Morgunblaðið - 14.09.1983, Qupperneq 17
Fordæmdi
þotuárásina
Mariazell, Austurríki, 13. september. AP.
PÁLL PÁFl II lauk í gær opinberri
heimsókn sinni til Austurríkis með
100 km ferð frá Vínarborg til smá-
bæjarins Mariazell. Þar fór hann í
helgidóm tileinkuðum Maríu Guðs-
móður og ungverska kardinálanum
Jozef heitnum Mindzsenty, sem
varð að alþjóðlegu baráttutákni and-
kommúnista fyrir andlát sitt árið
1975.
Fjöldi manns var viðstaddur
messu sem páfi flutti í helgidómn-
um og fordæmdi hann þar allan
stríðsrekstur og hryðjuverk. Bað
hann fyrir aðstandendum þeirra
sem látist hafa í Mið-Austurlönd-
um, Mið-Ameríku og Afríku.
Einnig þeirra sem fórust með
kóreönsku farþegaþotunni sem
Rússar skutu niður. „Við getum
ekki gleymt hinum látnu," sagði
páfi í ræðu sinni. Þetta er í fyrsta
skiptið sem páfi minnist opin-
berlega á kóreönsku þotuna.
Páfa varð tíðrætt um ýmis
stjórnmál á ferð sinni, en beittast-
ur var hann í orðum er kóreanska
þotan og Libanon-málið bar á
góma. Þá fordæmdi hann fóstur-
eyðingar og kallaði þær „illvirki
sem hefði ekki tekist að binda endi
á“. Loks tók hann undir með kröf-
um kvenna um jafnrétti á vinnu-
markaðinum.
Kasparov
sigraði
Niksir, Júgóslavíu, 13. september. AP.
SOVÉSKI stórmeistarinn Garry
Kasparov sigraði í gær á sterku al-
þjóðlegu skákmóti sem fram fór í
júgóslavneska bænum Niksic. Síð-
ustu skákunum lauk í gær og að
þeim loknum hafði Kasparov fengið
11 vinninga, en danski stórmeistar-
inn Bent Larsen hafnaði í 2. sæti
með 9 vinninga.
Kasparov mætti júgóslavneska
stórmeistaranum Gligoric í síð-
ustu umferðinni og sigraði hann.
Af öðrum úrslitum í lokaumferð-
inni má geta jafnteflis þeirra Tal
frá Sovétríkjunum annars vegar
og Portisch frá Ungverjalandi
hins vegar. Ulf Andersson vann
Tigran Petrosian, Boris Spassky
vann Bozidar Ivanovic, Tony Miles
vann Gyula Sax, en skák Jans
Timmans og Yassers Seirawan frá
Bandaríkjunum fór i bið.
Kasparov fékk sem fyrr segir 11
vinninga, Larsen 9 vinninga,
Spassky og Portisch 8 hvor, And-
ersson og Miles 7,5 hvor, en aðrir
færri. Timman átti þó möguleika
að ná 7,5 með sigri í biðskákinni.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
17
Alexander Kielland
hefiir verið bjargað
Við björgun íbúðarpallsins Alexander Kielland þurfti að snúa pallinum
180 gráður. Var það gert með sverum keðjum og einnig með því að fylla
eða tæma ýmsa hluta pallsins með sjó. Björgunin er sögð mikið tækni-
afrek.
Stavanger, 13. september. Frá Kristjáni
Guólaugssjni, fréttaritara Mbl.
„MEÐ BJÖRGUN íbúðapallsins
Alexander Kielland hefur verið
brotið blað í sögu olíuvinnslu á
hafi úti,“ sagði Asbjörn
Haugstvedt, viðskiptaráðherra
Noregs, á blaðamannafundi er
hann hélt um borð í báti úti á
Gandsfirði í dag utan við Stavang-
er.
Viðskiptaráðherrann kom til
Stavanger í dag til þess að óska
framkvæmdaraðilum til ham-
ingju og þakka þeim vel heppnað
björgunarstarf. Viðskiptaráð-
herrann, sem raunar átti brúð-
kaupsafmæli í dag, sagði að nú
yrði lögð áherzla á að kanna
orsakir slyssins og lét í ljós þá
von að þannig mætti takast að
koma í veg fyrir sambærileg slys
í framtíðinni.
