Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 04.09.1983, Síða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 94 Fólk hefur ekki síður prests- vitund en safnaðarvitund Eldsnemma í fallegri morgun- birtunni hittum viö séra Þóri Stephensen niðri í Dómkirkju og inntum hann eftir áliti hans á safn- aðarvitund fólks, bætum því við að okkur virðast Reykvíkingar sækja mjög yfir sóknarmörk. — Ég held að það séu ýmsar ástæður fyrir því að fólk sækir hingað, sem á sókn annars stað- ar. Dómkirkjan er eina kirkja þjóðkirkjufólks í Reykjavík til 1940. Þá er söfnuðinum skipt og nýir söfnuðir verða til í Reykja- vík. Hinir söfnuðirnir komu ekki strax upp kirkju — og enn er Stór hluti þeirra, sem sækja hér kirkju, úr öðrum söfnuðum. Eitt vorið fermdust hér börn úr öll- um söfnuðum Reykjavíkur og allt sunnan frá Vatnsleysu- strönd. Þá er ekki verið að sækja hingað vegna prestsins heldur vegna kirkjunnar, hún er þjóðar- helgidómur í margra augum. Sá söfnuður, sem býr nú innan sóknarmarka, sækir hingað at- hafnir, kirkjusókn var hér árið 1980 að meðaltali 135 f messu og 155 árið 1981. Þjóðfélagið er 1 mótun, fólk er að flytja utan af landi. Þegar fólk kemur f bæinn leitar það prests, sem það þekk- ir, það hefur ekki síður prests- vitund en safnaðarvitund. Heldurðu að það skapi vin- sældakapphlaup milli presta? — Vonandi ekki, það er víst að enginn prestur reynir að krækja sér í prestsverk. Hvernig telurðu að ætti að glæða safnaðarvitund fólks? — Eitt það bezta til að stuðla að safnaðarvitund er að hús- vitja. Þegar ég var prestur úti á landi húsvitjaði ég reglulega, sérstaklega í sóknunum, þar sem ég bjó ekki. Langbezta kirkju- sóknin er þar, sem messað er reglulega og húsvitjað reglulega. Þetta er erfiðara í fjölmenni, en ef presti finnst starfið ekki ganga nógu vel getur hann ekk- ert betra gert en að húsvitja. Þú leggur ábyrgðina á herðar prestsins. En á ekki söfnuðurinn að fínna til samábyrgðar? — Mér finnst kirkjufólk sýna æ meiri ábyrgðartilfinningu. Sóknarnefndarfólk finnur til ábyrgðar, það fer vaxandi að konurnar í kirkjukvenfélaginu aðstoði við barnastarfið og þegar leitað er til safnaðarins bregzt hann vel við eins og t.d. þegar við leituðum eftir fjárframlög- um til að endurnýja kirkjuna. Finnurðu til tengsla við söfnuð þinn? Það er sagt að margir íbúar Reykjavíkur viti ekki hvaða söfnuði þeir tilheyra, viti þá ekki heldur hver sé safnaðarprestur þeirra, enda leiti þeir eftir prestsþjónustu og safnað- arsamveru eftir öðrum hugmyndum en þeim að þeir vildu helst vera með söfnuði sínum og safnaðarpresti. Sé þetta rétt má þó Ifka fullyrða að fjöldi fólks í Reykjavík veit bæði hver er sókn þess og sóknarprestur og starfar af dug og dáð í söfnuöin- um. Það er engin skylda að leita til eigin safnaöarprests eða safnaðar, hverjum er heimilt að óska eftir prestsverkum hjá hvaða presti sem er og sækja hvað safnaðarkirkju sem er. Þeim, sem finnst æskilegast að safnaðarfólk leiti til eigin sókn- arprests og safnaðar, færa t.d. fram þau rök að það styrki allan söfnuðinn að safnaðarfólk ræki sinn eigin söfnuð, finni að þar á það athvarf