Morgunblaðið - 13.09.1983, Side 22

Morgunblaðið - 13.09.1983, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983 • Fyrirliðí Kölnar Strack og Toni Schumacher, sem er nú á sölulista hjá félaginu. Hann hefur verið óvæginn í gagnrýni að undanförnu á stjórnina og því settur út í kuldann. Varamarkmaðurinn bjargaði Köln: Schumacher á sölulista Markvöröurinn frægi Toni Schumacher á nú í miklum deilum við félag sitt FC Köln. Toni hefur deilt mjög hart á stjórn félagsins og þjálfara að undanförnu og það varö til þess aö hann var settur út úr liðinu og lék ekki með um síöustu helgi er Kölnarliðið mætti Mannheim á útivelli. Jafntefli varö í leiknum, 2—2. En Mannheim átti sigurinn skiliö. Það var aöeins stjórkostleg mark- varsla sem bjargaði Köln frá tapi. Varamarkvöröur Köln- arliösins varöi hvaö eftir annað á yfirnáttúrulegan hátt og fékk hæstu einkunn 1 í öllum blöðum í V-Þýska- landi eftir leikinn. Þaö er þvf með öllu óvíst hvort Toni fer nokkuð í markið á næstunni. Heyrst hefur aö forseti FC Barcelona hafi áhuga á aö kaupa Toni en söluverð hans frá liði Köln er 2 milljónir marka. Og það eru ekki mörg lið sem geta snarað út slíkri upphæð. Úrslitin í V-Þýskalandi ÚRSLIT leikja í V-Þýskalandi, 1. deild, um helgina. Innan sviga er staðan í hálfleik: Werder Bremen — FC Nuremberg Bayer Uerdingen — VFB Stuttgart Fortuna DUsseldorf — Hamburger SV VFL Bochum — Borussia Mönchengl. Arminia Bielefeld — FC Kaiserslautern Eintracht Brunswick — Bayern MUnich SV Waldhof Mannheim — FC Cologne Kickers Offenbach — Eintracht Frankfurt Bayer Leverkusen — Borussia Dortmund 2—0 (0—0) 3—2 (2—1) 2— 3 (1—2) 0—4 (0—0) 3— 2 (3—1) 1—2 (0—1) 2—2 (1—2) 2—1 (1—0) 4— 2 (1-1) Tvöfaldur GR-sigur SVEITIR Golfklúbbs Reykjavíkur sígruðu í karla- og kvennakeppni Landsmóts sveita sem fram fór á Akureyri um helgina. Konurnar léku 36 holur á tveimur dögum, en karlarnir léku 72 holur. í sveit GR voru Ásgerður Sverr- isdóttir, Ágústa Guðmundsdóttir og Aöalheiöur Jörgensdóttir. Þrjár voru í hverri sveit en árangur tveggja taldi eftir hverjar átján hol- ur. Ásgeröur lék best allra kvenna á mótinu — lék holurnar 36 á 169 höggum. Inga Magnúsdóttir, GA, fór á 178 höggum og Kristín Páls- dóttir, GK, fór á 184. Hjá körlunum voru fjórir í sveit og taldi árangur þriggja eftir hverj- ar 18 holur. Sveit GR sigraöi mjög örugg- lega. Siguröur Pétursson lék best þeirra á 311 höggum, en aörir í sveitinni voru Ragnar Ólafsson, sem fór á 314, ívar Hauksson fór á 328 og Siguröur Hafsteinsson fór á 338. Sveit GR fór því á 950 högg- um, Sveit GS — sem stóö sig svo frábærlega f írlandi í síöustu viku — varö í ööru sæti, fór á 961 höggi, og í þriöja til fjóröa sæti uröu sveitir Keilis og GA á 973 höggum. Magnús Jónsson, GS, lék best allra á mótinu — fór á 309 högg- um. Síöan kom Siguröur Péturs- son á 311, Jón Guölaugsson, NK, fór á 313 og Ragnar Ólafsson, GR, og Björgvin Þorsteinsson. GA, á 314. — SH. Mikið skorað í „Bundesligunni“ Bayern liðið er nú komið í efsta sætið Frá Jóhanni Inga Gunnarsayni fréttaritara Mbl. í V-Þýskalandi. ÞAO ER ekki hægt að segja ann- I var enginn annar en bróöir hans, aö en að „Bundesligan" fari vel af sá frægi Karl Heinz Rummenigge, stað. Liðin leika stífa sóknar- sem átti heiöurinn af uppbygg- knattspyrnu og mikið er skoraö | ingu marksins. Hann gaf listilega af mörkum. Enda láta áhorfendur ekki á sér standa og ftykkjast nú á leikina. Eftir síöustu umferð náði lið Bayern MUnchen að kom- ast í efsta sætiö eg trónar þar nú með 10 stig. Liðíð