Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983
87
*
ÁFÖRNUM
VEGI
Íl
|jg^
„Ætli ég eigi ekki
um 20 bíla af
þessari árgerö“
— rætt við Henry Stefánsson sem
endursmíðar Chervolet '57 í tómstundum
„ÞETTA er mjög dýrt áhugamál,"
sagði Henry Stefánsson, sem
endursmíöar Chervolet árgerð ’57 {
fristundum. Henry hefur verið bú-
settur í Bandaríkjunum síðastliðin
14 ár og m.a.rekið þar mótel ásamt
konu sinni, Ágústu Garðarsdóttur.
Nú vinnur hann við glervinnu í
Flórída og í fristundum dyttar
hann að bflunum sem hann hefur
safnað að sér. „Ætli ég eigi ekki
um 30 bfla í allt og þar af um 20 af
þessari árgerð,“ sagði Henry. „Ég
kaupi notaða gamla bfla í allavega
ástandi, suma nota ég bara í vara-
hluti, en aðra ætla ég að geyma þar
til ég sest í helgan stein, þá verður
ágætt að hafa eitthvað að dunda
við.
Ég hef verið með bíladelluna
lengi og gerði upp einn Chervolet
'57, hann seldi ég þegar ég fór út
og frétti síðast af honum í
Skagafirði. Þetta „hobby" er
mikið stundað út í Bandaríkjun-
um og Chervolet hvað vinsælasti
bílinn til að gera upp. Það er
töluvert til af þeim en þeir eru
orðnir dýrir vegna vinsældanna.
Ég geri þessa bíla upp frá grunni
og getur það tekið um tvö ár. Ég
hef lært þetta af sjálfum mér,
það er eins og þetta sé í blóðinu
þegar maður er með bíladellu.
Það er líka ýmislegt í kringum
þetta, til dæmis þarf maður
stundum að leggja á sig ferðalag
til nágrannafylkjanna til að
kaupa bíla sem maðu hefur frétt
af. Við Ágústa eigum jörð ná-
lægt heimili okkar og þar geym-
um við bílanna, þá bestu inn í
bílskúr og hlöðu, en hina í girð-
Agústa og Henry: Við ætlum að koma oftar.
Ég hef endurnýjað allan öryggis- Gamla vélin sem ný.
búnað í bflnum.
Ljósmyndir Mbl. Guðjón.
ingu. Stundum sel ég bílana sem
ég hef gert upp, ef ég fæ nógu
gott tilboð í þá, en annars er
þetta bara áhugamál hjá mér.
Síðasta ár vann ég eingöngu i
þessum bíl, þar sem ég ætlaði að
taka hann með mér í fríið til
fslands. Við höfum farið þó
nokkuð á honum, ég skrapp til
dæmis til Stokkseyrar um dag-
inn og leitaði uppi gamla kunn-
ingja, en ég bjó þar til ellefu ára
aldurs. Það þekktu mig allir þar,
þannig að ekki hef ég breyst
mikið, síðan ég var ellefu. En við
höfum ekki lagt í að fara á bíln-
um mikið út fyrir malbikið. Við
höfum tekið okkur langt frí hér
enda ekki komið hingað heim í
átta ár, en nú erum við ákveðin í
að koma oftar, og láta ekki líða
svona langt á milli.
Sigruð minnimáttarkennd
ÞESSA mynd af Gunnari
Bjarnasyni fundum við í mynda-
safni þáttarins. Hann er hér að
taka við heiðurstrabantskjali úr
höndum manns frá Trabant-
verksmiðjunum í Austur-Þýska-
landi og slógum við á þráðinn til
Gunnars og spurðum hann um
ástæðu afhendingarinnar og
myndatökunnar.
„Já, það var nú þannig að við
Trabant-eigendur stofnuðum
klúbb á dögunum og nefndum
hann „Klúbburinn skynsemin
ræður". Það kom þannig til að í
fyrrahaust þurfti ég að kaupa
mér bíl sem ég gæti snattast á í
hesthúsið og svona og fór að lit-
ast um. Eftir að hafa kannað
stóra bíla og smáa, sá ég að
Trabant var það ódýr að ég gat
fengið nokkra fyrir sama verð og
einn bíl af annarri tegund. Ég
talaði því við nokkra Trabant-
eigendur og þeir létu alveg ágæt-
lega af bílnum og líktu honum
við yfirbyggt mótorhjól. Ég var í
æsku einn af mótorhjólagæjum
landsins, en ég var ekki viss um
hvort ég I minni stöðu gæti látið
sjá mig á Trabant. Ég hugsaði
um þetta og fann að annarsvegar
var snobbið i mér og hinsvegar
skynsemin. Og ég lét skynsemina
ráða og keypti Trabant. Eftir
það fór ég að veita athygli
hvernig bílum fólk var á og sá að
bæði lágtekjufólk og ungt fólk
var á gömlum dýrum bílum og
fannst leiðinlegt til þess að
hugsa að þetta fólk hefði
kannski rétt svo haft efni á að
kaupa þessa bíla og svo þegar
eitthvað færi að bila hefði það
ekki ráð á rándýrum varahlut-
unum. Ég ákvað þvi að stofna
félag með Trabant-eigendum, og
nefndum við hann þessu nafni
„Klúbburinn skynsemin ræður"
og límdum miða með þessum
texta á afturrúðu bílanna. Fólk
glottir oft til manns f umferð-
inni af því maður er á Trabant,
en þegar það rekur augun í mið-
ann finnur það eflaust fyrir því
að þetta er bara snobb. Eins og
ég sagði við konu sem spurði mig
um hvort þessi klúbbur væri
ekki bara stofnaður af minni-
máttarkennd Trabant-eigenda:
Nei, hann ber vott um sigraða
minnimáttarkennd.
S n
Gunnar Bjarnason, til vinstri, teknr við heiðurstrabantskjalinu úr höndum Johann Knöchel
fri Trabant-verksmiðjunum.
Þessa miða hafa klúbbfélagar límt í afturrúðu bfla sinna.
■JJHI DJyi lll
I