Morgunblaðið - 02.09.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983
39
með kaldhæðni, sem margir mis-
skildu. Hann tók mér á margan
hátt sem syni og reyndist mér
ákaflega vel, sem aldrei varð full-
þakkað.
Jónas átti því láni að þakka að
kvænast góðri konu, Elínu Guð-
mundsdóttur, en þau gengu í
hjónaband 30. september 1933 og
vantaði því ekki marga daga upp á
ur: Guðmundur, Kristján, Sólrún
og Sigríður. Barnabörnin tíu unnu
afa sínum mjög enda var hann
ákaflega barngóður og hafa þau
nú misst góðan og skilningsríkan
vin. Það veit ég, að ekki var alltaf
auðvelt fyrir Elínu að vera gift
þessum mikla eldhuga. Sýndi hún
mikinn styrk og stillingu þegar
hvað mest gaf á. Það veit ég líka
að góðu tímarnir voru miklu fleiri
og voru þau hvort öðru mikill
styrkur þegar fjölskyldan varð
fyrir ágjöfum. Elín sýndi ótrúlegt
þrek og fórnfýsi í miklum og erfið-
um veikindum Jónasar.
Góðan griðastað áttu þau hjón-
in í sumarbústað sínum austur í
Ölfusi. En þar undu þau sér vel
margar helgarnar. Þá var Kald-
baksvík á Ströndum norður Jónasi
ákaflega hjartfólgin. Sól var varla
farin að hækka á lofti þegar hann
fór að minnast þessa griðlands.
Oft fórum við saman norður, en þó
miklu oftar í huganum. Þá greip
frásagnargleðin okkur heljartök-
um, er Kaldbaksvík bar á góma.
Þó efa ég, að nokkur hugarsmíð
okkar hafi staðið raunveruleikan-
um á sporði. Hvað mig snertir
verður Kaldbaksvík aðeins lands-
lag án Jónasar.
Minningin um góðan dreng mun
lifa. Siggu, Elínu og öðrum að-
standendum votta ég mína dýpstu
samúð.
Heimir Lárusson Fjeldsted
Jónas Sólmundsson, húsgagna-
smíðameistari, lést hinn 23. ágúst
sl. Er ég skal minnast Jónasar,
koma upp í hugann margar endur-
minningar, því svo náið og samof-
ið hefur lífsskeið mitt verið hon-
um, og tel ég að undanskildum
mínum nánustu, hafi enginn stað-
ið mér nær en Jónas og fjölskylda
hans.
Vorið 1946 bjó ég í sambýlishúsi
við Hringbraut í Reykjavík. And-
spænis því húsi er Hringbraut 108.
Dag einn tók ég eftir því að íbúar
þess húss fluttu í burt, en skömmu
síðar komu nýir íbúar. Flutti þá
þar inn Jónas Sólmundsson ásamt
konu og þrem börnum. Ekki óraði
mig þá fyrir því, hversu náið ég
ætti eftir að kynnast þessari fjöl-
skyldu. Brátt tókst góður vinskap-
ur milli mín og sona Jónasar, sem
voru á líku reki og ég. Leið ekki á
löngu að ég varð heimagangur á
Hringbraut 108.
Jónas var kvæntur Elínu Guð-
mundsdóttur, mikilli ágætiskonu.
Þau gengu í hjónaband 30. sept-
ember 1933, og vantaði rúman
mánuð upp á að þau gætu haldið
gullbrúðkaup sitt þegar Jónas lést.
Eg gat um hér að framan að börn
Elínar og Jónasar væru þrjú, en
fjórða barn þeirra fæddist síðla
þess árs er þau fluttu á Hring-
brautina. Börn þeirra eru: Guð-
mundur tæknifræðingur, á hann
þrjú börn. Kristján gjaldkeri,
ekkjumaður, var kvæntur Rósu
Þorsteinsdóttur, og á hann þrjár
dætur. Sólrún, gift Ólafi Viggó
Sigurbergssyni, löggiltum endur-
skoðanda, og eiga þau tvær dætur
og Sigríður, var gift Heimi Lár-
ussyni, mjólkurfræðingi, og á hún
tvö börn. Ennfremur átti Jónas, er
hann lést, eitt barnabarnabarn.
Jónas rak smíðastofu að Sól-
vallagötu 48 frá árinu 1942, er
hann byggði þar verkstæðishús.
