Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
GJORVOLL KRISTI KIRKJA kveður oss með sér:
OIKOUMENE
— eftir Hermann
Þorsteinsson
Orðið OIKOUMENI er áletrað
segl Alkirkjuskútunnar, sem siglir
lífsins ólgusjó, eins og sjá má á
meðfylgjandi táknmynd hinnar
kristnu kirkju.
Skriftlærðir segja mér að orðið
sé grískt og þýði heimur eða
heimsbyggð. Það er notað í gríska
texta jólaguðspjallsins hjá Lúkasi,
þar sem sagt er frá skrásetningu
allrar heimsbyggðarinnar. Kristn-
ir menn um allan heim vilja eiga
samfélag og þrá að geta saman
tilbeðið hinn eina sanna Guð og
þann sem hann sendi, Jesúm
Krist.
Gríska orðið Oikoumene er tákn
og yfirlýsing kristinna manna um
vilja til að ná saman, verða eitt í
Kristi, þótt þeir viti að þeir verði
aldrei eins í heimi hér.
Kirkjudeildirnar kristnu munu
vera rúmlega 300 talsins í heimin-
um, og eru nú flestar aðilar að
Alkirkjuráðinu, nema Rómversk-
kaþólska kirkjan, sem er lang-
stærst, og telur sig vera Kirkjuna,
hina almennu kirkju, Móðurkirkj-
una, sem aðrar kirkjudeildir hafi
yfirgefið. Rómarkirkjan mun þó
með vaxandi velvilja líta á Al-
kirkjuráðið og á fulltrúa í ýmsum
vinnunefndum þess. Páfinn sendi
heimsþinginu í Vancouver nú
mjög bróðurlegt kveðjuskeyti,
enda mun hann fáum fyrirrennur-
um sínum líkur. Þegar ungir
leikmenn hinnar kristnu kirkju
voru í tæp 100 ár búnir að eiga
margvíslegt, jákvætt alkirkjulegt
(ökumeniskt) samstarf, þá fyrst
gátu kirkjudeildirnar kristnu
stofnað Alkirkjuráðið (World
Council of Churches) á sama
grundvelli og Heimssamband
Kristilegra Félaga Ungra Manna
var byggt á við stofnun þess 1855,
þ.e. Alkirkjuráðið eru samtök
kristinna kirkjudeilda „sem viður-
kenna Jesúm Krist Guð sinn og
frelsara samkvæmt heilagri ritningu
Þetta var viturleg ákvörðun,
sem lofaði góðu. Alkirkjuráðið
hélt sitt fyrsta heimsþing í Amst-
erdam árið 1948 og síðan með
u.þ.b. 7 ára millibili, eins og með-
fylgjandi mynd sýnir. (í minna
letri eru nöfn á fundarstöðum
miðstjórnar og stærri nefnda
ráðsins frá 1948-83.)
Er Alkirkjuráðið var stofnað
1948 höfðu hin alkirkjulegu sam-
tök kristinna verslunarmanna,
Gídeon, lengi verið að verki víða
um lönd og biblíufélög heimsins,
sem þá höfðu sum starfað í nær
150 ár, stofnað sín heimssamtök,
United Bible Societies.
Á þessu er vakin athygli hér til
að gera ljóst að ýmsar alkirkju-
legar (eða samkirkjulegar) hreyf-
ingar innan hinnar kristnu kirkju
voru svo langt á undan sjálfum
kirkjudeildunum að mynda heims-
samtök kristinna manna, til þess
betur að geta hlýðnast boði hins
upprisna Drottins; að fará og
gjöra allar þjóðir að hans læri-
sveinum ...
Kirkjudeildirnar sjálfar, stofn-
anirnar, eru oft seinar að taka við
sér, þannig að þróttmiklar hreyf-
ingar innan kirkjunnar eru oft
löngu búnar að koma í gang
blómlegum starfsgreinum (æsku-
lýðsstarfi, sunnudagaskólum,
sumarbúðum, kristilegum skóla-
samtökum, kristniboðsstarfi í
ekki-kristnum löndum o.fl.) áður
en ‘stofnanirnar’ vakna til dáða.
