Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 28

Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 28 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna fi! Bókhald Starfsmaður óskast til bókhaldsstarfa frá 1. október. Próf frá verslunarskóla æskileg. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 17. sept. Bæjarstjórinn í Kópavogi, Fannborg 2. Rekstrarstjóri óskast Um er að ræða rekstur á skemmti- og tóm- stundasal á stór-Reykjavíkursvæðinu. Góð laun fyrir hæfan mann. Áhugasamir leggi inn nafn ásamt símanúmeri á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir hádegi á mánudag 5. ágúst merkt: „R — 8847“. Kennarar Kennara vantar að grunnskóla Siglufjarðar. Um er að ræða almenna kennslu í 3.-6. bekk. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 96- 71184 eða 96-71686, eða yfirkennari í síma 96-71363. Járniðnaðarmenn — rennismiðir Óskum eftir aö ráða járniðnaðarmenn og rennismiði. VELSMÐJA PÉTURS AUÐUNSSONAR Óseyrarbraut 3, Hafnarfiröi, sími 51288. Matsein og háseta vantar á yfirbyggðan línubát frá Hornafirði sem er með beitingarvél. Upplýsingar í síma 44235. Starfsmenn vantar í varahlutaverslun, reynsla í sambærilegum störfum æskileg. Einnig vantar starfsmann í bifreiðaréttingar. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 77200. Egill Vilhjálmsson hf., Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Sendill óskast Utanríkisráöuneytið óskar aö ráða röskan og áreiðanlegan ungling til sendilstarfa í vetur Vz daginn eftir samkomulagi. Fullt starf í skóla- leyfum. Nánari upplýsingar veittar í ráðuneytinu. Utanríkisráöuneytiö, Hverfisgötu 115, 5. hæð. Bakari óskast Óskum að ráða bakara. Grensásbakarí sf. Lyngási 11, Garöabæ. Sími 51445 og 54481. Starfsfólk vantar 1. Til símavörslu, vinna hálfan daginn. 2. Til starfa í bókhaldsdeild, viðkomandi þarf að hafa þekkingu á bókhaldi. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 77200. Egill Vilhjálmsson hf., Smiöjuvegi 4, Kópavogi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Ung og hress stúlka óskar eftir líflegri vinnu fram til áramóta. Hefur bílpróf og sæmilega ensku- og dönsku- kunnáttu. Uppl. í sima 12721. kennsla ___*AA_ Aöstoða skólanemendur í íslensku og erlendum málum. Siguröur Skúlason, magister, sími 12526. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 4. sept.: 1. Kl. 09. Hlööuvellir — Hlööufell (1188 m). Ekiö um Þingvöll, linu- veginn og aö Hlööuvöllum, en þaöan er gengiö á fjalliö. Verö kr. 500. 2. Kl. 13. Ástaöafjall (350 m) og Grensdalur. Ekið austur Hellis- heiöi þaöan gengiö á Astaöfjall og síöan i Grensdal. Verö kr. 250. Fariö frá Umferöarmlöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bil. Frítt fyrir börn í fylgd fullorö- inna. Feröafélag Islands UTIVISTARFERÐIR Helgarferðir 2.-4. sept. Ferð aö Fjallabaki. Ótrúlega fjölbreytt svæöi t.d. Hólmsárlón, Strútslaug (baö), Markarfljótsgljúfur. Brottför föstudag kl. 20.000. Ertu meö? Þú sérö ekki eftir þvi. Gist í húsi. 3.-4. sept. Þórsmörk. Brottför laugardag kl. 08.00. Gist i Útl- vistarskálanum góöa í Básum. Gönguferöir f. alla. Uppl. og far- seölar á skrifstofunni Lækjar- götu 6a, sími 14606. Sjáumst. Útivlst. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Helgarferðir 2.