Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
Jónas Sólmunds-
son húsgagnasmíða-
meistari — Minning
Fæddur 20. ágúst 1905
Dáinn 23. ágúst 1983
I dag verður Jónas Sólmundsson
jarðsunginn frá Dómkirkjunni.
Hann var fæddur 20. ágúst 1905 í
Reykjavík. Foreldrar voru Sól-
mundur Kristjánsson og Guðrún
Teitsdóttir. Undirritaður kynntist
Jónasi árið 1968 er hann réði mig
til náms í húsgagnasmíði og tók-
ust þá með okkur kynni sem
gleymast ei.
Jónas var mikill persónuleiki og
án efa með betri húsgagnasmiðum
sem við höfum átt. Hann var vel
menntaður í sínu fagi, tók
sveinspróf árið 1926 og fór síðan
fljótlega til Þýskalands til fram-
haldsnáms í húsgagnasmíði og
innanhússarkitektúr. Er heim
kom, árið 1930, stofnaði Jónas,
ásamt tveimur öðrum, fljótlega
húsgagnafyrirtækið „Reynir", en
það brann árið 1937. Upp úr því
stofnaði hann Smíðastofu Jónasar
Sólmundssonar og var það fyrir-
tæki mjög virt hér í borg. Jónas
smíðaði bæði húsgögn og innrétt-
ingar í margar stofnanir á þeim
tíma. Má þar helst nefna Hótel
Sögu, fundarsal borgarinnar, Iðn-
aðarbankann, Hótel Holt, Út-
vegsbankann o.fl. sem of langt má
yrði að nefna.
Utan síns daglega starfs var
Jónas mikill áhugamaður um
myndlist. Hann lærði snemma
listmálun og málaði margar góðar
myndir á sínum yngri árum.
Þessar fátæklegu línur eru til að
minnast þeirra fáu, en góðu
stunda, sem ég átti með honum
síðustu árin.
Eftirlifandi konu sinni kvæntist
hann 9. september árið 1933, og
eignuðust þau fjögur börn. Inni-
legar samúðarkveðjur sendi ég
konu hans og börnum frá mér og
fjölskyldu minni.
Eyjólfur Eðvaldsson
Fallinn er í valinn þjóðhagi og
einn af frumherjum í íslenskri
húsgagnasmíði.
Jónasi Sólmundssyni var hag-
leikur í blóð borinn. Faðir hans,
Sólmundur, þótti góður smiður og
afinn var Kristján Teitsson,
rokkadraujari, en svo voru smiðir
gjarna nefndir á öldinni sem leið
og í upphafi þessarar. Kristján
var bróðir Magnúsar Teitssonar,
sem frægur var fyrir kerknisvísur
sínar. Fannst mér Jónasi líka sú
frændsemi allvel.
Strax í æsku kom hagleikur
Jonasar og áhugi fyrir smíðum í
ljós. Afi hans hafði smíðaverk-
stæði sitt í kjallaranum heima.
Hann var meðhjálpari í Fríkirkj-
unni. Þegar hann var farinn að
sinna störfum sínum þar á sunnu-
dögum mun amma Jónasar hafa
laumað til hans lyklunum að verk-
stæðinu. Undi hann því hag sínum
vel á messutímanum. Jónas hlakk-
aði mikið til sunnudaganna og
hafði frá bernskudögum góðan
skilning á orðtakinu „sunnudagur
til sælu“.
Þegar afi Jónasar féll frá
skyndilega lágu fyrir margar
pantanir á rokkum. Hóf Jónas þá
smíðar með föður sínum af fullum
krafti, 15 ára gamall.
17 ára ræðst hann í nám til Jóns
Halldórssonar & Co., sem var vel
þekkt smíðaverkstæði. Kunni
hann margar skemmtilegar sögur
frá þeim árum. Hann lauk prófi
frá Iðnskólanum 1925 og ári síðar
sveinsprófi með forláta smíðisgrip
— skattholi — sem síðan hefir
prýtt hans heimili. Húsasmíði og
húsgagnasmíði lærðu nemar jöfn-
um höndum á þessum árum og
kölluðust snikkarar.
Nokkru eftir sveinsprófið réðst
hann í framhaldsnám i Þýska-
landi, ásamt Garðari Hall, og voru
þeir fyrstir Islendinga til skóla-
náms þar í innanhússarkitektúr
og húsgagnasmíði.
