Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983
. . . veröur synd á næstunni. . .
Svarti folinn
Tónabíó sýnir mynd um
vináttu hests og drengs
Fjörutíu ára bið
Þegar heimsstyrjöldin síðari
var hvað háværust og blóðugust
árið 1941, skrifaði ungur maður,
Walter Farley að nafni, litla og
hugljúfa bók, sem hann nefndi
Svarta folann (The Black Stall-
ion). Walter var enn í skóla þegar
saga hans var gefin út í bókar-
formi, en þar sem hún naut svo
mikilla vinsælda, samdi hann
fleiri sögur um svarta folann. Þær
urðu alls sextán og hafa selst í 8
milljónum eintaka í Bandaríkjun-
um og fjórum milljónum eintaka í
öðrum löndum.
Eftir að kvikmyndirnar náðu
vinsældum var næstum hver ein-
asta bók sem vel seldist kvik-
mynduð af sérfræðingunum í
Hollywood, en það er ein af ráð-
gátunum í Hollywood hvers vegna
bók Walter Farleys var ekki kvik-
mynduð fyrr en tæpum fjörutíu
árum eftir að hún kom fyrst fyrir
almenningssjónir.
Það var ekki fyrr en árið 1979 að
kvikmyndajöfurinn Francis Copp-
ola keypti kvikmyndaréttinn, en
um þær mundir -var að hann
stofna kvikmyndaver sitt Zoe-
trope. Hann var að leita að efni
fyrir vin sinn Carroll Ballard.
Francis Coppola hefur alla tíð ver-
ið dyggur stuðningsmaður ungra
og óreyndra kvikmyndagerðar-
manna og Svarti folinn var fyrsta
verkefnið í Zoetrope-kvikmynda-
verinu eftir að Apocalypse Now-
ævintýrinu lauk.
Vandasamt verkefni
En sennilega er skýringin á því
hvers vegna svona langur tími leið
þar til saga skóladrengsins var
kvikmynduð ekki mjög langsótt.
Fyrir þá sem þekkja söguna gefur
það augaleið að gífurlega tækni-
lega örðugleika þarf að yfirstíga.
Aðalleikararnir tveir eru ellefu
ára drengur og glæsilegur arab-
ískur foli. Drengurinn þarf að geta
riðið folanum óaðfinnanlega, bæði
á landi og sjó. Leitin að slíkum
dreng tók ekki færri en 24 mánuði.
Hann heitir Kelly Reno. Hann
ólst upp á búgarði og gat riðið
hesti áður en hann gat stigið i
lappirnar. Kelly hafði aldrei áður
komið nálægt kvikmyndagerð, en
þeim mun klárari var hann í sam-
skiptum sínum við aðalmótleikara
sinn, Cass-Olé, en svo heitir arab-
íski folinn.
Cass-Olé var átta vetra þegar
Francis Coppola og leikstjóri
myndarinnar Carroll Ballard
fréttu af honum. Cass-Olé hafði
sigrað á öllum mótum sem hann
hafði tekið þátt í, þar á meðal
sigrað á stærsta og viðamesta
hestamóti í Asíu fjögur ár í röð.
Hann hafði aldrei áður verið
notaður í kvikmynd, frekar en
Kelly litli, en Coppola réði hinn
virta og þekkta tamningamann
J.H. Randall og syni hans tvo,
Glenn og Corky. Glenn er frægast-
ur fyrir tamninguna á Trigger
sem Roy Rogers þeysti á um allar
jarðir fyrir u.þ.b. þrjátíu árum.
En Svarti folinn var erfiðasta
verkefni þeirra feðga.
Drengur og hestur
Alec er ellefu ára gamall. Mynd-
in hefst á því að hann siglir á
freigátu yfir Miðjarðarhafið. í
freigátunni er einnig svartur foli,
og Alec sér folann fyrst þegar
hann reynir að losa sig úr böndun-
f V \ j 1
P yt v.
Gömlu mennirnir tveir (Clarence Muse og Mickey Rooney) búa drenginn
undir kappreiðarnar.
Háskólabíó frumsýndi á fostudag hina frægu kvikmynd Pólverjans Roman
Polanski, „Tess“, sem er byggð á víðlesinni skáldsögu Bretans Thomas
Hardy, Tess of the d’Urbervilles. Aðalhlutverkið, hina ungu Tess, leikur
þýska leikkonan Nastassia Kinski. En í öðrum minni hlutverkum eru Peter
Firth, sem leikur Angel Cara og Leigh Lawson, sem leikur ríka soninn, Alec
d’Urberville.
Koman Polanski
Driffjöðurin að baki myndinni
er einhver umdeildasti leikstjóri
síðari ára, Roman Polanski. Marg-
ar mynda hans, ef ekki allar, hafa
vafist fyrir áhorfendum, orðið
gagnrýnendum að fótakefli og eigi
smátt bitbein. Flest, sem hann
tekur sér fyrir hendur, verður
óumflýjanlega efni í forsíðufrétt-
ir.
Polanski tileinkar myndina
minningu konu sinnar, Sharon
Tate, sem var myrt á hinn hroða-
legasta hátt af Manson-klíkunni
nítján mánuðum eftir giftingu
þeirra.
Þegár „Tess“ var sýnd í Banda-
ríkjunum var hún útnefnd til
nokkurra Óskarsverðlauna, þar á
meðal sem besta mynd ársins 1980
og fyrir besta leikstjóra. Það vakti
heimsathygli að Polanski var ekki
viðstaddur verðlaunaafhending-
una. Ástæðan var eitt mesta leið-
indamál í lífi Polanski síðan Shar-
on var myrt.
