Morgunblaðið - 04.09.1983, Page 30

Morgunblaðið - 04.09.1983, Page 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 Afmæliskyeðja: Ragnar Þorsteinsson rithöfundur 75 ára Á morgun, mánudaginn 5. sept- ember, verður Ragnar Þorsteins- son rithöfundur, fyrrum skip- stjóri, bóndi og bankastarfsmað- ur, sjötíu og fimm ára. Af þvi til- efni langar mig til að senda hon- um kveðju, og um leið vekja eftir- tekt á athyglisverðum og skemmtilegum manni. Tvennt er það sem vekur mér furðu, er mér kemur Ragnar í hug; — hvað hann hefur komið víða við og látið margt af sér leiða á þess- um þremur aldarfjórðungum og hitt hvað honum hefur tekist að sigla framhjá skerjum ellihrörn- unar og aldurdóms, hvatur í spori, léttur upp á fótinn, með ferskan svip í uppliti og andlitsdráttum. Asgeir Ragnar fæddist 5. sept- ember 1908 í Eyrardal við Súðavík í Álftafirði vestra, en það er það ábýli er Jón Ólafsson Indíafari og rithöfundur hlaut fyrir kóngsins mekt leigufrítt til æviloka, að endurgjaldi fyrir þjónustu sína. Foreldrar Ragnars voru Þorsteinn Ásgeirsson, lengi formaður við Djúp og kona hans, Rebekka Bjarnadóttir, saumakona. Þau eru í Vestfirskum ættum. Ragnar var elstur tíu systkina. Það var þröngt í búi. Ragnar hóf sjómennsku 12 ára, tók hið meira fiskimannapróf við Stýrimannaskólann 22 ára og var síðan stýrimaður og skipstjóri á fiskiskipum um 13 ára skeið, en hætti þá að mestu sjósókn. Þá stóð heimsstyrjöldin síðari sem hæst. Þá gerðist Ragnar bóndi á hinu forna stórbýli Höfðabrekku í Mýrdal og bjó þar samfleytt í tutt- ugu og fimm ár. Vann hann þá mikið og farsælt starf að slysa- varnamálum við stjórnun slysa- varnadeilda þar eystra og við björgunarstörf. Hlaut hann af- reksverðlaun Sjómannadagsins 1962 (ásamt björgunarsveit) fyrir björgun manna úr sjávarháska, og heiðursskjal frá Slysavarnafélagi íslands fyrir leit að flugvél á jökli. Ragnar var einnig barnakennari eystra um árabil og gegndi ýmsum opinberum störfum. Er Ragnar hætti búskap fluttist hann til höfuðborgarinnar og vann við mynttalningu hjá Seðla- bankanum f einn áratug eða svo, unz hann hætti þar störfum fyrir fáum árum. — En hann gat ekki alveg lagt árar i bát þegar hann hætti í bankanum, svo hann keypti sér bátshorn og lagði út árar á nýjan leik, fluttist upp á Akranes og gerðist háseti, véla- maður og skipstjóri á eigin útgerð. Ragnar er þríkvæntur. Fyrsta kona hans 1933, var Guðrún Gísla- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru fimm á lífi, öll gift og eiga börn. VANTAR ÞIG VARAHLUTI í Honda, Mazda, Mitsubishi eða Toyota? Nú eru tvær [ | verslanir, á Akureyri og í Reykjavík og þaö sem meira er þaö er sama verð fyrir noröan og sunnan Býður nokkur betur. Kúplingar Kveikjukerfi Startarar Altinatorar Vatnsdælur Tímareimar Viftureimar Olíusíur Loftsíur Bensínsíur Þurrkublöð Ventlalokspakkningar. Hvergi hagstæðara verð. VARAHLUT1R í ALLA JAPANSKA BÍLA NF VARAHLUTIR. Ármúla 22-105 Reykjavík. Sími 31919 DRAUPNISGÖTU 2, 600 AKUREYRI. SÍMI 26303. Magnabúdin, Tangargötu 1, Vestmannaeyjum Sólskinsvika í Þýskalandi Stuttar fjölskylduferðir í sérflokki 9/9 - 16/9 16/9 - 23/9 23/9 - 30/9 30/9 - 7/10 Þú flýgur í beinu þægilegu flugi til Luxemborgar þar sem bíla- leigubíllinn bíður á flugvellinum. Ekið er síðan til sumarhúsanna í Daun þar sem dvalist verður í næstu 8 dagana í góðu yfirláeti. Þar er hægt að gera ýmislegt sér til gamans, eins og að fara í sund, tennis, billard, mini-golf, tefla á útitafli, borða góðan mat eða bara baka sig í sólinni. Ekki er það til að spilla ánægjunni að stuttur akstur er til þorpanna við Mósel og Saar, þar sem alltaf er eitthvað um að vera á þessum tíma árs. Á 8. degi er ekið til Luxemborgar. Möguleiki að dvelja þar í nokkra daga á bakaleið. Einstaklings- 2 í stúdío verð: 3 í íbúð 4 í íbúð 4 í húsi 5 í húsi með bíl í B flokki með bíl í B flokki með bíl í C flokki með bíl í E flokki með bíl f E flokki Börn 2-11 ára fá kr. 3.900,- f afslátt. kr. 12.240.