Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 1i Pottarím Umsjón: SIGRÚN ^ DAVÍÐSDÓTTIR Haustið er dapurlegur tími í bókmenntunum. En í eldhúsinu ætti ekki að ríkja nein deyfð og doði á haustin. Þá er tími tl að fagna uppskerulokum og þakka það sem gefið er (þó það sé I naumara lagi eftir síðasta sumar eða öllu heldur sumar- leysi...). Það er því ástæða til að slá upp veizlu og bera upp- skeruna á borð, eða kaupa nýjar vörur. Og svo er líka sjálfsagt að fagna vetri og vetrarbyrjun, vonglaður væntanlega ... í þessari haustveizlu er boðið upp á pönnukökur með reyktum laxi og soðnum gúrkum í forrétt, aðalréttur er léttsteikt, lamba- kjöt af nýslátruðu með gulrót- um, smjörsoðnum hvítlauk og portvínssósu, í millirétt er inn- bðkuð dalayrja og svo fyllt epli í eftirrétt. Ég er nýbúin að gera berjum nokkur skil, og það er einnig tilvalið að bjóða upp á góðan berjaeftirrétt og hæfir einkar vel. Auðvitað er hægt að nota rétt- ina hér við önnur tækifæri og ekki endilega aila saman. Ef ykkur vex í augum að matreiða fjórréttaða máltíð, skuluð þið athuga að þetta er ekki flókið og margt má útbúa með góðum fyrirvara. Af hverju ekki að taka sér góðan tíma í undirbúning- inn, e.t.v. fleiri í hóp, og bera fram máltíð sem lengi verður í minnum höfð ... Skammtarnir þurfa ekki að vera stórir, þegar svo margir réttir eru bornir fram. Upp- skriftirnar eru miðaðar við sex. Ef þið viljið bera fram vín með matnum, vandast nokkuð málið. Reyktur matur er svo bragðsterkur, að vínið getur átt erfitt uppdráttar með honum. með forréttinum getið þið ann- aðhvort látið nægja að bera fram ísvatn (sem ætti reyndar að vera á borðinu alla máltíðina) eða þá hvítvín. Ósætum, svonefndum þurrum hvítvínum hefur mjög verið hampað undan- farin ár, svo mjög að önnur hafa nokuð fallið í skuggann af þeim. Hér fer þó vel á að hvítvínið með laxapönnukökunum sé ögn sæt- legt. Þýzkt rieslingvín gæti átt vel við hér, ef eitthvað. Og reyndar með allri máltíðinni. En sumir kjósa þó fremur rauðvín með kjötinu og það er smekks- atriði hvort þið kjósið t.d. höfugt og þungt Búrgundarvín, léttara Bordeauxvín, eða svolítið gróf- gert vín, frá t.d. Spáni eða ítaliu. Rauðvínið getið þið svo drukkið með ostinum og loks eftirréttin- um, nema þið hafið svo mikið við að drekka sætt hvítvín með hon- um... Góða skemmtun! Pönnukökur með reyktum laxi Frakkar eru mikil pönnuköku- þjóð og borða bæði sæta og salta pönnukökurétti. Við getum því sagt að þessi réttur sé mjög í frönskum anda. Þið bakið þunnar pönnukökur, verðið ykkur úti um næfurþunn- ar sneiðar af reyktum laxi, rúllið pönnukökum utan um þær, velg- ið þær og berið fram með létt- soðnum gúrkum. Skerið hverja rúllu í tvennt og berið tvo helm- inga fyrir hvern. (Svona rúllur er einnig hægt að skera í um 2 sm sneiðar, stinga kokteilpinna í hverja og bera fram sem pinna- mat, þó slíkt sé ekki á dagskrá hér...) Ef ykkur gengur illa að skera laxsneiðar næfurþunnar. þá örvæntið ekki. Leggið þykku sneiðarnar á smjörpappír og smjörpappír ofan á. Síðan fletjið þið sneiðarnar út. Einfalt, ekki satt. Þið getið einnig notað plastþynnu. 