Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 1
Agar Nares 52 Caldwell 54/55 Veizlugleði 58 Haustveizla 62 Njósnir 64/65 Sorgbitin prinsessa 66/67 Sunnudagur 18. september Bls. 49-80 Kvikmyndir 68/69 Myndasögur 70 Á förnum vegi 71 Dans/bíó/leikhús 72/75 Velvakandi 76/77 Ekkert of smátt 78/79 egar blaðamaður Morgunblaðsins var á Seyðisfirði ekki alls fyrir löngu, hitti hann að máli Jóhann Sveinbjörnsson bæjargjaldkera, en hann var hér á árum áður mikill íþróttagarpur og var mikið í fimleikum. Jóhann er rétt að verða fimmtugur, en hann lætur engan bilbug á sér finna, því þrátt fyrir aldurinn hleypur hann mikið ásamt kunningjum sínum auk þess sem hann er algjör snillingur í því að ganga á höndum. Jóhann var og er mikill áhugamaður um fimleika og þá sérstaklega áhaldafimleika, en þá stundaði hann í 20 ár og var það Björn heitinn Jónsson sem kenndi honum þegar hann var unglingur að alast upp á Seyðisfirði. Eftir að Björn lést árið 1965, hefur Jóhann staðið á höndum á legsteini hans þann 17. júní ár hvert til að heiðra minningu kennara síns. Fimmtugur unglingur á Seyðisfirði: „Leit ekki á knattspvmu sem íþrótf1 Rætt við Jóhann Sveinbjörnsson um íþróttir Til að forvitnast örlítið um þennan eldhressa fimleika- mann, heimsóttum við hann og spurðum hann fyrst hvenær hann hefði kynnst fimleikum. „Ég komst í sýningarflokk- inn hjá Birni árið 1947, þá 13 ára gamall, og ég man alltaf eftir því að þeir sem voru eldri í flokknum voru ekkert of ánægðir með að við litlu strák- arnir fengjum að vera með í þessu, því plássið var lítið. En við fengum þó að vera með og urðum fljótlega fastamenn í sýningarflokknum. Fyrsta sýn- ingin sem við litlu strákarnir fengum að vera með í var 17. júní 1947.“ Fimleikar leggjast síðan niður á Seyðisfirði um 1965, en 1970 var Jóhann með knatt- spyrnustrákana á staðnum í æfingum og notaði hann þá bæði lyftingar og áhaldafim- leika, en þær greinar eru til- valdar til að þjálfa menn upp. Upp frá þessu lifnaði aðeins yf- ir fimleikum að nýju, en það var skammgóður vermir fyrir áhugamenn um íþróttina, því skömmu síðar var endanlega gengið frá framgangi hennar og nú er enginn sem leggur stund á fimleika á Seyðisfirði. — Hvað með aðrar íþróttir, stundaðir þú til dæmis aldrei knattspyrnu? „Jú, ég var í marki í liðinu hér um tíma. Ég var reyndar settur í markið þó mig langaði ekkert til að vera þar, en ég hafði snerpuna og kraftinn úr fimleikunum og var því settur í markið, en mér fannst aldrei neitt gaman að leika þar. Ég leit reyndar aldrei á knatt- spyrnu sem íþrótt, mér fannst hún standa svo langt að baki áhaldafimleikum og frjáls- íþróttum að ég var í mörg ár að sætta mig við að fótbolti væri iþrótt. En ég er kominn yfir það núna og get sagt þér að við hjónin erum mjög dyggir áhorfendur hér á vellinum þeg- ar Huginn er að leika og í fyrra miðuðum við sumarfríið okkar við útileiki liðsins og sáum þá flesta leiki þess.“ — Hugleiddir þú aldrei að fara í íþróttakennaraskólann? „Jú, blessaður vertu. Ég ætl- aði alltaf að fara þangað, en það greinlega gleymdist, eins og svo margt annað sem maður hefur ætlað að gera um ævina. Fyrst þú minnist á ÍKÍ, þá vil ég taka fram, að ég tel að boltaíþróttirnar hafi fengið meiri eftirtekt þar en einstakl- ingsíþróttirnar. Um tíma voru nær eingöngu útskrifaðir boltamenn þaðan, sem auðvit- að kenndu nær eingöngu bolta, og ég tel að áhaldafimleikar hafi orðið alltof mikið útund- an. Björn Jónsson gaf þeim eitt sinn ágætis tæki til að stunda áhaldafimleika, en þau voru lítið sem ekkert notuð, áhuginn var ekki meiri." Hér stendur Jóhann á höndum á gömlum hesta- steini sem hann setti upp í garðinum hjá sér, kannski til að tjóðra hjólhestinn sinn við, hver veit. — Nú hef ég heyrt að þú laumist til að æfa lyftingar í kjallaranum hjá þér, er það satt? „Ég laumast stundum niður til að lyfta, en það er eingöngu til að halda mér í formi, því ef maður hættir alveg, þá verður maður algjör aumingi, en ég hef þó keppt í lyftingum. Það var um 1970 að Skúli Óskars- son fluttist hingað til þess að æfa og ég fór að vera með hon- um í þessu og við smíðuðum okkur frumstæð lyftingatæki til að æfa með. Það var svo árið eftir að ég fór með Skúla á lyftingamót til að keppa og var ég þá elsti keppandinn. Það er annars al- veg makalaust með strákana í dag, þeir eru að hætta afskipt- um af íþróttum um tvítugt, en þá eiga þeir í rauninni að vera að byrja á fullu. En varðandi þetta lyftingamót, ég var þá 37 ára og leið mjög vel og fannst ég vera fær í flestan sjó, og finnst það reyndar enn.“ — Kepptir þú aldrei í fimleik- um? „Nei, það var ekki byrjað að keppa á þessum árum, en ég hefði örugglega gert það ef keppni hefði verið byrjuð. Ég var um tveggja ára skeið í fim- leikum með Armanni í Reykja- vík, en þeir voru með mjög góð- an fimleikaflokk á þessum ár- um, 1955—1957, undir stjórn Vigfúsar Guðbrandssonar frá Siglufirði sem þjálfaði okkur. Sýningarflokkurinn samanstóð af um 10 strákum og við sýnd- um við margvísleg tækifæri. Ég man eftir að Ingi Sigurðs- son og Hjörleifur Guðmunds- son voru í flokknum, en Ingi er faðir Sigurðar og Davíðs Ingasona, sem eru góðir fim- leikamenn báðir tveir. Ég man alltaf eftir einu atviki sem snertir Ármann og fimleikana. Það var árið 1959 þegar átti að vígja Laugardalsvöllinn, að strákarnir í fimleikaflokki Ármanns hringdu í mig og báðu mig að koma og sýna með sér við þetta tækifæri, en ég sagðist ekki geta það því það var mjög mikið að gera í vinn- unni, en á þessum tíma vann ég í lögreglunni og þetta var um mitt sumar þegar síldarævin- týrið stóð sem hæst. Það hittist nú samt þannig á að ég fór suð- ur, því ég var sendur með klikkaðan Norðmann á Klepp og ég náði því í síðustu æfing- una fyrir sýninguna og sýndi síðan með strákunum. Sýning- in var nokkuð söguleg, því við höfðum fest svifrána nokkru áður og þegar við ætluðum að nota hana kom í ljós, að fest- ingar höfðu losnað, þannig að við urðum að halda við þær sjálfir, en það varð til þess að ekki fékkst eins mikil strekkja og allar hreyfingar urðu hæg- ari, þannig að hjá þeim tveim- ur fyrstu misheppnaðist ein sveiflan sem við kölluðum SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.