Þetta þyrfti að breytast. For-
ystumenn hinnar kristnu kirkju,
valdhafarnir, þyrftu að vera ‘sjá-
endur’ — hugsa minna um breiða
borða — og hafa frumkvæði og
framtak í hinu raunverulega köll-
unarstarfi kirkjunnar, þannig að
hún hafi sem ‘breiðastan’ snerti-
flöt við fjöldann á hverjum tíma
og sé þannig það Ijós og salt í
síbreytilegum heimi, sem henni er
ætlað að vera.
Ég tel mig sjá ýmis merki þess
að ‘stofnanirnar’ séu að lifna og
vakna til dáða á síðustu áratugum
og er það fagnaðarefni. Spurning
er hvort þær (stofnanirnar), til-
tölulega nývaknaðar, hafi glýju í
augum og sjái hinn kalda raun-
veruleika nútímans í of óljósri
mynd? Um það ætla ég ekki að
dæma, en bið þá, sem ‘ekki er
sama’ að hugleiða það með mér í
frásögn þeirri af kirkju okkar
kristinna manna, sem hér fer á
eftir.
Ég varð glaður
„Ég varð glaður, er menn sögðu
við mig: Göngum í hús Drottins!"
(Sálm. 122:1). Og ég varð glaður,
er Pétur biskup — í viðurvist
fyrirrennara síns — skýrði mér
frá því fyrir um tveimur árum í
móttöku forseta fslands á Bessa-
stöðum — í tilefni af heimsókn
sendimanna Vatikansins og ísrael
— að ég hefði verið útnefndur
„observer" eða áheyrnarfulltrúi
kirkju minnar á væntanlegu
heimsþingi Alkirkjuráðsins í Van-
couver sumarið 1983.
Þingfulltrúar íslands
Þessi útnefning kom mér á
óvart og ég hugði hana fyrst og
fremst viðurkenningu kirkjunnar
á starfi Hins ísl. Biblíufélags, sem
þá hafði rétt lokið Biblíu-útgáf-
unni nýju. Lítið vissi ég á þessum
tíma um Alkirkjuráðið og þing
þess. Fékk síðar að vita að ísland
mætti senda 2 aðalfulltrúa á þing-
ið og hefðu þeir þegar verið valdir
— báðir vígðir, þótt af heildar-
fjölda aðalfulltrúa heimsþingsins
reyndust 53% vígðir, en hinir
leikmenn (líkt og á Kirkjuþingi
okkar hér heima) og af saman-
lögðum fjölda aðalfulltrúa (vígðra
og óvígðra) reyndust tæp 30%
konur og rúm 13% ‘ungir’ (þ.e. 30
ára og yngri). Þessar upplýsingar
hér vegna óljósra fyrri frásagna
um þetta atriði, en ekki til hnjóðs
okkar ágætu, vígðu aðalfulltrúum
að þessu sinni, heldur til leiðbein-
ingar og aðhalds þeirri nefnd
kirkjunnar sem í framtíðinni
verður trúað fyrir samskiptum
Þjoðkirkjunnar við önnur lönd og
alþjóðastofnanir. íslensku aðal-
fulltrúarnir tveir á þingi Al-
kirkjuráðsins nú áttu auðvitað að
vera vígður maður og leikmaður
og við val þeirra átti að hafa í
huga konu og/eða fulltrúa innan
30 ára aldurs. Á þetta hlýt ég að
benda vegna leikmanna kirkjunn-
ar, en ekki af því að ég telji mig
hafa verið betur kominn með ann-
að atkvæði íslands á þessu þingi,
en að atkvæðagreiðslum þar verð-
ur e.t.v. vikið síðar.
Samverkamenn
íslenska kirkjan hefur lengi
verið mikil prestakirkja, eins og
sú danska, en þetta er að breytast
og lagast á seinni árum, því nú eru
prestar okkar — ekki síst hinir
yngri — með réttu teknir að líta á
leikmenn kirkjunnar sem sam-
verkamenn. Biskupar okkar hafa
sýnt á þessu vaxandi skilning á
síðustu árum og ekki þarf ég að
kvarta sem verkamaður í kirkju
Þinga- og fundarstaðir Alkirkjuráðsins.
minni, nóg hafa verkefnin verið.
