Morgunblaðið - 02.09.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
33
verið fólgin í að samræma mis-
munandi hugmyndir og undirbúa
hönnun sýningarsvæðisins. Nám-
skeið voru sótt í vörusýningar-
tækni og myndbandatækni. Af-
rakstur þessarar samvinnu hefur
nú þegar skilað sér og er sýn-
ingarbás Suðurnesjafyrirtækj-
anna eitt eftirsóttasta og mest
umtalaða sýningarsvæði iðnsýn-
ingarinnar.
Fiskveiðar íslendinga hafa aðal-
lega beinst að tiltölulega fáum
fisktegundum. Veiðar nýrra áður
ónýttra fisktegunda hafa ævinlega
strandað á skorti á mörkuðum eða
vegna lágs söluverðs. Iðnráðgjafi
Suðurnesja kannaði í samvinnu
við Sölumiðstöð lagmetis mark-
aðshorfur í Bandaríkjunum á
ýmsum fisktegundum sem eru í
miklu magni hér við strendur
landsins. Við könnun þessa kom í
ljós að mikil eftirspurn virðist
vera í ýmsar skelfisktegundir, þó
aðallega kúffisk. Verðið á kúfskel-
inni er vaxandi og stafar það af
ofveiði við strendur Bandaríkj-
anna.
Þar sem ýmsir aðilar í Banda-
ríkjunum óskuðu eftir sýnishorn-
um á íslenska kúffiskinum fór
iðnráðgjafi þess á leit við Haf-
rannsóknarstofnun að veiða nokk-
ur hundruð kíló af umræddri teg-
und. Jafnframt var Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins beðin um
að undirbúa vinnslu og niðursuðu í
dósir á annarsvegar hökkuðum og
hinsvegar niðurskornum kúffiski.
Umræddar stofnanir tóku vel í
þessa málaleitan og er unnið að
undirbúningi þessarar prufusend-
ingar. Iðnráðgjafi vill hér með
beina því til allra áhugaaðila á
Suðurnesjum að hafa samband við
sig hið allra fyrsta vegna þessa
máls.
Ýmsir aðilar sem reynslu hafa í
framleiðslu á vörum úr plasti hafa
í hyggju að stofnsetja plastfram-
leiðslufyrirtæki hér á Suðurnesj-
um. Umræddir aðilar hafa leitað
til iðnráðgjafa vegna undirbún-
ings þessa og er verkefni þetta nú
þegar langt komið.
Staðsetning fyrirtækisins hér á
Suðurnesjum er valin vegna
nálægðar við Stór-Reykjavíkur-
svæðið og við Keflavíkurflugvöli.
Ýmis önnur verkefni eru á döfinni
ekki lengur hallærisrekstri eins og
á árunum áður með nýjum lánum,
sem verðbólgan gerir svo að
gengu. Slíkt lánsfé er ekki lengur
til. Strandgóssið á lánamarkaðin-
um er uppétið. Meiri lán í hallær-
isrekstur þýða bara hærra fall
þegar að því kemur. „Krakkið"
verður bara stærra, þegar það
kemur.
Óhjákvæmileg aðgerð
Verðtryggingarstefnan er ekki
bara rétt — hún er óhjákvæmileg.
Til lengdar getur ekki staðist, að
þú lánir mér 100 krónur, sem ég
svo borga með 50 krónum. Lánsfé
er ekki heldur strandgóss, sem
liggur laust á fjörum. Sumir ís-
lendingar þykjast halda, að svo sé.
Þangað til þú biður þá að lána þér.
Þá eru menn fljótir að Iæra. Menn
geta ekki selt á lægra verði, en
þeir kaupa og þótzt lifa á veltunni.
Það var því ekki bara rétt, held-
ur óhjákvæmilegt, þegar stjórn-
völd ákváðu að stöðva gróða
skuldaranna með verðtrygg--
ingarstefnunni. Þau gátu ekkert
annað gert. Hjól viðskiptalífsins
voru að stöðvast.
Alger umskipti
Fyrir húsbyggjendur og alla þá,
sem þurfa á lánafyrirgreiðslu að
halda, táknaði þetta alger um-
skipti. Enginn launamaður getur
eignast íbúð við sitt hæfi á tíu til
fimmtán árum, auk daglegra
þarfa. Að eignast gott húsnæði er
orðið fullkomið ævistarf fyrir
venjulegt launafólk þegar þess er
krafist að fullt verð komi fyrir og
menn borgi hverja krónu sjálfir.
En þar hafa stjórnvöld brugðist.
Lánakerfinu var ekki breytt um
sem tengjast framleiðslu nýrra
vörutegunda og ber þá hæst að
nefna hönnun og framleiðslu á
stöðluðum einingum fyrir bygg-
ingariðnaðinn. Verður ekki farið
út í nánari útlistun á því verkefni.
