Morgunblaðið - 04.09.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
71
Norman Vaughan tekur enn þátt í stærstu hundasleðakeppni í Alaska á hverju iri. Þessi mynd var nýlega tekin af honum með hundunum sínum.
ísnum, sem ég var með 1 og ég get
því aðeins sagt þér af þvi. Við fór-
um út á ísinn á hundasleðunum
okkar og á þeim degi er Byrd flaug
yfir pólinn vorum við nær Suður-
pólnum en Little America. Okkar
hlutverk var að vera sem hjálpar-
sveit fyrir Byrd ef hann skyldi
verða fyrir einhverjum skakka-
föllum í lofti og þurfa að lenda.
Það kom ekki fyrir, allt gekk eins
og í sögu og hann flaug aftur til
Little America. Við áttum þá mat
eftir fyrir 60 daga og héldum því í
austurátt á ókunnar slóðir og slóg-
um eign Bandarikjanna á stór-
svæði. Og við snérum ekki við fyrr
en matur var orðinn af skornum
skammti, og við urðum að nærast
á matarbirgðum, sem við höfðum
skilið eftir okkur á leiðinni."
Hvernig matur var þetta sem
þið höfðuð með ykkur?
„Ef miðað er við hermanna-
skammta, sem ákveðnir eru af
bandaríska hernum í dag er ég
viss um að það sem við fengum
daglega hafi verið heldur rýrt. En
í þá daga var maturinn dásamleg-
ur. Mér fannst allur matur góður
sem við höfðum þarna en það var
ekki úr mörgu að velja. Til dæmis
fengum viö alltaf það sama að
borða i morgunmat, hafragraut.
Og við vissum alltaf þegar var
sunnudagur þvf þá setti Larry
Gould, sem var kokkurinn, ætið
rúsínur í hafragrautinn. En það
var líka eini dagurinn sem hann
gerði það. Svo vorum við með kaffi
og te og mjólkurduft og i hádeginu
drukkum við te og borðuðum kex
með hnetusmjöri, sem virtist vera
það besta fáanlega. Síðdegis gát-
um við fengið súkkulaði þegar við
vildum, stangir sem við settum i
vasann og mauluðum þegar við
vorum á skiðum, þvi ekkert var
farið nema á skíðum. Á kvöldin
fengum við það sem Bretar kalla
Pemmican Hoosh, með heitu
súkkulaði. Og Pemmican Hoosh
sem mér fannst æðigott, var kjöt-
réttur gerður úr bestu hiutum
kjötsins, sem safnað var saman og
soðið i stórum potti og i þvi var
mikil fita og prótín. Og þetta var
gott en það var oft það sama á
hverju kvöldi, kjötkássa í stórum
potti og mönnum leiddist það
náttúrulega til lengdar. Fyrir mig
var þetta ekkert mál, því ég
borða allt sem tönn á festir."
Hvernig maður var Byrd?
„Hann var frábær maður. Hann
bað okkur aldrei um að gera neitt,
sem hann sjálfur vildi ekki gera,
og Carroll Foster getur staðfest
þetta. Varst þú ekki viðstaddur
þegar Ben Ross féll i sjóinn,
Foster?”
„Jú aldeilis," sagði Foster, sem
sat á móti okkur.
„Segðu honum þá sögu," bað
Vaughan.
„Eftir að flugvélunum hafði ver-
ið komið frá borði og á isinn, sem
Norman hefur þegar sagt þér frá,
og þær fluttar frá ísbrúninni,
brotnaði hluti af henni og féll í
sjóinn. Einn mannanna sem hafði
staðið á brúninni féll hálfa leið i
sjóinn, en hélt sér i kaðli um miðj-
an isvegginn. En hann missti
fljótlega takið. Byrd stakk sér á
eftir honum og bjargaði honum."
