Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Frásögn Dufferins lávarðar af veislu með íslenskum fyrirmönnum fyrir einni öld Því veröur tæplega neitað að veislugleði er íslendingum í blóð borin og löngum hafa þeir þótt full stórtækir til áfengra drykkja og ganga hastarlega um gleðinnar dyr. Þessi samkvæmisgleði blasir hvarvetna við í yfirfullum öldurhúsum nútímans og raunar benda sagnaþættir og annaálar til að forfeð- ur okkar hafi einnig kunnað vel við sig í gleðskap þótt aðstæður hafi þá vissulega verið aðrar. Það er því fróðlegt að skyggnast örlítið inn í samkvæm- islíf landsmanna fyrr á tímum og í eftirfarandi grein lítum við inn í veislu hjá Trampe greifa sumarið 1856, í fylgd með breska aðalsmanninum Frederick Blackwood Dufferin lávarði, en hann dvaldi hér á landi það sumar og ferðaðist víða sér til skemmtunar og fróðleiks. Dufferin lávarður gaf út ferðasögu sína árið eftir og nefndist hún „Letters from High Latitudes“ og hafði að geyma sendibréf, er lávarðurinn ritaöi móður sinni. Bók þessi þótti afbragösvel rituð og skemmtileg og bar höfundur íslendingum vel söguna og var hrifinn af íslenskri náttúrufegurð. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hersteins Pálssonar árið 1944 og í eftirfarandi grein er að miklu leyti stuðst við þá útgáfu. ufferin lávarður var fæddur í Flórens á ft- alíu árið 1826, sonur Price Blackowwod bar- óns af Dufferin og Hel- en Selmu Sheridan, sonardóttur hins þekkta enska skálds R.B. Sheridans. Dufferin stundaði nám í Eton og Oxford og 24 ára að aldri var hann tekinn í tölu enskra aðalsmanna. Upp frá því gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstöðum fyrir breska heimsveldið og var um skeið landstjóri í Kanada og síðar varakonungur Indlands. Vorið 1856 bjó hann út leiðangur norður í höf á skipi sínu „Sælöðr- ið“ (Foam) og hingað til lands kom hann 24. júní 1856. Fylgdarmaður hans á yfirreið um landið var Sig- urður L. Jónasson, stúdent frá Auðunarstöðum í Víðidal. Lávarð- urinn þótti einkar viðfellinn og ljúfmannlegur í framkomu og var hann hvarvetna aufúsugestur. Dufferin lávarði þótti landið frítt og tilkomumikið, einkum á Þing- völlum og kvaðst hann hvergi hafa séð þvílíka náttúrufegurð sem þar. í húsi stiftamtmanns íslenskir fyrirmenn gátu auð- vitað ekki látið hjá líða að bjóða svo tignum manni sem Dufferin lávarði til veislu og var samkvæm- ið haldið hjá sjálfum stiftamt- manninum, Jörgen D. Trampe, fulltrúa Danakonungs á íslandi. í bréfi til móður sinnar segir lá- varðurinn m.a. svo um veislu þessa: í gær, nei í fyrrdag, — ég er í rauninni búinn að gleyma hvaða dag það var, — ég held, að það hafi ekki verið neinn sérstakur dagur, — ég veit bara að ég hef ekki farið í rúmið síðan — við borðuðum nefnilega hjá stiftamt- manninum, enda þótt sögnin „að borða“ gefi alranga hugmynd um það sem fram fór. Okkur var boðið þangað klukk- an fjögur og klukkan hálffjögur stigum við á land úr léttibátnum. í sakleysi mínu hafði ég farið í drifhvítt, fallegt vesti. Aðseturhús stiftamtmannsins er úr timbri eins og önnur hús í Reykjavík. Það stendur á litlum hól og það eina