Námið bauð uppá mikla og góða
kennslu í teikningu og á þeim ár-
um stóð hugur Jónasar mjög til
listmálunar. Mun brauðstritið
hafa ráðið mestu um að smíðar
urðu ævistarfið. Listmálun var
ekki talin líkleg til framfærslu á
þeim árum.
Eftir heimkonuna stofnar hann
smíðastofuna „Reynir" ásamt
tveim öðrum. Framleiddu þeir
m.a. að þýskri fyrirmynd fúnkis-
húsgögn, sem urðu býsna vinsæl á
timabili. Þrátt fyrir eymd kreppu-
áranna stóðu þeir félagar af sér
alla erfiðleika uns þar kom að
verkstæði þeirra brann 1937.
Þegar hér er komið sögu verða
þáttaskil og setur Jónas nú á stofn
eigin smíðastofu, sem strax í upp-
hafi naut mikils álits.
Skal nú stiklað á ýmsu minn-
isstæðu, sem í hugann kemur.
1939 hlaut Jónas önnur verðlaun
í samkeppni, sem Búnaðarbankinn
efndi til um heppileg húsgögn
fyrir íslensk sveitaheimili. (Mikill
vinur Jónasar, Skarphéðinn Jó-
hannsson, arkitekt hlaut 1. verð-
laun.)
Kynni mín af Jónasi hófust
fyrir 45 árum, þegar ég hóf störf í
Vélsm. Héðni hf. Jónas átti góða
og göfuga vini meðal forsvars-
manna fyrirtækisins. Kunnu þeir
vel að meta hagleik hans, sam-
viskusemi og dómgreind.
Ytri aðstæður urðu til þess, að
Jónas hætti húsgagnasmíði og
sneri sér eingöngu að innrétting-
um.
Þegar Héðinn hf. hóf sínar
miklu byggingar við Seljaveg var
Jónas sjálfkjörinn til að taka að
sér innréttingar á skrifstofuhús-
næðinu og til margskonar ráðlegg-
inga. Býður mér í grun að flest
það, sem hann smíðaði þá, hafi
staðist tímans tönn í meira en 40
ár og beri handbragði hans fagurt
vitni enn í dag.
Eftir að Jónas byggði yfir sína
smíðastofu að Sólv.g. 48 er mér
minnisstætt frá heimsóknum
þangað, hve síminn þagnaði sjald-
an. Það var ótrúlegur fjöldi, sem
þurfti að ráðfæra sig við Jónas og
fá álit hans á ótal hlutum. Þarna
voru ýmist leikmenn, arkitektar,
verkfræðingar eða smiðir. Hann
virtist stöðugt hafa svör til reiðu.
Alls staðar var hann heima. Sjálf-
sagt að ræða málin. Ekkert að
þakka. Ég var sannfærður um að
hann ætti óstaðfest Islandsmet í
ókeypis ráðleggingum símleiðis.
Einnig er mér minnisstætt að
það orð lá á verkstæði hans, að
arkitektar fögnuðu því, ef þeir
fréttu að smíðastofa Jónasar ætti
að annast smíði eftir teikningum
þeirra. Það fylgdi því öryggistil-
finning að vita verkefnið í hans
hagleikshöndum.
Annars hafði smíðastofa Jónas-
ar þá sérstöðu, að oftar en ekki
leituðu menn til hans með verk-
efni og seldu honum sjálfdæmi
um, hversu leysa skyldi.
Jónas var maður dagfarsprúður
og broshýr. Hinsvegar átti hann
geysimikla skapsmuni í pokahorn-
inu. Þergar hann taldi ekki rétt að
verki staðið, að maður tali nú ekki
um fúsk, eða fyndist honum sér
misboðið, þá stóð af honum gustur
geðs. Voru þá á stundum svipti-
vindar í návist hans og vissara að
leita í var.
Jónas haföi mikinn áhuga á
uppfræðslu um listir og listiðnað.
Táknrænt dæmi um það er, að
þegar Lúðvík Guðmundsson stofn-
aði Handíðaskólann í stríðsbyrjun
gerðist Jónas meðeigandi hans að
þessari sjálfseignarstofnun og hóf
þar kennslu í smíði og teikningu.
Eins og áður getur hafði Jónas
mikinn áhuga fyrir listmálun og
fékkst talsvert við að mála myndir
í tómstundum eftir heimkomuna
frá Þýskalandi. Myndverk hans
vöktu talsverða athygli og naut
hann vináttu og virðingar margra
okkar þekktustu myndlistar-
manna.