„Og það var mjög athyglisvert
líka,“ bætti Vaughan við, „að þeg-
ar þetta gerðist stóð ég rétt við
hliðina á Byrd og hann fór að
hlaupa og ætlaði i sjóinn en þrír
eða fjórir okkar stöðvuðu hann og
við sögðum: „Ekki gera þetta, þú
getur ekki synt i þessum sjó.“
Hann slakaði þá aðeins á og við
gerðum það um leið, en á sömu
sekúndu og hann fann að við höfð-
um losað um tökin á honum, stökk
hann í sjóinn.
Annað sem lýsir vel hvern mann
Byrd hafði að geyma. Þegar hann
flaug yfir okkur á leið sinni á pól-
inn, og við vorum eins og ég sagði
áðan sem einskonar hjálparsveit
niðri á isnum, kastaði hann niður
til okkar fímm litlum fallhlifum
og á botni hverrar þeirrar voru
persónuleg skilaboð til okkar frá
okkar eigin fjölskyldum. Byrd var
nógu hugulsamur til að hafa haft
fjarskiptasamband við fjölskyldur
okkar og segja: „Ég er að fara að
fljúga yfir pólinn og yfir syni ykk-
ar. Sendið mér skilaboð og ég skal
niii a .Lft^ubA .AiijJuSf Vry liTtv:
koma þeim til þeirra i fallhlífum."
Og það gerði hann og sunnar en
þetta höfðu aldrei nein skilaboð
komið."
Var þessi leiðangur ekki sá
fyrsti sem hafði með sér fjar-
skiptatæki til að halda sambandi
við umheiminn?
„Við vorum fyrstir með fjar-
skiptasamband. Við vorum í sam-
bandi við stöð í Skenectedy í New
York-fylki, sem rekin var af blað-
inu The New York Times. Og með
okkur í leiðangrinum var blaða-
maður frá The New York Times,
sem hét Russell Owens, en hann
var með okkur allan tímann og á
hverjum degi sendi hann inn frétt
af gangi mála hjá okkur og blaðið
birti þessar fréttir á hverjum degi.
Og þær vöktu mikla athygli. Til
dæmis hef ég hitt fyrir fólk sem
hefur sagt mér að það hafi safnað
saman og geymt þessar fréttir og
les þær endrum og eins enn þann
dag í dag.“
Fjall hefur verið nefnt eftir þér
á suðurskautinu, er það ekki?
„Mörgum árum eftir að ég kom
heim úr þessum leiðangri var ég
heiðraður með skilaboði frá
Washington um að þeir hefðu
nefnt fjall eftir mér. Það er yfir
3000 metra hátt. Ég hef séð það,
en þegar ég sá það vissi ég ekki að
það átti eftir að heita Vaughan-
fjall. Fjallið er ein af ástæðum
þess að ég ætla að halda þarna
1./ 'f9 íT/*.v,'4 jTi^í o i<hi
suðureftir árið 1985 og klífa fjallið
mitt. Enginn hefur áður klifið það
og úr lofti séð virðist mjög auðvelt
að gera það. Svo þó ég verði átt-
ræður, hálfníræður eða níræður,
gæti ég samt komist uppá það.“
Vaughan hefur farið mörgum
sinnum á suðurskautið og ég bað
hann um að segja mér frá ein-
hverju skemmtilegu, sem hann
hefði hent eða menn almennt þar
sem svo fáir koma.
