Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 65 Á friðarráðstefnunni í París 1919 hitti hann Boris Savinkov sem hafði mikla reynslu í hryðjuverk- um, var ágætur skáldsagnahöfund- ur og hermálaráðherra í síðustu stjórn í Rússlandi á undan bolsév- ikum. Reilly og Savinkov urðu hat- römmustu andstæðingar bolsév- ismans og lögðu hvor um sig pen- inga í hinar og þessar áætlanir sem miðuðu að því að steypa stjórninni í Sovétríkjunum. Fyrsta ríkisstjórn Verkamanna- flokksins í Bretlandi undir forsæti Ramsey Macdonalds viðurkenndi Sovét-Rússland. Viðbrögð í Moskvu einkenndust af varfærni. En sættir voru í aðsigi og Savinkov barst boð frá nokkrum leiðtogum Sovétríkj- anna um að snúa aftur til Rúss- lands. Reilly sem þá var staddur í New York, ferðaðist sérstaklega til Parísar til að vara Savinkov við að þiggja boðið. En Savinkov fór. OGPU, fyrir- rennari KGB, handtók hann í Minsk, haldin voru gegn honum réttarhöld, hann gerði algera játn- ingu um „andsovéskt athæfi" og var dæmdur til 10 ára fangelsis- vistar. (Seinna stökk hann eða ein- hver ýtti honum út um glugga á fangaklefa hans og hann hlaut bana þegar hann lenti í fangelsis- garðinum.) Zinoviev-bréfið Skömmu seinna barst Reilly bréf, sem falsað hafði verið af út- lægum hvítliðum í Berlín. Bréfið átti að hafa verið ritað af Zinoviev, þá yfirmanni Komintern, til Verkamannaflokksins í Bretlandi. Markmið bréfafölsunarinnar var að koma í veg fyrir að ensk-sovésk- ar samningaumleitanir næðust. Bréfið hafði borist um meðal and- stæðinga bolsévika í Evrópu, senni- lega í þeirri von að það myndi á endanum ná athygli bresku leyni- þjónustunnar. Reilly hefur vafa- laust séð bréfið fyrstur manna í þjónustunni og hóf þegar að bæta það um betur. Hvernig bréfið, sem birt var með risafyrirsögnum í blöðum í Bret- landi á laugardegi 25. október 1924, aðeins fjórum dögum fyrir kosn- ingar, átti þátt í að fella stjórn Verkamannaflokksins er vel þekkt. Það hefur einnig verið vitað hin síðari ár að Reilly hafi átt einhvern þátt í gerð bréfsins, en það er ekki fyrr en núna sem höfundur bókar- innar um Reilly, Michael Kettle, hefur uppgötvað raunverulegan þátt hans í bréfinu. Endanleg út- gáfa bréfsins var skrifuð að Reilly sjálfum. Hann skrifaði það á rússnesku eigin hendi. Kettle sýndi bréfið rithandarsér- fræðingi, Johan A. Conway, hjá réttarrannsókardeild bresku vís- indaakademiunnar, sem bar það saman við síöasta bréfið sem Reilly sendi konunni sinni. Conway skrif- ar: „Ég hef borið saman þessa tvo texta og ég er þess fullviss að þeir eru skrifaðir af sama manninum." Affdríf Reillys ókunn Enginn veit fyrir víst hver urðu afdrif Sidney Reillys, meistara- njósnara bresku leyniþjónustunn- ar. Víst er að hann var ginntur aftur til Moskvu af „Hringnum", gagnnjósnaframkvæmd OGPU, sem komið var á fót í þeim tilgangi að gera óvirka alla andspyrnu gegn bolsévikastjórninni, en „Hringur- inn“ átti að vera hópur konungs- sinna í Mið-Rússlandi og áhrifa- mikil undirheimahreyfing innan Sovétríkjanna. Var hún dyggilega studd af útlagasamtökum um alla Evrópu og Reilly hafði helgað starf sitt í þágu „Hringsins", enda komst hann ekki að raunverulegu hlut- verki samtakanna fyrr en hann fór til Sovétríkjanna í siðasta sinn og hvarf. Ef hann hefur þá nokkurn tíma komist að því. Ein sagan segir að Reilly hafi Verið fluttur í Lubyanka-fangelsið og skotinn í bakið á Lenín-hæðum. Önnur segir að hann hafi í raun- inni verið útsendari Sovétmanna og að hann væri enn á lífi og hefði það gott í Moskvu 1945. (Byggt á The Sunday Times Sidney Reilly — The