Morgunblaðið - 13.09.1983, Side 1

Morgunblaðið - 13.09.1983, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 208. tbl. 70. árg._ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 Þotufarþegarnir biðu | dauðans í 12 mínútur - Prentsmiðja Morgunblaðsins Sérfrædingur Kóreuflugfélagsins skoóar brak úr kóreönsku farþegaþotunni, sem fannst rekið á fjörur í Japan. Brakið er úr einum stjórnfleti flugvélarinn- ar. AP/Símamjnd. Árásir á gæzluliða og friðarviðræður í strand Tókýó, 12. september. AP. LJÓSTT er nú að farþegar kóreönsku þotunnar, sem Rússar skutu niður, biðu dauða síns í 12 mínútur eftir að flugskeyti sovézku orrustuflugvélanna hæfðu þotuna, samkvæmt upplýsing- um úr varnarmálaráðuneyti Japans. Þotan féll hægt til jarðar í víðu gormflugi, sem svo er kallað, þar sem hún hélt einhverjum flugeiginleikum eftir að flugskeyti, sem leita uppi hita, eyðilögðu einn eða fleiri hreyfla henn- ar. Hægri flokk- urinn tapar Osló, 12. september. Frá Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. ALLT stefndi í stórtap Hægri flokksins í bæjar- og fylkiskosn- ingunum í Noregi, en helmingur atkvæða hafði verið talinn þegar Mbl. fór í prentun. Verkamannaflokkurinn bætti stórum við sig, og ef kos- ið hefði verið til þings hefði flokkurinn náð stjórnartaum- unum í sínar hendur. Fram- faraflokkurinn bætti einnig verulega við sig, en þó ekki sem nam tapi Hægri, og má segja að hægri bylgjan í Nor- egi sé að dvína. Tölur bentu til þess að Hægri, sem bætt hefur við sig í öllum kosningum i rúman áratug, fengi 27—28% at- kvæða, eða rúmlega fjórum prósentustigum minna en fyrir fjórum árum. Einnig að Verkamannaflokkurinn mundi bæta við sig um fimm pró- sentustigum miðað við 1979. Flokknum hafði verið spáð fylgisaukningu í skoðanakönn- unum. Samkvæmt þessu hafa farþegarn- ir ekki dáið í svefni nóttina sem þot- an var skotin niður, eins og fjöl- margir aðstandenda farþeganna höfðu látið í ljós vonir um. Bandariska utanríkisráðuneytið afhenti Rússum formlega kröfugerð í dag um bætur fyrir dauða 61 Bandaríkjamanns, sem voru meðal farþega þotunnar, en samtals voru 269 manns um borð, farþegar og áhöfn. Bandarískur þingmaður hvatti Ronald Reagan forseta til þess í dag að meina sovézkum íþróttamönnum þátttöku í ólympíuleikunum í Los Angeles að ári ef Rússar biðjist ekki opinberlega afsökunar á því að granda kóreönsku þotunni og borga fjölskyldum hinna látnu bætur. Hermt er að Rússar séu að gera tilraunir með eldflaug, sem mikil leynd hvíli yfir, á þeim slóðum sem kóreanska þotan var skotin niður. Nýja flaugin sé afbrigði af SA-12 flauginni og er henni ætlað að granda MX og öðrum langdrægum kjarnorkuflaugum Bandaríkja- manna. Blaðið Washington Post sagði í dag að á undanförnum fimm árum væri vitað um 21 atvik, þar sem bandarískar þotur, sem búnar voru nákvæmlega sömu siglingatækjum og kóreanska þotan, flugu talsvert Beirút, 12. september. AP. LEYNISKYTTUR í hverfum shíta gerðu skotárásir á stöðvar banda- rísku gæzluliðanna í Líbanon skömmu eftir dögun og aftur eftir sólsetur, sem var svarað, og særð- ust þrír gæzluliðar. Einnig kom til harðra átaka líbanskra stjórnar- hermanna og sveita drúsa og vinstrisinnaðra stuðningsmanna þeirra við hernaðarlega mikilvægt þorp á veginum frá Beirút til fjall- anna í kring. af leið, í einu tilviki 400 kílómetra frá áætlaðri flugleið. Grikkir stóðu lengi í vegi fyrir sameiginlegri yfirlýsingu ríkja Efnahagsbandalags Evrópu vegna árásar Rússa á kóreönsku þotuna, og neituðu einir að skrifa undir, en á síðustu stundu var samþykkt veikt orðuð málamiðlun, þar sem ekki er minnst á hlut Rússa. Sjá nánar fréttir á bls. 18. Noregur: Framfærslu- vísitala lækk- aði um 0,2% ()sló, 12. september. AP. Framfærsluvísitalan f Noregi lækk- aði í ágústmánuði um 0,2% frá því, sem hún var í júlí. Vísitala fyrir föt og skó lækkaði um 1,9% vegna útsalnanna, sem fram fara á þessum tíma árs og vísitala fyrir