Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
Jón Helgason landbúnaðarráðherra á aðalfundi Stéttarsambands bænda:
Ástand víða betra ef bændur
stæðu almennt rétt að verki
Reykjum í Hrútafírdi frá Hel^a Bjarna>yni, blm. Morffunblafaiiui.
íSttakambSdIíN1da
AöALFUNDUR 1983
Frá setningu aðalfundarins í Reykjaskóla í g*r. Jón Helgason í ræðustól.
Morjfunblaðid/Helgi Bjarnason.
AÐALFUNDUR StétUrsam-
bands bænda sem að þessu sinni
fer fram á Reykjum í HrúUfirði
hófst í morgun. Ingi Tryggvason,
formaður stéttarsambandsins, setti
þingið með nokkrum orðum og
minntist fyrrverandi fulltrúa sem
láti.st hafa á árinu. Magnús Sigurðs-
son, tiilsbakka, og Þórarinn Þor-
valdsson, Þóroddsstöðum, voru
kosnir fundarstjórar og tóku þeir
við stjórn fundarins.
Ingi Tryggvason flutti því næst
skýrslu formanns. Ræddi hann
ýmis hagsmunamál stéttarinnar,
auk þess sem fyrir fundinum lá
skýrsla hans, þar sem ítarlega
var greint frá framkvæmd álykt-
ana síðasta aðalfundar, störfum
stofnana og nefnda landbúnaðar-
ins, framleiðslu, sölu og verð-
lagsmálum og ýmsum fleiri mál-
um. f ræðu sinni ræddi formaður
mikið um árferðið og áhrif þess á
efnahag bænda, svo og sölu- og
markaðsmál. Sagði hann m.a. að
þegar erfiðleikar væru í árferði
kæmi það mjög niður á efnahag
bænda, sérstaklega þegar það
bættist við þá framleiðslustjórn-
un, sem gripið hefði verið til.
Þrengdi þetta mjög að landbún-
aðinum í heild, en þó mest á þeim
sem sízt skyldi, það er þeim
bændum sem nýlega hafa byrjað
búskap. Sagðist hann óttast að nú
væri meiri munur á efnahags-
legri stöðu bænda, en verið hefði
um langt skeið og hætta á að eftir
þetta erfiðleikasumar neyddust
einhverjir bændur til að hætta
búskap. Skýrði hann frá því, að í
gangi væri athugun á fjárhags-
stöðu bænda því upplýsingar um
raunverulega afkomu þeirra
væru hvergi til.
Ingi lét þá von í ljósi að úr
rættist með uppskeru ársins,
bæði hvað varðar hey og garð-
ávexti, því það væri grundvöllur
þess að menn gætu vænst sæmi-
legrar afkomu. Hvatti hann
bændur til að halda vöku sinni og
auka heildarverðmæti þeirrar
framleiðslu, sem landbúnaðurinn
skilaði til þjóðfélagsins, og það
yrði bezt gert með fjölbreytni í
framleiðslunni, en einnig þyrfti
að huga vel að sparnaði í rekstri.
Að lokinni ræðu formanns
lagði Hákon Sigurgrímsson,
framkvæmdastjóri Stéttarsam-
bands bænda, reikninga sam-
bandsins og Bændahallarinnar og
skýrði þá. Þá flutti landbúnað-
arráðherra ávarp og fleiri gestir.
Síðan voru almennar umræður
um skýrslu formanns og reikn-
ingar. Tóku margir til máls og
stóðu umræður fram á kvöld.
Jón Helgason, landbúnaðrráð-
herra, ræddi um helstu mál sem
hann hefur haft afskipti af síðan
hann tók við landbúnaðarráð-
herraembættinu sl. vor. Ræddi
hann mikið um verðlagningu
landbúnaðarvara, bæði verð-
ákvarðanir 1. júní sl. og 1. okt. nk.
Sagði hann m.a.: „Sú spurning
hefur verið ofarlega í huga að
undanförnu, hvað mikil hækkun
yrði á búvöruverði við næstu
verðlagningu. Það er tvímæla-
laust sameiginlegt hagsmunamál
bænda og neytenda að hækkanir
á rekstrarliðum verðlagsgrund-
vallar, annarra en launa, verði
ekki meiri en á laununum. Ég hef
því í ríkisstjórninni m.a. bent á
þá leið að endurgreiddur verði
söluskattur af landbúnaðarvélum
og tækjum, en um það hefur
stéttarsambandið oft gert sam-
þykktir." Sagði ráðherrann að
þetta hefði verið samþykkt í rík-
isstjórninni og gilti frá 1. októ-
ber.
