Morgunblaðið - 14.09.1983, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1983
— eftir Pétur Björn
Pétursson
Vín hefur orðið ótal stórskáld-
um að yrkisefni. Menn tala um
vín, rífast um vín, hugsa um vín og
drekka vín. í smá greinarstúfi
langar mig til að kynna fyrir ykk-
ur starfsháttu „ríkisins" í Svíþjóð.
Ef til vill má eitthvað af læra,
vonandi finna menn alla vega ein-
hvern fróðleik.
System-búðirnar vekja strax at-
hygli fyrir gluggaskreytingar sín-
ar.
Lögð er áhersla á að hafa út-
stillingar smekklegar og að þær
flytji nokkurn boðskap.
I vor t.d. kynntu útstillingar hér
í Stokkhólmi íþróttafélag nokkurt.
Þar var félagið kynnt, starfsemi
þess og æfingaaðstaða. Jafnframt
var talað um baráttu félagsins
gegn óhófi í neyslu áfengra
drykkja.
Bæði íþróttafélagið sem og
Systembolaget töldu sig hafa haft
gagn af kynningunni.
Nú í ágústmánuði kynna útstill-
ingarnar, í öllu landinu, slysa-
hættu við ár og vötn.
Staðhæft er, að 6 af hverjum 10
slysum megi rekja til áfengisnotk-
unar og að í 9 af hverjum 10 skipt-
um hafi ekki verið borið björgun-
arvesti.
Samhliða þessum varnarorðum
eru óáfeng vín og drykkir kynntir.
Þegar inn í verslanirnar kemur,
blasa við fjölmargir búðarkassar.
Á virkum dögum áfengissölunn-
ar, þ.e. mánudegi til fimmtudags,
eru fæstir kassanna í notkun, en á
helgidögunum, þ.e. frá kl. 15 á
fimmtudögum til kl. 18 á föstu-
dögum, eru yfirleitt allir í notkun.
Meðfram veggjum búðanna eru
sýnishorn vína, alveg eins og hér
heima, aðeins nokkuð nákvæmari
lýsing á eiginleikum tegundanna.
Á áberandi stað í búðunum eru
grindur, sem hafa að geyma alls
konar pésa um vín, verð vína, upp-
runa o.fl., o.fl.
Nýr verðlisti kemur út eigi
sjaldnar en ársfjórðungslega og
smá pési um nýjungar í innkaup-
um, sem og uppseldar vörur, kem-
ur út mánaðarlega.
Auk áfengis er sterkur bjór
seldur í Systeminu. Sterkur bjór
kallast bjór, sem er yfir 2,8% að
styrkleika (klassi III, max. 4,5%).
Þjóðarölið, frá 1,8—2,8%, og létta
ölið, að 1,8%, er selt í venjulegum
verslunum. Þrátt fyrir harðindi í
velferðarríkinu virðist verslun í
Systeminu ganga vel.
Við íslendingarnir í stórborg-
inni „villtumst" jafnvel stundum
þarna inn.
Ekki er þó ótrúlegt, að vegna
skertra lánskjara, þurfi nú
námsmenn að fækka ferðum sín-
um þangað og jafnvel hugsanlegt,
að á næsta vetri muni dagamunur
þeirra felast í því að fara í Syst-
emið og bara draga að sér andann.
Á föstudögum er stemmningin
sú hin sama og heima — nema
hvað allir standa hér í skipulögð-
um biðröðum.
Þegar ég kom inn í eina verslun-
ina um daginn, greip ég nýjan
verðlista og tók að blaða í gegnum
hann. Ég stóð í nokkuð langri bið-
röð.
Eftir smá stund heyrði ég
manninn við hlið mér bölva
hressilega. Hans röð hreyfðist
nefnilega ekkert og hann tók að
skima í kringum sig og velta fyrir
sér, hvort hann ætti ekki að flytja
sig.
Ég leit í kringum mig. Andlitin
virtust öll kunnugleg að heiman.
Sumir virtust skammast sín pínu-
lítið en aðrir voru fullir eftirvænt-
ingar.
Raðirnar snigluðust áfram.
Starfsfólkið í búðinni var á eilíf-
um þeysingi enda er bið sjaldnast
lengri en 10 mínútur. Athyglisvert
er að flestir starfsmenn eru
kvenmenn. Síðar komst ég að því,
að aðeins lítill hluti starfsfólksins
er fastráðinn. Á helgidögum versl-
unarinnar er kallað á aukalið,
oftast heimavinnandi húsmæður
svo og námsmenn.
Virðuleg kona var næst á undan
mér. Röðin var komin að henni.
Hún bað um að fá að sjá fleiri
tegundir af sherry. Hún skoðaði
allt gaumgæfilega og valdi síðan
eina. Starfsmaðurinn sagði mér
eftir á, að þennan leik léki hún
alltaf, og að alltaf keypti hún
sömu tegundina.
