Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 02.09.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 37 Að rótum tungunnar Hugleiðingar vegna skrifa Ævars R. Kvarans um réttan íslenzkan framburð — eftir Skúla Magnússon í Lesbók Morgunblaðsins, 19da tölublaði, mátti lesa grein ritaða af Ævari R. Kvaran, er hann nefndi „Heimspekideild hafnar undirstöðunni". Grein Ævars vakti mig mjög til umhugsunar um þessi efni. Af ýmsum persónu- legum ástæðum hefur tafizt að ganga frá hugleiðingum mínum unz nú. Ævar hefur árum — ef ekki áratugum — saman rætt og ritað um þetta hugðarefni sitt — fram- burð íslenzkrar tungu; en að því séð verður fyrir daufum eyrum landsmanna. Hann hefir verið óþreytandi að tala í útvarp og skrifa í blöð. En — einsog hann sjálfur víkur að — hafa menn lát- ið sér aðvaranir hans sem vind um eyru þjóta. Æðsta stofnun landsins í mál- efnum tungunnar er Heimspeki- deild Háskóla íslands. Hún skal vera í fylkingarbrjósti hvað öll þau málefni varðar er tunguna snertir. Prófessorar deildarinnar skulu fylgjast með öllu því er fram kemur og ekkert láta sér óviðkom- andi. Stórt orð Hákot. Kennarar deildarinnar (hefi ég þá auðvitað í huga þann hluta deildarinnar er snýr að íslenzkukennslu og -rann- sóknum) una vel í sínum fíla- beinsturni. Einkum er þeim hug- leikið að þegja flest það í hel er frá utandeildar mönnum er komið, að ekki sé talað um prófleysingja frá deildinni. „Hrynjandi ísl. tungu" Sig. Kristófers Péturssonar var þöguð í hel (aumingja maðurinn hafði ekki einusinni gagnfræða- próf), þeir hafa rembzt sem rjúp- an við staur að þegja Einar Páls- son í hel (en án árangurs) og hví skyldi Ævar ekki einnig bezt kom- inn gleymdur og grafinn? Þó er erindi Ævars sára-einfalt og þess eðlis að naumast verður um deilt. En — hann hefir ekki próf frá deildinni. Málið kemur samt við kaunin. Öllu því er fram- burð varðar hefir deildin til skamms tíma sneitt hjá. Hvað má valda? Framburður varð snemma hornreka — enda kennaraliðið fámennt og ekki öllu hægt að gera skil. Verulegur framburðarmunur eftir heröðum óþekktur og vanda- málin því ekki brýn úrlausnar. En hvaða framburð skal kenna útlendingum? Leikurum? Söngv- urum? Skal kylfa ráða kasti? Eitthvað bögglast þetta allt sam- an fyrir brjósti „norrænumanna", því fyrir nokkrum áratugum ritaði Halldór Halldórsson, prófessor, beinlínis gegn „samræmdum“ framburði. Af þeirri grein hans varð heldur ekki séð að hann gerði sér nokkra grein fyrir því hvað í hugtakinu „framburður" felst. Og leshraði skyldi slíkur að stjarn- fræðilegur virtist — þá þyrfti ekk- ert að óttast. En í gær eða fyrradag talaði Árni Böðvarsson um það hversu sárlega okkur einmitt nú vantar skynsamlega framburðarstefnu. íslenzkufræðingar hafa unn- vörpum lýst því yfir að þeir séu ekki „sérfræðingar" í framburði og sneiði því fremur hjá því að gera slikum málum skil. Má t.a.m. nefna til Helga Halldórsson — sem lengst og bezt annaðist þátt- inn Daglegt mál, eða Gísla Jóns- son — þann er nú sér um íslenzku- þátt Morgunblaðsins. Hver er orsökin? Hver önnur en sú að Háskólinn vanrækir skyldur