Er Jónas reisti fyrrnefnt hús
fluttu foreldrar hans þangað frá
Bjargarstíg 6, þar sem hann ólst
upp, og bjuggu þau á Sólvallagöt-
unni ásamt Helgu föðursystur
Jónasar, þar til þau létust. Einnig
bjó þar fyrstu árin eldri bróðir
Jónasar.
Jónas Sólmundsson var fæddur
í Reykjavík 20. ágúst 1905, sonur
hjónanna Guðrúnar S. Teitsdóttur
og Sólmundar Kristjánssonar,
trésmiðs. Hann var einn þriggja
sona þeirra hjóna, eldri var
Kristján loftskeytamaður en yngri
Valur húsgagnasmiður. Eru báðir
bræður Jónasar látnir. Fljótlega
eftir að ég kynntist Jónasi og fjöl-
skyldu hans, komst ég einnig í
vinskap við það fólk er bjó á Sól-
vallagötu 48. Eru mér minnisstæð
móðir Jónasar og faðir, en hann
vann á verkstæði Jónasar ásamt
Vali, yngri bróður Jónasar. Minn-
ist ég þeirra ávallt með þökk og
virðingu.
Ungur að árum hóf Jónas nám í
húsgagnasmíði hjá Jóni Hail-
dórssyni og Co. Árið 1926 lauk
Jónas prófi í iðngrein sinni. Það er
skoðun mín að fáir hér á landi hafi
lokið prófi í húsgagnasmíði með
meiri glæsibrag en Jónas gerði
fyrrnefnt ár. Prófsmíðisgripur
Jónasar var skatthol, sem varð þá
strax frægt fyrir að vera hinn
mesti og vandaðasti smíðisgripur.
Þetta skatthol prýddi heimili Jón-
asar og stundum sá ég það flutt
frá heimili Jónasar um stundar-
sakir, svo hægt væri að sýna það,
því annar eins kjörgripur er ekki
auðfundinn.
Nokkru fyrir alþingishátíðarár-
ið, 1930, hélt Jónas til Þýskalands
ásamt Garðari Hall til að nema
húsgagna- og innanhússarkitekt-
úr. Voru þeir meðal fyrstu íslend-
inga er lögðu þessa fræðigrein
fyrir sig, er svo margir hafa nú
tekið upp á sína arma. Eftir heim-
komu þeirra stofnsettu þeir
smíðastofuna Reyni. Þeir urðu
fyrir mörgum óhöppum, kreppan
var þá í algleymingi, ennfremur
urðu þeir fyrir brunatiónum er
léku þá báða grátt. Arið 1937
stofnsetti Jónas sína eigin smíða-
stofu, og eins og ég gat um hér
fyrr, þá byggði hann síðar verk-
stæðishús á eignarlóð að Sólvalla-
götu 48. Fljótt eftir að Jónas
stofnsetti sitt fyrirtæki varð það
kunnugt af mjög vönduðum vinnu-
brögðum og hlaut verkstæði hans
fljótt þann sess að vera talið eitt
af bestu húsgagnaverkstæðum
landsins. Mér persónulega er
minnisstætt á fermingarári mínu,
er Jónas tók að sér stórt verkefni
fyrir Landsbanka tslands, því þá
var mikið unnið. Tók ég þátt í því
ásamt syni Jónasar. Vöxtur og
viðfangsefni verkstæðisins jukust,
og var svo komið á seinni hluta
sjötta áratugarins að hið góða
verkstæði er Jónas byggði í stríð-
inu gat ekki fullnægt eftirspurn.
Árið 1960 réðst Jónas í það að
reisa nýtt stórhýsi er var áfast við
hans gamla verkstæðishús. Þá um
leið urðu töluverðar breytingar á
rekstri fyrirtækisins. Hlutur hús-
gagnaframleiðslu fór minnkandi
en hlutur innréttingaframleiðslu
jókst. Jónas vann að mörgum
þekktum innréttingum, og til þess
að nefna eitthvað má minnast á
Útvegsbankann, Iðnaðarbankann
og fundarsal borgarstjórnar
Reykjavíkur.
