Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 77 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR í þeirri von að sólin skíni á okkur og rifsberin, þá fylgja hér nokkrar athugasemdir og upp- skriftir að rifsberjaréttum. Reyndar hafa einnig sézt hér innflutt rifsber, sem eru svo sannarlega kærkomin, því þetta eru svoddan öndvegis ber. Og það sem er sagt um rifsber, má heimfæra upp á bláber ... Góða skemmtun! Rifsber hér og þar Rifsber njóta sín vel í margs konar rétti. Þau eru góð í ávaxtasalöt, t.d. með eplum, bön- unum og perum. Þau sóma sér vel á rjómatertur og á mar- engsbotna, því auk þess að vera góð á bragðið, taka þau sig svo vel út. Súr berin eiga alveg sér- staklega vel við marengs. Það er t.d. hægt að útbúa skálar fyrir hvern og einn með þeyttum rjóma, marengskökum og rifs- berjum, sykruðum eftir smekk. Rifsber með ís er góð sam- setning. Það er bæði hægt að setja rifsber i ísinn þegar hann er búinn til eða bera berin fram sykruð með ísnum, Það er e.t.v. óvenjulegra, og jafnvel enn betra, að hita berin og bera þau fram heit með ísnum. Þá eru berin sett í pott ásamt svolitlu af sykri eftir smekk og síðan hit- uð undir loki við vægan hita þar til þau eru orðin heit í gegn, en ekki farin að springa mikið. Þeir sem vilja meiri vökva, sjóða ber- in í svolitlu af appelsínusafa, eða e.t.v. í portvínslögg, eða öðru heppilegu víni og hápunkturinn er auðvitað að búa til ísinn sjálf- ur. Það jafnast fátt á við heima- lagaðan ís ... Kökur með rifsberjafyllingu og e.t.v. rjóma eru glæsilegt kaffimeðlæti eða eftirréttur. Einnig er hægt að raða pönnu- kökum með rifsberjum á fat, strá e.t.v. ristuðum heslihnetum yfir og baka í um 10—15 mín. við 200°. Berið fram með mjúkum, þeyttum og ögn sætum rjóma, ís eða vanillusósu. Einnig er hægt að þeyta eggjahvítur og sykur saman, setja þetta yfir berja- pönnukökurnar og baka þar til hvíturnar hafa fengið á sig lit. Berið strax fram. Norðmenn hafa þann háttinn gjarnan á við ber að blanda þeim í þykkt pönnukökudeig, eða öllu heldur klattadeig, og baka þann- ig berin í deiginu rétt eins og venjulegar pönnukökur. Stráið síðan sykri á hvern klatta, stafl- ið upp nokkrum saman og berið fram eins og kökur, sem síðan er hægt að skera í gegnum. Þeyttur rjómi sómir sér vel með. Rifsber eiga vel við ýmsan mjólkurmat, ekki sízt skyr. Búið til skyrkrem úr 50—100 gr af skyri, pela af rjóma, þeyttum, og sætið með sykri og/eða hunangi. Slíkt krem er gott með berjum eða þá að berjunum er blandað í kremið. Látið það þá stífna í kæli í nokkrar klst. ef vill. Svona krem er hægt að setja í bakaða, kælda pæaskel eða í pönnukök- ur. Rifsber eru frábær í kökur úr skyri eða rjómaosti. Rifsber henta vel í botna, sbr. hér á eftir. Einnig er hægt að nota ávexti með, t.d. epli og/eða perur. Auk þess að borða berin heil, eins og þau koma fyrir, er hægt að setja þau í kvörn og hakka þau. Þá er rétt að bæta sykri í eftir smekk. Slíkt mauk má síð- an nota í hvers kyns krem, eitt sér á kökur, t.d. rjómatertur, rúllutertur eða pönnukökur, kalt eða heitt með ís. Og svo er hægt að frysta maukið, hrærið í því hreyfið pokana til eftir nokkrar klst. svo berin verði laus í þeim. Þegar berin á bökkunum eru frosin, eru þau sett í poka. Og síðan er hægt að taka af þeim í hina ýmsu rétti eftir því sem andinn innblæs ykkur ... Ef berin eru mikið þroskuð, er betra að frysta þau á stönglun- um og tína þau síðan frosin af þeim. Þá eru þau hörð og rifna ekki. Rifsber eru ekki aðeins góð í sæta rétti. Þau eru góð í salat úr venjulegu blaðsalati, kínakáli eða jöklasalati, gefa slíku salati frísklegt bragð og glæsilegt út- lit. Þau eru einnig góð í sósur með kjöti, t.d. lambakjöti og villibráð. Setjið berin í rétt áður en sósan er borin fram, svo þau hitni, en springi ekki. Ef þið hyggizt baka jólaköku, hvernig væri þá að nota rifsber í stað rúsína? Slík kaka geymist reyndar ekki eins vel og jóla- kaka, en hún er svo góð ný, að Rifsber meðan það frýs, nokkrum sinn- um, svo það verði ekki að ís- klumpi. I svona ísfroðu er vel til fundið að nota appelsínusafa. Og svo er það rifsberjasulta eða hlaup, hefðbundin geymslu- aðferð, sem frystirinn hefur e.t.v. gert umframa. En sultan er góð og stendur fyrir sínu. Og ef berin þroskast lítt, þá er gott að sulta þau, því í grænum berjum er meira af pektíni en þeim rauðu, og pektín