sínar? Þegar Jónas Hallgrímsson og aðrir Fjölnismenn hófu endur- reisn tungunnar drógu þeir vatn einkum úr tveim uppsprettulind- um: íslenzkum fornbókmenntum og mæltu máli af vörum alþýðu- nnar. Þótt orðum og orðatiltækj- um sé kappsamlega safnað, virðist sú árátta fremur stjórnast af eins- konar söfnunar-ástríðu en fegurð- ar- eða stílsjónarmiðum. Sú hugs- un virðist ekki enn kviknuð að rætur tungunnar vökvist af þeim safa er rennur fram af töluðu máli. Þótt finna megi mál skrifuð og lesin fremur en töluð (latína, sanskrít og forn-kínverska), þá heyrir slíkt til algjörra undan- tekninga. Eða vill Heimspeki- deildin máski að við ritum að vísu hina fornu tungu feðranna, en töl- umst síðan við á ensku, merkja- máli, stofnana-íslenzku, reykvísku eða hrognamáli? Hingað til hefir allt bent í þá veru að einmitt eitthvað slíkt sé ætlan deildarinn- ar. Eða skal geyma íslenzkuna uppí Árbæ eða í Sædýrasafninu (þar er nú vonandi laust húsnæði). Eg gef mér því þá forsendu að íslenzkan skuli framvegis sem hingaðtil vera hið mælta mál af vörum fólksins. Ef svo er, verður þá lengur spyrnt við fótum? Hví er þá ekki kenndur framburður í Kennaraháskóla íslands (hvað ætti fremur að kenna?), að ekki sé minnzt á höfuðbýlið „norrænu- deildina"? Það er regla og liggur í eðli máls að einföldustu efnisatriði og um leið þau þýðingarmestu hvers viðfangsefnis liggja gjarnan í lág- inni. Við tökum sízt eftir því sem máli skiptir. Snilligáfa felst ósjaldan í því að uppgötva það sem var of nálægt. Einsog þegar Newton sá eplið falla. Því er sögð lítil dæmisaga af litlum fiski er spurði stóra bróður sinn: Hvar er þessi sjór sem allir eru að tala um? Þvi er nú spurt: Hvar er íslenzkur framburður? Framburður er ekki einungis — og alls ekki fyrst og fremst — ein- stök málhljóð, sem við táknum (þó ekki til fulinustu) með sérstökum bókstöfum. Framburður er ekki síður áherzlur. „Ásólfsstaðir" breytast með röngum áherzlum í „á só(fs)stöðum“ eða „á (s) úlfs- stöðum". Jafnvel Áslauksstöðum og svo frv. Oft skilur maður ekki algeng orð í munni útlendings. Al- gengasta orsökin eru rangar áherzlur (og „ítónun"). í sumum málum skilur áherzla milli merk- inga orða. Á rússnesku er „’rab- ota“ eitt „ra’bota" allt annað. Hinn þjóðkunni ferðagarpur Gunnlaugur Þórðarson leitaði lengi dags (eða nætur) að hóteli sínu í Nýju-Delhi forgefins. Ástæða fyrir öllum flækingnum var röng áherzla á orðinu „Him- alaya" (endaþótt öll málhljóðin væru rétt). Fáir gera sér grein fyrir áherzl- um. Enn færri fyrir öðru en samt skyldu fyrirbæri sem „intonation" nefnist á ensku. Þegar talað er er hvert orð og hvert atkvæði sagt í einhverri ákveðinni tónhæð. Þetta er að nokkru leyti einstaklings- bundið — meira að segja háð sál- arástandi þess sem talar hverju sinni. En sérhvert tungumál í heiminum setur ákveðinn ramma sem ekki má fara útfyrir í þessu efni. Hver er þessi rammi í ís- lenzku? Getur Heimspekideildin svarað því? Svo nýtt er þetta fyrir prófessorum norrænunnar að ís- lenzkt hugtak yfir fyrirbærið er nýyrði áður-nefnds Halldórs Hall- dórssonar: „ítónun“ — hvernig talandinn tónar í orðin. Fleira kemur til, en nú skal gera langt mál stutt. Skúli Magnússon „Eg gef mér þá forsendu aö íslenzkan skuli fram- vegis sem hingaötil vera hiö mælta mál af vörum fólksins. Ef svo er, verður þá lengur spyrnt viö fót- um? Hví er þá ekki kenndur framburður í Kennaraháskóla íslands (hvar ætti fremur aö kenna?), að ekki sé minnzt á höfuðbýlið „norrænudeildina“?