Þessu góða fyrirtæki stjórnaði
Jónas fram til ársins 1978 en þá
varð Jónas fyrir heilsufarslegu
áfalli, er ekki leyfði honum frekari
afskipti af stjórnun fyrirtækisins,
og enn í dag starfar fyrirtækið
undir stjórn eins af mörgum læri-
sveinum Jónasar.
Ekki er hægt að minnast Jónas-
ar án þess að minnast á listmál-
arahæfileika hans. Jónas var mik-
ill listamaður. Ungur að árum
lagði hann fyrir sig málaralist.
Hann fór út í íslenska náttúru og
málaði fagrar myndir, og hlaut
hann góða dóma listgagnrýnenda,
og má þar vitna til samsýningar
er íslenskir iðnaðarmenn héldu
árið 1977. Jónas hefði orðið mik-
ilsvirtur listmálari ef hann hefði
helgað sig alfarið þeirri listgrein.
Jónas kynntist mörgum lista-
mönnum og átti mörg falleg mál-
verk er prýddu heimili hans.
Jónasi voru falin allskonar
trúnaðarstörf og sat hann í
stjórnum ýmissa félagasamtaka,
t.d. var hann í stjórn Iðnaðar-
mannafélagsins, byggingarnefnd
Iðnskólans í Reykjavík, og árum
saman var hann prófdómari
Meistarafélags húsgagnasmiða og
einnig sat hann í stjórn þess sama
félags.
Nokkrum árum eftir að Jónas
flutti á Hringbrautina, fluttist ég
búferlum og þá að Hringbraut 106,
og varð þá næsti nágranni Jónas-
ar. Frá því eru liðin tæp 31 ár. Á
þetta sambýli hefur aldrei fallið
skuggi. Fyrst bjó ég þar með for-
eldrum mínum og síðar með konu
og börnum. Betri nágranna er vart
hægt að hugsa sér en Jónas og
Elínu, enda samgangur ávallt
mikill á milli þessara tveggja
heimila. Oft fór ég til að ræða við
Jónas um allt milli himins og jarð-
ar. Jónas var mjög skemmtilegur í
viðræðum, óhemju fróður og víð-
lesinn, enda hafði hann lifað við-
burðaríka ævi, og sagði hann mér
margt frá fyrri tímum. Þessar
stundir urðu fleiri eftir að Jónas
missti heilsuna og hætti rekstri
fyrirtækis síns.
Það var mjög sérstakt hvernig
Jónas tók þeim áföllum er hann
varð fyrir á síðustu æviárum sín-
um. í byrjun veikindaferils síns
fékk hann hjartaáfall, síðar varð
að taka af honum vinstri fót, og
sjón hans förlaði svo að hann varð
nánast blindur. Öllu þessu tók
Jónas með jafnaðargeði og gerði
ekki mikið úr þessu. Fyrst eftir að
heilsan bilaði fékk Jónas sér
rennibekk og renndi fallega muni í
íslenskum viði. Þetta stóð stutt,
hann hafði ekki sjón til að vinna
að þessu hugðarefni sínu. Jónas
átti mjög erfitt með að sitja iðju-
laus.
Minning:
Arinbjörn
Guðnason
Fæddur 25. desember 1906.
Dáinn 28. ágúst 1983.
í dag verður til moldar borinn
föðurbróðir minn, Arinbjörn
Guðnason, sem lést á Borgarspít-
alanum í Reykjavík aðfaranótt
sunnudagsins 28. ágúst sl. eftir að-
eins nokkurra klukkustunda
sjúkrahúsvist.
Ég var ung að árum og ekki há i
loftinu þegar ég kom að máli við
Bjössa frænda, sem þá bjó í
Brunngötunni heima á ísafirði, og
æskti þess að fá að kalla hann og
Sölu, afa og ömmu. Mikil tengsl
voru milli fjölskyldnanna, því auk
þess að „afi“ var föðurbróðir minn
er „amma“, Salome Veturliðadótt-
ir, móðursystir mín. Afi svaraði
þessari bón minnis strax játandi,
hann var skilningsríkur og skildi
að það gat engan veginn gengið að
litla frænka hans ætti hvorki afa
né ömmu. Allar götur síðan hefur
mér verið tekið á heimili þeirra
sem einu af barnabörnunum, enda
hef ég borið sömu tilfinningar til
þeirra alla tíð og ég hygg að fólk
beri til afa síns og ömmu. Þá hafa
synir mínir kallað þau „gamla
afa“ og „gömlu ömrnu" til aðgrein-
ingar frá sínum öfum og ömmum.
Afi var fæddur að Seljalandi í
Álftafirði þar sem hann ólst upp í
hópi sjö systkina. Þau amma hófu
sinn búskap á Langeyrinni rétt
innan við Súðavík. Lengst af
bjuggu þau þó á ísafirði, eða tæp
40 ár. Afi var fyrst mótoristi á
bátum, en varð snemma vélgæslu-
Þann 22. ágúst sl. kom ég að
Jónasi í bílskúr hans, þar sem
hann hafði fallið í dásvefn þann er
hann vaknaði ekki úr. Jónas hafði
verið að saga viðarbút og beitti
hann söginni af næmleik og kunn-
áttu líkt og fullsjáandi maður.
Þetta sýnir að þama var maður er
bauð aldri og heilsuleysi birginn.
Mikill söknuður finnst mér af
fráfalli Jónasar, en mestur er
hann hjá konu hans og börnum. í
lokin vil ég kveðja góðan og mæt-
an mann, er ég hef verið samferða
á lífsleiðinni í tæpa fjóra áratugi.
Við hjónin og dætur okkar send-
um Elínu og börnum þeirra sam-
úðarkveðjur. Megi heiðursmaður-
inn Jónas Sólmundsson hvíla í
guðs friði.
Hrólfur Halldórsson
Jónas Sólmundsson húsgagna-
smíðameistari er látinn. Hann
andaðist að heimili sínu, að
morgni hins 23. ágúst, með sög í
hendi, og var að saga brenni sem
hann ætlaði að nota til þess að
ylja upp í sumarbústað sínum
austur í Ölfusi.
Hann var fæddur í Reykjavík
20. ágúst 1905. Foreldrar hans
voru Sólmundur Kristjánsson
trésmiður og kona hans, Guðrún
S. Teitsdóttir. Hann nam hús-
gagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni
& Co., og lauk prófi frá iðnskólan-
um í Reykjavík árið 1925 og
'sveinsprófi ári síðar.
Hann stundaði framhaldsnám í
húsgagnasmíði og innanhússarki-
tektúr í Þýskalandi, og stofnsetti
ásamt fleirum smíðastofuna
Reyni árið 1930.
Arið 1937 stofnaði hann eigin
smíðastofu, Smíðastofu Jónasar
Sólmundssonar. Hann lét sér mjög
annt um málefni iðnaðarmanna,
var í stjórn Iðnaðarmannafélags-
ins í Reykjavík árum saman og
var gerður þar að heiðursfélaga. I
byggingarnefnd Iðnskólans að
Skólavörðuholti var hann frá upp-
hafi. Einnig var hann í stjórn
Húsgagnameistarafélags Reykja-
víkur um árabil, en svo hét Félag
húsgagna- og innréttingafram-
leiðenda áður en það var gert að
landsfélagi. Hér var hann einnig
gerður að heiðursfélaga árið 1981,
og gefur þetta glögga mynd af
störfum hans að félagsmálum.
Guðmundur
vélstjóri
maður í hraðfrystihúsinu Norður-
tanga hf. á fsafirði, þar sem hann
stundaði vinnu allt til ársins 1974
að hann fluttist tii Hafnarfjarðar,
í kjölfar barna sinni, og bjó þar til
æfiloka. Afi og amma eignuðust
fimm börn. Eina stúlku misstu
þau i æsku, en eftirlifandi eru:
Sigríður, gift Einari Jónssyni
múrara, Arinbjörn smiður, Ilóra
Magga, gift Sigurði Gestssyni
verkamanni og Bára, gift Ed Rog-
ers verkfræðingi. Öll búa þau í
llafnarfirði að undanskilinni Báru
sem býr í Kaliforníu.
Afi var góður fulltrúi þeirrar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður.
Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera
vélrituð og með góðu línubili.
4 c4lc* t. imislu liiit uu iitáii idi
Eftirlifandi kona Jónasar Sól-
mundssonar er Elín Guðmunds-
dóttir. Þau eignuðust fjögur börn.
Jónas var sterkur hlekkur í
FHIF. Hann bar hag félagsins
mjög fyrir brjósti og var ávallt til-
búinn til starfa í þess þágu, hve-
nær sem til hans var leitað. Hann
hafði brennandi áhuga á húsnæð-
ismálum félagsins og var í forystu
við söfnun hjá félagsmönnum í
þeim tilgangi að eignast samastað
fyrir starfsemina. Þar var hann
ekki að segja öðrum að gera það
sem hann vildi ekki gera sjálfur,
og þegar söfnun lauk, hafði hann
greitt mest allra félagsmanna.
Smíðastofa Jónasar að Sólvalla-
götu 48 var mikils virt og naut
trausts jafnt viðskiptavina-sem
annarra verkstæða í greininni.
Jónas var fagmaður góður og
leysti sín störf af mikilli smekk-
vísi, þannig að allir gátu verið
ánægðir, enda var hann mjög
listrænn í sér. Á efri árum gerði
hann nokkuð af því að mála mynd-
ir. Þegar Iðnaðarmannafélagið í
Reykjavík bauð honum þátttöku í
málverkasýningu, sem haldin var í
Iðnaðarhúsinu að Hallveigarstíg
1977, en þessi sýning var eingöngu
skipuð iðnaðarmönnum, tók hann
því boði með þökkum. Hann hafði
mikla ánægju af að vera þarna
með og naut sín mjög vel á meðal
þessara listrænu iðnaðarmanna.
Þessi hæfileiki hafði lengi blundað
með honum, en sökum anna í dag-
legum störfum fram eftir árum,
gaf hann sér ekki tíma til þess að
sinna þessu hugðarefni sínu, eins
og hann hefði helst langað til.
Fyrir fáum árum varð hann
fyrir því áfalli að taka varð af
honum annan fótinn um hné.
Einnig var sjónin orðin það slæm,
að um lestur var ekki lengur að
ræða. Eigi að síður fylgdist hann
mjög vel með þjóðmálum, og hafði
mikinn áhuga á því sem var að
gerast í kringum hann. Þessum
áföllum tók hann með karl-
mennsku og kvartaði aldrei um
sinn hag.
Að lokum vil ég svo fyrir mína
hönd og félags Húsgagna- og inn-
réttingaframleiðenda þakka sam-
starfið, og sendi aðstandendum
öllum mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Karl Maack
kynslóðar, sem nú er sem óðast að
hverfa sjónum okkar. Kynslóðar,
sem hefur lifað mestar breytingar
í landi okkar, breytingu frá ör-
birgð til allsnægta. Afi taldi
sparnaðinn til góðra dyggða.
Hann var ráðdeildarsamur og
hafði, meðan hann stundaði vinnu,
safnað til elliáranna. Hann skildi
aldrei þá hagfræði verðbólguþjóð-
félagsins að þeir græddu mest sem
skulduðu mest og eyddu mest.
Afi hafði sérlega gaman af að
ferðast, hvort sem var innanlands
eða utan. Fyrir u.þ.b. mánuði óku
þau amma með dóttursyni sínum
vestur á þær slóðir þar sem þau
eyddu mestum hluta æfi sinnar. 1
þeirri ferð heimsóttu þau okkur til
Bolungarvíkur, sem varð okkur til
mikillar gleði. Þá fræddi afi okkur
á því að þau væru á leið i þrjú
önnur ferðalög innanlands í
sumar. Þeim auðnaðist að fara í
tvö þeirra áður en hann lést. Afi
var einnig farinn að hlakka mikið
til fyrirhugaðrar ferðar til Kali-
forníu na'sta sumar, þar sem þau
ætluðu að finna dóttur sína og
hennar fjölskyldu.
Afi var mjög ræktarlegur við
vini sína og skyldfólk. Eftir að
hann hætti vinnu skrifaðist hann
á við marga. Bréf hans og jólakort
eru fjársjóður. Afi var mikill
barnavinur. Iljá barnabörnum,
barnabarnabörnum og fjölmörg-
um öðrum börnum, sem þekktu
hann, ríkir nú söknuður. Það verð-
ur tómlegra fvrir okkur öll, sem
þekktum afa að konta á Köldu-
kinnina, ekki síst fyrir börnin. Þó
er söknuðurinn ntestur hjá ömmu,
sem sér nú á bak llfsförunauti sín-
um eftir langa sainbúð. Það er
henni og allri fjtilskvIdunni styrk-
ur að minningin lifir. Sú minning
er bjtirt og hrein.
Guðrún Itjarnveig