Landbúnaðarráðherra ræddi
tíðarfarið og afleiðingar þess
fyrir bændur og benti á nauðsyn
þess að ásetningi búfjár yrði hag-
að í samræmi við fóðurbirgðir á
komandi hausti. Fjallaði ráðherr-
ann um ýmis mál önnur m.a.
hvatti hann bændur til að leggja
meiri áherslu á hina hagfræði-
legu hlið búskaparins og sagði
m.a.: „Ég hef að undanförnu ferð-
ast nokkuð um landið og vissu-
lega er það sárt að sjá hvaða erf-
iðleikum tíðarfarið hefur valdið
bændum. Hitt er þó enn þá sár-
ara að sjá of víða blasa við að
ástandið gæti þó verið betra, ef
rétt hefði verið að verki staðið.
Það er engin tilviljun að í öllum
sveitum eru til bændur sem tekst
ótrúlega að verja búskap sinn
áföllum, þrátt fyrir óþurrka og
aðra erfiðleika, sem tíðarfar
kann að valda. Það er ekki vegna
þess að þeir ráði yfir einhverjum
töfrabrögðum eða leggi endiíega
meira erfiði á sig en aðrir, heldur
fyrst og fremst af því að þeir
skipuleggja störf sín og fram-
kvæmdir rétt og grípa hvert
tækifæri þegar það gefst. Land-
búnaður er svo vandasamur at-
vinnurekstur, að hann krefst
ákaflega góðrar skipulagningar
og vegna þess hve fjármagnsfrek-
ur hann er þarf þar einnig góða
hagstjórn, því það fer fljótt að
haila undan fæti ef eitthvað fer
úrskeiðis."
Fjörtíu og sex fulltrúar sitja
aðalfundinn, tveir úr hverri sýslu
landsins. Auk þess sitja fundinn
fulltrúar ýmissa stofnana land-
búnaðarins, formenn sérbú-
greinafélaganna, makar nokk-
urra fulltrúanna og ýmsir aðrir
gestir. Áætlað er að fundinum
ljúki á laugardag.
Tómas Tómasson og Magnus Kjartansson (kynnir keppninnar) afhenda
Valgarði verðlaunin sem voru 10.000 krónur. I.Jósmynd: Imrsteinn Þráinsson.
Tommaborgara kappát:
Sigurvegarinn raðaði
í sig þremur hamborg-
urum á 49,2 sekúndum
Tomma borgarar stóðu fyrir ham-
borgara-kappáti um helgina og var
keppendum ætlað að borða þrjá ham-
borgara á sem skemmstum tíma.
„ Þetta var alveg meiriháttar
keppni og úrslitin mjög óvænt,“
sagði Tómas A. Tómasson í viðtali
við blm. Mbl. í gær.„ Margir höfðu
laíið skrá sig, og náðu sumir alveg
ágætis tima, 1.28 og 1.20 sekúndur
og þvílíkt. En við bjuggumst nú við
að þetta yrði bætt um betur þegar
tvöfaldur íslandsmeistari í ham-
borgara-kappáti mundi mæta, en
það er Ari Guðmundsson. Það
gerði hann líka og tókst að gleypa
borgarana í sig á 1.02 sekúndum,
sem er alveg ótrúlegur hraði.