I þessu sambandi er rétt að rifja
upp, að þegar iðnaðarmannafélög-
in hafa haldið upp á stórafmæli
með listsýningum, hafi málverk
hans ávallt vakið sérstaka athygli
gagnrýnenda, sem töldu verkin
hafa komið mjög á óvart; hve
kunnáttusamlega þau voru unnin.
Það nálgaðist ævintýri að fara
með Jónasi á málverkasýningar.
Hann var fámáll og fór sér hægt.
Þó gat hann ekki á sér setið að
vekja athygli á því, sem honum
fannst vel gert. Hinsvegar þoldi
hann illa óvandvirkni og hristi
höfuðið, þegar honum þótti fúsk-
að. Að sýningaferð lokinni voru
margar fróðlegar upplýsingar
veittar um listmálun og listaverk.
Jónas var fádæma glöggur í mati
sínu á listaverkum og oft kallaður
til aðstoðar við kaup á þeim. Hann
sótti uppboð á listaverkum af
miklum áhuga frá upphafi þeirra.
Jónas hafði mikið yndi af lax-
veiði og var býsna nettur með
fluguna. Hann keypti Auðsholts-
hjáleigu í Ölfusi ásamt tveim vin-
um sínum. Átti sú jörð land að
Ölfusá. Síðar, eftir að þeir seldu
býlið, átti hann sumarbústað við
ána. Undi hann hag sínum vel þar
eystra með fjölskyldu sinni. Oft
stóð hann í orustum við hið mikla
fljót í vorleysingum. Lagði hann
hart að sér við byggingu varnar-
garðs og hélt hlut sínum allvel,
þótt fast væri að honum sótt.
Hann var einn af félögum, sem
keypti jörðina Kaldbaksvík á
Ströndum norður. í mörg ár fór
hann þangað nokkrar ferðir á ári.
Var engu líkara en eyðibyggðin,
kyrrðin og dulúð fjallanna hefði
segulmögnuð áhrif á hann. Þang-
að sótti hugur hans jafnan á vorin
og margar unaðsstundir átti hann
þar nyrðra, ekki síst við að ganga
á reka. Var þá oft tekinn með
heim einhver drumbur, sem gam-
an væri að smíða úr kjörgripi síð-
ar.
Ég hef aldrei kynnst manni,
sem hafði jafn ríka tilfinningu
fyrir viði og spýtum. Hann virtist
stundum hugfanginn af spýtum. Á
þriðju hæð í stórhýsi hans við Sól-
vallagötu er ca. 100 ferm. pláss,
þar sem hann geymdi sitthvað,
sem honum var hugleikið. Þar var
m.a. allskonar viður, trjábolir og
spýtur, sem alls ekki mátti farga.
Það var táknrænt fyrir hann að
fórna dýrmætu húsnæði, til að
eiga vísan griðastað fyrir eftirlæt-
is spýtur, sem gaman var að
skoða, handfjatla, sýna og ræða
um, þegar vel lá á honum.
Þetta geymslupláss var honum
einskonar helgidómur.sem ég held
að enginn hafi haft lykil að nema
hann.
Jónas hafði mikinn metnað fyr-
ir hönd íslenskra iðngreina. Hann
sat árum saman í stjórn Iðn-
aðarm.félagsins og var í bygginga-
nefnd Iðnskólans frá upphafi.
Heiðursfélagi Iðnaðarm. félagsins
1977.
Jónas kvæntist Elínu Guð-
mundsdóttur 30. september 1933.
Var því skammt í hálfrar aldar
giftingarafmælið. Börn þeirra eru
fjögur: Guðmundur, arkitekt,
Kristján, skrifst.m., Sigríður,
skrifst.st., og Sólrún, gift ólafi V.
Sigurbergssyni, lögg. endurskoð-
anda.
Vinir þeirra hjóna vita best að
Elín hefur alltaf verið hans góði
verndarengill í blíðu og stríðu.
Enda kunni Jónas vel að meta
hennar hlýja viðmót, umburðar-
lyndi og hjartagæsku.
Heimili þeirra hjóna við Hring-
braut er ekki stórt í fermetrum, ef
miðað er við það, sem víða gerist.
En það er einkar hlýlegt og list-
rænt og prýtt fegurstu listaverk-
um flestra öndvegismálara þjóð-
arinnar, smíðisgripum Jónasar og
málverkum hans, sem bera langt
af því, sem hossað er sem lista-
verkum nú um stundir.