sigraöi Ein- tracht Braunschweig á útivelli, 2—1. Það var Michael Rummen- igge sem skoraöi fyrsta mark leiksins með þrumuskoti viðstöð- ulausu, glæsilegt mark. Og það á bróður sinn eftir að hafa leikiö laglega á þrjá leikmenn. Síðara mark B-MUnchen skoraöi Grobe. R. Karl H. Rummenigge lét hafa eftir sér í sjónvarpi eftir leikinn að lið Bayern myndi sigra í deHd- inni í vetur. Annaö kæmi ekki til greina. Nýliöarnir i 1. deild Uerdingen sigraöi Stuttgart á heimavelli 3—2. I hálfleik var staöan 2—1. Gulich skoraöi á 25. mínútu og síöan komu tvö næstu mörk úr víta- spyrnum á Stuttgart. Úr þeim skoraði Funkel á 41. og 79. mín- útu. Svínn Cornelius skoraöi sitt 6. mark í deildinni, er hann skoraöi fyrra mark Stuttgart í leiknum, á 28. mínútu. Síöara markiö skoraöi Schaffer á 70. mínútu. Ásgeir var frekar þungur í leiknum og fékk ekki góöa dóma fyrir leik sinn. Er greinilega ekki enn búinn aö ná sér eftir meiöslin og mjög erfitt leikj- aprógramm undanfarna daga. Liö Atla Eövaldssonar, Fortuna Dússeldorf, tapaöi á heimavelli, 2—3, fyrir meisturunum Hamborg SV. Atli var frekar slakur í leiknum og náöi ekki aö skora. Var þetta 15. leikur Hamborgarliösins í röö sem þeir leika án þess aö tapa. Dusseldorf komst yfir í leiknum með marki Weikl á 14. mínútu en bakvöröurinn frægi, Manfred Kaltz, lagöi upp tvö næstu mörk er hann gaf gullfallegar sendingar inn í vítateiginn og þar skölluöu þeir Hartvig og Schroeder í mark. Mörkin komu á 18. og 30 mínútu. Á 52. mínútu jafnaöi Dússeldorf leikinn úr vítaspyrnu sem Zewe tók. Sigurmark Hamborg kom svo úr aukaspyrnu, þrumuskot Schatz fór beint í vinkilinn. Liö Werder Bremen, sem gekk frekar illa í upphafi, viröist vera aö ná sér á strik og sigraöl nú Nurn- berg 2—1. Staöan f V-þýskalandi er nú þessi: Bayern Mllnchen 4 2 0 11: • 10 Hamburger SV 4 1 0 12: 7 • Uerdingen 4 1 1 18:11 9 VFB Stuttgart 3 2 1 14: 7 8 Bor. Mönchengl. 3 1 2 19: • 7 Werder Bremen 3 1 2 •: 7 7 Fortuna DUaaeldorf 2 2 2 8: • • Armenia Bielefeld 3 0 3 9:12 6 Bayer Leverkuaen 2 1 2 tO: 9 5 SV Waldhof Mannheim 1 3 2 •:11 5 1. FC Kötn 2 1 3 7: • 9 VFL Bochum 2 1 3 11:17 5 1. FC Kaiaeralautern 1 2 3 3: 9 4 Eintracht Frankfurt 1 2 3 11:13 4 1. FC NUrnberg 2 0 4 •:11 4 Eintr. Braunachweig 2 0 4 9:13 4 Boruaaia Dortmund 1 2 3 9:14 4 Kickera Offenbach 2 0 4 8:13 4 • Markakóngurinn frá því í fyrra, Rudi Völler, skýtur hér á mark með hjólhestaspyrnu. Völler skoraði 23 mörk í deildinni í fyrra. Hann skor- aöi faiiegt mark fyrir lið sitt um helgina. IW 4 « . • • • ‘ Bautabikarinn á Skagann AKURNESINGAR sigruðu í Bauta- mótinu í kvennaknattspyrnu sem fram fór í þriðja skipti á Akureyri um helgina. Breiðabliksstúlk- urnar sigruðu fyrstu tvö árin, en á sunnudag töpuðu þær úrslitaleik fyrir ÍA. Mótiö hófst á föstudag og var leikiö í tveimur riðlum, fimm liö í hvorum riöli. Úrslitaleikir fóru svo fram á sunnudag. I keppninni um þriöja sætiö sigraði KA Val 1:0 meö marki Sigrúnar Sævarsdóttur og hreppti því 3. sætið. Úrslitaleik- urinn var svo mjög skemmtilegur og spennandi. Jafnt var 0:0 eftir leikinn og framlengingu — og var þá gripiö til vítaspyrnukeppni. Ekki reyndust stúlkurnar öruggar í vít- unum, því eftir fimm spyrnur á liö stóö 2:2. Sigurlín Jónsdóttir skor- aöi svo 3:2 fyrir ÍA og loks var variö frá Svövu Tryggvadóttur. Nánar veröur sagt frá mótinu á morgun. Á myndinni eru Skagastúlkurnar kampakátar ásamt þjálfara sínum, Steini Helgasyni. Morgunblaöið/Skapti Hallgrimaaon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.