Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Hljómar í árdaga: Rúnar Júlíusson, Eggert Kristins- son, Karl Hermannsson, Gunnar Þórdarson og Erl- ingur Björnsson. Enn bólar ekkert á bítlahárinu. Stærsta stundin: Hljómar leika í Cavern-klúbbnum í Liverpool, þar sem Bítlarnir voru „húsband" í kringum 1960. Nú eru þeir fjórir, Eggert á bakviö. BITLAÆÐI! Það eru ad verða tuttugu ár síðan „bítlaæðið“ greip um sig á Islandi. Annan miðvikudag, 5. október, eru liðin tuttugu ár síðan fyrsta íslenska „bítla- hljómsveitin“, Hljómar frá Keflavík, lék fyrsta sinni opinberlega í Krossinum sál- uga þar syðra. Á örfáum mán- uðum urðu Hljómar „lands- kunnir“, eins og það hét í dagblöðum þeirra tíma. Þeir endasentust um landið þvert og endilangt og trylltu dans- leikjaæskuna, vöktu óhug for- eldra og annara uppalenda, hræddu gamalt fólk með hljóðum sínum og síðu hári og voru alveg feiknarlega vinsæl- ir. Meira að segja svo vinsælir, að sex árum síðar, þegar hljómsveitin lagði upp laupana (í fyrsta sinn), þótti við hæfi að skrá sögu sveitarinnar og gefa út á glanspappír. SÍÐA HÁRIÐ GAMALDAGS Hljómar voru auðvitað ekki eina íslenska „bítlahljóm- sveitin". f kjölfar kefl- vísku fjórmenninganna komu fjöl- margar aðrar hljómsveitir og það sama var að gerast um allan heim, þar sem allir vildu verða eins og hinir einu og sönnu Liverpool- Bítlar — allir hrifust af þessari nýju tónlist og tísku. Þar bar mest á siðu hárinu, sem var greitt fram á ennið og var nokkuð nýstárlegt eftir bylgjugreiðslu áratugarins á undan. Enginn vafi leikur á að bítlatískan og bítlaæðið — því hér var um raunverulegt æði að ræða, þar sem leið yfir fólk á tónleikum og ungmeyjar grétu af hrifningu — hafði veruleg áhrif um allan heim. En bítlar þeirra tíma eru nú farnir að nálgast fertugt og hárið er orðið styttra, ef ekki líka grárra og þynnra. Börn bítlakynslóðar- innar hafa varla hugmynd um, um hvað þetta æði snerist, þau eru að hlusta á allt aðra tónlist í dag og sjá ekki annað en að sítt hár sé gamaldags og hallærislegt. HARD DAY’S HVAÐ? Það segir sína sögu, að Björgvin Halldórsson söngvari (eitt af- sprengi bítlatímans), réði í hljómsveit sína ungan mann ekki alls' fyrir löngu og lagði til á hljómsveitaræfingu að rennt yrði í Bítlalagið „A Hard Day’s Night", sem hann taldi augljóst að allir vissu hvað væri. En hljóðfæraleik- arinn ungi gerði sér lítið fyrir og sagði: Hvað er það? Hann hafði bara ekki hugmynd um hvaða lag var átt við. Það gera hinsvegar margir aðrir og því er á þetta minnst hér, að nú um helgina var frumsýning í Broadway á liðlega tveggja stunda langri skemmtidagskrá, þar sem margir vinsælustu söngvarar landsins frá þessum tíma (sem segja má að hafi lokið um svipað leyti og bresku Beatles hættu störfum 1971) rifja upp um hálft hundrað vinsælustu laga bítlatím- ans. „ERFITT AÐ FYLGJA BÍTLATÍSKUNNI...“ Það er fróðlegt að fletta blöðum frá þessum tíma. Unglingum dagsins í dag þykja þær frásagnir „síðan í fornöld", en þeim, sem voru upp á sitt bítilbesta á árun- um milli 1960 og 1970, hlýnar vafalaust örlítið um hjartaræt- urnar — svona álíka og þegar gömlu Bítlaplöturnar eru settar á fóninn í fimmtán og tuttugu ára stúdentsafmælum í dag. Við náð- um í úrklippusafn einlægs bítla- og Hljómaaðdáanda, sem búsettur er á Súgandafirði, og skemmtum okkur dagstund við að fletta í gegnum það. Þar má m.a. lesa úr- klippu úr Vísi 20. nóvember 1964, þar sem segir frá heimsókn bltla- hljtomsveitarinnar Hljóma á hár- greiðslustofu: „Það getur verið mjög erfitt að fylgja bítlatísk- unni,“ hafði blaðið eftir einum liðsmanna Hljóma. „Hárið er flók- ið og erfitt á morgnana" ... „og flækist fyrir andlitinu á manni í knattspyrnu," bætir Rúnar Júlíus- son við, „en hann er einn af ís- landsmeisturunum í knattspyrnu og mjög góður leikmaður talinn," segir í blaðinu, og svo er haldið áfram: „Á hárgeiðslustofunni Blæösp í Kjörgarði varð uppi fótur og fit þegar þessa frægu gesti bar að garði. Ungu hárgreiðsludöm- urnar sögðust aldrei hafa fengið jafn „intressant" verkefni. Þarna var hálssíða hárið meistaranna tekið og greitt, þvegið, þurrkað, klippt, sett í það svokallað „clips" og rúllur og hárlakk eftir að hárið hafði verið „túberað"..." STÓRI DRAUMURINN Hvar sem Hljómar komu fram fylltist allt af fólki. Blöðin voru uppfull af fréttum af liðsmönnum sveitarinnar og myndum af þeim. Stjörnuspekingar vikublaðanna voru fengnir til að segja fyrir um framtíð þeirra og skapgerð, lög- reglan hafði sérstakan viðbúnað þegar Keflavíkur-bítlarnir léku á tónleikum. Sumarið 1965 var gerð tuttugu mínútna löng kvikmynd Thor’s Hammer, fyrsta platan fyrir erlendan markað 1966. Pétur Ost- lund, sem fram að þessu var bursta- klipptur jazztrommuleikari, orðinn hárprúðastur allra. Fyrsta erlenda topp- hljómsveitin sem kom til íslands á þessum tíma var Swinging Blue Jeans. Hljómar komu fram á hljómleikum Bretanna í Austurbæjarbíói þar sem myndin var tekin 1964.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.