sem gerir það frábrugðið öðrum húsum í bæn- um, er illa hirtur kálgarður í brekkunni fyrir framan það. Hann er eins og óhrein svunta. Á hurð- inni er enginn lás, snerill, bjalla eða hamar, en jafnskjótt og við nálguðumst húsið, lauk þjónn upp fyrir okkur og fylgdi okkur til stofunnar, þar sem Trampe greifi bauð okkur velkomna. Er við höfðum verið kynntir fyrir konu hans, heilsuðum við hinum gest- unum, sem ég þekkti flesta þegar. Allir helstu virðingarmenn eyj- arinnar voru þarna samankomnir, þeirra á meðal biskupinn, yfir- dómarinn og svo framvegis og svo framvegis. Sumir voru í einkenn- isbúningi sínum og allir höfðu sett upp spariandlitið. Jafnskjótt og hurðinni að borðstofunni hafði verið lokið upp, tók Trampe greifi mig við hönd sér, — og tveir aðrir fóru að dæmi hans með féiaga mína, — og allur hópurinn streymdi inn í stofuna. Borð voru fagurlega skreytt með blómum, fögrum borðbúnaði og ógrynni glasa. Við Fitzgerald sátum sinn til hvorrar handar húsráðanda, en hinir gestirnir út frá okkur. Á vinstri hönd mína sat rektorinn, en andspænis honum, við hliðina á Fitz, landlæknirinn. Er menn voru sestir hófst veislan og ég verð að játa, að ég man mjög óljóst eftir því, sem gerðist. Ef satt skal segja, þá eru endurminningar mínar frá næstu fimm klukku- stundum í eins miklu róti og land, sem hefir umturnast af synda- flóði. Ef þér virðist lýsing mín á samkvæminu vera þolanlega skilj- anleg og í samhengi, þá er það Sig- urði einum að þakka. Ég bað lækninn að segja mér, hvað gerst hefði, en hann var eins og álfur út úr hól, — reyndi að þreifa á slag- æðinni á mér, — en gat ekki fund- ið hana, — og ritaði síðan eftirfar- andi lyfseðil, sem ég held að sé aðeins yfirlit yfir flöskur þær, sem hann tæmdi þá um daginn." Sest að borðum í afriti af þessum lyfseðli Fitz- geralds læknis má sjá að Dufferin lávarður hafði rétt fyrir sér hvað varðaði „meðulin" á lyfseðlinum, en á seðlinum stóð: Hvítvín 3 fl., Kampavín 4 fl. Sherry hálf fl., Rínarvín 2 fl., Ákavfti 8 gl., og má af þessu sjá að hver maður hefur innbyrt talsvert áfengismagn, ef allir hafa drukkið svipað og Fitz- gerald. Og áfram heldur Dufferin lávarður í bréfi sínu: „Ég hefi fengið sönnur fyrir því, bæði innvortis og frá öðrum stöð- um, að veislan hafi verið hin ágæt- Dufferin lávarður á yngri árum, um það leyti er hann kom til íslands. asta. En það er engan veginn hægt að ætlast til þess, að ég muni sam- setningu matseðilsins, því að ég var orðinn hinn mesti vinur sessu- nauta minna, áður en búið var að borða súpuna og skálaði tíðum. Mér er vel kunnugt um hina ein- kennilegu siði Norðurlandabúa. Ég vissi, að ég kunni vel að drekka og þar sem mér er í blóð borin hin mesta fyrirlitning á mönnum, sem svíkjast um að taka glas í botn, var ég staðráðinn í því að láta eigi minn hlut eftir liggja, er húsbónd- inn drakk mér til. Eg vildi óska, að þú hefðir séð ánægjusvipinn á andliti hans, er ég klingdi glösum við hann í fyrsta skipti, drakk í botn og setti glasið á hvolf á borð- ið til merkis um það, að ég hefði ekki svikist um. En von bráðar fór þetta að verða öllu alvarlegra, en ég