Önnur stórverkefni sem iðnráð-
gjafi Suðurnesja vinnur að undir-
búningi að um þessar mundir eru
stofnun iðnþróunarsjóðs Suður-
nesja og námskeiðahald í prófun á
hugmyndun og undirbúningsatrið-
um við fyrirtækjastofnun.
Á vegum atvinnumálanefndar
Suðurnesja var þann 19. maí sl.
haldin ráðstefna um iðnþróun-
arsjóði landshluta, og tekjuöflun-
armöguleikar fyrir hugsanlegan
iðnþróunarsjóð fyrir Suðurnes.
Málefni þetta hefur alllengi verið
til umræðu hér á Suðurnesjum og
nú virðist vera allverulegur áhugi
meðal bæjar- og sveitarstjórn-
armanna um stofnun slíks sjóðs
fyrir Suðurnes.
Var samþykkt ályktun á ráð-
stefnunni um að viðkomandi bæj-
ar- og sveitarfélög þinguðu hvert I
sínu lagi um vilja sveitarfélag-
anna vegna stofnunar sliks sjóðs
fyrir 1. október nk. Aðalrök fyrir
stofnun iðnþróunarsjóðs Suður-
nesja er að þá gefst bæjar- og
sveitarfélögunum á Suðurnesjum
tækifæri til að hafa áhrif á at-
vinnuuppbyggingu og iðnþróun á
svæðinu. Jafnframt getur veiting
úr sjóðnum virkað sem hvati á
aðrar lánastofnanir í landinu til
hraðari afgreiðslu og jákvæðrar
umfjöllunar.
Síðast en ekki síst ber að nefna
að í gegnum iðnþróunarsjóðinn
gefst orkuveitum og stórfyrir-
tækjum á Keflavíkurflugvelli
tækifæri til að hafa jákvæð og
uppbyggjandi áhrif á atvinnu- og
iðnþróunarmál á Suðurnesjum.
Á vegum SSS verður á hausti
komanda haldið námskeið í próf-
un á framleiðsluhugmyndum og
undirbúningsatriðum er tengjast
stofnun smáfyrirtækja.
Eru þeir aðilar er hafa fram-
leiðsluhugmynd eða verslunar-
hugmynd hér með beðnir um að
hafa samband við iðnráðgjafa
Suðurnesja hið allra fyrsta.
Jón Egill Vnndórsson rerkfræðing-
ur er iðnráðgjafi Suðurnesja.
Iceland Seafood
Limited:
Nær tvö-
földun á
sölu í
Bretlandi
SALA Iceland Seafood Limited,
dótturfyrirtækis Sambandsins í
Bretlandi, fyrstu 7 mánuö’ þessa
árs jókst um 98% í magni tanð og
85% í krónum talið miðað við
sama tímabil á síðasta ári. Á
þessu ári nam salan 201,6 millj-
ónum króna (4,8 milljónum
punda) og 4.450 lestum á móti
109,2 milljónum króna (2,6 millj-
ónum punda) og 2.250 lestum í
fyrra.
Þessar upplýsingar koma fram I
Sambandsfréttum frá 25. ágúst
síðastliðnum. Þar er ennfremur
rætt við Benedikt Sveinsson,
framkvæmdastjóra ISL. Þar segir
hann að í reynd hafi júlí verið
besti mánuðurinn með nær tvö-
földun I sölu, og salan í ágústmán-
uði sé mjög svipuð og I júlí. Þá
segir Benedikt að flutningur fyrir-
tækisins frá Lowestoft til Hull
fyrr í sumar hafi haft mikið að
segja. í fyrsta lagi vegna reglu-
bundinna siglinga Sambandsskipa
til Hull, vegna þess að birgða-
geymslur fyrirtækisins eru í Hull,
dreifingin fari fram þar og þar sé
stærsti hluti viðskiptavina fyrir-
tækisins.
Þá getur Benedikt þess, að viss
hluti söluaukningar fyrirtækisins
sé vegna aukinnar sölu yfir á meg-
inlandið. Til þess að hægt sé að ná
árangri þar er nauðsynlegt að
vinna að vissri vöruþróun og jafn-
vel nýjum pakkningum frá ís-
landi. Er nú byrjað að framleiða
nýjar pakkningar fyrir karfa og
grálúðu á megninlandsmarkaðina
og getur þessi þróun aukið mögu-
leika á sölu karfaflaka á nýjum
mörkuðum.
leið og verðtryggingin var upp
tekin. Lánakerfið er enn í megin-
atriðum eins og það var á meðan
íbúðarhúsnæði fékkst fyrir útsölu-
verð. Það táknar, að venjulegu
launafólki eru allar leiðir lokaðar
eigi það ekki innhlaup í verka-
mannabústaðakerfið eða önnur
slík „kerfi". Þeir, sem það eiga
ekki, fá einfaldlega hvergi inni.
