Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 55 tíma. Ég hef sofið á daginn og unnið á nóttunni; ég hef unnið á dögum með oddatölu einvörðungu: lsta, 3ja, 5ta o.s.frv. og sömuleiðis á dögum með jöfnum tölum: 2an, 4ða, 6ta o.s.frv.; ég hef fært mig í sífellu milli herbergja, viljað kom- ast í nýtt umhverfi, þó ekki sé nema innanhúss. Allt er þetta gott og blessað, svo framarlega sem rithöfundurinn gerir sér ljóst að hann verður að vinna; umfram allt vinna. Ég ákvað að rithöfundurinn þyrfti að skrifa átta stundir á dag til að sinna könnun sinni og gerð- ist níu-til-fimm rithöfundur. En það segir ekki neitt. Það er hægt að skrifa á öllum tímum sólar- hringsins og skipta vinnunni niður og þar fram eftir götunum, en hvaða hátt sem menn koma sér niður á, þá verða þeir að halda sér við efnið og langflestir rithöfund- ar skrifa daglega. Það er engin forskrift til um ritmennsku önnur en að skrifa og skrifa mikið. Við förum að ræða hinar ýmsu bækur Caldwells og ég spyr þess- arar sígildu spurningar hvort hon- um þyki vænna um einhverja bók sína umfram aðrar? Ég veit það ekki, segir hann, þetta er svo langt aftur í fortíð, blessaður vertu, að ég get ekki gert mér grein fyrir þessum bók- um mínum. Kannski þó Georgia Boy, sem er safn smásagna, og af skáldsögum er mér áreiðanlega kærust Dagslátta Drottins. Þú skrifaðir Dagsláttuna í einni lotu án þess eiginlega að hnika til orði — hefurðu skrifað fleiri bæk- ur með þeim hætti? Nei, ekki síðan ég eltist. Þegar maður er mjög ungur, þá finnst manni allt gott sem maður gerir. Sjálfsgagnrýnin hefur ekki náð að þroskast og maður er kappsamur og getur afkastað miklu. Eg skrif- aði nokkrar fyrri bækur mínar án þess að endurskrifa svo heitið gæti; ég leiddist af sögunni og fannst mest um verst að koma henni til skila. En með aldrinum og meiri þjálfun gerist maður gagnrýnni og finnur æ oftar brotalöm í því sem maður er að gera og verður að endurskrifa. Ég hef endurskrifað bækur allt að tólf sinnum. En ungir rithöfundar eiga að skrifa eftir sínu höfi og treysta á sjálfa sig; kæra sig koll- ótta um hvað aðrir segja um verk þeirra og sérstaklega er þeim nauðsynlegt að hlusta aldrei á gagnrýnendur. Hefur þú skrifað bækur þínar með einhvern ákveðinn tilgang í huga? Að vissu marki. En sá tilgangur hefur aldrei birst sem áróður. Ég hef aldrei reynt að selja neitt, kommúnisma eða aðrar kenningar í bókum mínum. En ég tók það upp hjá mér einu sinni að skrifa nokkrar skáldsögur með því augnamiði að lýsa lífi fólks í nokkrum tilteknum starfsstéttum í Suðrinu. Ég skrifaði til dæmis bók um líf lögreglustjóra í litlum bæ, aðra um skólakennara o.s.frv. — í allt voru þetta einar sex eða átta bækur sem ég skrifaði í þess- um tilgangi. Nei, ég gerði engar rannsóknir á lífi þessa fólks áður en ég tók að skrifa sögurnar,. ég tók engin viðtöl vi fólk eða neitt þess háttar. Ég hef alltaf byggt mín skrif á reynslu. Og í skáld- skap verður nú að láta söguper- sónurnar ráða ferðinni — ekki heimildir. En almennt liggur eng- inn tilgangur að baki verkum mín- um. Ég bara skrifa, segi sögur og spyr mig yfirleitt ekki að tilgang- inum með hinni eða þessari sög- unni. Þegar ég er beðinn að út- skýra hvað einhver smásaga mín eða skáldsga þýðir, þá segi ég: Hún þýðir það sem lesandinn fær útúr henni. Ég hef aldrei gengið með það í maganum að breyta ör- lögum mannkyns, heldur hefur mér verið umhugað um að lýsa eins vel og mér er framast unnt lífi og örlögum fólksins sem ég skrifa um. Ef hægt er að draga einhvern lærdóm af bókum eftir mig, þá er hann að finna í frásögn- um af sögupersónum mínum og hver lesandi túlkar þær frásögur náttúrlega eftir sínu höfði. Losti, kynfýsnin, er ríkur þáttur í mörgum bóka þinna ... Já, ég sé ekkert merkilegt við það, segir Caldwell eins og hann sé þreyttur á þessari spurningu. Ég get ekkert um það sagt nema að þetta sé partur af lífinu, rétt