er hleypiefni, sem sér til þess að sultan hleupi. Það fer vel á að nota krydd í sultu, t.d. negulnagla, engifer, kanil, allrahanda og vanillusyk- ur. Söxuð engiferhnýði í sykur- legi gefa rifsberjasultu einkar gott bragð. í stað þess að sjóða sultu er hægt að hræra berin með sykri eftir smekk og láta standa yfir nótt. Þá hafið þið sultu sem er frísklegri á bragðið en soðin sulta og c-vítamínrík- ari, því c-vítamín rýrnar við suðu. En þessi sulta geymist lítt nema í frysti. Og svo er hægt að frysta berin og varðveita þannig svolitla síð- sumarstemmningu fram á næsta sumar. Skolið þá berin, þerrið þau sem bezt, t.d. með því að breiða þau á þurr stykki, og tínið þau síðan af stilkunum. Frystið þau síðan á bökkum eða i pokum, þið þurfið varla að hafa áhyggj- ur af leifum. Og auk þess getið þið látið ykkur nægja að setja rifsber í hluta deigsins, en ekki endilega í allt deigið ... Rifsberjapæi Frakkar eiga sér einkar lyst- uga og girnilega pæa, sem þeir kalla gjarnan tarte. Þetta eru pæabotnar, sem þeir raða ávaxtasneiðum eða berjum í, baka stutta stund, kæla svo og pensla með ávaxtahlaupi. Pæ- arnir eru síðan bornir fram kaldir, einir sér, með þeyttum rjóma, sýrðum rjóma eða van- illusósu eftir smekk og aðstæö- um. Pæinn hér á eftir er orðinn til að franskri fyrirmynd. Þið ráðið hvort þið bakið berin eða ekki. f botninn er notað haframjöl. Einnig er hægt að hafa svolítið af grófsöxuðum heslihnetum i botninum. Það er einfaldast að þrýsta deiginu í formið, fremur en að fletja það út. Eftir að þið hafið þrýst og jafnað deiginu i mótið, getið þið geymt það í kæli eða í frysti. Botninn getið þið bakað daginn áður en hann er notaður. Ef þið ætlið að taka botninn úr forminu, þá notið lausbotna form. Botninn er svo stökkur að hann hrekkur auð- veldlega f sundur. Því getur ver- ið gott að láta hann standa áfram á botnplötunni, en losa aðeins hliðarnar frá. 3 dl haframjöl 1 dl hveiti 100 gr ískalt smjör 2— 3 msk sykur, gjarnan hrá- sykur 1 eggjarauða 1. Setjið ofninn á 200°. 2. Blandið saman haframjöli og hveiti, saxið smjörið saman við og myljið það saman við mjölið, svo blandan líkist grófum sandi. Hafið snör handtök, þvi smjörið á að bráðna sem minnst. Blandið rauðunni saman við og hnoðið deigið þar til það loðir saman en ekki lengur. Þrýstið deiginu í smurt form og látið það ná um 3—4 cm upp á barmana. Bakið deigið þar til botninn er orðinn fallega gylltur. Látið hann kólna. Fylling: um Vi 1 rifsber 1 dl flórsykur (1 msk kartöflumjöl) 3— 4 msk rifsberjahlaup 3. Ef þið hyggizt baka berin, setjið þá ofninn á 225°. Blandið saman berjunum og sykri, svo sykurinn leysist upp. Ef þið bak- ið kökuna, blandið þá kartöflu- mjöli í sykurinn áður en honum er blandað saman við berin. Hellið berjunum í kaldan botn- inn. Bakið nú í 10 mín. Takið kökuna út og látið hana kólna. 4. Bræðið rifsberjahlaupið með því að láta það standa í heitu glasi eða bolla, þar til það er orð- ið fljótandi, en þó enn þykkt. 5. Hellið hlaupinu yfir köld ber- in eða penslið þau, svo berin verði gljáandi. Látið nú kökuna jafna sig, t.d. í kæli, þar til hlaupið hefur storknað aftur. Berið þá kökuna fram. Ef ykkur finnst berin ekki verða nógu sæt með þessum syk- urskammti, þá sykrið frekar eft- ir smekk. ögn af kanel eða öðru hefðbundnu kökudufti gefur gott bragð, einnig smávegis af söxuðum engiferhnýðum í syk- urlegi. Rifsberjahlaup fæst í flestum búðum. Ef þið náið ekki í það, er hægt að nota annað hlaup sem ykkur lízt vel á, t.d. sólberja- hlaup. Og svo getið þið búið til hlaup úr ávaxtasafa, sem þið hleypið með matarlími. Appel- sínu- og sveskjusafi á einkar vel við rifsberin, auðvitað einnig rifssafi eða -saft, ef ykkur áskotnast það. Er móða á rúð- unum hjá þér? Ef til vill getum við leyst þetta hvim- leiða vandamál fyrir þig. Viö veitum frekari upplýsingar og tökum á móti pöntunum af öllu landinu. Símar: 91-79846, 42867, 96-22308, 93- 7369 og 99-1697. Fjöltak hf., Dalalandi 6 — Reykjavík kr. 2.990, kr. 1.390, kr. 980, kr. 1.390, kr. 350, kr. 295, kr. 1.290 mánudag — þriðjudag — miðvikudag Föt m/vesti, finnsk Stakir jakkar, finnskir Stakar buxur, finnskar Frakkar m/belti, finnskir Skyrtur m/belti Skyrtur 1/2-erma Blússur frá kr. 500,- til 1.290,- Peysur frá kr. 400,- til 600,- ítalskir skór Bolir — sokkar o.m.m.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.