Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 37 Olafía Arnadóttir — Minningarorð Fædd 9. júnf 1899 Dáin 16. september 1983 Mörg er gæfan í lífinu. Ein sú mesta að kynnast góðu fólki. Það verður aldrei fullþakkað. Fram í hugann hrannast ótal minningar um frábæra menn sem varpa hlýju og yl á leiðina okkar. Á morgun verður til moldar borin ein þeirra kvenna sem létt hefur mörgum sporin með hjálp- semi sinni og glaðværð. Ólafía Árnadóttir fæddist 9. júní 1899 að Bergskoti á Vatns- leysuströnd. Foreldrar hennar Sigrún Ólafsdóttir frá Söndum í Meðallandi og Árni Sæmundsson, trésmiður frá Sólheimum í Mýr- dal, höfðu flust árið áður en Ólafía fæddist úr Mýrdalnum og suður á Vatnsleysuströnd. Þau voru bæði Vestur-Skaftfellingar í báðar ætt- ir. Árið 1901 hurfu þau svo til Reykjavíkur og bjuggu þær æ síð- an meðan báðum entist heilsa og líf. Árni lést á jóladag 1906 af af- leiðingum slyss, sem hann varð fyrir við vinnu sína. Hann var þá aðeins 43 ára að aldri. Uppi stóð ekkjan með dætur þrjár: Maríu 13 ára, Dórótheu 11 ára og ólafíu 7 ára. Árni hafði þá nýlega reist þeim hús við Grettisgötu 57 í Reykjavík. Tókst ekkjunni með atorku og dugnaði að koma dætrum sínum til manns og halda húsaskjólinu. Það var ósmátt afrek í þá daga og kostaði ótalin tár og margan svitadropann. Sigrún vílaði ekki fyrir sér að ganga í kolaburð, en þá voru kolaskip affermd með þeim hætti í Reykjavík að mokað var í poka og þeir síðan bornir á bakinu upp að Arnarhóli og þótti vart kvenmannsverk. Þá þekktust ekki slysabætur, ekknalaun né barnalífeyrir. Var því oft þröngt í búi hjá þeim mæðgum eins og nærri má geta. Síðustu æviár sín var Sigrún þrotin að kröftum og heilsu og löngum rekkjumaður. Naut hún þá umönnunar og alúðar Ólafíu dóttur sinnar þar til yfir lauk. Sig- rún dó árið 1932. Hún var greind kona og skáldmælt og hélt and- legri reisn sinni fram í andlátið. Um dæturnar er það að segja, að María fluttist til Austurlands og giftist þar Eyjólfi Jónssyni, sjó- manni, sem hún missti í sjóinn, ung að aldri. Síðar giftist hún Jóni Sveinssyni frá Hátúni á Eskifirði. Þau ólu upp tvær fósturdætur. María lést árið 1962. Dóróthea giftist Ólafi Einarssyni, sjómanni, og eignuðust þau 6 börn. Hún dó árið 1964. Allar dóu þær mæðgur þrjár á 70. aldursári. Ólafía giftist eftirlifandi manni sínum, Brynjólfi Helga Þorsteins- syni, vélstjóra frá Kirkjuvogi í Höfnum syðra, 18. nóvember 1922 og áttu þau farsæla sambúð á sjöunda áratug. Brynjólfur var konu sinni einstaklega umhyggju- samur og ástríkur þar til yfir lauk og var unun að sjá, hve þau hjón unnu hvort öðru. Þau eignuðust einn son barna, Árna framkvæmdastjóra Is- lenskra rafverktaka. Hann var kvæntur ólöfu G. Geirsdóttur. Eiga þau 3 börn og 7 barnabörn. Brá það mjög lit á líf þeirra ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. llandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hjóna, Ólafíu og Brynjólfs, hve sonarbörnin og barnabarnabörnin voru þeim uppspretta gleði og ánægju. Heimili þeirra hjónanna stóð löngum opið gestum og gang- andi og var það ekki síst aðkomu- fólk sem þar átti höfði sínu að halla og dvaldi þá tíðum langdvöl- um í leit að lækningu meina sinna. Ólafía var frá fæðingu bækluð á fæti. Ágerðist sá sjúkdómur með árunum, þótt ekkert væri til spar- að til að reyna úr að bæta. Hún bar þá þraut með æðruleysi og Guðs hjálp, eins og hún tók sjálf til orða. Hún var alla ævi mikil trúkona og bar sterka löngun í brjósti til þess að aðrir mættu verða þess trúarstyrks aðnjótandi sem hún hafði. Varð hún mörgum stoð í þeim efnum. Skáldskapur Ólafíu ber sterkan svip þessara einlægu og afdrátt- arlausu trúarskoðana. Út komu frá hennar hendi tvær ljóðabæk- ur, sem bera birtu í húsið. Séð til sólar nefndi hún fyrri bókina og kom hún út árið 1959. Þar er m.a. þetta kveðið í kvæðinu Hver gaf?: Hver léði fegurð norðurljósalindum sem leiftra glatt á himni um vetrarkvðld í skrúði lita ljóss og undramyndum uns ljóskvik hverfa undir skýjatjöld. Það gerði Guð. Síðari ljóðabókin kom út árið 1977 og heitir f birtu daganna. Svo sem verða vill um stórhuga fólk, brá fyrir nokkru óþoli hjá Ólafíu á stundum ef henni