Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 59 Stiftamtmannshúsið í Reykjavík þar sem samkvæmið var haldið. Nokkrir hinna íslensku veislugesta. Trampe greifi stiftamtmaður Bjarni Johnsen rektor Dr. Jón Hjaltalín landlæknir Þórður Sveinbjörns- son háyfirdómari Helgi Thordersen biskup „lancers" — og stiftamtmaðurinn faðmaði mig að sér. Þá loksins sluppum við út. Allt datt í dúna- logn og við teyguðum hressandi loftið, er við reikuðum út úr hús- inu.“ Dansleikur í heimahúsi En lávarðurinn og félagar hans voru ekki á því að taka á sig náðir eftir því sem segir í bréfinu: — „En hvað átti nú til bragðst að taka? Það náði ekki nokkurri átt að fara að hátta. Klukkan var að- eins ellefu og bjart sem um hádag. Fitz sagði að klukkan væri tuttugu og tvö. Þegar hér var komið sögu var hann kominn á það stig, er hugsun manns virðist skerpast og sjónin verða hvassari, en því ástandi er venjulega lýst með orð- unum „að sjá tvöfalt", — þótt hann reyni nú að halda því fram, að svo hafi ekki verið, heldur hafi hann aðeins talið tímann á Fen- eyja-vísu. Þarna vorum við þá — brír ungir og glaðlyndir menn, staðráðnir í að skemmta okkur svo að um munaði, en sáum enga leið til þess að koma þeirri ákvörðun okkar í framkvæmd. Við gátum ekki strítt húseig- endum með því að stela dyra- hömrum þeirra, því að þeir voru ekki til, og næturverði vantaði einnig, svo að ekki var hægt að hafa þá að leikfangi. Loksins minntumst við þess, að kona lyf- salans hafði boð inni og hafði boð- ið okkur að koma. Við tókum því stefnuna heim til hennar. Þar voru fyrir nokkrir franskir liðs- foringjar, slagharpa og ung stúlka. Það leið ekki á löngu, uns slegið var upp dansleik. Loks var stungið upp á því, að við dönsuð- um ræl. Annar foringinn á Artem- ise hafði einu sinni séð ræl dans- aðan, þegar skip hans lá á Clyde og beið þess að storminn úti fyrir lægði. Stúlkan hafði grandskoðað mynd af „Highland fling“ framan á skosku nótnahefti. Ég kunni „jig“ og allt virtist því ætla að falla í ljúfa löð, en þá vantaði und- irleikinn. Til allrar hamingju kunni húsfreyjan lagið við „Annie Laurie“ og' er það var leikið nógu hratt reyndist það tilvalið rællag. Þú getur gert þér í hugarlund, að þetta fór allt ágætlega. Við ætluð- um alveg að springa af hlátri og ég vildi óska, að Breadalbane lávarð- ur hefði getað séð til okkar. Einkennilegar kanínur Einni stundu eftir miðnætti gekk dansmærin okkar til hvílu og þá hætti dansinn af sjálfu sér. En áhrifin af veislu stiftamtmannsins lögðu enn blátt bann við því, að við færum í bólið, svo við afréðum að fara í bátnum út að nokkrum eyjum, sem eru umþrjá mílufjórð- unga undan landi. Eg held, að mér muni aldrei úr minni iíða þæg- indatilfinningin sem um mig fór, þegar ég hallaði mér letilega aftur á bak í skut bátsins og hlustaði á öldurnar gjlafra við kinnunginn, er við sigum makindalega út að eynni. Landið var sveipað draum- kenndri þokuhulu — það var í fastasvefni og á það brá birtu, sem virtist ekki þessa heims — mið- nætursólin skein á tind Snæfells- jökuls, þótt hún væri hulin sjón- um okkar — forneskjulegir tindar gnæfðu kuldalega og dularfullir allt í kring, — ég hafði tekið upp nýtt og hressandi líf upp á síð- kastið — allt lofaði þetta svo miklum nýjungum og æsandi ævintýrum þarna norður undir heimskautasvæðinu, sem við ætl- uðum nú að heimsækja, að ég gat ekki nógsamlega fagnað því, hvað allt lék í lyndi. Ég hrökk upp af þessum hug- leiðingum, er báturinn rann upp í fjöruna, spratt á fætur og steig út fyrir borðstokkinn og sökk upp að hné í vatni. Ég glaðvaknaði við þetta og var þess nú albúinn að kanna eyna. Hún er á að giska þrír mílufjórðungar á lengd, ekki mjög breið og öll full af kanínuholum, sem eru um eyna þvera og endi- langa. Loksins, er við komum fyrir hól einn, sáum við um það bil eina tylft kanína, sem sátu hátíðlega fyrir utan holur sínar. Þær voru snjóhvítar, eyrnarlausar og rauð- ar á trýninu. Ég gerði nokkrar til- raunir til að handsama þær og komst mjög nærri tveim, en þá vildi svo einkennilega til, að þeim spruttu vængir og þær flugu burt fyrir augunum á okkur. Ég ef gæti treyst því að sjón mín hefði ekki verið með sama marki brennd og sjón læknisins, mundi ég hiklaust halda því fram, að kanínurnar hefðu flogið tvær og tvær saman. Kaninur með vængi og rauð trýni; ég hafði aldr- ei heyrt eða lesið um slík dýr áður og vildi þess vegna óður og upp- vægur handsama eitthvert þess- ara sjaldgæfu dýra handa nátt- úrufræðingum okkar heima í Englandi, svo að ég tók á sprett á eftir þeim. Með talsverðum erfiðismunum tókst okkur að handsama eina eða tvær kanínur, sem höfðu skriðið inn í holur sínar i stað þess að fljúga upp. Þær rifu og bitu eins og tígriskettlingar og görguðu eins og páfagaukar. En ég verð því miður að kannast við það, að við nánari athugun reyndust þessar kanínur vera í fuglslíki og er ef til vill með því fengin skýring á því að þær gætu flogið. En ég er enn i vafa um það, hvaða dýr þetta hafi í rauninni verið." Hér lýkur þessum þætti i frá- sögn Dufferins lávarðar en það skal upplýst hér, að „kanínur" þessar voru að sjálfsögðu lundar, en þann fugl höfðu lávarðurinn og félagar hans aldrei augum litið. (Sv.G. tók saman) ________________£______________ Vélaiðnfræðingur frá Tækniskóla íslands, sem unniö hefur sem fag- maöur, verkstjóri, hönnuöur og sölumaöur, hjá stóru málmiönaöarfyrirtæki sl. 12 ár, óskar eftir áhuga- veröu og veliaunuöu starfi. Margt kemur til greina. Tilboö sendist augl.deild Mbl. sem fyrst merkt: „V — 2191“. GRLRNT STATION Verö frá kr. 325.700 (Gtogi 5.8. ’83) HBSfiftfiHfe- aBHfi giiMIIIIPAG KLjU^—— Furuhornsófar margar gerðir Einnig furusófasett frá kr. 9.980,- Furusófaborð margar gerðir. Leðursófasett margar gerðir frá kr. 24.960,- Eldhúsborð í úrvali. Góðir greiðsluskilmálar. Húsgagnaverslun Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði. Sími 54343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.