Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 51 „litli og STÓRI“ ÚT ER komin „litli og STÓRI“, stafa- og lestrarbók fyrir yngstu kynslóóina eftir kennarana Guðrúnu Gísladóttur og Kolfinnu Bjarnadótt- ur. „Bókin er upphaflega hugsuð fyrir börn frá fjögurra ára aldri; að kenna þeim að þekkja stafina. Sann- leikurinn er sá, að langt er síðan íslenzk stafabók fyrir yngstu kyn- slóðina kom út. Ég rak mig á nauð- syn stafrófskvcrs í sambandi við kennslu minna barna og þar með kviknaði hugmyndin að bókinni,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtaii við Mbl. „Upphaflega ætluðum við ein- ungis að hafa stafi, myndir og ein- faldar setningar í bókinni en þetta þróaðist upp í texta, sem lagður er út frá hverri mynd og áherzla lögð á að kynna hljóð stafsins. Þar með er hægt að nota bókina sem hjálp- argagn við lestrarkennslu og hafa kennarar þegar sýnt því áhuga. Rétt er að itreka, að bókin er ekki hugsuð sem byrjendabók í lestrarkennslu. Aðaláherzla er lögð á að kenna börnum að þekkja stafina og kynna hljóð þeirra í gegnum einfaldan texta. Við reyn- um að vekja áhuga barna á að þekkja stafina með fjölbreyttum og áhugaverðum texta og myndum og þannig leggja grunn að lestrar- kunnáttu," sögðu þær Kolfinna Bjarnadóttir og Guðrún Gísla- dóttir. Skilnings- rík tölva aðstoðar skurðlækna San Diego, 16. september. AP. Sérfræóingar við Kaliforníuhá- skóla segja að von bráðar megi bú- ast við því að takist að smíða tölvu, sem skilji mælt mál og nota megi við skurðaðgerðir. Helzti kostur tölvunnar er að hún tekur við og varðveitir upp- lýsingar fyrir skurðlæknana, og losna þeir því við að skrifa hjá sér eitt og annað meðan á aðgerð stendur, tala í stað þess til tölv- unnar. Gerðar hafa verið tilraunir, sem lofa góðu, með tðlvu sem hafði 150 orða minni. Talar læknirinn í míkrófón og ef tölvan hefur skilið hann birtast orðin á skjá, sem tengdur er við hana. Fródleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Eldra uður Látid Hörpu gefa tóninn Þú verður ekki eldrauður af áreynslu við að mála með Hörpusilki — því það er leikur einn. Sýnum nýja kynslóð af vinsælasta bíl veraldar..... ________tavat a___________ IUYUIA CORDLLA Sýning í dag frá kl. 10. — 18.00 Japanskar veitingar og Verð launagetraun. 1. VERÐLAUN: Helgarferó til London fyrir tvo með Flugleióum J'--- \ TOVOVfc Corolla árgerð 1984 mest seldi bfll í heimi... — Nú meö framhjóladrifi og breiðari á milli hjóla. Frábær bensínnýting, 4ra og 5 dyra. En stærstu nýjungarnar eru samt inni í bílnum. — Þar er hann þægilegri, öruggari og meira rými fyrirfarþega — jafnvel þá leggjalöngu. TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍM144144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.