Þolinmæði starfsfólksins virðist
óþrjótandi.
Þótt starfsfólkið sé á þeysingi,
þá er víntegundum raðað á mjög
skipulegan hátt í verslununum,
þannig að vinsælustu tegundirnar
eru 1 seilingarfjarlægð. Vísna-
söngvarinn vinsæli, Cornelis
Vreeswijk, auðgaði sænskuna með
hugtakinu „half böj“ eða hálfa
beygju. Það er þannig til komiö, að
vinsælasta tegundin í systeminu
er renat bránnvin (nokkurs konar
tindavodki). Það er geymt í hillu
undir afgreiðsluborðinu, svo að
starfsfólkið þarf aðeins að beygja
sig til hálfs til þess að ná í
flösku ...
Röðin var komin að mér. Ég bað
um búlgarskt rauðvín, — ekki til.
Þá bað ég um franskt rauðvín, í
stórri flösku, — ekki til. En ég
fékk það franska í litlum flöskum.
Þá bað ég um argentínskt hvít-
vín, — ekki til, og loks um ástr-
alskt hvítvín, sem var ekki heldur
til. Kannist þið við þetta þarna
heima?
Ástæðan var sú, að í þekktri
vínkönnun hér nýlega fengu þessi
vín afar góða einkunn og hrein-
lega seldust upp.
Þegar nýjar tegundir koma á
markað er mikil hætta á að erfið-
lega gangi að skilja framburð
fólks á þeim. Þessu er bjargað
þannig, að í verðlistanum er sýnt
hvernig bera skuli tegundina
fram. Þetta er gífurlegur kostur,
segir starfsfólkið.
Mér er tamt að gera samanburð
á Svíþjóð og íslandi, hvað varðar
verð og þjónustu.
1 þetta sinn verður samanburð-
urinn smár vegna þess að til að
samanburður sé marktækur, verð-
ur að fjalla um nákvæmlega sömu
tegundir og árganga. Annað væri
fals. En ýmislegt annað má þó
bera saman.
Þannig fullyrði ég, að vöruúrval
er meira á íslandi en í Svíþjóð, að
því er varðar áfenga drykki. Á
hinn bóginn eru ódýrustu vínin
talsvert ódýrari í Svíþjóð en á ís-
landi.
Á það má benda, að dýrari vín
(bæði létt og sterk) eru talsvert
dýrari hér í Svíþjóð en heima.
Loks má benda á, að úrval
„fínna“ vína er margfalt betra í
Svíþjóð en á íslandi.
Skrifstofur Systembolagsins
eru í gömlu húsi við Kungtráds-
gárden í miðjum Stokkhólmi.
Þegar inn er komið tekur nú-
tíminn við. öll vinnubrögð eru ný-
tískuleg. Markaðshugtakið ríkir.
Reynt er að koma til móts við
neytendur á ýmsa vegu. Lögð er
áhersla á þjónustu, upplýsingar og
stuttan biðtíma.
Neytendur geta jafnvel pantað
þau vín, sem ekki fyrirfinnast í
Systembolaginu, beint frá fram-
leiðendum, með aðstoð Systembo-
lagsins. Gabriel Romanus, for-
stjóri Systembolagsins, sagði ný-
lega í grein nokkurri, eitthvað á
þessa leið:
— Við reynum þannig, — innan
ramma áfengislaganna (stefnunn-
ar) — að veita viðskiptavinum,
sem ekki þjást af alkóhólisma,
góða þjónustu ...
Það sem við eigum við með
þjónustu er m.a. að bjóða upp á
gott úrval af gæðavínum, veita
faglegar upplýsingar um vöruna,
bæði með þar til gerðum pésum
svo og með vel menntuðu starfs-
fólki, sýna gott viðmót f verslun-
um vorum og reyna að komast hjá
löngum biðröðum.
Eg fæ ekki séð, að þetta sé í
mótsögn við áfengisstefnuna.
Þvert á móti álít ég, að rétt þjón-
usta styrki hana. Til þess að
áfengishömlur okkar megi koma
að fullum notum, verða neytendur
að vera ánægðir með þjónustu
okkar. Annars finna menn bara
leið framhjá reglunum, m.a. með
smygli, heimabruggi, suðu á
spritti o.fl., o.fl.
Auðvitað komumst við ekki hjá
því að reglurnar séu brotnar í ein-
hverjum mæli, vegna hás verðlags
á víni, og hátt skal verðið vera til
Helgarskákmótið á Patreksfirði:
Glæsileg endur-
koma Inga R.