Stjórnvöld brugðust
Þegar stjórnvöld bjuggu ekki til
nýtt lánakerfi um leið og verð-
tryggingin var tekin upp brugðust
þau hlutverki sínu. Þegar þau með
lagaboði skerða kjörin, án þess að
breyta verðtryggingarviðmiðun og
gera þannig fjölda fólks að van-
skilamönnum, bregðast stjórnvöld
aftur. Verðtrygging með láns-
kjaravísitölu sem er nákvæmlega
eins saman sett og sú, sem við er
stuðst, er ekkert náttúrulögmál.
Aðeins ein aðferð af þúsund til
þess að verðtryggja útlán.
Sú aðferð dugar ekki þegar laun
eru lækkuð um 40%. Þeir, sem
bera ábyrgð á slíkum ráðstöfunum
verða að gera þær breytingar sem
gera þarf á verðtryggingarviðmið-
un til þess að kjaraskerðingin endi
ekki í uppgjöf og eignamissi.
Loksins, loksins
Þetta er miklu stærra hags-
munamál fólks en hvort peninga-
laun eru hækkuð 5% meira eða
minna, sem hvort eð er eru tekin
jafnóðum aftur og um þau er sam-
ið. Verkalýðshreyfingin hefði átt
að hefja leiftursókn á stjórnvöld I
þessu máli — en leggja prósentu-
rausið á hilluna. Það gerði hún
ekki.
í okkar þjóðfélagi, þar sem allt
er farið að fella í afmarkaða bása,
er eins og ferskur stormsveipur
rísi þegar fólkið tekur sjálft til
sinna ráða þegar stofnanirnar
gera ekkert. Frumkvæði fólksins
sjálfs til stofnunar samtaka um
úrbætur í húsnæðismálum er slík-
ur stormsveipur. Loksins vex eitt-
hvað upp af grasrótinni. Það var
sannarlega kominn tími til. Það
eitt eru stórtíðindi.
Kannski er íslenzki neytandinn
loksins að vakna til lífsins. Þá er
von til þess, að eitthvað geti farið
að gerast.
Sighvatur Björgvinsson starfar nú
að sérstökum verkefnum fyrir
Eramkvæmdastofnun. Hann er
fyrrverandi alþingismaður Alþýðu-
flokksins.
esió
reglulega af
ölmm
fjöldanum!
~ Hótel Borg
Föstudags-
hljómleikar
Tappi tíkarass
Halli sendir nokkra
lauflétta í pásum
Miöaverö 130 kr.
k Ath.: Það eru allir
velkomnir é Borgina.
Stuð á Borginni
HOTEL BORC
^ 11440 ^
í meiriháttar formi
Þaö er í kvöld sem Tapp-
inn trekkir frá 10—3.
Bladburóarfólk
óskast!
Kópavogur—
Austurbær
Álfhólsvegur frá 54—135
Grenigrund
Kópavogur—
Vesturbær
Skjólbraut
Úthverfi
Nökkvavogur
Langholtsvegur frá 110—150
Gnoðarvogur frá 14—42
Gnoðarvogur frá 44—88
Barðavogur
Skeiðarvogur
Austurbær
Lindargata frá 40—63A
Norræna efna-
hagssamvinna
— Rannsóknir
Rannsóknarráö Norðurlanda um efnahagsmál (Nordisk
ökonomisk forskningsrád) var stofnsett af Norrænu Ráð-
herranefndinni. Markmiö þess er að stuðla aö norrænni
efnahagssamvinnu. I þessum tilgangi eru m.a. veittir styrkir
til útreikninga og greinargeröa um tengsl á milli Noröur-
landa og greininga fyrir skilyröum frekari efnahagssam-
vinnu þeirra.
Nú einbeitir ráöiö sér helst aö verkefnum sem snerta stöö-
ugri efnahag Noröurlanda. Einkum hefur ráöiö áhuga á
rannsóknum á gagnverkandi áhrifum á milli landanna og
samanburöarrannsóknum.
Rannsóknarráöiö býöur áhugasömum rannsakendum aö
sækja um styrki til verkefna á þessu sviöi. Loforö um styrki
gilda fyrir áriö 1984. Fjármagn til úthlutunar er ca 1.200.000
n.kr.
Unnin hefur veriö lýsing þar sem nánar er kveöiö á um
hvernig umsóknir skulu metnar. Rannsóknarráöiö hefur
einnig látiö vinna skýrslu þar sem lögö eru fram nokkur
mikilsverö verkefni einkum hvaö varðar fjárfestingarstefnu
(investeringspolitikk) Norðurlanda. Lýslngu þessa og skýrsl-
una má fá hjá ritara Rannsóknarráösins.
Ritari veitir aörar upplýsingar í síma: 47-2-455159.
Umsóknarfrestur er til 1. október 1983. Umsóknir skal
senda ritara Rannsóknarráðsins:
Sigbjörn Atle Berg
Boks 1095. Blindern
N-Oslo 3.