Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.1983, Blaðsíða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 Nina Ricci ilmvötnin eru heimsþekkt gæðavara. Nú er kominn nýr ilmur frá Nina Ricci. Selst í öllum helstu snyrtivöruverslunum landsins og apótekum. Heildversíun Péturs Péturssonar, Suöurgötu 14, símar 21020 og 25101. Skátamiðstödin að Snorrabraut 60. Ljfemyndir Mbl./KEE Skátarnir nú í alfaraleið - önnur hæð skátamiðstöðvarinnar að Snorrabraut opnuð SKÁTAR buöu gestum í nýbyggða miðstöð sína að Snorrabraut 60, föstudaginn 2. september. Tilefni þess var ekki einvörðungu að lífga upp á gráma hversdagsleikans held- ur einnig til að fagna því að 2. hæð þessa glæsilega húss hefur verið tek- in í notkun. A hæðinni er aðsetur Bandalags íslenskra skáta, Lands- sambands hjálparsveita skáta, Skátasambands Reykjavíkur og St. Georgsgildi, auk þess sameiginleg afgreiðsla, eldhús og lítill salur til námskeiðahalds og smærri funda. „Á Snorrabrautinni erum við í alfaraleið, og hafa áhrif þess þeg- ar komið í ljós,“ sagði Benjamín Árnason hjá BÍS þegar hann sýndi blm. Mbl. húsakynnin. „Hér hitt- ast skátar kvölds og morgna, fá sér kaffisopa, spjalla og taka til hendinni við ýmis störf. Hingað eru að sjálfsögðu allir velkomnir, það er einmitt svona miðstöð sem okkur hefur vantað, til að tengja saman hina ýmsu þætti skáta- starfsins. Að sögn Stefáns Kjartanssonar, formanns byggingarnefndar húss- ins, var leitast við að nota sem mest íslenska framleiðsu við bygg- ingu hússins og eru til að mynda öll húsgögn og innrettingar ís- lensk. Upphaf húsbyggingar skáta við Snorrabraut var 2. nóvember 1962 þegar þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Geir Hallgrímsson, færði skátahreyfingunni lóðina að Margt manna var samankomið á föstudag til að fagna opnun skáta- miðstöðvarinnar. Skátahöfðingi, Ágúst Þorsteinsson, þakkaði þeim sem hönd hafa lagt á plóginn og á þessari mynd sést hann næla næst æðsta heiðursmerki skátahreyf- ingarinnar, Skátakveðjunni, í barm Stefáns Kjartanssonar, formanns byggingarnefndar hússins. Snorrabraut 60 að gjöf í tilefni þess að þann dag voru 50 ár liðin frá stofnum fyrsta skátafélagsins i Reykjavík. Það var þó ekki fyrr en á árinu 1979 að farið var að vinna af krafti við undirbúning byggingarinnar og var teiknistof- an Teiknun sf. fengin til að teikna húsið. Vorið 1980 var byggingar- leyfi fengið og 24. júni sama ár tóku nokkrir tugir ungra skáta fyrstu skóflustungurnar að hús- inu, hver með sinni skóflu. Neðsta hæð hússins var síðan tekin í notkun 1981. Þar er Skátabúðin er til húsa og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur þar bílageymslu og aðra aðstöðu. Nú hefur önnur hæð hússins einnig verið opnuð og stefnt að því að þriðja hæðin, sem hýsa á skátastarf í þessum bæj- arhluta, verði tekin í notkun að ári liðnu. Húsið er á þessum þremur hæð- um alls 1.513 fermetrar. Heildar- kostnaður við bygginguna er nú um 10 milljónir króna og er reikn- að með að kostnaður við loka- áfangann sé um 4 milljónir króna. ALLIR ÞEKKJA ÍSINN ís eða púsluspi! í verðlaun En veist þú hvar þessi glæsilegi gosbrunnur er? Ef svo er klipptu þessa auglýsingu út og skilaöu henni á stað- inn, og þú færö ís (eða púsluspil) í verðlaun. Gildir aðeins í dag 4. september 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.