Morgunblaðið - 04.09.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
53
Xv . Olá|| 'ý'Steíira ðw*esl & AnM-tahí
" á. J frrar-SistQwtT6*|JJÍr *Ft. V'-álora ÍSofala (f1 : 1 0 °JV^*V». ,
vír5.,^<r»Vat.'AírJ ,,-í. Ngam, Wvjr.*A B v.t, Am6rtfc«MA«>
ffjj, ‘
. libla
rruö Terwtcf y
‘•'AijAíariíriJítC
frana'uto
.('•L.Ng*m SjÍMmM,
L.Qeú
& ,.■ S«rowe /
BOTSWANAV
p. ‘
......M&efy
GABORC*
fah*
ÍA^ShoOp
W' __fV
Port NoitotV 8u?"W4<#-
SODTH AFM©l"ff oug
Bittcrfoftt e|p ^Vfetpta -jy—
Hoedjes
Cap# Tow;
c&m
.
^Ínhárr.bar^e
'Álnhírnme
'öáoöelo
0
emSl 'fWoromne
. ju ,JS*irp*» f f
riítéí#^ /•"' • T
A ndrok^ C
C S»«. Wsrw
ÍMoc/a t.
etðrmaHhrburg
- . m......
ört Shopstone
..^■^T^St.rJoÍMH
:%C“lljrd0fl
«Tr*óJV?;> Affrefl
mæta málma, sem þörf er fyrir i
hinum vestræna heimi.“
—„Eftir að hafa fengið benzín í
bænum Nata héldum við til
Chobe, sem liggur við samnefnda
á, sem er eitt af stærstu fljótum
Afríku. Það er lygnt og mjög
breitt fljót, sem rennur til austurs
við landamærin í áttina til Zimb-
abve. Þangað vorum við nú komin
til þess að sjá dýrin, sem horfin
voru úr eyðimörkinni í leit að
vatni. Við bjuggum þarna í frum-
stæðu „hvíldarheimili" með vond-
um mat og drykk, og gerðum lög-
reglunni aðvart um hvar við vær-
um, eins og fyrir okkur var lagt.
Þetta var einhver sérdeild, sem
átti að tryggja öryggi okkar, því
allt var í öngþveiti. En sem betur
fer hvarf Nkomo um þetta leyti úr
landi til Bretlands. Um morgun-
inn var okkur sagt hvernig aka
bæri að Chobe-fljóti. En á leiðinni
þangað fórum við inn á hliðar-
slóða með opnu hliði og í myrkvið-
um skógarins sást allt í einu stórt
og glæsilegt hús, sem var greini-
lega að eyðileggjast og hverfa í
skóginn. Enda þarna votlendi mik-
ið og allt grotnar. Þetta reyndist
vera húsið sem þau Elísabet Tayl-
or og Richard Burton eyddu
hveitibrauðsdögunum í á sinum
tíma og eiga. Þarna var til eftirlits
bandarískur rithöfundur með
konu sinni frá Suður-Afríku, sem
var að bíða eftir því að fá vegabréf
til Ameríku. Hann var að skrifa
bók og næstum búinn með hana og
þau bjuggu í gestahúsinu, sem var
vel haldið við. Þarna hefur sem-
sagt hver eftirlitsmaðurinn af
öðrum gætt stóra hússins, sem er
að grotna niður og ekki haldið við.
—Við ókum að ánni og eftir
bökkunum, þar sem við fórum að
sjá alls konar dýr að ná sér í vatn
eða hlaupa um. Milli trjájaðarsins
og fljótsins eru grasi grónir
sandflákar og hægt að aka þar.
Þarna fengum við að sjá næstum
öll dýr Afríku nema fílana, sem
olli okkur vonbrigðum. Þarna
komu að fljótinu alls kyns hjart-
artegundir, sem eru margar í Af-
ríku. Gasellur, dádýr, villt svín,
vatnabuffalóar, nashyrningar,
eitthvað sem heitir Wilderbeast,
sem líkist bæði uxa og asna. Þessi
dýr voru við vatnið á opna svæð-
inu, en zebrahestarnir og gíraff-
arnir héldu sig við skógarjaðar-
inn. I ánni voru flóðhestar og
fleiri dýr, en ljón urðum við ekki
vör við fyrr en við vorum komin
inn í Zimbabve. þetta var alveg
stórkostlegt, og við ókum eins
langt upp með ánni og við þorðum.