„Ég get sagt þér eina sögu sem
er kannski ekkert ógurlega fyndin,
en það var 1979 að ég stóð við Suð-
urpólinn, 50 árum eftir að Byrd
aðmíráll hafði flogið þar yfir. Ég
var afskaplega hreykinn af að
hafa farið þarna vegna þess að
Larry Gould var sá eini fyrir utan
mig sem fór þarna niður eftir til
að halda upp á afmæli þessa
fyrsta suðurskautsleiðangurs
Byrds. Á þessum degi var hann
veikur og gat ekki flogið á Suður-
pólinn, sem þýddi að ég var sá eini
úr leiðangri Byrds frá því 50 árum
áður, sem var þarna við Suðurpól-
inn. Og þar sem ég stóð þarna lét
ég frænda Byrds, sem var við hlið-
ina á mér, hafa úrið mitt. Póllinn
sjálfur er merktur með pól til að
tákna stjarnfræðilega stöðu hans
og ég sagði við frændann sem tók
við úrinu mínu: „Taktu tímann á
mér.“ Hann varð forviða og skildi
ekki það sem égsagði. En ég var
ekkert áð útskýra það heldur
sagði, „tilbúinn, viðbúinn, nú“ og
hljóp sem fætur toguðu í kringum
pólinn. Svo spurði ég hann hve
lengi það hefði tekið mig, og hann
svaraði: „Sjö og hálfa sekúndu."
Með það lýsti ég því yfir að ég
væri fótfráasti maður í heimi af
því ég hafði hlaupið í kringum
heiminn á sjö og hálfri sekúndu.
Þetta er kannski ekkert drep-
fyndin saga en hún er athyglis-
verð því þegar þú stendur við pól-
inn er ekkert til sem heitir austur,
vestur eða suður, heldur aðeins ein
átt og það er norður."
Þó Vaughan sé að ná áttræðis-
aldrinum hefur hann síst af öllu í
huga að hætta hundasleðaakstri.
Sex sinnum hefur hann tekið þátt
í hinni árlegu Iditarod-hunda-
sleðakeppni í Alaska, en vega-
lengdin sem farin er í þeirri
keppni er 1680 kílómetrar, leiðin
liggur yfir tvo fjallgarða, nær 1350
metra hæð og liggur um tvö meiri-
háttar vatnasvæði. Á leiðinni eru
26 mætingarstaðir þar sem sleða-
mennirnir eiga að skrifa nafn sitt.
69 sleðamenn tóku þátt í keppn-
inni síðasta ár, 56 luku henni og
var Vaughan í 52. sæti. Hann seg-
ist vera elstur og hæggengastur,
en hann hefur meira gaman að
þessu en aðrir því hann er lengur
á ferðinni. Fyrir hann er þetta að-
eins skemmtun. Þegar hann fer
frá íslandi núna 9. september
heldur hann heim til sín í Alaska
þar sem hann fer að þjálfa sig og
hundana sína fyrir næstu hunda-
sleðakeppni. Partur af þjálfuninni
verður að fara næstum 2000 kíló-
metra um Alaska á hundasleða.
Eins og áður sagði er ástæðan
fyrir því að Norman Vaughan er
staddur hér á landi, fundur átta
bandarískra herflugvéla frá seinni
heimsstyrjöldinni á Grænlands-
jökli eins og Mbl. hefur greint frá.
„Án hinna þriggja íslensku vís-
indamanna, Helga Bjarnasonar,
Arngríms Hermannssonar og Jóns
Sveinssonar, hefðum við aldrei
fundið flugvélarnar," sagði
Vaughan og var mikið niðri fyrir.
„Þeir unnu mesta afrekið, því þeir
fundu vélarnar. Þessir menn ráð-
ast á vandamálið mjög vísinda-
lega, af einurð og það ber árangur.
Aðrir sem eiga þakkir skildar eru
framleiðendur Winston-vindlinga
hjá R.J. Reynolds fyrirtækinu því
þeir kostuðu þennan leiðangur til
að finna flugvélarnar. Framlag
þeirra til leiðangursins var ótrú-
legt og samstarfið við þá var stór-
kostlegt. Þeir eru hluti af vel-
gengni okkar þetta sumar. Fyrir-
tæki Rolf Johanssonar er umboðs-
aðili fyrir R.J. Reynolds á Islandi
og það sendi okkur ferskan mat út
á ísinn. Ég trúði ekki mfnum eigin
augum þegar ég sá matinn sem
þeir sendu til okkar, jógúrt, nýtt
grænmeti og lambakjöt. Það var
stórkostlegt,“ sagði Vaughan í lok-
in.
'Í14UU u uoq