Sl. 3 ár hafa kvalafull veikindi
hrjáð Jónas, auk þess sem sjón
hans skertist mjög. Allt sitt veik-
indastríð háði hann af mikilli
karlmennsku og kveiknaði sér
ekki, á hverju sem gekk. Hann
fagnaði heimsækjendum brosandi
og hafði uppi gamanmál en leyndi
sársaukanum.
Á afmælisdegi Jónasar, 20 ágúst
sl., fórum við hjónin í heimsókn og
ræddi hann þá af miklum áhuga
um malbikunarframkvæmdir, sem
var nýlokið í portinu á Sólv.g. 48.
Rifjaðist þá upp að eitt besta olíu-
málverk Jónasar er einmitt frá
malbikunarframkvæmdum á
Laugaveginum upp úr 1930. Stórt
myndverk í skemmtilegum litum.
Margt var að venju skrafað um
gamlar minningar og létt yfir Jón-
asi. Það kom okkur því mjög á
óvart að frétta andlát hans þrem
dögum síðar.
Órlögin höguðu því svo, að Jón-
as var að „dunda sér“ við smíðar,
þótt blindur væri, þegar kallið
kom. Notalegan viðarilm lagði að
vitum hans. Þótt hans sé sárt
saknað, þá held ég að slíkur
dauðdagi hafi verið táknrænn og
ákjósanlegur fyrir þennan völund.
Blessuð sé hans minning.
Guðm. Guðmundarson
Þegar Jónas Sólmundsson er
genginn fyrir ætternisstapa er
mikill maður að velli lagður. Hann
hafði átt við vanheilsu að stríða
um árabil og var því vitað að
hverju stefndi.
Nú þegar Jónas er allur sækja
ótal góðar minningar á hugann.
Ekki ósjaldan sátum við og rædd-
um málin. Jónas lét þá gamminn
geysa um hin ólíklegustu málefni.
Skemmtilegast var þó að heyra
hann segja frá sínum litríka ferli í
iðngrein sinni og ekki síður hans
helsta áhugamáli þar fyrir utan,
málaralistinni. Reyndar var hon-
um ekkert óviðkomandi. Að vissu
leyti var Jónas einfari, þó í sjálfu
sér væri vart hægt að hugsa sér
mannblendnari mann. Hann gerði
miklar kröfur til sjálfs sín, sem og
annarra.
Frá unga aldri áttu smíðar hug
hans. Faðir hans, Sólmundur
Kristjánsson, var lærður smiður
og afi hans, Kristján Teitsson, var
rokkadraujari sem svo var nefnt.
Ekki er því að undra þótt smíða-
áhuginn hafi vaknað snemma.
Hvað varðar val á lífsstarfi taldi
Jónas þó að þyngra hafi vegið á
metunum að hann var skírður í
höfuðið á gullsmið, sem talinn var
geta smíðað hvað sem hugurinn
girntist. Þetta þótti Jónasi æði
merkilegt og ekki vildi hann kafna
undir nafni. Ungur að árum fór
hann að aðstoða föður sinn við
smíðar, sem leiddi til þess að hann
hóf nám hjá Jóni Halldórssyni &
co., sem hann lauk 1926. Álltaf
minntist hann Jóns með miklum
hlýhug og virðingu. Jón mun hafa
séð hvað í sveininum unga bjó og
hvatt hann til frekara náms. Jón
hafði þá sjálfur lært að teikna
húsgögn erlendis og varð úr að
Jónas fór til Þýskalands 1928 með
félaga sínum Garðari Hall.
Dvöldu þeir fyrst í stað í fagskóla
í Det molde og síðar í Frankfurt
am Main. Jónas hafði lært eitt-
hvað í fríhendisteikningu í Iðn-
skólanum og stefndi hugur hans
jafnvel til náms í málaralist. Ekki
leyst honum allskostar á hvað var
að gerast í þýskri myndlist á þeim
árum svo hann sneri sér aftur að
húsgögnunum. I Frankfurt am
Main lentu þeir félagar í skóla,
sem var undir sterkum áhrifum
frá Bauhaus-Dessau. Þarna var
alger formhreinsun og hreinn
fúnkís. Þeir drukku í sig einfald-
leikann, sem var bylting frá
skrauti og ofhlæði fyrri tíma.
Heimkomnir voru þeir félagarn-
ir með fyrstu húsgagna- og innan-
hússarkitektum hér á landi. Á
undan þeim voru Jón Halldórsson
og Friðrik Þorsteinsson. Strax hóf
Jónas að teikna húsgögn sam-
kvæmt hinni nýju línu. Jóni Hall-
dórssyni mun ekki hafa litist bet-
ur á en svo, að hann hugði Jónas
setja fyrirtækið á hausinn á met-
tíma. I mestu vinsemd skildu þó
leiðir og Jónas setti á fót við
þriðja mann Smíðastofuna Reyni,
sem stóð af sér verstu kreppuárin,
en brann árið 1937.
