Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Fimmtugur unglingur á Seyðisfirði: „Leit ekki á knattspymu sem íþrótt" Rætt vift Jóhann Sveinbjörnsson um íþróttir „kross-risasveiflu“ og mér leist ekkert á, því þeir voru betri en ég og auk þess búnir að æfa betur. Rétt þegar ég er að byrja mínar æfingar, þá hugsa ég: „Sveiflan er of hæg“, og ég náði því að vera 1 takt við fjöðrunina sem var í ránni og það heppnaðist allt hjá mér og ég get sagt þér að maður var nokkuð grobbinn þá, svona innra með sér.“ — En hvað um frjálsíþróttir, kepptir þú einhvern tíma í þeira? „Nei, það er sama sagan þar, en ég hef alltaf haft áhuga á frjálsum. Ég kastaði mikið kúlu sem drengur og var á tímabili að kasta 17,5 metra og ég man eftir því að þá var ég í Keflavík og æfði mig á hverju kvöldi og var ákveðinn í því að fara á drengjameistaramótið sumarið 1953, en það vantaði einhvern til að ýta á eftir manni, þannig að það varð ekk- ert úr því að ég keppti, en kúlu- varpið vannst á 14,10 metra, en ég er viss um að ég hefði kastað yfir 17 metra. Annars langaði mig oft í frjálsar, en það var aldrei neinn áhugi fyrir þeim hér fyrir austan, þannig að það varð ekkert úr því hjá manni. Ég gæti trúað að ég hefði orðið sæmilegur í stangarstökki, því áhaldafimleikar styrkja efri hluta líkamans vel.“ Jóhann á leid- inni niður tröpp- urnar á húsi sínu, bann kraðst þó fara oftar á afturfót- unum nú orðið en gerði það bara fyrir okkur að ganga á höndunum niður eins og hann gerði oft hér áð- ur fyrr. „Þeir eru báðir sænskir þessir, “ sagði Jóhann þegar þessi mynd var tekin af honum og farar- skjótunum tveimur sem hann notar. Þessi sem er á tveimur hjólum er þó sýnu meira notað- ur en sá með fjögur hjólin er notaður í lengri ferðir. — Ef við snúum okkur í lokin að nútíðinni. Hvað gerir þú til að halda þér í forrai? „Ég skokka mikið og ég skokkaði til dæmis með honum Þorvaldi skólastjóra til Eg- ilsstaða í sumar, en það eru um 28 km. Við stoppuðum aldrei á leiðinni og það var meira að segja bannað að ganga. Þetta var ansi skemmtilegt, því þetta æxlaðist þannig að við höfðum verið að hlaupa nokkrir og ein- hvern tíma þegar við vorum í sturtu þá voru yngri mennirnir að kvarta undan því að við værum farnir að hlaupa of langt, þannig að ég sagði að þetta væri nú ekkert, því í sumar ætluðum við að hlaupa til Egilsstaða. Skömmu eftir þetta var sameiginlegur fundur bæjarráðs okkar og þeirra á Egilsstöðum. Fengu menn þar veitingar góðar og málin æxl- uðust þannig að einn Seyðfirð- inganna segir, að þeir ætli að hlaupa til Egilsstaða í sumar, nú, og eftir það varð ekki aftur snúið.“ — Nú gekk þetta hlaup ágæt- lega hjá ykkur og Þorvaldi skóla- stjóra. Hvenær er það sem þið æfið? „Við trimmum alltaf á vet- urna, þrisvar í viku og eitthvað á bilinu 4 til 8 km í hvert Þrátt fyrir að Jóhann sé að verða fimmtugur þá heldur hann sér í mjög góðri æfíngu og mættu margir yngri menn taka bann sér til fyrirmyndar hvað það varðar. Hér er hann á heim- ili sínu á Seyðisfirði beint á móti knattspyrnuvellinum sem gerði það að verkum að hann varð að viðurkenna knattspyrnu sem íþrótt. skipti. Æfingarnar fara fram eftir vinnu á daginn og þá er sama hvernig veður er. Við höfum bæði hlaupið í grimmd- arfrosti og blindbyl, en þegar þannig viðrar er ekkert annað að gera en hlaupa eftir minni og það hefur gengið ágætlega." — Hjólar þú mikið, ég sá hjól hér fyrir utan hjá þér? „Já, ég hjóla mjög mikið og svotil alltaf í vinnuna á morgn- ana. Mér finnst eins og ég sé að svíkja sjálfan mig ef ég fer á bílnum í vinnuna. Þú ættir að sjá mig þegar ég er að spóla mig áfram hér í ófærðinni á hjólinu á veturna." Við þökkum Svövu Sófus- dóttur, konu Jóhanns, fyrir kaffið og um leið og við kveðj- um, bregður Jói sér upp á hendurnar eins og myndirnar hér á síðunni bera með sér, og það er ekki dónalegur stíllinn á göngulaginu þar sem hann gengur niður tröppurnar á heimili sínu, eða treystir þú þér til að gera betur? - SUS Vegg- og hurðamyndir í miklu úrvali. Einnig myndir og plaköt af öllum stærðum og gerðum OPIÐ: 9-12 og 13:30-18 LAUG. OG SUN. 13-16 MYNDIN Dalshrauni 13 S. 54171 E I G E N D U R njeep Veturinn nálgast E I G E N D U R Mótor- og Ijósastillum Mótorstilling dregur verulega úr bensín- eyöslu. Yfirförum bílinn og bendum á hvaö þurfi aö lagfæra. Hafiö samband viö verkstjóra. Símar 77756 og 77200. Egill Vilhjálmsson, Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simi 77200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.