Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 31 Landssamband sjálfstæðiskvenna Tengsl Qölskyldu og skóla — safelldur skóladagur eitt meginverkefnið — Rætt við Salóme Þorkelsdóttur alþingismann Salóme Þorkelsdóttir í kosningayfírlýsingu Sjálf- stæðisflokksins fvrir Alþingis- kosningarnar í vor sagði m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn legði áherzlu á að treyst verði undir- staða heimila og fjölskyldna. For- eldrum verði gert kleift að skipta með sér uppeldi hinnar ungu kynslóðar sem þeir bera ábyrgð á. Til þess þyrfti að koma á sam- felldum skóladegi, auka mögu- leika á dagvistun og koma á sveigjanlegum vinnutíma. f júlí sl. skipaði Kagnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra vinnuhóp og er verkefni hans að athuga sér- staklega tengsl fjölskyldu og skóla og gera tillögur um hvernig bæta megi þau tengsl. Salome Þorkelsdóttir alþing- ismaður er formaður hópsins og hann skipa að auki Sólrún Jensdóttir, Áslaug Friðriks- dóttir, Helga Hannesdóttir, Þórunn Gestsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Guðrún Agn- arsdóttir og námsstjórarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Hrólfur Kjartansson. Að sögn Salóme hefur hópur- inn haldið þrjá fundi, þar sem nefndarmenn hafa rætt verk- efni sitt á breiðum grundvelli, en það væri mjög umfangsmik- ið. Fyrirhugað væri að fá úttekt á stöðu mála í skólastarfi í dag hjá fræðslustjórum, skóla- rannsóknardeild og fleiri aðil- um. Einnig muni hópurinn óska eftir samstarfi við þessa aðila og foreldra- og kennarafélög skóla. En ljóst væri að fjalla þyrfti um hagsmuni þéttbýlis- ins annars vegar og dreifbýlis- ins hins vegar í þessu sam- bandi. „Skólinn er til fyrir börnin en ekki öfugt og það þarf að aðlaga skólastarfið breyttum aðstæð- um í þjóðfélaginu. Meginvanda- málið sem við er að etja í þessu sambandi er það sem snýr að heimilunum. Sundurlaus skóia- dagur er eðlilega óæskilegur fyrir börnin og bakar úti- vinnandi foreldrum jafnframt mikinn vanda. Til að koma á samfelldum skóladegi í fjölsótt- um skólum þarf að breyta skipulaginu innan skólanna eða auka við húsnæði þeirra. Kjara- mál kennara og hlutastörf í kennarastéttinni koma líka ríkulega við sögu í umræðunni um samfelldan skóladag. Og óreglulegur skólatími systkina skapar líka vanda á mörgum heimilum. Óhætt er að segja að sam- skipti eru víða í lágmarki milli skóla og heimila og misjafnlega er staðið að kynningu á skóla- starfinu. Um þetta höfum við rætt með tilliti til þess hvernig samræma megi betur vinnutíma foreldranna og skólabarna og hvað sé unnt að gera í skólastarfinu til að styrkja samband barna og for- eldra og þar með stuðla að sam- heldni fjölskyldna. Þá höfum við m.a. rætt um það, hvaða kröfur við gerum til skólans, vanda þeirra skóla sem eru fjöl- sóttir, aðbúnað skólanna, mál- tíðir í skólum, möguleika á grenndarskólum fyrir yngstu aldurshópana og tengsl dag- heimila og grunnskólans," sagði Salóme aðspurð um störf vinnu- hópsins. Sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir sveigjanlegum vinnutíma og m.a. flutt þings- ályktunartillögu þar um á Al- þingi, fyrst 1979. Aðspurð sagði Salóme að hópurinn hefði áhuga á að láta kanna hve margir á vinnumarkaðnum hefðu sveigjanlegan vinnutíma, enda skipti það verulegu máli fyrir foreldra barna á skóla- aldri að þeir ættu kost á að vinna samkvæmt slíkri tilhög- un. í nokkur ár hafa verið uppi raddir um að lengja þurfi skóla- skyldu yngri barnanna í grunnskólanum og leggja þann- ig meiri áherzlu á að kenna börnum að læra á meðan þau eru ung. Á síðasta þingi lögðu Birgir Isl. Gunnarsson og Hall- dór Blöndal fram frumvarp um breytingar á grunnskólalögun- um þar sem lögð er til veruleg lenging á skólatíma 6 ára barna (nú er heimilað kennslumagn 0,65 vikustundir, 34 starfsvikur, en þeir leggja til að kennslu- magnið verði 1,25 vikustund). Rökin fyrir frumvarpinu eru m.a. þau að aukinn skólatími gefi