True Story, eftir Michael Kettle. Útgef. Gorki.) — ai. uð laun sín í banka þegar inn rudd- ist Cheka foringi með skammbyssu í báðum höndum og öskraði: „Rooki werkh, rooki vverkh!" Upp með hendur, upp með hendur. Cromie hóf skothríð með sinni eigin skammbyssu og drap einn Cheka-mann og særði annan. Cheka-mennirnir skutu á móti og Cromie féll niður særður til ólífis. Múgurinn utandyra ruddist nú inn og bar Cromie upp á aðra hæð hússins og fleygði honum út um glugga þar. Reilly sem leyndist í fólksmergðinni sá líkama kollega síns fljúga út um gluggann og skella í gangstéttina og heyrði bolsévikana reka upp gleðihróp. Hann gerði sér grein fyrir því að Cheka-mennirnir væru að leita að honum og flýði því til Moskvu í þeirri von að geta leynst hjá einum eða öðrum af njósnurum sínum. En því var ekki til að dreifa, því þeir höfðu allir verið handteknir. Ráðagerð hans hafði verið lögð í rúst og Reilly faldi sig í hóruhúsinu þar til George Hill, einasti leyni- þjónustumaðurinn sem enn gekk laus, tókst að koma honum á flótta- leiðina sem kom honum til Hels- inki og seinna til öryggisins í Bret- landi. Bolsévikahættan Þegar hann kom til London var hann sæmdur Herkrossinum fyrir störf sín í Rússlandi og hann reit nokkur skjöl fyrir utanríkisráðu- neytið um hvernig bregðast ætti helst við bolsévikahættunni. Skjöl þessi eru enn til og í þeim stendur m.a.: „Hverjar svo sem skoðanir manna eru á eflingu hers og fjár- hagslegri aðstoð til Rússlands, get- ur aðeins verið til ein skoðun á nauðsyn þes að stunda áróður um heim allan gegn bolsévikum sem almestu hættu sem menningar- samfélög hafa nokkurn tíma staðið andspænis." Eftir heimkomuna snéri Reilly sér að því verkefni að skipuleggja meiriháttar aðgerð en kjarni henn- ar beindist að því að ná undirtök- unum á rússneskum efnahag. Áætlunin stóð og féll með hernað- arlegum sigri á bolsévikum. Trotsky tókst hinsvegar á endanum að koma á fót Rauða hernum og hægt en örugglega braut hann á bak aftur hvítliðana og flæmdi úr landi innrásarheri, sem í voru menn sem voru ekkert áfjáðir í að berjast hvort sem var. Breska leyniþjónustan gaf upp alla von á lausn, hernaðarlegri eða annars- konar á bolsévikavandamálinu. En ekki Reilly. Hópur byltingarmanna streymir inn í Vctrarhöllina í St. Pétursborg í okt. 1917. stundaði njósnir og vopnaviðskipti en vorið 1918 tókst hann á hendur stærsta verkefnið á ferli sínum. Allt frá byltingu bolsévika í nóv- ember 1917 höfðu Bretar verið tvö- faldir í roðinu gagnvart Rússum. Annars vegar hafði forsætisráð- herrann, Lloyd George, sent sér- stakan fulltrúa sinn, Robert Bruce Lockhart, fyrrum ræðismann Breta í Moskvu, til bolsévika. Hins vegar hafði hermálaráð Breta lagst gegn því að bolsévikastjórnin fengi við- urkenningu og lagði áherslu á inn- rás bandamanna í Rússland. Ráðu- neytið vildi koma í veg fyrir að Þjóðverjar kæmust yfir dýrmætan herbúnað bolsévika, sem vildu ekki lengur taka þátt í styrjöldinni. Fréttir frá Rússlandi voru rýrar og mótsagnakenndar. Það sem breska stjórnin þarfnaðist var full- trúi sem skýrt gæti stöðuna á staðnum og ráðlagt hvað til bragðs ætti að taka. Lloyd George bað yfirmann leyniþjónustunnar, Mansfield Cumming, um að senda sér sinn besta mann og Cumming sendi Reilly. Llyod George lagði fyrir hann línurnar og virðist sem helsta verkefni hans utan að senda heim skýrslur um stjórnmálaástandið í Rússlandi hafi verið að vinna skemmdarverk á Eystrasaltsflota Rússa. Hugmynd Reillys Reilly þóttist vera bolséviki sem vildi flytjast til Rússlands og fékk vegabréf hjá Maxim