Hann hafði duflað við unga
stúlku, tekið af henni myndir, gef-
ið ólögleg lyf, sumsé eitur. For-
eldrar stúlkunnar fóru í mál og
Polanski átti yfir höfði sér niður-
lægingu mikla og fangelsisvist.
Hann flúði til Evrópu og á ekki
afturkvæmt til Ameríku.
Mál þetta var í algleymingi þeg-
ar „Tess“ var tilbúin til dreifingar
vestanhafs sem annars staðar, en
snurða hljóp á þráðinn og ein-
hverjar tafir urðu. Það var mál
manna að herrarnir innan stóru
kvikmyndaveranna væru að ná sér
niðri á Polanski.
En „Tess“ féll í góðan jarðveg í
Evrópu, loks er hún var þar sýnd
heilu ári eftir að hún var tilbúin
til sýningar. Annað ár leið þar til
Bandaríkjamönnum, þar sem
stærsti markaðurinn er, auðnaðist
að sjá þessa umtöluðu mynd.
Nú hefur saga kvikmyndarinnar
verið rakin afturábak, en þess má
geta að auk Óskarsútnefninganna,
hlaut myndin tvö Golden Globe-
verðlaun, sem þykir góður fengur.
Ungur listamaður
Polanski sneri ekki aftur þrátt
fyrir orðróm þar um, heldur fór
hann til Parísar og setti leikrit
Peter Shaffers „Amadeus" á svið.
Polanski þykir flækingur mikill.
Tess hin hreina.
Hann ólst upp í föðurlandi sínu,
Póllandi, en hefur gert myndir,
stuttar sem langar, frá því hann
var tuttugu og tveggja ára, hér og
hvar um Evrópu.
Augu heimsins beindust fyrst
að honum eftir gerð myndarinnar
„Knife in the Water“ og hlaut hún
ófá verðlaun kvikmyndahátíða.
Síðan gerði hann „Repulsion" og
„Cul de Sac“ fyrir framleiðandann
Gene Gutowski. Þá kom „Dans
vampíranna" og ein hans frægasta
mynd, „Rosemary’s Baby“ árið
1968.
Við gerð þeirrar myndar kynnt-
ist hann konuefni sínu, Sharon
Tate, en þau nutust ekki nema ör-
fáa mánuði. „Macbeth", „Qui?“,
„Chinatown" og „Leigjandinn" eru
allt myndir sem kvikmyndaunn-
endur kannast vel við.
Sharon vakti fyrst manna at-
hygli Polanskis á bók Hardys
„Tess of the d’Urbervilles". Pol-
anski hafði ætíð langað til að
kvikmynda eldheita ástarsögu og
Tess féll að smekk hans. En þraut-
in þyngri var að finna framleið-
anda, öllu heldur menn sem vildu
leggja fjármagn í áhættusama
framleiðslu. Og fyrir fortölur bar-
áttuglaðra manna, vinveittum
Pólski leikstjórinn Roman Polanski.
Polanski, tókst það og Polanski
hófst handa.
Thomas Hardy og
konan hrcina
Þegar breski rithöfundurinn,
Thomas Hardy, sendi frá sér hina
miklu bók „Tess of the d’Urber-
villes" árið 1891, var hann fyrir
löngu orðinn vel þekktur andans
maður. Hann var á fimmtugasta
og fyrsta ári og átti að baki stór-
virki eins og „Far From the
Madding Crowd“ (1874), „The Re-
turn of the Native“ (1878) og „The
Mayor of Casterbridge” (1886).
Thomas var rétt orðinn sextán
ára (fæddur 1840), þegar hann sá
konu hengda. Hún hafði verið
ákærð fyrir að koma karli sínum
fyrir kattarnef. Thomas skrifaði:
„Ég man vel hve fallegur líkami
hennar var þar sem hún hékk í
þokukenndu regninu, og hvernig
þröngur, svartur kjólinn hennar
afmyndaði útlínur hennar er hún
dinglaði fram og til baka í gálgan-
um.“
Allt á sér upphaf, stendur ein-
hvers staðar, og þessi voveiflegi
atburður hleypti blóði í hug-
myndaríkan koll Hardys:
Breski rithöfundurinn Thomas
Hardy, en kvikmyndin er byggð á
bók hans „Tess of the d’Urbervill-
no“
Tess er ung bóndadóttir. Sem
þruma úr heiðskíru lofti kemur
fréttin að þau séu ekki af þeim
lágu stéttum sem býlið gefur til
kynna. Hún er send til ríkra ætt-
ingja og þá hefst örlagaríkur þátt-
ur í lífi þessarar hreinu konu. Ást-
in og girndin vex á hverju laufi í
gróðri vöxnum hlíðum Wessex.
Frændinn Alec, kvennabósi í
þokkabót, tælir Tess inn i skóg og
oní grænar lautir.
Fallin kona og dæmd á ekki
marga vini. Barnið fær ekki einu
sinni kristilega meðferð. Prests-
sonurinn Angel, sannkallaður
engill, fellur fyrir Tess og hlustar
ekki á harmatölur hennar. Þau
giftast, en er Engill skreppur frá
einhverra erindagjörða, hleypur
Tess í faðm Alecs. Én þegar Engill
snýr aftur fjölgar hnífunum í
eldhúsinu.
Kinski — andlit ní-
unda áratugarins
íslendingar þekkja Natössiu
Kinski vel, en örstutt er síðan hún
kom fólki fyrir kattarnef í Laug-
arásbíói. Kinski hefur vegnað vel
sem fyrirsætu og leikkonu á und-
anförnum árum. Hún er með
yngstu stórstjörnum.