6 þunnar pönnukökur 6 stórar, þunnar sneiðar af reyktum laxi 2 msk rifinn ostur, gjarnan parmesan (má sleppa) 1 Rúllið pönnukökunum upp með laxinum innan í. Stráið osti yfir ef vill, og bregðið rúllunum inn í heitan ofn, t.d. 200°, í um 8 mín., eða þar til pönnukökurnar eru orðnar stökkar að utan. Skerið hverja rúllu í tvennt og berið fram með gúrkunum hér á eftir: 1 gúrka, afhýdd um 15 g smjör nýmalaður pipar 2 Skerið gúrkuna í um 5 sm bita, og hvern bita langsum í stöngla. Setjið þá í sjóðandi vatn, látið sjóða í 3 mín., hellið Smjörsoðinn hvítlaukur beir sem halda að heill hvít- laukur hljóti alltaf að vera eld- sterkur og rammur á bragðið, vaða í villu og svíma. Þegar búið er að sjóða hvítlaukinn eftir settum reglum, hafið þið milt meðlæti, næstum sætlegt, sem á einkar vel við kjötið og gulræt- urnar. Handa sex þurfið þið um 2 heila hvítlauka, sem þið takið í sundur. Notið allra minnstu rif- in í eitthvað annað. Setjið heil, óafhýdd rifin í sjóðandi vatn og látið suðuna koma upp. Sjóðið laukinn þá í um 2 mín. Hellið vatninu af og setjið laukinn augnablik undir rennandi, kalt vatn. Nú er auðvelt að afhýða laukinn. Hitið aftur vatn, látið laukinn í sjóðandi vatnið, sjóðið hann í 1 mín. eftir að suðan kemur upp og hellið vatninu af. Endurtakið einu sinni enn. Að HAIISTVEIZLA I vatninu af og veltið þeim í bræddu smjörinu. Raðið stöngl- um á disk ásamt laxarúllunum fyrir hvern og einn og berið strax fram, svo vökvinn úr gúrk- unum nái ekki að bleyta pönnu- kökurnar. Ef þið getið, fer alltaf vel á að bera heitan mat fram á heitum diskum. Hér gildir að pönnukökurnar séu fremur stökkar, en gúrkurn- ar mjúkar og rakar, þó alls ekki ofsoðnar. Smjörsoðnar gulrætur Soðnar gulrætur, vel með farnar, eru ótrúlega gott með- læti með kjöti. Hér eru þær látn- ar malla í smjöri og mýkjast með ögn af sykri og svo er sax- aðri steinselju stráð yfir. Gras- laukur er ekki síðri kostur, eða aðrar nýjar kryddjurtir. 1 kg gulrætur 50 g smjör 1-2 tsk sykur söxuð steinselja 1 Hreinsið gulræturnar og skerið þær í um 3 sm stóra bita og hvern bita í stafi að endi- löngu. 2 Bræðið smjörið í víðum potti og setjið gulræturnar þar í. Veltið þeim í smjörinu og látið þær mýkjast undir loki. Fylgizt vel með þeim svo þær hvorki brenni við né soðni í mauk. Þeg- ar þær eru að verða hæfilega mjúkar, stráið þá sykri yfir, hækkið hitann og látið allan vökva sjóða niður, svo hann verði ögn karamellukenndur, en ekki þó brenndur. Stráið stein- selju á og berið fram. 'ENN- VEfíSLUNARSTJÓRAR lokum bræðið þið smjörklípu og látið hana taka svolítinn lit, veltið lauknum og hitið hann I smjörinu og berið hann fram. Einstakt sælgæti... Léttsteikt lambakjöt í portvínssósu Kjötið er steikt á pönnu, tekið upp, víninu hellt í pönnuna og látið sjóða niður. Síðan er köldu smjöri hrært saman við og sósan borin fram ásamt kjötinu. Þið getið notað annað vín en portvín, t.d. rauðvín, þurrt hvítvín, þurrt vermút eða þurrt sérrí. Niður- staðan verður alltaf góð, en auð- vitað ólík, eftir því hvaða vín er notað. Og svo er kryddað með einiberjum og timjan. Ef þið ná- ið ekki í einiber, þá er að taka því, en þau gefa réttinum óneit- anlega gott bragð. Það er ekki alltaf auðvelt að fá þau, en ég hef séð þau í Hagkaup (juniper berries á ensku). Hér eru notaðir bitar af innra læri, sem eru skornir í um 150 g stykki. Það er einnig hægt að nota lundir, ekki sízt kindalund- 'ir. Reynið að