Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.09.1983, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1983 95 Víðtækum viðskiptaviðræð- um við Sovétmenn lokið í síðustu viku fóru fram víðtæk- ar viðræður í Moskvu um viðskipti íslands og Sovétríkjanna. Hér var um tvennskonar viðræður að ræða. Annars vegar við utanríkisvið- skiptaráðuneytið um framkvæmd gildandi viðskiptasamnings í ár, og horfur á áframhaldandi viðskipt- um, og hins vegar viðræður ís- lenskra útflytjenda og olíufélag- anna við sovésk ríkisviðskiptafyr- irtæki um nýja sölu- og kaupsamn- inga. Þessar upplýsingar koma fram í frétt viðskiptaráðuneytisins. í hinum árlegu viðræðum við utanríkisviðskiptaráðuneytið tóku þátt af íslands hálfu full- trúar viðskiptaráðuneytisins, sendiráðsins í Moskvu og helstu viðskiptaaðilar við Sovétríkin og samtaka þeirra. Það var sam- dóma álit beggja aðila að við- skiptin hefðu gengið vel og horf- ur væru góðar um framhald þeirra á grundvelli viðskipta- samningsins, sem gildir fyrir ár- in 1981-1985. Af hálfu íslensku nefndarinn- ar var lögð mikil áhersla á að auka nú þegar sölu á íslenskum vörum, einkum saltaðri síld, freðfiskflökum og lagmeti til að draga úr greiðsluhallanum við Sovétríkin. Eftir miklar umræð- ur féllust Sovétmenn á að kaupa 160 þús. tunnur af síld saltaðri á þessari haustvertíð, og er þetta stærsti síldarsamningur sem gerður hefur verið við Sovétrík- in. Framkvæmdastjóri síldar- útvegsnefndar annaðist samn- ingsgerðina við Prodingtorg. Hins vegar var talið útilokað að kaupa meiri freðfiskflök á þessu ári, þar eð árskvótinn, 17 þús. tonn, hefði verið fullnýttur. Gert er ráð fyrir viðræðum um freð- fisksölur á næsta ári í nóvem- bermánuði nk. Upplýst var að hægt væri að gera viðbótarsamning um sölu á lagmeti til afgreiðslu á þessu ári og er unnið að þeim samningi á vegum Sölustofnunar lagmetis. Er hér um verulega aukningu að ræða. íslenska nefndin gerði grein fyrir íslenskri framleiðslu á ým- iskonar vélum og tækjum fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu, sem þróast hafa á undanförum árum og ætla mætti að gæti hentað vel fiskiðnaði Sovétríkjanna. Ennfremur var mælst til þess að Sovétmenn keyptu meðalalýsi ____'esió reglulega af ölmm fjöldanum! og kindakjöt af íslendingum. Lofað var að þessi mál yrðu tek- in til athugunar. Þá ræddu fulltrúar viðskipta- ráðuneytisins og olíufélaganna einnig við Sojuznefteexport um fyrirhuguð kaup á svipuðu magni af olíuvörum á næsta ári og keypt hafði verið í ár. Bráða- birgðasamkomulag var undirrit- að, en ekki verður gengið frá endanlegum samningi fyrr en í nóvbembermánuði nk. Varnarliðið hefur ósjaldan veitt okkur liðsinni við björgunarstörf þannig að það var að sögn Hannesar Hafstein ánægjulegt verk- efni hjá Slysavarnafélags- mönnum fyrir skemmstu að geta aðstoðað varnar- liðsmenn við að flytja þyrluspaða upp á Kaldadal, þar sem þyrla þeirra-lenti vegna bilunar á einum þyrluspaða. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. áfe, '>* n ara m forusta! innihurðir VELIUM ÍSLENSKT Bjóðum úrval glæsilegra innréttinga með fjölbreyttum uppsetningarmöguleikum. 20 ára reynsla segir meira en mörg orð. - Lítið við og skoðið úrvalið. Gerum verðtilboð, teiknum, og ráðleggjum þeim sem þess óska. Aðili að svensk Mobelinstetute Fallegt handbragð í fyrlrrúml. S m i \ fm t; R ^ FORÐIST EFTIRLÍKINGAR JPinnréftingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.