Nú eru fjórir pallar af sömu
gerð og Kielland í notkun við
Noregsstrendur, en þeim hefur
verið breytt lítilsháttar. Búast
má við að rannsókn slyssins taki
langan tíma, en sem dæmi má
nefna, að leitin að þeim 36
áhafnarmeðlimum, sem enn
hafa ekki fundist, mun taka
rúman mánuð. Það er lögreglan
hér í Stavanger, sem annast
þessa leit.
Ibúðapallinum hefur nú verið
snúið um 156 gráður og reiknað
er með að í fyrramálið verði búið
að snúa honum í 170 gráður.
Þegar búið er að snúa pallinum
er eftir að dæla út vatni og
tryggja festingar pallsins áður
en rannsókn og leitarstarf getur
hafizt.
Litilsháttar tafir urðu á fram-
kvæmdum í dag vegna bilunar í
loftdælum, en að sögn Bill For-
syth, skozks framkvæmdastjóra
verksins, er unnið að því að laga
bilunina, og búist við að því
starfi ljúki fyrir kvöldið.
Miklar deilur hafa staðið
vegna þessa máls. Strax eftir
slysið lýsti ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins því yfir, að ekk-
ert skyldi til sparað að bjarga
íbúðapallinum. Pallurinn var
síðan dreginn inn í Gandsfjörð-
inn og þar hafizt handa við
björgunarstörf í lok október
1980. Mánuði síðar var hætt við
framkvæmdir, og þegar Hægri
flokkurinn tók við völdum í Nor-
egi, ákvað ríkisstjórnin að pall-
urinn skyldi dreginn á haf út og
sökkt þar.
í maí 1982 samþykkti þó þing-
ið að pallinum skyldi bjargað og
björgunarstarfið hófst svo 1.
september sl. En þótt björgun-
arstarfið hafi heppnast er málið
þó engan veginn úr sögunni. Að
minnsta kosti 12 málaferli munu
rísa vegna björgunarinnar, og
eftir er að ákveða hver skuli
greiða þau hundruð milljóna,
sem farið hafa í framkvæmdirn-
ar.
Niðurstöður fyrri rannsókna á
slysinu hafa verið dregnar í efa,
og franskir sérfræðingar halda
því fram að nýjar upplýsingar
leynist í flakinu. En hvernig sem
eftirmálar björgunarstarfsins
verða, er ljóst að einstakt tækni-
afrek hefur verið unnið með
björgun ibúðapallsins Alexander
Kielland.
Fylkis- og sveitarstjómarkosningar í Noregi:
„Úrslitin alvarlegt áfall“
- segir Káre Willoch forsætisráðherra um útkomu flokks síns
Ö8ló, 13. september. AP.
„ÚRSLITIN eru alvarlegt áfall fyrir
okkur,“ sagði Káre Willoch forsæt-
isráðherra og leiðtogi Hægri flokks-
ins um úrslit fylkis- og sveitarstjórn-
akosninganna. Flokkurinn tapaði
talsvert í kosningunum meðan
Verkamannaflokkurinn vann stór-
sigur.
Sigurvegarar kosninganna voru
Verkamannaflokkurinn og Fram-
faraflokkurinn og hefði verið kos-
ið til þings að þessu sinni, hefði
samsteypustjórn Hægri flokksins,
Kristilega þjóðarflokksins og
Miðflokksins misst meirihluta
sinn, þó svo samstarfsfiokkar
Hægri hafi aðeins tapað lítillega.
Kjörsókn var óvenju léleg eða
aðeins 67%, sem er minnsta kjör-
sókn í Noregi eftir stríð. Sagði
Willoch það eina skýringuna á
slakri útkomu Hægri. Sagði hann
hefðbundið að stjórnarflokkar
töpuðu í þessum kosningum, en
tapið hefði verið meira en spáð
hafði verið.
„Svo virðist sem við séum að
tapa fylgi til Verkamannaflokks-
ins og Framfaraflokksins, en það
ætti samt ekki að vera ómögulegt
að vinna þingkosningarnar 1985,“
sagði Willoch.