- kr. 11.560,- kr. 11.240.- kr. 11.570.- kr. 11.120.- Önnur kona Ragnars, 1972, var Matthildur Edwald. Hún dó 1975. Þriðja kona Ragnars, 1983, er Anna Hákonardóttir og starfar hún með Ragnari við sjómennsk- una. Þegar Ragnar hafði fest sig í sessi sem bóndi á Höfðabrekku, kominn á miðjan aldur, fann hann fyrst möguleika til þess að láta eftir löngun sem búið hafði honum rík í huga allt frá unglingsárum, en það var að fást við ritstörf, og byrjaði hann í smásagnagerð. Það gaf honum kjark til meiri átaka, og hann sezt niður og skrifar sína fyrstu skáldsögu, Víkingablóð, er kom út 1951. Sfðan hafa komið út átta skáldsögur og unglingabæk- ur, ein ævisaga, æviminningar Elíasar Pálssonar og minninga- þættir frá eigin æsku, ásamt smá- sögum Með hörkunni hafa þeir það, sem kom út 1976. Er þar að finna gagnmerka þætti frá upp- vaxtarárum hans og finnst mér sú bók merkust af því sem Ragnar hefur skrifað, ásamt sumum smá- sögum og frásögnum hans er víða hafa birst en ekki verið safnað til bókar og hafa sumar af þeim unn- ið til verðlauna. Ragnar Þorsteinsson á marga góða eiginleika í fari sínu. Hann er léttlyndur og óvílsamur, hag- sýnn og úrræðagóður. Litilmagn- inn á samúð hans óskifta og allir þeir sem lenda á refilstigum og hættuslóðum og eru fyrir borð bornir í ofríki lífsbaráttunnar, enda hefur hann sjálfur reynt sitt af hverju frá því að hann fyrst fór að berjast fyrir eigin tilveru. Vegna þess hefur honum verið það hugstætt að vinna að almennum slysavörnum, þessvegna hefur hann lagt starf að mörkum i slysavörnum og bjargarstarfi bindindismanna. Þessvegna eru þeir margir sem senda honum þakkir og kveðjur í dag. Börn Ragnars hafa boð inni síð- degis í dag i húsi Slysavarnafé- lagsins á Grandagarði fyrir venzlamenn, vini og velunnendur. Ég flyt Ragnari vini mínum árnaðaróskir og kveðjur frá okkur hjónum um leið og ég þakka hon- um ánægjulegt samstarf um ára- tugaskeið í Félagi íslenskra rit- höfunda, í Góðtemplarareglunni og Reglu musterisriddara. Lifðu heill. Indriði Indriðason Kveðja frá SVFÍ Góður vinur og traustur sam- starfsmaður stendur á merkum tímamótum á morgun, 5. septem- ber og fagnar 75 ára afmæli. Ekki ætla ég mér að tíunda lffshlaup þessa heiðursmanns svo mynd- rænt sem það þó er, sjómaður og bóndi, kennari og rithöfundur, og forustumaður í slysavarna- og björgunarstörfum í sinni sveit. Á hinum síðastnefnda vettvangi lágu leiðir okkar saman og einmitt þar voru vináttuböndin treyst. Það var líttreyndum erindreka SVFÍ mikill fengur að kynnast þegar á fyrstu starfsárum þeim öðlingum, sem stóðu í fylk- ingarbrjósti vaskra björgunar- manna á Söndum suður, Ragnari i Vík, Böðvari í Álftaveri, Sigur- geiri í Meðallandi og Páli í Öræf- um. Þótt þeir gjörólíkir að eðlis- fari þá var eitt þeim sameiginlegt, eldlegur áhugi fyrir þessu mikil- væga hugsjónastarfi, vinátta og tryggð, sem seint verður fullþakk- að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.