hafði gert ráð fyrir í fyrstu. Mér var vel kunnugt, að það þótti hin mesta svívirða að neita að skála við mann eða drekka aðeins til hálfs úr glasi sínu. Er ég fór til veislunnar hafði ég verið staðráð- inn í því, að verða eigi gestrisni húsráðanda til skammar. Ég var meira að segja reiðubúinn til þess að láta lífið, ef þess yrði þörf. Ef hann gerði sig ekki ánægðan með að hafa mig við borð sitt, þá ætl- aði ég ekki að skjóta mér undan því að leyfa honum að koma mér undir það. En ef svo fast yrði drukkið áfram sem í fyrstu, þá voru allar líkur til að þetta yrði áður en annar rétturinn yrði á borð borinn. Ég tók því það ráð, að láta sem ég hefði ekki veitt því eftirtekt, að glas mitt hafði verið fyllt, er ég hafði skálað svo oft að tugum skipti í sherry og kampa- víni við sessunauta mína. Ég hagaði mér þarna eins og skipstjóri á herskipi, sem lent hef- ir á milli tveggja óvinaherskipa og laumast burt í myrkrinu, svo að þau taka að skjóta hvort á annað. Það má orða þetta þannig, að ég hafi hörfað af vígvellinum til að kasta mæðinni. En þetta bragð bar ekki tilætlaðan árangur. Aðrir við borðið hættu þegar að drekka, er þeir sáu til mín og biðu með döprum svip, að ég gæfi merki um að gengið skyldi til orustu á ný, því að sannarlega mátti nefna drykkju þessa því nafni. En þá náði ógurlega stráksleg hugsun tökum á mér: Hvernig væri það, að ég reyndi að drekka stiftamt- manninn undir borðið og snúa þannig við taflinu? Því verður ekki á móti mælt, að fyrstu 25 ár ævi minnar bragðaði ég ekki vín, — en var ég ekki sonar-sonur sonur langafa míns og írskur aðalsmaður í þokkabót? Hafði það ekki verið alsiða í ætt minni.að láta bera ámur af rauð- víni upp úr kjallaanum, loka síðan öllum hurðum að drykkjustofunni og fleygja lyklunum út um glugg- ann? Ef ég léti þessar endurminn- ingar veita mér styrk og brautar- gengi, ætti ég að geta drukkið á við versta svola á Islandi. Svo að ég gaf dauðann og djöfulinn í allt saman, bauð öllum byrginn og svo hófst næsta hríð, sem stóð látlaust í fjörutíu og fimm mínútur. Þá fór loksins að draga af þeim: Ég var að nokkru leyti búinn að koma greifanum og rektornum fyrir og tórði þó sjálfur. Ekki leið mér þó beinlínis vel, en rétt er að geta þess, að vanlíðanin var í nágrenni við vestið en ekki í höfð- inu. Ég tók undir með Lepidusi, er hann sagði: „Mér líður illa, en ég fer hvergi." Og ég mundi hafa bætt við: „Gefðu mér vængi", ef ég hefði bara þorað. En nú var björn- inn unninn að mestu, — Fitzger- ald var enn í sæti sínu, og ef við létum ekki bugast næsta stund- arfjórðunginn, þá mundi heiðri okkar borgið. Þú getur þvi gert þér í hugarlund skelfingu mína, þegar landlæknirinn íslenski æpti heróp, — uppáhaldssetningu sína: „Si triginta guttis, morbum cueare- velis, erras" (Þér skjátlast, ef þú heldur, að þú getir læknað sjúk- dóminn með þrjátíu dropum), — og gaf þannig merki um allsherj- aratlögu og gestirnir, tuttugu að tölu, réðust á mig hver á fætur öðrum. Mér var skapi næst að leggja á flótta, en ættarblóðið fór nú að segja til sín og ég snerist gegn þeim með þvilíkri rósemi og óttaleysi, að það fer næstum því hrollur um mig þegar ég hugsa um það.