Skák
Margeir Pétursson
ÞRÁTT fyrir að Ingi R. Jóhanns-
son, alþjóðlegur skákmeistari, hafí
ekki teflt kappskák í tspt ár, gerði
hann sér lítið fyrir og sigraði með
yfírburðum á helgarskákmótinu á
Patreksfírði sem fram fór um síð-
ustu helgi. Þetta var nítjánda helg-
arskákmót Tímaritsins Skákar og
Skáksambandins, en í fyrsta skipti
sem Ingi R. er með. Margir af
sterkustu skákmönnum landsins
voru mættir á staðinn, meðal ann-
arra Guðmundur Sigurjónsson,
stórmeistari, og auk Inga alþjóð-
legu meistararnir Helgi Ólafsson
og Haukur Angantýsson. Búist var
við að skáksveitin sem tefldi í
Chicago um daginn yrði með, en
piltarnir kusu að hvfla sig um helg-
ina eftir langt og erfítt mót.
Úrslit mótsins á Patreksfirði
urðu þessi:
1. Ingi R. Jóhannsson 6V4 v. af 7
mögulegum. 2.-4. Guðmundur
Sigurjónsson, Helgi Ólafsson og
Sævar Bjarnason 5'A v. 5.-8.
Haukur Angantýsson, Dan
Hansson, Hilmar Karlsson og
Ásgeir Överby 5 v. 9.—11. óli
Valdimarsson, Benóný Bene-
diktsson og Arnar Ingólfsson 4 lA
v. 12.—18. Leifur Jósteinsson,
Halldór Karlsson, Guðmundur
Árnason, Árni Á. Árnason, Al-
exander Valdimarsson, Snæ-
björn Viggósson og Flosi Magn-
ússon 4 v.
Þátttakendur á mótinu voru
alls 37.
Þeir óli Valdimarsson og Ben-
óný skiptu með sér öldungaverð-
laununum, unglingaverðlaunin
hlaut Guðmundur Árnason og
beztum árangri heimamanna
náði Arnar Ingólfsson.
Þótt Ingi hafi að lokum haft
vinning yfir næstu mönnum var
þó mikil spenna allt fram í síð-
ustu umferð. í þeirri fimmtu
mættust Ingi og Helgi Ólafsson
og kom þá strax í ljós hver hefði
meðbyrinn því Helgi féll á tíma
er hann átti aðeins eftir að leika
einum leik í heldur verri stöðu.
Ástæðan var sú að hann leit vit-
laust á klukkuna og taldi sig eiga
tíu sekúndur eftir þegar tfminn
var alveg að renna út.
Fyrir síðustu umferð voru þeir
Ingi og Guðmundur jafnir og
efstir en áttu báðir að mæta öfl-
ugum andstæðingum. Ingi hafði
hvítt gegn Hauki Angantýssyni
og vann örugglega eftir glæfra-
lega taflmennsku Hauks. Guð-
mundur hafði hins vegar svart á
Helga og náði aldrei að jafna
taflið eftir nákvæma tafl-
mennsku Helga í byrjuninni.
Skákstjóri var Jóhann Þórir
Jónsson, ritstjóri, og stýrði hann
mótinu óaðfinnanlega að venju.
Hér fylgja að lokum úrslitaskák-
irnar úr síðustu umferð:
Ingi R. JóhannKson
Hvítt: Ingi R. Jóhannsson
Svart: Haukur Angantýsson
Réti-byrjun
1. Rf3 — gfi, 2. d4 — Bg7, 3. g3 —
c5, 4. Bg2 — cxd4, 5. Rxd4 — Rc6,
6. Rb3 — Rffi, 7. Rc3 — 0-0, 8. 0-0
— d6, 9. h3 — Bd7, 10. e4
Þar með er komin upp þekkt
staða úr drekaafbrigðinu í Sikil-
eyjarvörn. Haukur reynist ekki
sérlega vel með á nótunum í
framhaldinu.
10. — Hc8, 11. De2 — Dc7?!
Þarna stendur svarta drottn-
ingin illa eins og Inga tekst að
sýna fram á í næstu leikjum. Til
greina kom 11. — a6 eða 11. —
Re55.
12. Bg5! — Re5, 13. Hadl — h6,
14. Bxf6 — Bxf6, 15. f4 — Db6+,
16. Hf2 — Rc4, 17. Rd5 — Dd8,
18. Rxf6+ — exf6, 19. c3
Hvítur stendur nú með pálm-
ann í höndunum því honum hef-
ur tekist að rústa svörtu peða-
stöðunni.
19. — he8, 20. Rd4 — f5, 21. b3 —
Rb6, 22. Dc2 — fxe4, 23. Bxe4 —
Bxh3?!
24. Bxg6! - Df6, 25. Bf5 - Bxf5,
26. Dxf5 — Dg7?
Svartur varð að sætta sig við
verra endatafi eftir 26. — Dxf5,
27. Rxf5 - Hxc3, 28. Hxd6.
27. Dh3 - hxc3, 28. Rf5 — Dh7,
29. Hxd6 — Hcl+, 30. Kg2 — f6,
31. hxf6 — Rd5, 32. Rxh6+ og
svartur féll á tíma, en staða
hans er hvort sem er vonlaus.
Hvítt: Helgi Ólafsson
Svart: Guðmundur Sigurjónsson
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —