Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Aff Sidney Reilly, manninum sem næstum kollsteypti rússnesku byltingunni Sidney Reilly var einstakur maöur og meistaranjósn- ari. Afreksverk hans í nafni bresku leyniþjónustunnar þar sem hann m.a. næstum einn síns liðs hefti fram- gang rússnesku byltingarinnar eru meiri en jafnvel afrek skáldsagnapersónunnar James Bonds. Enda sagði lan Flemming einhverntíma: „James Bond er aðeins þvættingur sem ég skáldaði. Hann er enginn Sidney Reilly, veistu.“ En allur sannleikurinn um feril Reillys er einn leynd- ardómur. Eins og margir aðrir njósnarar blandaði hann saman staðreyndum og skáldskap í huga sér og gerði sér oft ekki grein fyrir hvort var hvað. Hann sauð tíðum saman sínar eigin ráðagerðir sem komust hvergi á opinberar skýrslur af því hann fékk ekki leyfi fyrir þeim hjá yfirboðurum sínum. Og svo margar forsíðu- fréttir voru búnar til fyrir hann af leyniþjónustunni að nú er næstum ógerlegt að sjá hverjar af þeim er sann- ar. Llyod George vildi senda besta njósnara bresku leyniþjónustunnar til Rússlands. Reilly var sendur. 2nd Aprll, 1928. Cka OoBaarTatlva u Unlonlut Ceutrnl orrioa, Pnrla Chaatxra, B«*r Blra, ainoTlott U«tt«r. I bag to Mk»owl«ðg« th« Btn ot tíf thouaant poun&a (nð.oool on bahuir ot í. tor a parloð of tan /««rs X «1U addltlon«aiy r«oalT« two hunrtrad und flfty pounda lfi£80) * y«ar. pald on th« lat Jun« to hia by our A«aat ln th« Argantlaa. at th« «nd of t«n yaara thla payaant wlll oaaaa und h« wlli b« )mld tb« au» of two thowaon&^ flT« hi.nUred j.ounda (_£,floi)). X* aaaa of daath thl« «trurvr«- «nt nili o«,.r« on- laaa h« ahould hav« r«nurrl«& wh«n hl« wi&ow wlll b a <ntltl«d to thla arr«nf«i «nt. > H« »U1 b« plT«n Arp« <tln« pu «r« uad . will tbaraiora ba to aU lhtantu ijjd nurpoaoa Arp.qtln* Uutlotua, whioh h« w U1 novar d»o-« to dlapota ln nít«r llfa aa th« punlaín.nt ln tha Arg«r.tln« for Uwln« und«r falaa nai.ara ta wary •av«r«. 8« WUI »«11 a» d«oJc hijjd Mnd on &rriwal wlll pr«a*nt hi a«lf to «ut n««nt who »1U only abow hlo undar hla n«w nam und wlll knaw nwthlttw inrthar about hiia. exoept tliat )>• wilt pay th«a« y.urly auiao ow«r to hljn for th« aald p«rlod of tan y«ora. Youra fulthfnlly. Copy No. J Ooplaa. Zinoviev-bréfið fræga sem Reilly bjó endanlega til prentunar. í kjölfar 12 þátta sjónvarps- myndaflokks um Reilly sem hófst í breska sjónvarpinu fyrir skömmu og er að stórum hluta skáldskapur einn, fylgdi bók eftir sagnfræðing- inn Michael Kettle — Sidney Reilly — The True Story — og hefur hann unnið að gerð hennar í um 20 ár, leitað upplýsinga í bók um ævi Reillys sem eingöngu er byggð á óyggjandi heimildum. Flóttinn { litlu herbergi í hóruhúsi i Moskvu í september 1918 lá í felum undir skítugri ábreiðu njósnari leyniþjónustu Hans Hátignar og hlustaði á stunurnar í stúlku með sárasótt á lokastigi. Hún myndi sennilega ekki lifa til morguns. Njosnarinn breski, Sidney Reilly taldi það mjög líklegt að hann myndi ekki heldur lifa fram í dög- un. Utan af götunum bárust til hans hratt fótatak og brothljóð í hurðum þegar hin óttalega öryggis- lögregla Cheka fór um hverfið. Hún var að leita að Reilly, óvini bolsévika númer eitt, manninum sem næstum hafði tekist að koll- steypa rússnesku byltingunni. En Reilly þekkti vel inn á Cheka. Þeir gátu varla trúað því að snotur, vandlátur Englendingur færi í fel- ur í rússnesku hóruhúsi og þeim láðist að leita þar almennilega. Um morguninn birtist starfsbróðir Reillys úr bresku leyniþjónustunni, George Hill með falsaða pappíra handa Reilly á þýsku nafni og far- miða í lestarklefa til Petrograd, frátekinn fyrir þýska sendiráðið. Reiily komst óséður um götur Moskvu, sem voru yfirfullar af veggspjöldum með tilboðum um verðlaun fyrir handtöku hans, og komst um borð í lestina. í Petro- grad komst hann um borð í drátt- arskip í eigu Hollendings, Harry van den Bosch sem hjálpaði hol- lenskum borgurum að flýja Rúss- land. Hafnaryfirvöld bolsévika leit- uðu í skipinu eins og venja var og svo sigldi það burt. Reilly héit það væri að halda til Helsinki í Finn- landi sem þá var hlutlaust land, þegar stefnan var tekin á Reval, þýska flotastöð. Reilly hafði slopp- ið frá bolsévikum en lenti nú í nýrri hættu, engu minni. Hann var breskur yfirmaður í borgaraklæð- um að baki víglínu Þjóðverja og hans beið ekkert nema dauðadóm- ur ef hann næðist. Reilly talaði auðvitað lýtalausa þýsku og hann tók til heldur áhættusams ráðs. Hann skráði sig á hótelið Gullna ljónið, rétt utan við flotastöðina vegna þeirrar kenningar sinnar að því er hann sagði síðar, að engum dytti í hug að leita bresks njósnara á hóteli fyrir þýska yfirmenn. Tveimur nóttum síðar flutti Bosch, sem allan tím- ann hélt að Reiily væri Þjóðverji, hann til Helsinki. Við hafnarbakkann í Helsinki lét Reilly Hollendinginn hafa innsigl- aðan böggul sem seinna kom í ljós að í var Ijósmynd af honum sjálf- um og bréf þar sem hann viður- kenndi að hann væri ekki Þjóðverji heldur lautinant í konunglega breska flughernum. Reilly tók svo hlýiega í höndina á bjargvætti sín- um og hvarf út í nóttina. Þessi mesti njósnari Breta hafði enn einu sinni snúið sigri hrósandi á and- stæðinga sína. Fæddur í Póllandi Þetta er eitt af þeim ævintýrum sem Reilly lenti í og hvað mest er til af sönnunum um. Samstarfs- maður hans, George Hill, staðfesti seinna sinn hlut í því og árið 1970 hafði Kettle uppá og ræddi við hollenska dráttarskipseigandann, van de Bosch, sem endursagði sög- una af flóttanum og sýndi Kettle bréf Reillys og ljósmyndina af hon- um. Lenin stóð að áliti margra að baki tilræði við hann. Gregory Zinoviev sem átti að hafa skrifað bréfið fræga. Hver var þessi dularfulli maður? Hver var í rauninni þessi Sidney Reilly? Fyrri tíma sagnir hafa gef- ið í skyn að hann hafði verið óskil- getinn Pólverji, alinn upp af rússn- esku yfirstéttarfólki. En Kettle hefur skrifað að Reilly hafi verið fæddur árið 1874 á landareign við ána Niemen í Bielsk-héraði í Pól- landi. Hans raunverulega nafn var Sigmund Georgievich Rosenblum og var faðir hans Grigory Jako- vlevich Rosenblum, ríkur pólskur gyðingur, landeigandi og verktaki. Fjölskyldan var virkur þátttakandi í baráttu fyrir réttindum gyðinga í Rússlandi. í dag eru ættingjar Reillys í litlum áhrifastöðum í listaheimi Moskvu og eru nöfn þeirra ekki nefnd í bók Kettles, þvl þeir gætu átt undir högg að sækja ef það vitnaðist að þeir væru skyld- menni þessa fræga breska njósn- ara. Þegar Reilly var 16 ára, fékk hann gífurlega ást á náskyldri frænku sinni. Báðar fjölskyldurnar voru andvígar ráðahag þeirra og lögðu í rúst allar vonir um giftingu. Reilly fór að heiman. Hann skaut næst upp kollinum í East End í London þar sem á þessum tima var mikil nýlenda útlægra Pólverja. Hann kvæntist árið 1898 Margaret Thomas, ungri efnalítilli ekkju. Um það leyti gerðist hann breskur njósnari. Hver réði hann til þjónustunnar og undir hvaða kringumstæðum er á huldu, en bæði utanríkisráðu- neytið breska og njósnaþjónusta hersins vildu á þessum tíma fyrir alla muni hafa auga með ört vax- andi olíuiðnaði Rússa og ráðagerð- um þeirra á Indlandi. Pólskir útlagar í Bretlandi með hæfiieika sem að haldi gátu komið voru kjörinn efniviður í njósnara fyrir Breta því Pólland var þá hluti af rússneska keisaradæminu. Það styður þá staðreynd að Rosenblum hafi verið ráðinn til þjónustunnar að hann tók skyndilega upp nýtt nafn og stöðuheiti, Sidney Reilly, verkfræðingur. Hann hefði þurft á opinberri hjálp að halda til að búa til þá sögu svo að hún gæti komið honum að sem mestu liði í þessu nýja hlutverki. Skýrslur í Bretlandi sýna að Reilly hafi átt að baki 25 ára verk- fræðiferil á Indlandi og í London — allt þar til nokkrum mánuðum áð- ur en hann hvarf. Þessar skýrslur segja að hann sé fæddur i Kalkútta 1877, hafi gengið í skóla á Indlandi og unnið hjá mörgum fyrirtækjum sem verkfræðingur. Við nánari rannsókn er hvergi að finn neitt um feril hans sem verkfræðings og þau fyrirtæki sem hann átti að hafa unnið hjá hafa aldrei heyrt hans getið. Ef Rosenblum, öðru nafni Sidney Reilly, hafði hugsað sér að fara í njósnaleiðangur til Rússlands hefði ein leiðin til að forða fjölskyldu hans frá vandræð- um, ef upp um hann kæmist, verið að búa til nýja ævisögu sem Rússar myndu ekki geta rakið til fjölskyld- unnar. Hátt lifað í Rússlandi Njósnaþjónustan sá honum þó fyrir einu raunverulegu baksviði. Reilly var sendur til Cambridge þar sem skýrslur. Trinity College sýna að hann hafi notað söguna um „störf" sín á Indlandi til að komast þar að. Hann var þar í skóla við verkfræðinám í tvö og hálft ár en fór þaðan 1908. Þetta var mikil- vægt bæði fyrir yfirhylminguna sem hann þurfti og þá tegund njósna sem hann átti eftir að inna af hendi, því Reilly birtist næst í St. Pétursborg sem starfsmaður vopnafyrirtækis Mandrokovich og Chuberskys. Hann var einnig full- trúi þýska fyrirtækisins Blohm og Voss í Hamborg, sem vann að upp- byggingu rússneska flotans eftir ófrið Rússa og Japana. Bæði þessi störf gáfu þó nokkurn pening í aðra hönd og Reilly naut þess í ríkum mæli. Hann flutti í lúxusíbpð og hóf að safna að sér fornum munum frá Napóleonstímanum, listaverkum frá endurreisnartímanum og góð- um bókmenntum. Hann ók um í fallegustu hestvögnum, borðaði á bestu veitingahúsum, hélt stór- kostleg samkvæmi og varð fljótt kunnur í hópi áhrifamesta fólksins við hirð keisarans. Margrét kona hans hæfði ekki í það hlutverk sem hún þurfti að gegna í þessu iífi hans svo hún var send til London og Reilly kvæntist aftur rússneskri konu, Nadine að nafni, sem skildi við mann sinn, sem var yfirmaður í flotamálaráðuneytinu. Reilly ferðaðist víða um heiminn,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.