“ Skálaræður í bréfi sínu segir lávarðurinn að síðan hafi verið fluttar skálaræð- ur og séu viðburðir næstu klukku- stunda sveipaðir móðu gleymsku og leyndardóms. Stiftamtmaður- inn hafi riðið á vaðið með því að mæla fyrir minni drottningar á frönsku og hann hafi svarað þegar á sama máli. Þá tók rektorinn til máls á ensku og bað menn að drekka fyrir velgengni Dufferin lávarðar, sem segir í bréfi sínu að hafi verið hraksmánarlegt háð undir þessum kringumstæðurtí. Síðan segir Dufferin: „En þótt mjög hafi nú verið af mér dregið, bað ég menn að drekka minni hinna fögru augna greifafrúarinnar, Þá mælti ein- hver fyrir minni Bretlands og ég sé af skýrslunni, að næst flutti Dufferin lávarður sprenglærðan fyrirlestur um íslendinga að fornu. Minntist hann á fund Vín- lands og heimsókn Kolumbusar í ræðu sinni. Næst voru fluttar nokkrar ræður á íslensku, en að því búnu tók biskupinn til máls. Hann hélt ágæta tuttugu mínútna ræðu á latínu og lauk henni með því að biðja menn öðru sinni að drekka skál mína. Ég vissi í raun- inni ekkert', hvað ég ætti til bragðs að taka, en gerðist þó svo ófyrir- leitinn að svara á sömu tungu. Ég sendi þér helstu gullkornin, því að það má ekki við gangast að svo góð ræða falli í gleymsku og dá.“ Lávarðurinn lét svo fylgja með efnisúrdrátt úr ræðu sinni á lat- ínu og þar sem ræðan hafi vakið mikinn fögnuð meðal áheyrenda lét hann einnig fylgja þýðingu, svo þeir gætu notið góðs af, sem ekki kynnu latínu. í upphafi þakkaði hann árnað- aróskir biskups og sagði síðan: „Að drekka, háu herrar, það er nú hlutur, sem alls staðar við- gengst, bæði til gagns og gamans. Nauðsyn er á löngu átaki, styrku átaki og sameiginlegu átaki. Skáldið segir: Ein snerting náttúr- unnar gerir alla menn að skyld- mennum og náttúra manns er — að drekka. En háu herrar, til er önnur skoðun, sem á jafnmarga fylgismenn: Til er sameiginlegt land, sem norrænir menn og Suðurlandabúar hafa jafn miklar mætur á. Þarf ég að nefna það? Skál fyrir tryggð konunnar. Ástin ríkir í höll, í herbúðum og trjálundi. Ég er ekki í vafa um það, undir hvaða heiti ég á að heimfæra hið yndislega land ykk- ar. Höll? En hér er enginn kon- ungur. Herbúðir? Enginn er hér hermaðurinn. — Trjálund? Þið hafið ekki eitt einasta tré. — Samt látið þið stjórnast af ástarguðin- um eins og allir aðrir, — og meyj- ar íslands eru nafntogaðar fyrir fegurð í öllum löndum. Drekkum minni þeirra og ger- um alla sveinstaula að kvikindum. Látum okkur vona, að þessar kæru og blessuðu verur megi njóta eins margra eiginmanna og þær óslca, — að þær eignist tvibura á hverju ári og að dætur þeirra fari að dæmi mæðra sinna og viðhaldi hinni íslensku þjóð um aldir alda.“ Síðan segir lávarðurinn í bréfi sínu: — „Ósjálfrátt tónaði ég síð- ustu orðin eins og vesalings gamli klerkurinn í dómkirkjunni. Fleiri ræður fylgdu í kjölfar minnar, — menn klingdu glösum án afláts — hver talaði upp í annan — við fór- um að stíga dans umhverfis borð- ið, þar sem hver tók í höndina á öðrum, ekki ósvipað síðasta hluta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.