og starfsvettvang, enda þurfi það til svo að unnt sé að byggja upp lifandi og starfsaman söfnuð. Þau telja að það komi í veg fyrir ókristilega togstreitu milli presta og safnaða að hver ræki sinn eigin söfnuð. Hin, sem mæla með því að fólk bindi sig ekki endi- lega við söfnuð sinn í þéttbýlinu, segja t.d. að hverjum verði að vera frjálst að sækja þangað, sem þeim þykir best að vera, leita tengsla við þau, sem þeim þykir best að vera með. Með því fái starfskraft- ar þeirra notið sín og ella myndu þau ef til vill hvergi sækja kirkju og ekki finna sálum sínum hinn kristna frið. Þau segja að í raun- inni sé það enda útilokað að hneppa fólk í þá átthagafjötra að i verða að sækja söfnuðinn þar sem það býr. ★ ★ ★ Við leituðum til fjögurra Reyk- víkinga sem við töldum hlynnta kirkjunni þótt við vissum ekki nánar um áhuga þeirra á safnað- arstarfi og spurðum hvort þeir fyndu til tengsla við söfnuð sinn. Pétur, 35 ára: Ég finn ekki til tengsla við þennan söfnuð, sem ég bý í núna. Aður bjó ég úti á landi og fann þá sterklega til þess að ég tilheyrði þeim söfnuði. Mér finnst ég allt eins tengdur öðrum söfnuð- um hérna og söfnuðinum, þar sem ég bý. Þegar ég fer til messu get ég alveg eins keyrt nokkra vegalengd, ég fer bara þangað, sem mig lang- ar til að fara. Jú, ég sakna þess auðvitað að eiga ekki heimakirkju eins og í gamla söfnuðinum, það væri auðvitað bezt. Helga, 54 ára: Hreint engin. Við förum til kirkju í öðrum söfnuði af því að við kunnum vel við prestinn þar og starfið í söfnuðinum. Kannski hefur það líka áhrif að formaður kirkjukvenfélagsins er vinkona mín og hefur t.d. boðið mér á biblíulestrana þar. Ég fer í kirkju til að eiga góðar stundir, það er aðalatriðið. En ég vildi gjarnan að þessi kirkja væri min sóknarkirkja og af því að við erum að hugsa um aö flytja held ég að við reynum að finna okkur hús- næði í söfnuðinum þar. Sigurbjörn, 19 ára: Já, ég sæki frekar kirkjuna í mínum söfnuði en annars staðar. Mér þykir vænt um kirkjuna og þekki vel prestinn og hef meiri ahuga á að vera þar og starfa þar en annars staðar. Mér finnst starfið athyglisvert og gott að því leyti að það er mikið reynt að gera þótt undirtektir séu ekki alltaf eftir því. Margrét, 23 ára: Mér finnst ég vera tengd minni kirkju. Ég tengdist henni strax þegar ég var lítil, þá gekk ég hérna í sunnu- dagaskóla og mamma var f kirkju- kórnum. Það er oftast eitthvað um að vera f kirkjunni og mér finnst hún lífleg, vinir mínir eru þar lfka og við förum oft f messur. Laugin Betesda 14. sunnudagur eftur trinitatis Jóh. 5.1-15 „En læknaði maðurinn vissi ekki, hver hann var, því að Jesús hafði leynzt brott, enda var þröng á staðnum." Svo fer okkur og oft. Við hljðtum lækningu, huggun, blessun, uppörvun, gleði, við „björgumst frá slysi í hversdeginum — og við vitum ekki að það var Jesús, sem hjálpaði okkur. Lífið breytist sífellt, það sýnir okkur gæzku og ógn, við finnum til gleði og kvíða og svo margra tilfinninga. Jesús er hjá okkur, hann er hjá okkur í erfiðleikum okkar og hamingju, hann gefur okkur gjafir dag eftir dag, mismunandi gjafir og allar fallegar, sumar