raunhæfa möguleika á markvissu starfi í þessum ár- gangi. Auk þess ítreka þeir kröfuna um samfelldan skóla- dag í greinargerð með frum- varpinu. Sagði Salóme að rætt hefði verið um málefni 5 og 6 ára barna í vinnuhópnum og sú skoðun hefði komið fram að 3 klukkustundir á dag væru lág- marks íverutími í skóla í þess- um aldursflokki. Sagði Salóme að hópurinn ætti mikil verkefni framundan en áætlað væri að hann hefði tillögur sínar tilbúnar um næstu áramót. ÁJR. V : ■ ■ Stjóm Landssambands sjálf- stæðiskvenna, sem kosin var á 14. landsþingi sambandsins í vor, kom saman til fundar í Val- höll sl. mánudag, 29. ágúst. Þetta var annar fundur stjórnarinnar, en í henni eiga sæti 14 konur víðsvegar af landinu. Á dagskrá fundarins var starf landssam- bandsins á kjörtímabili stjórnar- innar, sem eru tvö ár. Að stjórnmálafundinum loknum áttu stjórnarkonur ánægjulega kvöldstund með konunum úr þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, Ragnhildi Helgadóttur, menntamála- ráðherra, og Salome Þorkels- dóttur, alþingismanni, konum úr borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins, stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar í Reykjavík og fyrrver- andi stjórn LS. Á 14. landsþinginu í vor voru helstu umræðuefnin aukin þátttaka kvenna í stjórnmál- um og friðarmálin. Þessi mál bar einnig hæst á stjórnar- Stjórn LS 1983—1985. Fremri röð frá vinstri: Ragnheiður Ólafsdóttir, Akranesi, Erna Mathiesen gjaldkeri, Hafnarfírði, Ásthildur Pétusdóttir varaformaður, Kópavogi, Halldóra J. Rafnar formaður, Reykjavík, Esther Guðmundsdóttir ritari, Reykjavík og Svanhildur Björgvinsdóttir, Dalvík. Aftari röð f.v.: Hulda Guðbjörnsdóttir, Selfossi, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Akureyri, Sigrún Þorsteinsdóttir, Vestmannaeyjum, Svava Gunnlaugs- dóttir, Borgarnesi, Jósefína Gísladóttir, ísafirði, Sólrún Jensdóttir, Reykjavík og Birna Guðjónsdóttir, Sauðárkróki. Á myndina vantar Vigdísi Pálsdóttur, Keflavík. Stjórn LS: Friðarbarátta — fræðsla — aukin stjórmálaþátttaka kvenna fundinum á mánudaginn. Ræddar voru ýmsar leiðir til þess að laða konur að stjórn- málastarfi og hafa sjálfstæð- iskvennafélögin fullan hug á að efna m.a. til námskeiða í þeim tilgangi. Á stjórnarfundinum var haldið áfram umræðu, sem staðið hefur í sumar, um stofn- un friðarhópa sjálfstæðis- kvenna, sem ættu aðild að Friðarhreyfingu íslenskra kvenna. Kom fram, að Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt í Reykjavík mun stofna friðar- hópa í september og friðarhóp- ar úti um land fylgja í kjölfar- ið. Framkvæmdastjórn LS, sem skipuð er stjórnarkonum af suðvesturhorninu, hefur hist reglulega í sumar og undirbúið starfið framundan. Samþykkt var á stjórnarfundinum að stefna að eftirfarandi mark- miðum á kjörtímabilinu: 1.1 Stofna flokksdeildir eða kvennahópa þar sem kven- félög eru ekki starfandi. 1.2 Aðstoða við að koma á námskeiðum t.d. í ræðu- mennsku, fundarsköpum, greinaskrifum og kynningu á stjórnmálastefnum og starfsemi stjórnmálaflokk- anna. 1.3 Aðstoða við skipulagningu á innra og ytra starfi félag- anna. 1.4 Stuðla að aukinni kynn- ingu flokkskvenna inn- byrðis. 1.5 Stuðla að því að fleiri kon- ur komist í ábyrgðarstöður innan flokksins. 1.6 Beita sér fyrir stofnun friðarhópa innan sjálf- stæðiskvennafélaganna og einnig á þeim stöðum sem slík félög eru ekki starf- andi. Utgáfa á þingtíðindum frá landsþinginu í vor er komin á lokastig. Ritstjóri er Ester Guðmundsdóttir, ritari Lands- sambandsins. Einnig verður gefið út fréttabréf 3—4 sinnum á ári og er það fyrsta væntan- legt nú í haust. Ritstjóri fréttabréfsins er Ragnheiður Ólafsdóttir. Síða Landssambandsins í Morgunblaðinu birtist nú í fimmta sinn í sumar. Ráðgert er að hún komi hálfsmánaðar- lega og er skorað á sjálfstæð- iskonur um allt land, að hafa samband við umsjónarmenn síðunnar og senda þeim efni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.