Keppnin hélt svo áfram fram til
sex og komst enginn í hálfkvisti
við Ara. Um það bil sem við erum
svo að fara að hætta, kemur svo
óvænt þarna strákur, sem hafði
komið inn til að borða og eftir að
hafa keypt sér einn borgara biður
um að fá að keppa. Við ætluðum nú
ekki að láta það eftir honum í
fyrstu þar sem hann var ekki
skráður, en létum svo tilleiðast að
gefa honum og þrem öðrum færi á
að spreyta sig. Þeir stóðu sig ágæt-
lega þessir þrír en ekki dró til tíð-
inda fyrr en þessi strákur, Valg-
arður Ármannsson, sest við borðið
og byrjaði. Okkur sem á horfðum
virtist hann ekki ætla að flýta sér
mikið, en aðeins voru liðnar 57 sek-
úndur þegar hann hafði lokið við
hamborgarana alla þrjá. Þetta var
svo ótrúlegt að það trúir því eng-
inn sem ekki á horfði. Sjálfur væri
ég ekki hálfnaður með einn á þess-
um tíma. En það er ekki allt búið
enn. Úrslitin eru lesin upp og þeir
tíu efstu fá tækifæri til að bæta
sinn tíma. Tókst það fæstum, og
fékk Ari til dæmis bara verri tíma
en áður eða 1.06. Þá er stungið upp
á því í gríni við Valgarð að reyna
að bæta sitt met, og eftir stutta
íhugun slær hann til. Það var ekki
liðin hálftími frá því að strákurinn
hafði fyrst keypt sér einn ham-
borgara og síðan gleypt í sig þrjá,
en nú bætti hann öðrum þremur
við á 49.2 sekúndum. Við sem á
horfðum ætluðum ekki að trúa
okkar eigin augum og fagnaðarlát-
um ætlaði aldrei að linna. Þannig
að sigurvegarinn var Valgarður
Ármannsson svo ekki varð um
villst. Hann átti verðlaunin svo
sannarlega skilið, hann hafði kom-
ið þarna inn svangur og blankur.
En út fór hann vel saddur og tíu-
þúsund krónum ríkari."
Ráðstefna SUS um öryggis- og afvopnimarmál:
„Frumkvæði SUS í mikilvægu máli“
„ÞESSI ráðstefna utanríkis-
málanefndarinnar er tilraun
okkar til þess að ræða til nokk-
urrar hlítar mikilvægt mál á
flokkslegum vettvangi,“ sagði
Einar K. Guðfinnsson, formaður
utanríkismálanefndar Sambands
ungra sjálfstæðismanna, þegar
Morgunblaðið ræddi við hann
um ráðstefnu þá sem SUS gengst
fyrir um viðfangsefnið „Hvernig
er unnt að tryggja friðinn?"
„Ráðstefnur sem þessar eru
fastur liður í starfi sambands-
ins og við höfum reynt að taka
fyrir margbreytileg viðfangs-
efni á sviði utanríkismála,"
sagði Einar ennfremur.
„Ástæðan fyrir því að við
veljum þetta viðfangsefni nú er
augljós. Öryggismál Vestur-
landa hafa mikið verið til um-
ræðu undanfarna mánuði.
Fjöldagöngur hafa verið farn-
ar; sumar til að mótmæla víg-
búnaði, aðrar til að hvetja til
einhliða afvopnunar Vestur-
landa.
Það er eðlilegt að við tökum
því öryggis- og afvopnunarmál
til umræðu á breiðum grund-
velli innan Sjálfstæðisflokks-
ins, og SUS hefur nú frum-
kvæði að því. Við væntum þess
að sem flestir sjálfstæðismenn
komi og taki þátt í umræðum
um þetta mikilvæga mál.“
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu þegar skýrt var
frá fjölda nýstúdenta í Háskóla
íslands, að fjöldinn í tölvunar-
fræðum í verkfræði og raunvís-
indadeild misritaðist. Hið rétta er
að 99 hafa skráð sig til náms í
tölvunarfræðum. Mbl. biðst vel-
virðingar á þessum mistökum.
Á ráðstefnu SUS verða hald-
in sjö framsöguerindi. I þeim
verður fjallað um afstöðu ís-
lenskra stjórnmálaflokka til ör-
yggis- og afvopnunarmála, her-
fræðileg viðfangsefni rædd,
brugðið upp sagnfræðilegu ljósi
á viðfangsefnið og friðarhreyf-
ingarnar teknar til umfjöllun-
ar, svo nokkuð sé nefnt. Þá
verða lögð fyrir fundinn gögn
sem öryggismálanefnd hefur
sérstaklega unnið fyrir þessa
ráðstefnu.
Morgunblaðið/FriAþjófur.
Unnið af fullum krafti að viðgerð á Snorrabrautinni í Reykjavík. Það
verður oft ansi heitt niðri í brunninum og því þarf rafsuðumaðurinn
annað slagið að blása duglega.