„Þetta er stórt skref í kosninga-
undirbúningi fyrir þingkosn-
ingarnar 1985. Við vinnum þær
kosningar. Hægri bylgjan er á
undanhaldi," sagði Gro Harlem
Brundtland leiðtogi Verkamanna-
flokksins er úrslitin lágu fyrir.
Hún varð að víkja úr stóli forsæt-
isráðherra fyrir Willoch fyrir
tveimur árum.
• Miðað við fylkis- og sveitar-
stjórnarkosningarnar 1979 og
þingkosningarnar 1981 var sveifl-
an yfir til vinstri áberandi. Þegar
á heildina er litið jók Verka-
mannaflokkurinn fylgi sitt úr 36%
,í 39,2%. Flokkurinn fékk 37% at-
kvæða í þingkosningunum 1981.
• Hægri flokkurinn tapaði 3,7
prósentustigum, hlaut 26,2% at-
kvæða í stað 29,9% 1979 og 31,7%
atkvæða í þingkosningunum 1981.
• Framfaraflokkurinn hlaut
6,3% atkvæða að þessu sinni, mið-
að við 2,5% 1979 og 4,5% 1981.
Miðflokkurinn tapaði 1,3 pró-
sentustigum miðað við 1979, fékk
7,3% atkvæða miðað við 8,6%
1979, en jók hins vegar við sig frá
1981, þegar flokkurinn hlaut 6,7%
atkvæða.
• Vinstri flokkurinn bætti við sig
fylgi, úr 4,4% 1979 í 5,3%. Komm-
únistaflokkurinn hlaut 0,4% at-
kvæða miðað við 0,5% 1979. Rauða
kosningabandalagið hlaut 1,2%
atkvæða miðað við 0,8% 1979.
Frjálslyndi flokkurinn fékk 4,4%
miðað við 5,3% 1979 og Frjáls-
lyndi þjóðarflokkurinn hlaut 0,7%
miðað við 1,3% 1979. Aðrir flokkar
hlutu 0,3% atkvæða í kosningun-
um nú miðað við 0,6% 1979.
Verkamannaflokkurinn hlaut
nú meirihluta í sjö fylkjum af 19,
miðað við meirihluta í þremur
fylkjum 1979. Borgaralegu flokk-
arnir halda meirihluta og borgar-
stjóra Hægri flokksins í Osló.
McGovern reynir
í þriðja skipti
Washington, 13. september. AP.
BANDARÍSKI öldungadeildarþingmaðurinn George McGovern tilkynnti í
gær, að hann ætlaði að keppa að útnefningu sem forsetaefni Demókrata-
flokksins fyrir forsetakosningarnar 1984. Þetta verður í þriðja skiptið sem
McGovern freistar þess að krækja í forsetastólinn.
McGovern reyndi síðast 1972, Ekki eru allir hrifnir af ákvörðun
George McGovern
hann hóf þá undirbúning sinn
talvert á eftir keppinautum sín-
um, en vann samt sem áður út-
nefninguna. Það náði hins vegar
ekki lengra, því Richard Nixon
gersigraði hann og flokk hans í
kosningunni sjálfri. Var það
versti ósigur Demókrata í forseta-
kosningum fyrr og síðar. „Fólk
sagði mér gjarnan í þá daga, að ég
hafi verið 10 ár á undan minni
samtíð. Jæjæ, nú eru 10 ár liðin og
hér stend ég.“
Sem fyrr segir reynir McGov-
ern nú í þriðja skiptið, hann
keppti að útnefningu árið 1968, en
það hafðist ekki. Svo var hann á
ferðinni 1972 sem fyrr greinir.
McGoverns, t.d. hefur eiginkona
hans, Elenore, tilkynnt honum að
hún muni ekki taka þátt í kosn-
ingabaráttunni eins og áður og
ýmsir af nánustu vinum hans og
ráðgjöfum hafa ráðið honum frá
því að gefa kost á sér.
Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð
sig um hvað inntakið eigi eftir að
vera í kosningabaráttu McGov-
erns, sem þótti og þykir hinn
frjálslyndasti. Er búist við því að
hann gagnrýni harðlega utanrík-
ispólitík Ronalds Reagan og boði
„friðvænlegri" stefnu. Þá er
reiknað með því að hann eyði
mörgum orðum í „ósanngjarna
efnahagsstefnu Reagans".