Litvinov, óop- inberum fulltrúa bolsévika i Bret- landi. Þegar til Rússlands kom hóf Reilly, sem þóttist vera kaupmað- ur, að byggja á laun upp njósna- kerfi andstæðinga bolsévika, sem þekktu hann ekki undir öðru nafni en „Konstantín, grískur kaupmað- ur“. Einn besti njósnari hans var ballettdansmær að nafni Dagmara og það var á heimili hennar í Moskvu sem Reilly hitti Marie Friede, sem var systir ofursta í lettneskri herdeild. Reilly kom á fundi með þeim og hlýddi dáleiddur á ofurstann lýsa yfir hatri sínu á hinni nýju stjórn. Það rann fljót- lega upp fyrir Reilly að á meðan Trotsky væri í óða önn að reyna að koma saman nýjum Rauða her yrðu bolsévikar að treysta á tvo að- alheri, upprunalegu Rauðu varðlið- ana, sem í voru aðallega verka- menn og sjómenn, og lettnesku herdeildina sem bolsévikar höfðu meira eða minna fengið til að þjóna sem lífvarðasveit. Lenin á líkbörum í Moskvu 1924. Hugmynd Reillys var, að ef tæk- ist að múta þessum málaliðum til að snúast gegn yfirboðurum sínum, gætu fyrrum foringjar keisarans tekið stjórn landsins i sínar hendur og farið aftur í stríð við Þýskaland. Reilly og flotamálafulltrúi breta, Francis Cromie kapteinn, höfðu safnað saman einni milljón punda í gulli til að vinna skemmdarverk á rússneska Eystrasaltsflotanum, en nú sá Reilly að þessa peninga væri betra að nota til að undirbúa valda- rán. Ráðagerðin var á þá leið að Lett- ar tækju fasta þá Lenin og Trotsky og til að láta þá líta sem fáránleg- ast út, skyldu þeir látnir ganga buxnalausir um göturnar. Fyrrum foringjar keisarans yrðu settir í gang, herinn tæki völdin og mynd- aði bráðabirgðastjórn og brýrnar í Petrograd og á Petrograd- Vologda-járnbrautinni yrðu sprengdar í loft upp til að hindra að Þjóðverjar kæmust í gegn. Allt þetta mistókst hrapallega. Franskur blaðamaður, Réné Marchand við Figaro, heyrði á tal Reillys og franska ofurstans á fundi í bandarisku ræðismanna- skrifstofunni, þar sem þeir voru að ræða um eyðileggingu járnbrauta- brúnna. Marchant gerði bolsévik- um þegar viðvart. Öryggislögregl- an Cheka hafði áður fengið veður af ráðagerð Reillys í gegnum njósnara sína meðal Letta og þeir létu til skarar skríða. Lögreglan gerði árás á skrifstofu frönsku leyniþjónustunnar í Moskvu og handtók alla njósnara hennar. Hún handtók Friede og umturnaði íbúð Dagmara í leit að Reilly. Umsátur við breska sendiráðið Hann var í Petrograd að hitta Cromie og áður en tókst að gera honum viðvart hafði ráðagerð hans farið af stað. Foringi Cheka í Petrograd var skotinn í höfuðið fyrir framan aðalstöðvar sínar af rússnesku foringjaefni, sem komst undan á vélhjóli. Að kvöldi sama dags, eftir fund í verksmiðju í Moskvu, var Lenin skotinn niður af Dora Kaplan, félaga í Byltinga- flokki sósíalista. Hann var borinn alvarlega særður í burtu, og svo virtist sem hann myndi deyja. Hve mikinn þátt Reilly átti í þessu er ekki vitað til fulls. Það er Ííklegt að hann hafi ekki átt þátt í skotárásinni á Lenin. En leyniþjón- usta Breta viðurkenndi að hann hefði átt þátt í tilræðinu og reyndi að hylma yfir með honum í bresku stjórninni. Bolsévikar töldu skot- árásina alvarlega tilraun til bylt- ingar og hófu mikla herferð gegn fyrrum herforingjum og „gagnbylt- ingarmönnum", handtóku þá og skutu. Reilly hringdi í Cromie og ákvað fund með honum daginn eft- ir á kaffihúsi. Þegar Cromie lét ekki sjá sig, hélt Reilly til breska sendiráðsins og kom að því um- kringdu Rauðum varðliðum. Sam- kvæmt frétt í The Times var starfslið sendiráðsins að fá útborg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.