“ Ævar R. Kvaran ræðir viss — einföld en afar-mikilvæg — atriði er varðar réttan íslenzkan fram- burð. Þau eru þessi: ÆRK telur að nauðsynlegt sé að lesa íslenzkuna upphátt og einsog hún er töluð af fólkinu í landinu (eða var töluð áðren spilltist). En svo undarlega vill til hér á landi að menn tala á einn hátt, en lesa á allt annan (einsog um latínu væri að ræða). Það sem er skaðlegast við þennan lestrarmáta er það að upplesarinn hefir alrangar áherzl- ur. Hvernig getur staðið áþessu? Það stafar af því að öllum Islend- ingum er og hefir verið kennt að lesa á alrangan hátt, sem síðan leiðir af sér aragrúa af röngum áherzlum (og ítónun). Allt tengist það því að lestrarkennsla í barna- skóla er ruglað saman við veð- hlaup einsog þekkjast hjá engil- saxneskum. Upplesin íslenzka hljómar ekki líkt neinu máli sem nokkru sinni hefir verið talað hér á landi — (eftir á að hyggja) það væri þá helst í stólnum hjá tann- lækninum með túlann fullan af tólum. Ég þreytist ekki að hlusta á ræðumann þótt hann þurfi að tala svo klukkutímum skipti, en ég er í byrjun voru þeir sakaðir um ofbeldisverk, en ÁI telur að þær ásakanir hafi ekki við nein rök að styðjast. Nefnd á vegum AI fór til Perú 1982 og heimsótti m.a. þá þrjá þar sem þeir voru í Cuzco Q’enccoro-fangelsinu í Perú, (en núna eru þeir í Lurigancho-fang- elsinu í Lima). Ásökunum var breytt nú í ár þannig að nú eru þeir sagðir hafa „æst til almenns ófriðar" í verkfallinu. AI telur að þeir hafi verið handteknir vegna þess hve þeir standa framarlega í sveitarmálum og samtökum smá- bænda, og vegna þess að þeir voru með þeim fyrstu af Quecha- smábændum sem voru kosnir í sveitarstjórn Acomayo. Einn þeirra, Florencio, skrifaði AI bréf og lýsir ásökunum á hendur þeim sem hefndaraðgerðum af hálfu hinna hefðbundnu yfirstétta í Ac- omayo. Hann segir: „Yfirstéttin í Acomayo á erfitt með að viður- kenna þá staðreynd að smábóndi sem yrkir fjórðung hektara af vatnslausu landi og hefur tvær kýr á beit geti orðið ráðgjafi í sveitarstjórn. Fólkið vill ekki við- urkenna það sem það sér. Það þol- ir ekki að indiánar séu kosnir fremur en það sjálft. Þetta er eina raunverulega ástæðan fyrir hand- töku okkar. Við höfum verið fang- elsaðir fyrir þann „glæp“ að trúa á jafnrétti allra manna.“ Allir fangarnir þrír þjást af öndunarerfiðleikum, og Florencio Torobeo er að auki sagður mjög veikur vegna magasárs og nýrna- veiki sem ágerist við hið lélega fæði i fangelsinu. — Lagabreyt- ingar, sem nýlega voru gerðar, gera kleift að taka ræktunarland eignarnámi, ef ekki er staðið i skilum með greiðslur. Þetta þýðir að Julian Choque á það á hættu að missa sína jörð, þar sem hann sá ekki ástæðu til þess að reyna að greiða lán sem hann fékk stuttu áður en hann var handtekinn og átti að fjármagna vinnu hans árið 1982. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að þessir þrír indíánar, Julian Choque Choquemamani, Florencio Torobeo Mendoza og Roberto Ayma Qiuspe, verði látnir lausir. Skrifið til: President Fernando Belaúnde Terry Palacio Presidencial Lima. PERU. Seble Desta og tólf aðrar konur — Kþíópia Um er að ræða 13 konur, úr fjöl- skyldu Haile Selassies fyrrverandi keisara og tveimur öðrum fjöl- skyldum. Þær hafa verið í haldi síðan í byltingunni 1974, án þess að mál þeirra hafi verið tekið yrir. f byrjun voru þær í stofufangelsi, en síðan í júlí 1975 hafa þær verið í haldi í Alme Bekagne-fangelsinu í Addis Ababa. Sebla Desta, sem er 51 árs og dótturdóttir Haile Selassies fyrrv. keisara, sem dó í varðhaldi 1975, er haldið í litlu herbergi í fangels- inu, ásamt móður sinni, Tenagn- eworq Haile Selassie 69 ára, og þremur systrum sínum, Aida, Hir- ut og Sophia Desta, og fjórum frændsystrum. í aðliggjandi her- bergi eru fleiri konur, fjórar sem voru hnepptar i varðhald 1974 og aðrar síðar. Engin umræddra 13 kvenna hef- ur verið dæmd fyrir afbrot. Árið 1975 gáfu eþíópísk stjórnvöld þá skýringu á varðhaldi þeirra að þær væru „í gæsluvarðhaldi til þess að vernda þær fyrir gremju fólksins". Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna varðhaldinu er haldið áfram. Nokkrum öðrum háttsettum kon- um og embættismönnum úr fyrr- verandi keisarastjórn hefur nú verið sleppt úr haldi, en þau voru handtekin 1974. Engin kvennanna þrettán hafði neitt embætti í keisarastjórninni, en talið er að þær hafi verið fang- elsaðar vegna tengsla sinna við þá stjórn, sérstaklega sjálfan keisar- ann. Sagt er að aðstæður þeirra í fangelsinu hafi farið batnandi hin síðari ár. Fjölskylda þeirra fær þó ekki að heimsækja þær nema 2—3svar á ári. Þær sofa á dýnum á gólfinu, en hafa ekki rúm. Þær geta fengið læknisfræðilega hjálp, og eru fluttar í sjúkrahús ef með þarf. Sebla Desta stundaði nám í Oxford, Englandi, og var hún áður varaforseti Kvenréttindasamtaka Eþíópíu. Eiginmaður hennar, Kassa Wolde Mariam, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, var einnig handtekinn 1974, og er hann einn af þeim sem „hurfu" í varðhaldi 1979, og hefur ekkert til hans spurst síðan. Börn þeirra eru fimm og eru þau öll flóttamenn. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf og biðjið um að Sebla Desta og hinar konurnar tólf verði látnar lausar. Skrifið til: His Excellency Mengistu Haile Mariam Head of State of the Provisional Military Government of Socialist Ethiopia PO Box 1013 Addis Ababa Ethiopia. uppgefinn ef ég neyðist tilað hlýða barnaskólakennara (t.a.m.) stauta af blaði þó ekki sé nema í fimm mínútur. Það þyrfti því að hefjast handa um að kenna lestrarkennurunum sjálfum að lesa nákvæmlega eins og þeir tala (eða ættu að tala). ÆRK hefir bent á aðalgallana á þessu lestrarlagi og einnig hvernig megi ráða þar bót á. Með því að bera saman mælt mál annarsveg- ar og upplesið hinsvegar hefir hann fundið tvær reglur, sem eru undantekningarlausar: I: H-reglan Þegar