Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983 Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Reykhólum MiAhúsum, Barrtastramlarsýshi, 12. september. SÍÐASTLIÐINN laugardag var ný hoilsuga'.slustöA opnuð á Reykhól- um. Húsið er 115 m2 að grunnfleti, og á einni hæð. Skjöldur Stefáns- son formaður Heilsugæslustöðvar- innar í Búðardal bauð gesti vel- komna, en þeir voru flestir að- komufólk. Matthías Bjarnason heil- brigðisráðherra lýsti aðdraganda byggingarinnar, og lýsti því yfir að húsið væri tekið í notkun. Húsið er vel gert að sjá, og verður allt húsið nýtt í þágu þeirra er þangað þurfa að leita. Síðan var gengið til veislu, sem haldin var í Reykhólaskóla, og undirbúin af konum í Kvenfélag- inu Liljunni, af mikilli smekkvísi. Pétur Þortseinsson sýslumaður Dalamanna var veislustjóri og stjórnaði hann þannig, að veislan SUMARVEÐRÁTTA var hér allgóð eft- ir kalt og gróðurlaust vor. Skiptust á skúradagar og sólskinsdagar I sumar löngum og þótti bændum heyskapartíð nokkuð óstöðug. Heyskapur hófst þó nokkuð almennt síðast f júlímánuði, f 14. og 15. viku sumars, og lauk honum yfirleitt nú um mánaðamótin. Hey eru talin allgóð. Einn dumbungsdag um miðjan júlí snjóaði hér í fjöll. Mikil umferð ferðafólks hófst hér ekki fyrr en á miðju sumri og var mest sótt í Ásbyrgi og Jökulsárgljúf- ur eftir venju. Voru þar oft miklar var bæði skemmtileg og fróðleg. Ræðumenn voru þingmenn Vest- firðinga, þeir Matthías Bjarnason, Ólafur Þórðarson, Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Karvel Pálinason. Af hálfu þingmanna Vesturlands talaði Friðjón Þórð- arson, og auk hans voru þarna mættir Skúli Alexandersson og Eiður Guðnason. — Friðjón Þórð- arson stjórnaði einnig almennum söng. Vilhjálmur Sigurðsson oddviti Reykhólahrepps rakti læknasögu hreppsins. Þar kom í ljós að byggðarlagið hefur gengið niður stigana ef svo má að orði komast, og var komið niður í neðsta þrep hans, en vonandi verður hægt að snúa við og ganga upp nýjan og betri stiga. Hrepparnir hér áttu læknishúsið gamla, en ríkið tók tjaldborgir. Ferðamenn sem sér- staklega koma til að skoða miðnæt- ursólina voru þó fyrr á ferð. Heldur gekk erlendu flugdreka- og kajakagörpunum báglega í Jökuls- árgljúfrum. Vildi Jökla kerling ekki þýðast þá og fengu þeir þar illar skrokkskjóður. Nú anda menn léttara eftir sæmi- legt sumar og vonast eftir góðu hausti, en senda þó um leið Sunn- lendingum sföbúnar heyskapar- kveðjur. Sigurvin við því með þeim kvöðum og skyldum, sem á því hvíldu. Nú er móttaka fyrir sjúklinga komin, og aðstaða fyrir starfsfólk, en enn vantar að byggja læknisbústaðinn, eða á nútímamáli fullkomna heilsugæslustöð. Þegar ákveðið var að byggja þetta nýja hús var læknishúsið selt, árið 1981, og keypti Þörungavinnslan það fyrir starfsfólk. Sigurbjörn Sveinsson læknir talaði um læknishéraðið, en hann er ásamt Gunnari Jó- hannessyni læknir Heilsugæslu- stöðvarinnar í Búðardal, og koma þeir hingað' einu sinni í viku og oftar þegar þörf krefur. Héraðs- hjúkrunarkonan hér er Ingibjörg Kristjánsdóttir í Garpsdal í Geiradal, og kemur hún hingað í Reykhóla tvisvar í viku og er hún oft fyrst á vettvang þegar bráð þörf er. Kveðjur bárust í veisluna frá Alexander Stefánssyni félags- málaráðherra, og Svavari Gests- syni fyrrverandi ráðherra, og Ingibjörgu Árnadóttur, ritstjóra Tímaritsins Hjúkrunar. Áhugi þingmanna beggja kjördæma var fyrir því að bæta samgöngur milli héraða, og var vegurinn yfir Giis- fjörð þar til nefndur, og í léttum tón á það minnst að gaman væri að sjá hvort