eins og hatrið sem búið hefur með manninum frá því hann varð til. Það er ekkert sérstakt um hatrið að segja nema að það sé til í ótal myndum. Eins er með lostann. Eg dvaldi með Caldwell í þrjá daga. Hann er orðinn gamall maður og að sumu leyti hefur hann lifað lesendur sína. Hann er þó enn vel þekktur höfundur: Allir kannast við Dag- sláttu Drottins og Tobacco Road og þær bækur eru enn fáanlegar í hverri bókaverslun. Blaðamenn eru að angra hann annað veifið. Nokkru áður en Morgunblaðsmað- ur heimsótti hann voru blaða- menn Saturday Review þar á ferð og á síðasta ári birtist langt sam- tal við Caldwell i hinu virta Paris Review. Frægð og auður hefur ekki sett mark á Erskine Caldwell. Lífs- venjur hans og skoðanir eru sprottnar uppúr fátækt uppvaxt- aráranna í Georgíu. Mér kom hann fyrir sjónir sem greindur maður, fullur af heilbrigðri skyn- semi, stilltur í skapi, háttvís, góð- lyndur og þesslegur að hann mætti ekki vamm sitt vita. En eins og lífshlaup hans sýnir, getur hann verið harður á meiningunni; það fær honum ekkert haggað ef hann bítur eitthvað í sig og þrjóska hans við að gerast rithöf- undur jaðraði við sjálfspíslir. Hann er viðræðugóður en hann er áreiðanlega ekkert samkvæmis- ljón. Caldwell hefur mátt stríða /íið erfiðan sjúkdóm, krabba í lungum, en læknum hefur tekist að halda honum í skefjum. Að öðru leyti er hann heilsuhraustur, nema hend- ur hans skjálfa nokkuð, svo hann á óhægt með handskrift, en ekki í neinum vandræðum með að vél- rita; hann er hrukkóttur eins og skorpið bókfell, svo sem títt er um fólk í mikilli sól; hann er hvítur fyrir hærum — en af limaburði hans og allri framgöngu er ekki að sjá að hér fari áttræður maður. Núorðið segist Caldwell þó aðeins lifa til eins árs í senn. Ef ég klára þetta ár, segir hann, þá legg ég til við það næsta. Erskine Caldwell hefur nú í mörg ár haft þann sið þegar hann stígur í pontu að halda jafnan sama erindið. Fyrirlestur sá ber nafnið Recollection of a Visitor on Earth. En hvaðan kemur sá „gest- ur“ og hvert fer hann? Ég veit það ekki, segir Caldwell. Það má vera að það sé eitt líf eftir annað, ég veit það ekki. En allir erum við gestir. Það er ekkert end- anlegt við lífið. Nei, ég er ekki trúmaður og hef aldrei verið. Ég á mér mína eigin heimspeki, mína eigin tilfinningu fyrir lífinu og sú tilfinning á ekkert skylt við kristna kenningu eða heimspeki trúarbragða. Enda þótt faðir minn væri prestur, þá sagði hann mér aldrei neitt í trúarlegum efnum. Hann lét mér það eftir að átta mig á þeim hlutum og af uppeldi for- eldra minna hafði ég þann skiln- ing að ég ætti mér val í þessum efnum. Eg hef þá tilfinningu að manninum beri að lifa svo hann geti orðið öðrum að liði, án þess þó að ganga fyrir hvers manns dyr og bjóða hjálp sína, heldur á maður- inn ævinlega að vera reiðubúinn að veita hjálp ef einhver nær- staddur honum er hjálparþurfi. Caldwell þagnar eins og hann hafi sagt nóg. Eg spyr hvort 80 ára gamall rithöfundur sé ekki upp- fullur af ráðleggingum til ungra manna? Nei, ekki er það nú, svarar hann. Lífið er orðið svo margbreytilegt og snúið að almenn ráð virðast heldur léttvæg. Það ræðst allt af hinni eða þessari uppákomunni. En ég get ekki ráðlagt neinum að gerast rithöfundur. Ég veit svei mér ekki hvort ég legði útí þann fjanda aftur — en ætli ég réði við mig, ég býst ekki við því. Hrukk- urnar í fésinu á mér bera það nú með sér hvers konar lífi ég hef lifað. Ég get ekki ráðlagt nokkrum manni að gerast rithöfundur. ( aldwell og Morgunblaðsmaðurinn. Virginía, eiginkona rithöfundarins, tók þessa mynd. inni OtJi 5ÆSSV um Hámskeiðiö Oallar meðal anna faeöuval, mata 74204. no innritun i sima w Ég óska eftir aö fá sendan KAYS pöntunarlistann í póstkröfu á kr. 98.- tað viðbættu póstburðargjaldi). Nafn Heimili Staöur Póstnr. 1 1 S>3 [ftfcife s Gódan dctginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.