En, enn er eitthvað að, það þarf að
laða fjölda hinna ungu, kristnu til
sjálfboðastarfa í og fyrir heima-
söfnuði sína. Þar eiga þeir einnig-
að vera ljós og salt og með prett-
um sinum að koma á ‘hreyfingu’
meðal safnaðarfólksins. Hinir
ungu geta svo einnig átt sitt
jafnaldra-samfélag í leikmanna-
hreyfingunum, en þeir mega ekki
gleyma skyldum sínum við móður
sína, sjálfa kirkjuna, þar sem þeir
hlutu heilaga skirn og þar sem
þeir ganga til altaris, til að játa að
þeir séu og vilji vera Jesú læri-
sveinar, til að styrkjast í samfélag-
inu við hann og til að minnast
hans, sem gaf líf sitt til lausnar og
frelsis okkur fjötruðum og fölln-
um mannanna börnum.
Starf og skipulag
Alkirkjuráðsins
Vegna þekkingarskorts míns
fyrir 2 árum á Alkirkjuráðinu,
viðfangsefnum þess og hinu fyrir-
hugaða heimsþingi, þá leitaði ég
fljótt á um upplýsingar hér heima
og lesefni, meðan aðrir fulltrúar
okkar undirbjuggu sig fyrir þingið
með ferðum víða um lönd, allt til
Pakistan, en sú ferð mun ekki
hafa orðið árangursrik samkvæmt
upplýsingum þess, er þangað fór.
Þriggja manna sendinefnd Al-
kirkjuráðsins kom hingað heim til
að kynna sér ísl. kirkjulíf og var
það einnig liður í undirbúningi
heimsþingsins. Um þá heimsókn
mun hafa verið send skýrsla til
höfuðstöðva Alkirkjuráðsins í
Genf í Sviss, en í þeim stöðvum
starfa að staðaldri um 300 manns
undir stjórn aðalframkvæmda-
stjórans, (dr.) sr. Philip A. Potter
frá Dominicu. Til fróðleiks birtist
Þú, kirkja Guðs í stormi stödd,
ó, stýrðu beint í lífsins höfn,
og hærðstu’ ei manna meinráð köld
né mótbyr þann, er blæs um dröfn.
Drag upp þín segl, og hátt við hún
lát hefjast krossins sigurrún.
(Fr.Fr.)
hér mynd af uppbyggingu og
skipulagi Alkirkjuráðsins, en þar
eru einnig sýnd aðalviðfangsefni
þess. BOSSEY mun vera nafn á
ráðstefnusetri Alkirkjuráðsins.
Á leið til Vancouver
Heimsþingið í Vancouver hafði
verið undirbúið í 7 ár og hér heima
höfðu fulltrúar verið tilnefndir
fyrir 2 árum, en fram á síðustu
stund var allt í óvissu um, hvort
eða hvort ekki fulltrúarnir færu
héðan til þessa þings. Aðrir kunna
betur en ég að útskýra ástæður
þess. En ‘grænt ljós’ kom á elleftu
(eða jafnvel tólftu) stundu, og við
urðum ferðafélagar, ég og frétta-
fulltrúi kirkju okkar.
Daginn áður hafði hann átt tal
við fréttastofu útvarpsins, þar
sem hann skýrði stuttlega frá
fyrirhuguðu heimsþingi Alkirkju-
ráðsins og upplýsti að biskup
okkar og sr. Dalla Þórðardóttir
væru á förum þangað (aðrir voru
ekki nefndir). Fréttamanninum
(Katrínu Pálsdóttur) varð þá að
spyrja: „Sitja prestar aðeins á
þessu þingi eða eru Frétta-
fulltrúinn okkar hló við og svar-
aði: „Nei, því kirkjan er ekki síður
leikmenn og allir skírðir
menn ... “ Ekki tókst fréttamanni
útvarpsins að fá nánari upplýs-
ingar hjá fréttafulltrúa kirkjunn-
ar um aðra sendimenn ísl. kirkj-
unnar en hina tvo vígðu (við vor-
um 5+1=6). Þetta fannst sumum
skrýtin fréttamennska og daginn
eftir — í flugvélinni — hafði ég
lúmskt gaman af að láta ferðafé-
laga minn heyra þetta viðtal af
segulbandi. Hann hló aftur við ...
sagði lítið, en hugsaði kannski
sitt, blessaður. Ég nefni þetta hér
sem dæmi um hinar guðfræðilegu
gloppur, sem einatt eiga sér stað í
fréttamennsku kirkjunnar. Þess
vegna m.a. þurfa góðir fréttamenn
fjölmiðla sjálfir að sjá og heyra
það sem er að gerast í kirkjunni
okkar og skýra milliliðalaust frá.