stærri en aðrár. Þökkum honum, lofum hann fyrir þetta. Það eykur lífskjark okkar, dýpkar hamingju okkar, grynnir kvíða okkar, stillir sorg okkar. Þótt Iífið virðist stundum ógnþrungin samkeppni eins og við laugina í Betesda, þar sem hver kepptist við annan um að verða fyrstur ofan í, þá megum við treysta því að í þeim æðibunugangi mætir Jesús okkur, hann talar við okkur og gefur okkur gjafir, sem eru öllum öðrum eigum dýrari. Þjónustuhlutverk kirkjunnar Við náðum tali af þjónandi presti í einni af fámennustu sókn- inni í Reykjavík, sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni í Ássókn, og báð- um hann að segja lítið eitt frá sinni sókn. Fyrir þá sem ekki þekkja til skal tekið fram, sagði Ámi, að i Ássókn er nú í byggingu stórt og veglegt guðshús. Hingað til hef- ur söfnuðurinn fengið inni i samkomusal að Norðurbrún 1 með messur og aðrar kirkjulegar athafnir. Þótt sóknin sé fámenn tilheyra henni þrjú elliheimili, þ.e. Hrafnista, Dalbraut og Norðurbrún, ennfremur stórt sjúkrahús. Þar eð sóknina hefur vantað eiginlegt kirkjuhús hefur reynst erfitt um vik að byggja mark- visst upp starf innan safnaðar- ins hvort heldur er á hinu and- lega eða félagslega sviði. Það er sama sagan við byggingu kirkna sem annarra húsa, að mest öll starfsorka sjálfboðaliðanna i söfnuðinum fer til þeirrar bygg- ingar, svo lítill tími verður eftir til að byggja upp á öðrum svið- um. Það er sama hvort sóknir eru litlar eða stórar, allt safnaðar- starf er blómlegra og árangurs- ríkara þar sem presturinn hefur aðgang að fórnfúsum aðstoðar- mönnum bæði leikum og lærð- um. Ekkert er eins ánægjulegt og að sjá margar framréttar hendur, einkum til starfa meðal barnanna, eins og reyndin hefur verið i Ássókn. Vissulega þyrfti söfnuðurinn einnig að ráða til sín starfsfólk til ákveðinna starfa s.s. eins og safnaðarsyst- ur, en fjárfrekar byggingar- framkvæmdir hamla slíku. Hvað safnaðarvitund fólks snertir, er hún upp og ofan eins og gerist og gengur. Margir halda tryggð við sitt gamla sam- félag þótt þeir flytjist milli hverfa og stundum ræður kunn- ingsskapur við þjónandi presta hvert einstaklingarnir sækja kirkjuathafnir. Hins vegar ætti starfsfólk kirkjunnar, þ.e. sjálfboðaliðarnir, að hafa tök á því að vera færanlegt milli safn- aða eftir því hvar þörfin er brýn- ust hverju sinni. Presturinn þyrfti að geta skipulagt starf safnaðarins að einhverju leyti út frá því. Verkefni kirkjunnar eru óþrjótandi og hlaðast fremur upp en hitt. Við skulum vona að bæði hið opinbera svo og kirkju- fólk sjái sívaxandi þörfina fyrir þjónustuhlutverk kirkjunnar í okkar samtíð. Biblíulestur vikuna 4.—10. september Allir eru ábyrgir Sunnudagur 4. sept.: I. Mós. 9. 1—17: Sáttmáli Guðs við okkur. Mánudagur 5. sept.: Jes. 65. 1—3: Miskunn Drottins. Þriðjudagur 6. sept.: Mark. 2. 13—17: Fylg /m mér. Miðvikudagur 7. sept.: Jóh. 3. 1—8: Okkur ber að taka afstöðu. Fimmtudagur 8. sept.: Post 1. 8—9: Við munum öðlast kraft. Föstudagur 9. sepk Efesusbr. 5. 1—13: Vöndum lif okkar. Laugardagur 10. sept.: Mark. I 3—8: Blessun orðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.