Smíðastofu Jónasar Sólmunds-
sonar stofnaði hann þá, sem hann
rak einn þar til fyrir fáum árum .
Jónas framleiddi mikið af fúnkís-
húsgögnum þrátt fyrir aðvörunar-
orð Jóns Halldórssonar og var
hann svo „geggjaður módernisti"
að hann fór að nota stál til hús-
gagnagerðar. Um tíma tók fólk
þessu ákaflega vel og mikið var
framleitt. En smátt og smátt tók
gamla línan yfirhöndina á ný og
Jónas stóð á krossgötum. í stað
þess að fara í hring, sem vissulega
hefði verið ólíkt honum, sneri
hann sér alfarið að innréttinga-
gerð. Þá átti Jónas hlutdeild í
hönnun nokkurra húsa. Ekki tel ég
að hafi verið á margra vitorði
þáttur hans í teikningu hins sér-
staka húss Ásmundar Sveinssonar
við Sigtún í Reykjavík. Ég minnist
þess þó, að í einni grúskferðinni í
kjallarann á Hringbrautinni sýndi
hann mér allar skissurnar og
teikningarnar af þessari merkis
byggingu.
Hann sagði mér það að stund-
irnar til þessa hafi verið stolnar.
Því ófáar næturnar fóru í verkið
og þegar upp var staðið frá teikn-
ingunum að morgni tók brauð-
stritið við. Jónas minntist þessa
tíma með mikilli ánægju.
Á þessum árum málaði Jónas
mikið. Til eru fjölmörg málverk
eftir hann „sem eru sérlega fínleg
í lit og myndbyggingu", svo vitnað
sé í orð þekkts listrýnis í tilefni
samsýningar iðnaðarmanna fyrir
nokkrum árum.
Ávallt blöskraði Jónasi sinnu-
leysi skólanna að kenna ekki ein-
földustu atriði listasögunnar,
hvað þá að þeir veittu fræðslu um
listiðnað og hönnun. Hann taldi að
fjöldinn hefði lítinn smekk fyrir
litum og hefði ekki næga þekkingu
á hvort það væri að kaupa góð
húsgögn eða ekki.
Ekki er að undra að maður með
slíkan áhuga á list og listiðnaði
skuli hafa gerst meðeigandi Lúð-
víks Guðmundssonar við stofnun
Handíðaskólans í stríðsbyrjun,
sem reyndar varð sjálfseignar-
stofnun. Fyrstu árin kenndi Jónas
smíðar við skólann og síðar lítils-
háttar flatarmálsteikningu og
perspektíf. Þá kynntist hann Kurt
Zier, sem var kennari við skólann
og síðar skólastjóri. Vinátta
þeirra entist til dauðadags Kurts.
Vinátta sem Jónas mat mikils.
Svo sem vænta má voru Jónasi
falin hin margvíslegustu verkefni,
stór og smá á sínum langa starfs-
ferli. Hann átti því láni að fagna
að hafa alltaf góðan mannskap á
smíðastofunni og vil ég þar helst-
an nefna Jóhannes Guðmundsson,
eða Jóa verkstjóra, sem vann við
smíðastofuna í áratugi og reyndist
Jónasi ávallt vel.
Þrátt fyrir hrjúft yfirborð og
oft á tíðum napran húmor var
Jónas mikil manneskja og mann-
þekkjari. Manngildið var okkur
tíðrætt. Jónas vildi svigrúm til
orða og athafna til handa sjálfum
sér og öðrum. Skapstór var hann
og oft sauð uppúr. Var þá rétt að
halda sér fast meðan mesti gust-
urinn gekk yfir. Jafnharðan lægði.
Ekki veit ég til þess að hans ríku
skapsmunir hafi bakað honum
óvildarmenn.
Gagnvart velferð fjölskyldu
sinnar var Jónas ávallt vakandi.
Fyrstur manna vissi hann ef eitt-
hvað bjátaði á. Löngu áður en
nokkur hafði þar orð á. Af næm-
leika vakti hann máls á vanda-
num, af skarpskyggni og skilningi
og ekki skorti holl ráð. Sumum
kann að koma þetta á óvart þar
sem Jónas brynjaði sig gjarnan