orð sem byrjar á „h“ er áherzlulaust í setningu, þá fellur „h“-ið niður í framburði. Eigi hinsvegar að hafa áherzlu, verður að bera „h“-ið fram. Dæmi: Ég hitti hana. Segja skal og lesa „jeg-hittana“ en alls-ekki ,jeg hitti hana“ (hvaða hana?). II: Þ-reglan Þegar orð sem byrjar á „þ“ er áherzlulaust í setningu, þá er „þ“- ið borið fram mjúkt — þe. sem „ð“. Eigi orðið hinsvegar að hafa áherzlu, er „þ“-ið borið hart fram! þ.e. sem „þ“. Dæmi: Far þú. Segja skal og lesa „farðu". Sé sagt: „Far þú“ (eða kannski „farð þú“) er áherzla á ÞÚ af einhverjum sál- rænum ástæðum. Verið að skamma eða reka út með þunga. Rangar áherzlur í lestri (þegar lesið er upphátt) stafa fyrst og fremst af því að fólki hefur verið kennt að bera h-in alltaf fram (í hvaða stöðu sem vera skal) og sömuleiðis bera þ-in ævinlega fram sem hörð hljóð. Þetta leiðir til þess að í lestri venjulegs ís- lendings hafa öll orð sem byrja á „h“ eða „þ“ áherzlur. Allar áherzl- ur brenglast. Öll hrynjandi máls- ins er farin veg allrar veraldar. Þetta mál ofhlaðið áherzlum hefir aldrei verið talað nokkursstaðar nokkurntímann. En þessu væri hægt að kippa í liðinn. En það verður aðeins gert með því að mennta nýja kynslóð barnakennara. Það útheimtir nýja stefnu kennsluyfirvalda og Kenn- araháskóla íslands. Ég hygg að þessum tveimur reglum ÆRK verði með engum rökum mælt í gegn. Væri þeirra gætt, yrði mikill vandi leystur. Hvernig væri að einstaklingur (burtséð frá prófgráðu) sem kann framburð eins og t.d. Ævar yrði ráðinn til að kenna kennarahá- skólanemum réttan framburð? Það skiptir ekki sköpum hvort kennsluyfirvöld fást til þess að nefna hlutina réttum nöfnum — þe. kalla framburð framburð — eða vilja fela skipbrotið með þvi að flokka þetta undir heitið „framsögn". Rannsóknum Ævars þyrfti að halda fram. Mig grunar að þriðja reglan sé í sjónmáli. Fjalli hún um brottfall sérhljóðs sem lendi sam- an við annað sérhljóð (hugsanlega breitt). Dæmi: Hann er inni í gangi. Segja skal: „Hann er inní gangi.“ Að minnsta kosti yrði „i“- ið að verða afar-stutt eða snöggt: „Hann er inn(i) í gangi.“ Benda mætti á þá staðreynd að reglur Ævars eru beinlínis að verki í málsögunni. Brottfall á h-i er mjög algeng hljóðbreyting í ís- lenzku einmitt vegna þess áherzluleysis sem það hefir í mál- inu. „Líkami" hét þannig tam. áðurfyrr „líkhamur" eða “lík- hami“, myndað af „líkur-líkt“ og „hamur“ sem merkir gervi. Þ- regla Ævars mun að ég bezt veit vera að verki í breytingum sem urðu á þátíðarendingum veikra sagna í íslenzku (-ði, -aði, -tu) sennilega (ef eg man rétt) á frum-germönskum tíma. Hyggjum að lokum að heilræði listaskáldsins góða — Jónasar Hallgrímssonar: Fegurðarinnar skal leitað í hverjum hlut. En af öllu því marga fagra sem finnst umhverfis okkur, er tungan — málfarið — fegurst og nákomnust. Hún er ekki aðeins við höndina. Hún er enn nær. Hún býr undir tungurótum okkar allra. Skúli Magnússon er Yoga-kennari og nuddari ad atvinnu. Hann nam kínverska heimspeki við Peking- háskóla og Yoga og tengdar grein- ar í Pondicherry á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.