Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.09.1983, Qupperneq 23
Ljósmyndir Mbl./ Frióþjófur Frá Listdansskóla Þjóðleikhússins... „Byrja kannski að keppa aftur“ — segir Óskar Sigurpálsson lögreglumaður Einn af þeim stöðum þar sem heilsurækt hefur verið í miklum metum hjá fólki að undanförnu er Seyðisfjörður. Þar rekur Óskar Sigurpálsson, fyrrverandi lyft- ingamaður, heilsuræktarstöð og hefur verið mjög mikið að gera hjá honum. Óskar opnaði stöðina í fyrravetur og var strax mikill áhugi fyrir henni á Seyðisfirði en í sumar hefur aðsóknin verið minni, enda hefur verið mikið að gera á Seyðisfirði í sumar þannig að menn gefa sér síður tíma til að skreppa til óskars og lyfta. Við fréttum að óskar og nokkrir fleiri æfðu lyftingar í heilsurækt- inni hjá honum og við spurðum hann að því hvort það væri rétt. „Lyftingar í orðsins fyllstu merkingu eru ekki stundaðar hér. Ég kom á heilsurækt hér og við notum lyftingatæki en lyftingar sem slíkar eru ekki æfðar. Óskar hefur nú um tveggja og hálfs árs skeið starfað sem lög- regluþjónn á Seyðisfirði og er heilsuræktin í sama húsi og lög- reglustöðin þannig að það er auð- velt fyrir hann að skreppa og grípa aðeins í lóðin þegar lítið er að gera. Salurinn er lítill en mikið er af lyftingatækjum í honum, tækjum sem Óskar hefur bæði keypt og smíðað sjálfur. En hvað eru það margir sem notað hafa þessa aðstöðu sem nú er risin á Seyðisfirði? „Þegar mest var í vetur voru um 80 skráðir í tíma hérna. Ég hafði opið frá 17—23 virka daga, en um helgar var opið frá 12—18. Þrátt fyrir að það hafi verið svona fjöl- mennt hjá okkur í fyrravetur þá reikna ég ekki með að það verði eins mikið í vetur. Margir héldu að þetta væri einhver undraaðferð til að ná af sér aukakílóum og það sem meira var, fólk hélt að það þyrfti ekkert að hafa fyrir því. Síðan þegar fólk uppgötvar að þetta er bölvaður þrældómur þá er ekki ólíklegt að iðkendum fækki eitthvað. Konur voru hér í meiri- hluta í fyrra, en þeir karlar sem mættu voru mest ungir strákar sem höfðu áhuga á lyftingum sem keppnisíþrótt." — Hvernig er með það á svona stöðum, fer ekki allur kraftur og allir fjármunir í að halda úti knattspyrnuliði? „Jú, og ég get sagt þér mína skoðun á þessu atriði og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar. Litlir staðir eins og Seyðisfjörður eiga Frönsk blómarós í járnsmíði í vélsmiðju á Seyðisfirði Þegar blaðamaður Morgunblaðsins var á ferðinni á Seyðisfirði, vakti það athygli hans þegar hann sá stúlku eina dökkhærða í grútskítugum samfestingi fara til vinnu sinnar uppúr hádeginu. Þetta var bráðmyndarleg stúlka, en það eru eflaust ekki margar stöllur hennar sem reynt hafa að vinna við logsuðu og járnsmíðar eins og hún. Við spurðum hana að því hversu lengi hún hefði unnið við járnsmíði. „Ég er búin að vera hér á ís- landi í 6 ár og hef unnið hér í smiðjunni i eitt og hálft ár núna og kann alveg ljómandi vel við mig hérna," sagði Sylvié Primel frá Frakklandi, þegar við spurð- um hana að því hversu lengi hún hefði unnið í Vélsmiðju Seyðis- fjarðar. Sylvié sagðist hafa komið hingað til lands fyrir 6 árum til að vinna í fiski og núna byggi hún með íslenskum manni og ættu þau eitt barn saman. Aðspurð um hvort hún ætlaði að leggja þetta starf fyrir sig, sagðist hún ekki alveg viss, en það gæti alveg eins farið svo, því sér líkaði þetta mjög vel. „Starfið var í fyrstu erfitt, en ég er orðin vön því, þannig að mér finnst þetta ekkert erfitt lengur, en það er mikill ókostur hvað þetta er sóðaleg vinna. Maður er alltaf drullugur uppfyrir haus, en við því er ekkert að gera og maður verður bara að sætta sig við það.“ Hún sagði, að stúlkurnar sem störfuðu við logsuðu og smíðar hjá þessu fyrirtæki væru þrjár og að alltaf kæmu einhverjar sem ynnu í stuttan tíma, en kvenfólk væri velkomið, að minnsta kosti yrði maður ekki var við annað en að karlarnir væru ánægðir með að hafa kvenfólkið í kringum sig. „Ég hef lært mikið hér varðandi logsuðu og smíðar og ég hefði ekk- ert á móti því að læra meira á því sviði og ég held að við höfum sannað það að konur geta þetta alveg eins og allt annað," sagði þessi viðfelldna franska stúlka að lokum og hélt áfram vinnu sinni við járnsmíðavélarnar. - sus Sylvie sést hér við vinnu sína í Vélsmidju Seyðisfjarðar þar sem hún starfar við logsuðu og járnsmíðar. Hún segist kunna vel við starfið þrátt fyrir sóðaskapinn sem því fylgir. MorgunbiaJið/ SUS Óskar Sigurpálsson lögregluþjónn á Seyðisfirði er hér í heilsurækt þeirri sem hann starfrækir þar eystra. Óskar er nú jafnvel að hugsa um að hefja keppni í lyftingum á nýjan leik en hann var um tíma einn af okkar bestu lyftingamönnum. MorKunblaðið / SUS ekki að taka þátt i keppnum í hóp- íþróttum því þeir eru svo fámenn- ir að það er aldrei hægt að ná neinum árangri í hópíþróttunum. Þessir staðir eiga að leggja meiri áherslu á að styðja við bakið á þeim sem stunda einstaklings- íþróttir, því þar er hægt að ná miklu betri árangri. Ég er viss um að knattspyrnan hér tekur meira fjármagn en allar aðrar greinar íþrótta til samans og það er ekki rétt að láta hana taka frá öðrum greinum." — Hvað með sjálfan þig, ert þú ennþá að æfa? „Eg hef reynt að halda mér í einhverri þjálfun og það er aldrei að vita nema maður fari að æfa aftur af fullum krafti með keppni í huga. Það yrðu þá ekki nema eitt til tvö mót á ári sem ég tæki þátt í, ef af verður, þvi bæði er þetta mjög tímafrekt og einnig mjög dýrt þegar maður býr svona langt frá Reykjavík. Aðstaðan hér er mun betri en þegar maður var að byrja í lyftingum fyrir sunnan á sínum tíma þannig að það ætti ekki að skemma fyrir," sagði Óskar að lokum og hver veit nema við fáum að sjá hann glíma við lóðin aftur á næstu árum, en eins og flestir vita var óskar meðal okkar fremstu lyftingamanna fyrir nokkrum árum. — SUS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.