i.. i;.... • ■ . j
Forsíðan á skýrslu Palme-nefndar-
þátttakendalistann eiga skoðan-
ir eftir að verða mjög skiptar og
munu því í senn verða ítrekun á
sjónarmiðum nefndarmanna og
þeirri gagnrýni sem margir hafa
látið í Ijós.
Hvort meira verður rætt um
skýrslu Palme-nefndarinnar eft-
ir þessa ráðstefnu í fjölmiðlum
en hingað til skal ósagt látið.
Nefndarálitið vakti ekki þá at-
hygli á aukaþingi Sameinuðu
þjóðanna um afvopnunarmál í
júní í fyrra sem nefndarmenn
væntu og í stuttu máli sagt hafa
áhrif þess á stjórnmálavettvangi
utan Svíþjóðar verið næsta lítil.
Fyrir SIPRI og sænsku ríkis-
stjórninni vakir að skapa meiri
almennar umræður um álitið og
er það verðugt framtak, þar sem
í skýrslunni er margar fróðlegar
upplýsingar að finna. Hins vegar
dreg ég í efa að nefndarálitið
megni að valda þeim straum-
hvörfum að horfið verði frá
viðhorfunum sem hingað til hafa
legið til grundvallar í öryggis-
málum á kjarnorkuöld.
Miriam og Gad Elron ásamt Eriku Friðriksdóttur, formanni vináttufélags
íslands-ísrael.
Sendiherra ísraels kveður
GAD ELRON, sendiherra ísraels á
íslandi, hefur veriö hér á landi síð-
ustu daga í kveðjuheimsókn, en
hann lætur nú af starfi og heldur
heim til ísraels. Gad Elron og Miri-
am, kona hans, hafa komið hingað
tvisvar-þrisvar á ári þau rösku tvö ár
sem sendiherrann hefur gegnt starfi
hér, en aðsetur sendiherra Israels á
íslandi er í Noregi.
Vinafélagið ísland-ísrael efndi
til kvöldverðarboðs með sendi-
herrahjónunum. Erika Friðriks-
dóttir, formaður félagsins, bauð
s
gestina velkomna, óli Tynes sagði
lítillega frá starfsemi félagsins og
guðfræðinemi, sem fengið hefur
styrk til náms í fsrael, sagði frá
nokkrum hátíðis- og helgidögum
gyðinga. Gad Elron flutti ræðu og
rifjaði upp tengsl landanna, meðal
annars þátt Islendinga í tilurð
fsraelsríkis á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna. Síðan voru sendi-
herrahjónunum afhentar gjafir og
loks sýnd kvikmynd sem þau hjón
komu sérstaklega með til þessarar
samkomu.
Farþegar Flugleiða:
Geta unnið sér inn
ókeypis farseðla
FARÞEGAR í innanlandsflugi Flug-
leiða eiga nú kost á ókeypis farseðli
ef þeir ná ákveðnum ferðafjölda á
þremur mánuðum eða skemmri
tíma, að sögn Sæmundar Guðvins-
sonar, fréttafulltrúa Flugleiða.
Þessi nýjung nefnist safnvið-
skipti Flugleiða og hefur félagið
gefið út sérstök safnkort fyrir þá
sem vilja safna ferðastigum. Á
framhlið kortsins er skráð nafn
farþega, heimilisfang og nafn-
númer. Á bakhlið eru reitir þar
sem flugferðir viðkomandi far-
þega eru skráðar. Hver ferð veitir
ákveðinn fjölda safnstiga sem
skráð eru í kortið við hverja
brottför. Til að fá ókeypis farseðil
eftir eigin vali á innanlandsleiðum
Flugleiða þarf korthafi að ná 100
ferðastigum á þremur mánuðum
eða skemmri tíma.
Ferðastigum er safnað á eftir-
farandi hátt:
A. Fjögur stig fyrir hverja ferð
milli Reykjavíkur og Vest-
mannaeyja.
B. Sex stig fyrir hverja ferð milli
Reykjavíkur og fsafjarðar,
Þingeyrar, Patreksfjarðar,
Sauðárkróks eða Akureyrar.
C. Átta stig fyrir hverja ferð milli
Reykjavíkur og Húsavíkur, Eg-
ilsstaða, Norðfjarðar eða
Hafnar í Hornafirði.
Fram og tilbaka-ferð gefur tvö-
faldan stigafjölda. Að sjálfsögðu
er sama hvort ferðin hefst í
Reykjaík eða úti á landi. Sem
dæmi má nefna, að sá sem flýgur
tvisvar leiðina Reykjavík — Eg-
ilsstaðir — Reykjavík hefur safn-
að 32 ferðastigum og þrjár ferðir
frá Akureyri til Reykjavíkur fram
og tilbaka gefur 36 ferðastig. Þeg-
ar korthafi telur sig hafa náð 100
ferðastigum innan tilskilins tíma
frá fyrstu ferð, afhendir hann
kortið á afgreiðslu Flugleiða. Hafi
hann unnið sér inn tilskilinn
stigafjölda fær hann afhentan
farseðil á flugleið innanlands
fram og tilbaka að eigin vali.
Sovéskt rannsóknaskip í heimsókn
Hér er í heimsókn sovéska rann-
sóknaskipið Alexey Krylov. Skip
þetta er við rannsóknir á sviði skipa-
smíða og er búið fullkomnum rann-
sóknartækjum, til. þess. Þetta er
10.000 tonna skip með tvær 4.500
hestafla vélar og er smíðað 1982.
Meöal útbúnaðar er 10 tonna kaf-
bátur sem kemst á 1.500 metra dýpi.