hafa bitana sem allra líkasta að lögun, svo þeir stikni jafnt. Steikingartíminn er háður smekk og tilfinningu. Það er bezt að styðja á kjötið til að finna hversu mikið það er steikt. Þegar það er hrátt, er það mjúkt viðkomu og lætur undan þrýst- ingi. Því meir sem það er steikt, því harðara verður það og stinn- ara. Meðan þið eruð að komast í æfingu, getið þið skorið í kjötið til að sjá litinn. En verið viss, æfingin kemur smátt og smátt, ef þið hugið að þessu atriði. Eg mæli ekki með því að salta sósuna. Smjörið er salt, og hver getur saltað við borðið eins og honum finnst bezt. Kjöt á ekki að salta áður en það er steikt, þvi saltið dregur úr því safa og þurrkar það upp. 8 bitar af innra læri, hver um 150 g að þyngd, samtals 1,2 kg um 30 g smjör 1 tsk ólífuolía 1 tsk steytt einiber lk tsk engifer nýmalaður pipar 1 Bræðið smjörið ásamt olí- unni og kryddinu. Þegar feitin er orðin vel heit, setjið þá kjötið á pönnuna og látið það stikna báð- um megin svo það brúnist vel að utan. Gætið þess að feitin brenni ekki á pönnunni. Þegar kjötið er hæfilega steikt, færið það þá upp á heitt fat og haldið því heitu, meðan sósan er búin til. Þið get- I ið haldið því þokkalega heitu, ef l þið setjið álpappír á það og síðan handklæði eða þurrku þar yfir, eða geymið það á heitum stað. Sósa: 2 dl portvín, fremur sætt 250 g smjör, kalt, skorið í bita 1 tsk steytt einiber 1 tsk timjan nýmalaður pipar 2 Hellið feitinni úr pönnunni og hellið víninu á hana. Látið nú vínið sjóða kröftuglega ásamt einiberjum og timjan, þar til að- eins um 1 dl er eftir. Takið nú pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við, einum og einum bita í einu. Smjörið bráðnar þá saman við og eins og þykknar í sósunni. Bætið ekki við bita fyrr en sá fyrri er bráðn- aður. Undir lokin getið þið bætt við tveimur bitum í einu. Piprið sósuna eftir smekk. Hitið hana svolítið ef þarf, en hún má ekki sjóða, því þá skilur smjörið sig frá. Galdurinn er að hafa hana þykka og mjúka með kjötsafan- um í. Setjið kjötið á fat eða hreina pönnu, þeytið safann, sem rann af því meðan það beið, í sósuna, hellið henni á fatið hjá kjötinu og berið fram. Einnig er hægt að setja kjöt og sósu á hitaðan disk fyrir hvern og einn. Athugið að þessi sósa er bragðmikil og það þarf ekki mikið af henni. Hún er meðlæti með kjötinu, en á ekki að kaffæra það. Þeim sem finnst verra að hafa ekki kartöflur með öllum mat, sakna hér víst einhvers. Kartöfl- ur eru í raun óþarfar hér. En máltíðin á að vera öllum til ánægju, svo þið getið t.d. skorið afhýddar kartöflur í sneiðar, skolað þær og þerrað svo sterkja fari úr þeim, raðað þeim á grunnt fat og bakað við um 20° í 45 mín. eða svo. Venjulegar bak- aðar kartöflur eða bakaðir kart- öfluhelmingar koma einnig vel til greina. TlK UNNAR Bananar Dol Monte — Appelsínur Outspan — Appot- sínur Brazilía — Epli frönsk gul — Epli frönsk rauö, Svarti svanurinn — Sítrónur Outspan — Sítrónur spinskar — Grapafruit Outspan — Grapefruit Ruby Read — Melónur gular — Vatnsmelónur — Vínber græn — Vínber blá — Perur ítalskar — Plómur fransk- ar — Plómur ítalskar — Ferskjur — Nektarfnur — Kókoshnetur. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, simi 85300 E4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.