— Á leiðinni frá Chobei festum
við bílinn i sandinum. Það var
ekki álitlegt. Afríkusólin skein
beint niður á höfuðin á okkur, svo
við ákváðum að eyða ekki kröftun-
um meðan hún væri á lofti. Við
vorum þarna fjögur, Tom og Mari-
ella og svo við Sigriður. Enginn
kom. Ekki þótti okkur árennilegt
að leita skjóls i skógarjaðrinum,
því vatnabuffalarnir geta orðið
mjög vondir og kannski væru
þarna ljón. Dýrin þarna eru ekki
vön fólki, eins og þau eru i þjóð-
görðunum í Kenýa. Svo við hreins-
uðum bara hávaxið grasið kring-
um bílinn, til að vera viss um að
slöngur kæmust ekki að bílnum án
þess við vissum. Þá komu allt i
einu nokkrir svertingjar á opnum
Landrover-jeppa og við gátum
kallað til þeirra. Með því að ýta
öll, tókst okkur að ná bílnum upp.
En nú þorðum við ekki að aka
lengur með ánni og tókum slóða
inn í skóginn."
Fíllinn stóð
framan við bflinn
—„Það var einmitt meðan við
ókum þennan slóða í kjarrinu að
við fengum skyndilega svarta
mömbu með gapandi ginið upp á
húddið á bílnum. Hún hafði komið
í einu stökki. Það hafði verið brýnt
fyrir okkur að gæta þess að hún
væri farin af, ef slíkt kæmi fyrir,
því sumir hafa lent í því að slang-
an stykki yfir bílinn og smygi inn
í undirvagninn neðan frá. Þaðan
hefur hún svo árás síðar.
—Það var orðið æði framorðið
þegar við komumst á okkar slóð.
Allt í einu sáum við risa koma út
úr skóginum og stanza 4—5 metra
fryrir framan bílinn. Þarna stóð
þessi risafíll í veginum og veifaði
sinum stóru eyrum. Fílarnir
þarna eru með stór eyru, þar sem
sá indverski aftur á móti hefur
lítil eyru. Við stönzuðum auðvitað.
Vorum í senn ánægð með að sjá
þetta stærsta dýr jarðarinnar í
sínu eigin umhverfi og um leið
ekki laus við ugg, því við vissum
ekkert hvað mundi gerast. En
meðan fíllinn stóð þarna, fór fyrir
aftan hann halarófa af fílakúm og
ungviði á mismunandi aldri. Hann
var þá að hleypa þeim yfir slóðina
meðan hann var tilbúinn til að
verja þau. Við smelltum myndum
gegnum framrúðuna. Ætluðum
svo að bakka. Meðan fíllinn veifar
eyrunum er hann tilbúinn til árás-
ar til að verja hjörð sína. En þá
hrópuðu konurnar, sem voru í aft-
ursætinu, upp yfir sig. Fyrir aftan
okkur var annar fíll. Við vorum
semsagt í slóð fílahjarðar á leið til
fljótsins. Það var ekki um annað
að ræða en að bíða. Skógurinn var
allur á hreyfingu. Þegar mesta
hættan var liðin hjá, ókum við að
ánni. Þá voru fílarnir að koma út
úr skóginum. Hlupu við fót út i
fljótið og sprautuðu yfir sig. Það
var stórfengleg sjón. Nú vorum við
orðin harla ánægð. Það er erfitt að
sjá dýr almennilega, þegar þau
ber andartak fyrir á hlaupum f
skóginum. En við fljótið má virða
þau fyrir sér á töngum og eyjum.
Þarna horfðum við yfir breitt
fljótið yfir til Zambíu.
Zambía var um þessar mundir
alveg lokað land og öllum bönnuð
umferð. Þannig að leiðin þar í
gegn til Viktoriufossanna var úti-
lokuð, því þeir voru umkringdir
uppreisnarmönnum, fylgis-
mönnum Nkomos. Það höfðum við
vitað þegar í Gabaroni. Þeir höfðu
náð írskri konu, tveim börnum og
manni. Höfðu þegar drepið kon-
una og búist var við að hin fyndust
líka myrt. Þetta voru hermdar-
verk. Árið áður höfðu þeir drepið
enska túrista. Vegna þessa
ástands hugðumst við heldur ekki
fara þarna í gegn. Við sáum að við
yrðum að fara frá Cassane í
Botzwana, þó ekki væri það
hættulaust, því Viktoriufossana
ætluðum við að sjá, komin alla
þessa leið. Og Tom Martin og
Mariella höfðu líka beðið með að
fara þangað þar til við kæmum.
— E.Pá.
Frá MÍðari hluU Afríkuferðarinnar
verður sagt í annarri grein.