kjördæmið yrði á undan að leggja sinn helming veg- arins! I sjálfu sér er það ekki frétt- næmt, að undirritaður er búinn að skrifa fréttir héðan í 28 ár, og er þetta í fyrsta skipti, sem honum hefur verið boðið sem slíkum á mannamót hér. Þökk sé þeim er fyrir því boði stóðu, heill og ham- ingja fylgi lækningahúsinu á Reykhólum og starfsfólki þess. — Sveinn Sæmilegt sumar- veður f Oxarfirdi SkinnasUA, Öxarfirdi, 3. september. Steinn Sveinsson eigandi Flutningamiðlunarinnar í nýju húsnæði fyrir- tækisins. Ljósm. Mbl./ Friðþjófur. Flutningsmiðlun- in opnar þjónustu- aðstöðu í miðbænum Flutningsmiðlunin hefur nú flutt í nýtt húsnæði í Tryggvagötu 26, gegnt Tollstöðinni. Fyrirtækið sér um þjónustu við inn- og út- flytjendur og er eina íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í flutningum erlendis. Flutningsmiðlunin hefur sam- starf við 140 vörumiðstöðvar í ýmsum borgum og bæjum í V—Evrópu og auk þess við stöðvar í Bandaríkjunum, Aust- urlöndum fjær og víðar. Flutn- ingsmiðlunin býður upp á full- komna hús til hús þjónustu því að ef viðskiptavinur óskar þess þá getur hann fengið alla þjón- ustu tengda flutningum þannig að það er nóg fyrir hann að panta vöruna, Flutningsmiðlun- in sér um afganginn, þ.e. fylgja pöntunni eftir, koma vörunni heim á sem hagkvæmastan hátt, gera tollskýrslur, leysa vöruna út úr tolli og flytja hana á áfangastað. Flutningsmiðlun- in býður viðaskiptavinum sín- um að auki upp á endursend- ingarþjónustu, og aðgang að telexi og ljósritun. Adferðin skiptir ekki máli heldur að fólk grennist — Rætt við Samm Sinclair Baker, höfund mest seldu megrunarbókar allra tíma, Scarsdale-kúrsins „Ég vann við augiýsingagerð í tuttugu ár á meðan ég hafði fyrir stórri fjölskyldu að sjá. Alltaf langaði mig þó að skrifa bækur — enda hafði ég skrifað níu bækur þegar ég ákvað að hætta auglýsingavinnunni og snúa mér alfarið að ritstörfum.“ Það er Sam Sinclair Baker, annar tveggja höfunda bókarinn- ar um „Scarsdale-kúrinn", sem segir frá. Tuttugasta og niunda bók hans kemur út vestanhafs í nóvember og ber sú heitið „The Delicious Quick-Trim Diet“.Það verður fimmtánda bókin sem Baker skrifar í félagi við aðra — áður hafði hann skrifað fjórtán bækur einn, langflestar leiðbein- ingarbækur, eða það sem landar hans kalla „how to“-bækur. Sú frægasta er vitaskuld bókin um Scarsdale-kúrinn, sem kom út í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Sú bók er mest selda megrun- arbók allra tíma. Næst mest selda megrunarbók í heimi var einnig eftir Sam Baker og áður hafði hann skrifað fimm metsölu- bækur um megrunaraðferðir með kunnum bandarískum lækni, dr. Irwin Stillman. Scarsdale-kúrinn hefur kannski orðið hvað fræg- astur fyrir það, að meðhöfundur Bakers, dr. Herman Tarnower, var myrtur þegar bókin var kom- in í efsta sæti bóksölulista New York Times. Morðinginn var ást- kona læknisins, Jean Harris að nafni, sem nú afplánar lífstíðar fangelsisdóm fyrir glæpinn. Mál- ið vakti feiknarlega athygli vest- anhafs, ekki síst fyrir það að ekki einasta var dr. Tarnower orðinn frægur fyrir Scarsdale-kúrinn heldur var Jean Harris skóla- stýra virðulegs kvennaskóla í Connecticut-fylki og mátti ekki vamm sitt vita. Sam Sinclair Baker er staddur hér á landi þessa dagana til að kynna frekar bók sína um Scarsdale-kúrinn. Hann er maður nærri sjötugu, lágvaxinn og bros- mildur — og tekur greinilega mark á eigin ráðum um matar- æði, því ekki er að merkja á hon- um óþarfa kíló. Við byrjuðum á að spyrja hann hvort morðið á dr. Tarnower hefði haft