Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Rœtt við Þórhöllu Bjömsdóttur — Af hverju Indland? spurði ég þegar mér skild- ist að viðmælandi minn, Þórhalla Björnsdóttir, hafði ekki bara verið að ferðast þar um eins og ég hafði fyrst haldið, heldur dvalið þar meira og minna síðan 1975. Þetta var ekkert frumleg spurning en þó sjálf- sögð, því þó að íslend- ingar hafi í seinna tíð gerst ansi víðförulir þá er það enn sjaldgæft að fólk setjist að svo fjarri fósturjörðu, nema til skamms tíma vegna náms eða vinnu á vegum hjálparstofnana. Þórhalla, kölluð Halla, að ég held, er 33 ára gömul og félags- ráðgjafi að mennt. Hún leit á mig þegar ég spurði og brosti meðan hún hugsaði sig um, hún hafði ör- ugglega oft verið spurð að þessu áður. Loks sagði hún: — „Eins og aðrir hafa áhuga á líkamsrækt þá hafði ég áhuga á hugrækt. Indland er það land sem menn líta til í því sambandi og ég var búin að stefna að því að fara þangað í mörg ár. Þarna hefur ör- ugglega ferðaþrá og ævintýra- mepnska líka spilað inn í, mér fannst Indland vera framandi og spennandi. En það er meira en að segja það að fara til Indlands upp á sitt einsdæmi. Það er margt sem til þarf; aldur, sjálfstæði, peninga og hugrekki allavega fyrir konu. Það varð því ekki af förinni fyrr en 1975 er ég hafði lokið náminu í Danmörku, þá bættist líka það við að mér fannst ég ekki hafa fengið nógu mikið út úr því og vildi dýpka það á einhvern hátt. Og hvernig gekk að komast til Indlands? — „Ég byrjaði á að fljúga til Istanbul í Tyrklandi, og eiginlega vissi ég ekkert hvernig ég hafði Þórhalla Björnsdóttir hug- rækt í hugsað mér að komast alla þessa leið. Ég hengdi upp miða á auglýs- ingatöflu á litlum veitingastað, sem ég hafði frétt af í gegnum einhverja leiðsögubók, og auglýsti eftir ferð eða ferðafélaga til Ind- iands. Ég lét vita hvenær ég yrði þarna á staðnum og skrifaði nafn- ið mitt á aðra nótu þar sem var auglýst ferð. Svo kom ég þarna á tilskildum tíma og sat lengi án þess að nokkuð gerðist, en um það bil sem ég ætlaði að fara að skrifa meiri upplýsingar á nótuna mína stóð upp maður við næsta borð og hafði þá ætlað að hitta mig. Þann- ig var að tveir rosknir Tnglend- ingar höfðu tekið að sér ac flytja tvo Mercedes Benz bíla til . vik- Á grænmetismarkaðnum Dalai Lama hef ég svo dvalið lengst af síðan, og lært tíbetskan Búddisma. Þetta er flóttamannanýlenda Tíbetbúa og þarna hefur aðsetur Dalai Lama, pólitískur og trúar- legur leiðtogi þeirra. Tíbetskri menningu og hefðum er viðhaldið og þær varðveittar gegn þeirri eyðileggingu, sem Kínverjar hafa staðið fyrir síðan þeir hertóku landið. Þeir láta sem Tíbet sé ekki til og hafa grafið á allan hátt und- an menningu fólksins, trú og tungumáli. Þarna er bókasafn Tíbetanna og þar er skóli þar sem hægt er að læra mál, bókmenntir, listmálun (Tanga painting), lækn- isfræði, stjörnuspeki og Búddisma Tíbetana. Mikið af Evrópubúum eru í McLeod Gunj, bæði skamm- an tíma og langan, til að kynna sér þessar greinar eða læra til hlítar. myndastjörnu í Indlandi sem hafði keypt þá, og reyndu þeir að fá fólk i bílana til að minnka bensínkostnaðinn. (Hérna komu spurningar frá mér og útskýr- ingar frá Höllu um það að á Ind- landi er framleitt meira af kvik- myndum en nokkurstaðar annar- staðar í heiminum, og mikið farið í bíó. Og ekki mikið mál fyrir ríka kvikmyndastjörnu að kaupa bíl frá Evrópu og láta færa sér hann. Síðan hélt Halla áfram:) „Þannig atvikaðist það að ég fékk far allt að landamærum Indlands og Pak- istan fyrir aðeins 50 dollara. Við vorum nokkur, krakkarnir, og fór- um mislangt. Við keyrðum um mörg lönd og alltaf vildi fólk kaupa af okkur bílana. Man ég sérstaklega eftir því í íran, þar virtist fólk eiga nóga peninga og bauðst til að borga fyrir bílana út í hönd innan hálftíma ef við vild- um selja. En auðvitað varð ekkert af því. — Og svo komstu til Indlands? — „Já, ég hafði tvö heimilis- föng í vasanum. Annað var á stað í suð-austur Indlandi þar sem frægur indverskur heimspekingur og jógi hafði aðsetur og hitt var á stað í Himalajafjöllunum milli Tíbet og Pakistan, McLeod Gunj, sem ég hafði lesið um í bók eftir Dana. Ég fór til McLeod Gunj og þurfti ekki að leita lengra. Ég kunni strax vel við mig og þarna Þá eru þarna margir jógar sem helgað hafa líf sitt hugleiðslu og heimspeki. Upp til McLeod Gunj, og fleiri staða í fjöllunum, flýja líka efnaðir Indverjar búsettir á sléttunum þegar hitinn fer að verða illþolandi þar. — Hvernig hafa Indverjar tekið Tíbetbúum sem sest hafa að í Ind- landi? — „Þeir hafa tekið þeim mjög vel og má segja að það sé til fyrir- myndar. Þeir fá leyfi til að vera þeir sjálfir og Indverjar eru ekki að þröngva upp á þá sinni menn- ingu. Þeir eiga þó erfitt og eru alltaf flóttamenn. En þeir eru duglegir við að hjálpa sér sjálfir og alla þá aðstoð sem þeir hafa Rjóma- kjuklinga- súpa ®56g Créme ofChicken dePoulet Soopmtx Mélange * Soupe Prepereé by/ Mpot pm Koog m/4 mmrnté 4 imprétPmrPm | wHUwrvtnf ▼ M.uéMn Einnig: Sveppasúpa, Lauk- súpa, Spergilsúpa, Núðlu-kjúklingasúpa, Tómatasúpa, Græn- metissúpa. HRÍSGRJÓNIN FRÁ RIVIANA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.