matvæli lækkaði um 0,5% vegna lækkunar á grænmeti, en verðlag á því lækkar yfirleitt eitthvað á þessum árstíma. Fulltrúar Bandaríkjanna og ýmissa Arabaríkja reyna nú af fullum krafti að stilla til friðar í borgarastríðinu í Líbanon, en þær tilraunir hafa siglt í strand vegna kröfu Walid Jumblatts, drúsaleið- toga, sem studdur er af Sýrlend- ingum, um að stjórnarherinn hverfi úr Chouf- og Aley-fjöllun- um. Bandarísku gæzluliðunum hefur borizt liðsauki 2.000 landgönguliða flotans frá Indlandshafi. Reagan forseti lét flytja sveitirnar til í framhaldi af árásum á gæzlulið- ana á síðustu vikum. ísraelar vöruðu drúsa við í dag og kváðust mundu gera loftárásir á stöðvar þeirra ef þeir létu til skarar skríða gegn óbreyttum kristnum borgurum í borginni Deir Al-Kamar, sem er umsetin, í Chouf-fjöllunum. Matarbirgðir eru á þrotum í borginni, en talið er að þar hafist um 30 þúsund flótta- menn úr röðum kristinna við. Kristnir falangistar halda því fram að sveitir drúsa, Sýrlendinga og Palestínuskæruliða hafi framið fjöldamorð á óbreyttum kristnum borgurum í þorpinu El-Bire. Hef- ur því verið vísað á bug að Palest- ínuskæruliðar hafi átt aðild að fjöldamorðum í Líbanon. Ásakan- ir um fjöldamorð hafa verið gagn- kvæmar að undanförnu milli stríðandi fylkinga í Líbanon. Hundruð líbanskra manna, kvenna og barna úr röðum krist- inna manna og múhameðstrúar, flýðu í dag inn á yfirráðasvæði ísraela í Suður-Líbanon. Kvaðst fólkið á flótta undan sprengju- regni drúsa í Chouf-fjöllunum. Shamir semur Jerúsalem, 12. seplember. AP. YITZHAK Shamir utanrikisráðherra náði í dag samkomulagi við fimm flokka um myndun nýrrar samsteypu- stjórnar í ísrael, og flokkarnir ráöa 62 atkvæöura af 120 í þinginu. Shamir sagðist mundu freista þess að fá Verkamannaflokkinn til stjórnarsamstarfs, en flokkurinn hefur kveðið upp úr um að hann gangi ekki í eina sæng með sam- steypuflokkunum undir forystu Shamirs, nema sveigt verði harka- lega af stefnu stjórnar Begins, en leiðtogi samsteypuflokkanna fimm sagði að áfram yrði starfað í anda Begins. Nær búið að reisa Kielland við SUvangor, 12. september. Frá Kristjáni (.udlaugssyni frétUriUra Mbl. „Olíuborpallurinn Alexander Kielland, sem hvolfdi í marz 1980, mun aftur komast á réttan kjöl,“ sagði Olav Streimler blaðafulltrúi Stolt-Nielsen fyrirtækisins, sem vinnur að því að rétta pallinn úti í Gandsfirði fyrir utan Stavanger. í viðtali við fréttaritara Mbl. sagði Streimler of snemmt að segja að framkvæmdirnar hefðu heppnast. Enn væri eftir að snúa honum rúmar 30 gráður, og þeg- ar hann væri kominn á réttan kjöl, yrði að ganga þannig frá að honum hvolfi ekki að nýju. Pall- inum hefur verið snúið rúmar 140 gráður. Seint á morgun verður ljóst, hvort endanlega hefur heppnast að snúa borpallinum. Norska tryggingafélagið Veritas lét þá skoðun í ljós fyrir þremur vikum, að líkurnar á að heppnast mætti Hluti íbúðabyggingarinnar á borpallinum Alexander Kielland komin upp úr sjávarfletinum. Myndin var tekin á sunnudag og í millitíðinni hefur pallurinn verið reistur enn meira. f Ijós kemur í dag hvort takast mun að reisa pallinn alveg við. AP/Símamynd. að snúa borpallinum væru minni en 50% og sérfræðingar félagsins töldu að allar líkur væru á að ibúðabyggingin ofan á pallinum myndi hrynja af er honum væri snúið. Þetta hafa reynst hrakspár. íbúðabyggingin er komin að mestu upp úr sjónum og nú er unnið af kappi að tryggja fest- ingar hennar, svo hún falli ekki af meðan lokið verður við að reisa pallinn við. Um borð í Alexander Kielland voru 212 manns þegar ein af und- irstöðum hans gaf sig í illviðri og honum hvolfdi. Alls létust 123 en 89 var bjargað. Meðal þeirra sem fórust var einn íslendingur. Þeg- ar pallinum hefur verið snúið við mun lögreglan fara um borð og leita þeirra sem saknað er, og reiknað er með að hægt verði að bera kennsl á líkin með aðstoð tannkorta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.