fannst menn um of hrapa af réttri braut. ólafía var einkar góð systur- börnum sínum, og fellur gæska hennar seint í gleymsku í þeim hópi. Öll bernskujól þeirra barna færði hún þeim gjafir og hjálpar- hönd hennar var alls staðar ná- læg, þegar sjómannskona var ein að bjástra með barnahópinn sinn. Ættfróð var Ólafía og lagði sig fram um að grafa upp og greiða úr vanda í þeim efnum. Áttu ættingj- ar hennar og vinir vís svör við spurningum sínum þegar þeir leit- uðu til hennar um ættfræði. Kæmi svarið ekki á stundinni sem oftast var, unni hún sér ekki hvíldar fyrr en hún hafði fundið það sem um var spurt. Hún gaf skyldmennum sínum afrit af ættartölum, sem hún hafði sjálf saman sett og var á seinni árum mörgum öðrum inn- an handar um vélritun ýmissa gagna og skáldskapar. Sama birtan og heiðríkjan fylgdi þessari konu til hinstu stundar. f síðustu heimsókninni til hennar á sjúkrabeð vissi hún að hverju fór og kenndi þá fögnuðar yfir því að þrautum slitins líkama yrði brátt lokið. Andlegum kröftum hélt hún til hins síðasta. Hún lést að morgni 16. sept. sl. Sú er bæn mín að hún hafi þá horfið inn í morgungeisla trúar sinnar. Hugurinn hverfur til nán- ustu ættingja frænku minnar, og einkum Brynjólfs bónda hennar. Megi allar góðar vættir styrkja hann sem mest hefur misst. Hjálmar Olafsson Útförin fer fram mánudag 26. sept. kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. + Faöir okkar, GÍSLI EINARSSON, bifreiðarstjóri, Noröurbraut 29, Hafnarfiröi, sem lést 18. þessa mánaöar, veröur jarösunginn frá Hafnarfjarö- arkirkju, þriöjudaginn 27. september kl. 13.30. Einar Gislason, Lárus Gíslason. t Systir okkar, RAGNHEIDUR INGVARSDÓTTIR frá Staö í Hrútafiröi, Miötúni 26, Reykjavík, veröur jarösett frá Staöarkirkju í Hrútafirði, fimmtudaginn 29. sept., kl. 15.00. Kveöjuathöfn verður í Dómklrkjunni, miövikudag- inn 28. september kl. 13.30. Sigríöur Ingvarsdóttir, Oddný Ingvarsdóttir, Valgeröur Ingvarsdóttir. + Litli drengurinn okkar, HÖROUR SCHEVING ELLERTSSON, lést mánudaginn 19. sept. sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju, miövikudaginn 28. september kl. 3 e.h. Rósa Ólafsdóttir, Ellert Markússon. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGUROUR BJARNI JÓNSSON, bakarameistari, Brekkubyggö 33, Garöabæ, verður jarösunginn þriöjudaginn 27. september kl. 10.30 fyrir há- degi í Fossvogskirkju. Signý Sigurðardóttir, Jón Sigurösson, Jennifer O'Grady. Siguröur Pétur Jónsson, Phillip Jónsson, Einína Sif Gísladóttir. + Eiginkona mín, ÓLAFÍA ÁRNADÓTTIR, Laugarnesvegi 72, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 26. september kl. 10.30. Blóm og kransar afbeðið, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra. Brynjólfur H. Þorsteinsson og fjölskyldur. + Amma mín, HALLA EIRÍKSDÓTTIR frá Fossí á Síöu, V.-Skaft. verður jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 27. september k. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóö Eiríks Steingrímssonar. Halla Eiríksdóttir, Álfheimum 64. Frænka mín. + ÓLÖF HELGADÓTTIR, Hátúni 10A, veröur jarösungin frá Fossvogskapellu, mánudaginn 26. sept- ember kl. 15.00. Jónatan Guömundsson. Útför + SIGRÍÐAR BJARNADÓTTUR, fyrrverandi aöalgjaldkera Ríkisútvarpsins, verður gerö frá Fossvogskapellu, þriöjudaginn 27. september kl. 3. Árni Guðjónsson. + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BJARNADÓTTUR frá Ásgaröi, veröur frá Fossvogsklrkju, mánudaginn 26. september kl. 16.30. Jarðsett veröur aö Hvammi í Dölum. Salbjörg Magnúsdóttir, Ethelen Magnússon, Jóhanna K. Magnúsdóttir, Ingvar Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og tóku þátt í útför bróöur okkar, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Landspítalanum, Borg- arspítalanum og Hafnarbúöum fyrir góöa umönnun i veikindum hans. Kristín Guðmundsdóttir, Siguröur Guömundsson, Gytha Guömundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. + Innilegar þakkir færum viö öllum sem vottuöu okkur hluttekningu, samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, BRAGA JÓNASSONAR, Skipasundi 3. Fyrir hönd aðstandenda, Gíslína Árnadóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.