örvandi áhrif á sölu bókarinnar. „Nei,„ svaraði hann. „Ég lét kanna það alveg sérstaklega fljótlega eftir lát Tarnowers, en þá var bókin þegar í efsta sæti bóksölulistans. Sölustjórinn hjá Bantam-bókaforlaginu kannaði það fyrir mig og eftir nokkrar vikur hringdi hann aftur og sagði: Engin breyting. Fólk kaup- ir þessa bók greinilega vegna þess að það hefur áhuga á að léttast, ekki vegna þess að annar höfund- urinn varð fómarlamb í ástar- og afbrýðisdrama. Það gladdi mig mikið því fyrir okkur vakti það eitt að hjálpa fólki að léttast.“ Baker átti sjálfur hugmyndina að The Complete Scarsdale Med- ical Diet, eins og bókin heitir á frummálinu. Þá var dr. Stillman látinn í hárri elli en Herman Tarnower virtur læknir og einn stofnanda Scarsdale-læknamið- stöðvarinnar í Connecticut, þar sem hann starfaði við sína sér- grein, hjartalækningar. „Hann hafði þá í hartnær tvo áratugi gefið fólki góð ráð um mataræði," sagði Baker í spjalli okkar, „og jafnan gefið sjúklingum sínum tillögur að hitaeiningasnauðu fæði á einu blaði. Blaðamaður á New York Times hafði komist yf- ir listann og birt hann og smám saman spurðist ágæti hans út. Ég setti mig í samband við dr. Tárn- ower og við ákváðum að skrifa saman bók. Hann taldi í fyrstu fráleitt að hægt væri að skrifa bók upp úr þessari einu síðu sinni en ég dró þá upp hugmyndir mín- ar og sagðist halda að við værum með efni í þrjár bækur! Við gerð- um svo með okkur herramanna- samkomulag um að ég yrði skrif- arinn, hann sérfræðingurinn og eftir þrjá mánuði var bókin til- búin. Venjulega er ég átta eða níu mánuði að skrifa hverja bók en útgefandinn lagði mjög hart að okkur með að skila handritinu sem fyrst, því eftirspurn var mik- H.“ Öðru vísi mér áður brá, gat Baker sagt á þeim tíma og minnst fyrstu megrunarbókarinnar, sem hann skrifaði með Irwin Stillman — sextán útgefendur höfnuðu henni áður en hún fékkst útgefin — og varð mest selda megrunar- bók allra tíma. Þangað til Scars- dale-kúrinn kom út. „Það er eng- inn leyndardómur í þessu,“ sagði Baker, „fyrst og síðast verður maður að hugsa um markmiðið, sem er að fólk léttist. Og ástæðan fyrir því að okkar bók hefur orðið vinsælli en aðrar er sú að við ger- um ráð fyrir fjölbreyttu fæði — fólki má ekki leiðast á meðan það grennir sig; megrun felur í sér fórn út af fyrir sig. Og við hótum fólki ekki öllu illu eins opg sumir aðrir hafa gert — þeir segja sem svo: gerðu eins og ég segi þér því annars ertu dauður eftir viku. Mér er alveg sama hvaða aðferð fólk notar - aðalatriðið er að það grennist. En bókin heldur áfram að seljast mjög vel og auðvitað gleður það mig. Nú er búið að selja um tíu milljón eintök af henni um víða veröld og ég er alltaf að hitta fólk öðru hverju sem segir mér hversu mikið gagn það hafi haft af kúrnum." Sam Sinclair Baker er fús að tala um persónuleg samskipti sín við dr. Tarnower og morðmálið. Læknirinn var hálfsjötugur þeg- ar samstarf þeirra hófst, virtur og virðulegur borgari. En hann hélt tvær ástkonur og það varð á endanum hans bani. Líklegast er talið að hann hafi verið búinn að taka ákvörðun um að slíta sam- bandi sínu við Jean Harris og giftast aðstoðarstúlku sinni, Lynn Tryforos, þegar hann féll fyrir byssukúlu og Baker telur líklegast að tilviljun hafi ráðið því að Harris hafi ekki tekist að ráða niðurlögum þeirra beggja þetta kvöld 1980. „Lynn er falleg og dásamleg stúlka," sagði Baker yfir pönnusteiktum steinbít (hitaeiningasnauðum) í veit- ingasal Hótel Holts. „Ég hefði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.