Morgunblaðið - 13.09.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1983
47
Fjölmenni
á friðar-
samkomum
ÞESSAR nivndir eru frá þeim tveim-
ur friðarhátíðum sem haldnar voru
um helgina, „Við krefjumst friðar" í
I^ugardalshöll og „Lífið er þess
virði" í Þjóðleikhúsinu.
í Laugardalshöllinni var margt
um manninn, enda uppselt á tón-
leikana þar, en slíkt hefur ekki
gerst í langan tíma. Ýmsar
hljómsveitir og söngvarar komu
fram, m.a. Megas, Ikarus, breska
hljómsveitin Crass og Bubbi
Morthens, sem sést hér syngja af
innlifun. Þá var leikhópurinn Svart
og sykurlaust með margvíslegar
uppákomur og leikþætti sem kalla
má, en öll vinna varðandi tónleik-
ana var unnin í sjálfboðavinnu.
Tókst hátíðin vel, nema hvað nokk-
uð bar á ölvun meðal unglinga og
voru skemmdir unnar á bilum fyrir
utan Höllina, t.d. var eyðilagður
bíll sem Svart og sykurlaust notaði
í einni uppákomunni. Var því fá-
mennur hópur til að skyggja á ann-
ars vel heppnaða friðarhátíð.
f Þjóðleikhúsinu var á sunnudag
friðarsamkoman „Lífið er þess
virði“ og var þar fjölmenni. Ýmsir
gestir fluttu ávörp og skemmtiat-
riði, m.a. Halldór Laxness skáld og
Pétur Gunnarsson rithðfundur auk
sérlegra gesta skemmtunarinnar,
þeirra Dan Smith, formanns frið-
arhreyfinga í Evrópu, Arja Sail-
ojanmaa, sem er félagi I alþjóða
friðarsamtökum listamanna, og
Christine Cassel, stjórnarmanns í
samtökum bandarískra lækna sem
berjast gegn kjarnorkuvígbúnaði.
Þau þrjú fluttu einnig ávörp í
Laugardalshöllinni. Á myndinni
frá Þjóðleikhúsinu sést Karl Ágúst
Olfsson ávarpa gesti.
er ekki tími til kominn,
aö þú gerist
áskrifandi?
líf er svolítiö ööruvísi
TlZKUBLAÐ — FASHION MAGAZINE
ARMULA 18
105 REYKJAVIK SIMI 82300
Peugeot bjóöa nú fyrstir allra á islandi 6 ára ryðvarnar-
ábyrgö á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra
ryðmyndun þá fara bilarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á
mismunandi framleiðslustigum
Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum, sem gerir bílana ákjósan-
lega í akstri á vondum vegum.
Bílarnir eru bæði framhjóla- og afturhjóladrifnir.
Frönsk smekkvísi hvar sem litið er á bílana.
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA7o 85-2-11
i