Morgunblaðið - 18.09.1983, Side 19

Morgunblaðið - 18.09.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 67 Hún var nítján ára, þegar hún og shahinn voru gefín saman. Og um leið varð hún keis- aradrottning í íran. Átta árum seinna sendi hann hana burt. skilja við konu sína, fórst hann í flugslysi. í heilt ár var Soraya lifandi-dauð, og þegar hún tók þátt í veizlum, virtist hún sinnu- laus með kampavínsglas fyrir framan sig. Svefnleysi þjáði hana og hún fór að taka inn deyfilyf. En hún komst að raun um að hún var komin inn á hættulega braut og tókst að losa sig undan misnotkun lyfja og áfengis. Allt frá dauða Indovina hefur ástalíf hennar verið daufara. Um tíma sást þó ungur, franskur bar- ón, sem var tuttugu árum yngri en hún, oft í fylgd með henni. Hann stytti sér aldur og aftur varð Soraya einmana. Eins og sakir standa, virðist hún ekki vera í tygjum við nokkurn karlmann, en stuðst við fáa, trygga vini. Ánægðari og rólegri f París á hún glæsilega íbúð. En það er í fallega húsinu sínu á Mallorka sem hún unir sér og nýt- ur lífsins. Það eru duttlungar ör- laganna, að á eynni þykir líka þriðju konu shahsins, Farah Diba, gott að dvelja. Soraya á landsetur skammt frá bústað spænsku kon- ungsfjölskyldunnar, en þar bjó hún fyrsta sumarið eftir að hún varð „ekkja". Það var líka á Mall- orka að hún gekk um borð í lysti- snekkju Khassogi olíufursta. Alla viðhöfn og skraut, sem hún kynntist í keisarahöllinni forðum, hefur hún lagt til hliðar á Mall- orka. Að vísu býr hún ríkmann- lega, en nú leggur hún meiri áherzlu á það sem er heimilislegt og hentugt. lburður þar er ekki svo býsna mikill. Hvíta villan er í litla hafnarbænum Andraitx, um það bil þrjátiu kílómetra fjarlægð frá Palma. Þaðan er góð útsýn yfir Miðjarðarhafið og villan er vel falin fyrir forvitnum augum. Hún er rækilega varin af vönduðu rafmagnskerfi, sem kemur í veg fyrir að nokkur komist þangað óboðinn. Villan er á fjórum hæðum, og Soraya er fús til þess að opna dyr fyrir ljósmyndurum. Viðhafnar- stofan er á annarri hæð, og er bæði í spænskum stíl og amerísk- um. í eldhúsinu eru vélar af mörgu tagi, og það er María, hús- hjálpin, sem gætir hússins, þegar Soraya er fjarstödd. í matstofunni getur Soraya lagt á borð fyrir tólf gesti. En hún leggur líka oft á borð á grashjallanum framan við húsið og steikir þar. Nóg er af gestaherbergjunum. í þeim öllum eru baðker. En baðker Sorayu ber af. Það er í austurlenskum stíl, hvítt og grænt. Og pálmaviðurinn þarna er ekki í potti, hann er gróð- ursettur í litlum lystigarði. Hann er umkringdur gervigrasi. Hefur þá Soraya fundið ham- ingjuna á þessum stað? Ef til vill ekki hástig hennar, en hún virðist þó ánægð og það er komin ró yfir hana eftir allan eltingaleikinn við hamingjuna í rúman aldarfjórð- ung. — Og hún segir af einlægni, að því er virðist: „í húsi mínu á Mallorka er ég hamingjusöm." Salon NES Seltirningar og nágrannar. Höfum opnað hársnyrti- stofu aö Austurströnd 1, Seltjarnarnesi, (í húsi Nes- skips hf.). Bjóðum uppá alhliöa hársnyrtingu. Gjöriö svo vel aö reyna viöskiptin. Hárgreiöslumeistarar Salon NES Helga Jóhannsdóttir, 8ími 26065. Sigríöur Garðarsdóttir. Gódan daginn! TpmDPMm VE)RÁÐ ANLE GT VERÐ B.M. VALLÁ PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945 AFSIÁTTUR ÁDILKAKJÖTI TryggÖu þér kjöt meöan birgöir endast ^Afurðasala Sambandsins Kirkjusandi sími:86366

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.