Það væri öllum fyrir bestu, því
prestar einir eiga ekki kirkjuna
frekar en lögfræðingar lögin. Og
nú mun þurfa að minna aftur á
orðin í Orðskv. 27:6.
Það er löng leið frá Rvík til
Vancouver og tímamismunur 7
klst. í New York urðum við að
gista eina nótt og þess get ég hér
til að geta nefnt frábæra landa
okkar á Long Island, Önnu Guð-
mundsdóttur, sem við gistum hjá,
og þau Systu Torberg og óla Jóns,
sem greiddu götu okkar á báðum
leiðum með frábærum hætti.
Flugleiðir vita allt um þetta
ágæta fólk, sem er ávallt reiðubú-
ið að greiða götu og veita nætur-
gistingu — fyrir hóflegt verð —
löndum sem eru á ferð þar westra.
Ef þau lesa þessar línur, þá fylgja
með hlýjar kveðjur og þakkir.
Dimmt var orðið er vélin okkar
mjúklenti á flugvellinum við
Vancouver — eftir að hafa áður
millilent f Calgary, Alberta, þar
sem vegabréfaeftirlit var og
tollskoðun. (Sama á bakaleið, lík-
lega til að létta afgreiðsluálagið á
Kennedyflugvellinum í NY). I vél-
inni með okkur var fjöldi fulltrúa
heimsþingsins hvaðanæva úr
heiminum. Á flugvellinum tóku á
móti okkur velmerktir starfsmenn
Vancouver-þingsins, sem fluttu
okkur til University of British
Colombia, þ.e. til þessa háskóla-
hverfis, sem að flatarmáli er varla
minna en gamli Vesturbærinn í
Rvík, innan Hringbrautar og
Garðastrætis. I höfuðstöðvum
kirkjuþingsins þarna f háskóla-
bænum var tekið á móti fulltrúum
og þeir sendir sem skjótast áfram
á gististaði, enda flestir orðnir
framlágir eftir löng ferðalög og
mikinn tímamismun (kl. um 3 að
nóttu í Rvík). Er öllum hafði verið
úthlutað svefnstað, einnig ferða-
félaga mínum, þá sat ég einn eftir.
Nafn mitt var hvergi að finna? Ég
leit í kringum mig í biðsal eftir
hvíldarstað, en þar var aðeins
pinnastóla að sjá. Ekki var mér
órótt, því ég hafði lært hjá skátum
á sínum tíma að ‘vera viðbúinn’ —
öllu. Eitthvað hafði farið úrskeiðis
hjá ‘stofunni’ heima, sem undir-
búa átti þessa ferð. En með ró-
semd og þolinmæði leystist þetta
mál að lokum og ég fékk svefnstað
— en bara fyrir eina nótt var
strengilega tekið fram. „í bili er ég
nú bara að hugsa um þessa nótt,"
sagði ég víst þreytulega við
‘skömmtunarstjórann’.
Og svefninn var sætur, en næstu
daga bjóst ég við útburði hvenær
sem var, en það gleymdist víst í
öllum önnunum — eða frekar,
fyrir góða handleiðslu.
Tjaldbúð Guðs
í Vancouver
Með fyrri grein minni birtist
mynd af hinu táknræna tjaldi og
undir henni orðin í Op. Jóh.
21:3—4.: „Sjá tjaldbúð Guðs er
meðal mannanna og hann mun
búa hjá þeim og þeir munu verða
fólk hans og Guð sjálfur mun vera
hjá þeim, Guð þeirra ... “
1 18 daga fékk ég að upplifa
þetta undur, sem ég mun aldrei
gleyma og ævinlega verða þakk-
látur fyrir, bæði Guði og þeim
mönnum, sem urðu þess valdandi
að ég átti þess kost að dveljast í
þessari tjaldbúð með hinum fjöl-
skrúðuga og lofsyngjandi söfnuði
Guðs á jörðu. Að fá tækifæri til að
Lítið barn var fært í fang Philip Potters, sem tákn lífsins, við upphafsguðsþjónustu sjötta heimþsings WCC í tjaldinu
góða sunnudaginn 24. júlí sl. Það var áhrifamikið tákn og minnti okkur íslenska á kristnitökuna á Alþingi við Öxará
er kristnir menn helguðu sína bestu syni hvíta Kristi með sérstökum hætti.