—4. sept.: 1. Óvissuferö. Gist í húsi. Komiö meö og kynnist fáförnum leiö- um. 2. Þórsmörk. Gist ( Skag- fjörösskála i Langadal. Göngu- feröir um Mörkina. notaleg glsti- aöstaöa. 3. Landmannalaugar — Eldgjá. Gist í húsi. Farmiöasala og allar upplýsingar á skrifstofu Fl, Öldugötu 3. Ath.: Berjaferöin 2.-4. sept. fellur niöur vegna lélegrar berja- sprettu i ár. Ferðafélag íslands Áskrifarsimirm er 83t)33 Skíðadeild Þrekþjálfun hefst 6. september. Keppendur: Þriöjudaga kl. 18—20, fimmtudaga kl. 18—20, laugardaga kl. 14—16. Æfingastaöur, útisvæöi viö Laugardalslaug. Eldri félagar og skíöaáhugafólk: miövikudaga kl. 21.20—22.10, æfingastaöur KR-heimiliö. Upplýsingar eru gefnar í sima 51417. Stjórnin. Furðuhluturinn sem fannst á Svínafelisjökli: Tilheyrir sennilega frönskum leiðangri f uröuhluturinn sem „Göngu- og skemmtimannafélagið (GOS)“ fann i Svínafellsjökli um verslunarmannahelgina. Stóru linsuna vantar á mynd- *na- Ljósmynd/HGJ „ÉG KR ekki 100% viss, en svona 95% öruggur um að tækið hefur tilheyrt þeim útbúnaði sem fransk- ur leiðangur sendi upp frá Mýr- dalssandi upp úr miðjum 7. ára- tugnum,“ sagði Ari Trausti Guð- mundsson, kennari, einn þeirra sem kannað hefur furðuhlutinn góða sem fannst á Svínafellsjökli um verslunarmannahelgina. Tækið er nú hjá Raunvísindastofnun Há- skólans, þar sem verið er að kanna hvaðan tækið kom og til hverra nota það var ætlað. En Ari Trausti hefur þegar kannað tækið og hefur sínar hugmyndir um það. „Tækið er ekki eldra en frá 1965 og hefur eflaust verið skotið upp með loftbelg einhvern tíma eftir það,“ sagði Ari Trausti. „Ég gæti best trúað að tækið til- heyrði öðrum hvorum frönsku leiðangranna sem skutu upp eldflaug af Mýrdalssandi á 7. áratugnum. Þá var verið að framkvæma rannsóknir á há- Ari Trausti Guðmundsson, kenn- ari. loftunum, þ.e. ystu lögum gufu- hvolfsins, og voru sendir upp loftbelgir með rannsóknartækj- um. Sennilega hafa verið send upp tvö tæki, þar sem fundar- menn „furðuhlutsins" sögðust hafa fundið leifar tveggja tækja á jöklinum, og hafa þau borist með vindi austur frá Mýrdals- sandi, yfir jökulinn og dottið þar niður á Svínafellsjökul." — En hvað gerir tækið? „Stóra linsan á tækinu er ekki ljósmyndalinsa, heldur safn- linsa, sem hefur safnað ljósi frá sólinni og sent upplýsingar til jarðar. A botni tækisins voru fleiri linsur og filterar þar fyrir aftan, og virtist hægt að skipta um linsur eftir því hvað var ver- ið að rannsaka. En hvaða þætti sólarljóssins var verið að rann- saka, veit ég ekki.“ — Hvað heldurðu að tækið hafi verið lengi í háloftunum? „Svona loftbelgir, sem ég held að hafi verið sendir upp, svífa vanalega upp í háloftin þar til þeir springa, en það fer eftir því hvað mikið magn af helíum hef- ur verið sett í belginn, hvað hann svífur lengi. Það getur ver- ið allt frá nokkrum klukku- stundum upp í 1-2 sólarhringa, en ég gæti trúað að þessi belgur hafi fallið til jarðar úr um það bil 50 km. hæð og lent í skriðjök- ulbrotinu. Þar hafa tækin svo verið í nær fimmtán ár og borist fram um 7 km með skriðjöklin- um, þar til þau fundust. En eins og ég segi er verið að rannsaka þetta nánar hjá Raunvísinda- stofnun, og það gæti jafnvel komið til greina að loftbelgirnir hafi borist alla leið frá Frakk- landi. Ef þetta reynist franskur útbúnaður, gæti verið gaman fyrir aðstandendur leiðangranna að eiga búnaðinn til minja."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.